Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Það er hver höndin upp á móti annarri

við að hjálpa hinni.

(Þórarinn Kristjánsson)


Ameríkuflug

Áformað flug Iceland Express milli Íslands og New York næsta sumar vekur athygli á Norðurlöndunum en félagið er nú að kynna þennan möguleika á ferðakaupstefnu í Lundúnum. Fjallað er um flugið á fréttavef norska blaðsins Aftenposten í dag og er þar haft eftir fulltrúa Iceland Express að félagið telji sig geta boðið lægra verð en Icelandair og SAS á ferðum milli Ósló og New York.

Það ber að fagna þessu framtaki hjá Iceland Express, því öll samkeppni er af hinu góða.  En stóra spurningin er hvort þetta félag hafi bolmagn í þessa samkeppni. En vonandi ráð þeir vel við þetta.


mbl.is Áformað Ameríkuflug Iceland Express vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athyglisverðar upplýsingar

Guðmundur Ólafsson, kom með athyglisverðar upplýsingar í þættinum Silfri Egils sl. sunnudag.  Hann fullyrti að skuldir Íslands, sem hlutfall af landsframleiðslu væri aðeins um 10% en ekki 200-300% eins og haldið hefur verið fram.  Ef þetta er rétt hjá Guðmundi þá verður ekki erfitt að greiða niður þessar skuldir fljótt.

Ósátt

Samtökin Cruise Iceland gera alvarlegar athugasemdir við frumvarp til laga um breytingar á lögum um vitamál þar sem lagt er til að vitagjald hækki um 100%. Í breytingartillögunum er gert ráð fyrir að vitagjaldið hækki úr 78,20 kr. á brúttótonn í 156,50 krónur, sem er 100% hækkun.

Ég er hræddur um að þessi samtök verði að sætta sig við þessa hækkun.  Því ef gera ætti undanþágu vegna skemmtiferðaskipa, þá endar þetta í tómri vitleysu. Þetta er að víst mikil hækkun, en hvort hún er nauðsynleg núna veit enginn, nema sá er samdi frumvarpið.


mbl.is Ósátt við hækkun vitagjalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aflandsviðskipti

Talsmaður Serious Fraud Office (SFO), rannsóknardeildar fjársvikamála í Bretlandi, segir samstarfið við embætti sérstaks saksóknara á Íslandi ganga vel, það spari báðum aðilum heilmikla fyrirhöfn og komi í veg fyrir tvíverknað.

Ef rannsóknin gengur svona vel er ég undrandi að enn hefur enginn verið ákærður í sambandi við bankahrunið.  Reyndar eru þessi svokölluðu aflandsviðskipti svo flókin að erfitt er að finna út hvað er löglegt og hvað er ólöglegt.  En það furðulega er að margir þeirra sem áttu þátt í Hruninu mikla starfa nú í hinum nýju bönkum og eru margir í ábyrgðarstöðum, eins og bankastjóri Kaupþings, sem setti Sparisjóðabankann á hausinn og sá skellur lendir á íslenskum skattgreiðendum.  Hvað varðar fyrirtæki landsins eru eignatengsl mjög flókin og að baki einu fyrirtæki standa kannski 10-15 einkahlutafélög, sem oft eru í eigu sama aðila.


mbl.is Aflandsviðskipti Íslendinga í leynd og flækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtaka

Lögreglan í Reykjavík handtók laust eftir kl. 23 tvo karlmenn á fertugsaldri í Vatnagörðum. Annar mannanna var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Við leit í bílnum fannst nokkurt magn af þýfi.

Þetta mál fer sína hefðbundnu leið í kerfinu, sem er að mennirnir verða yfirheyrðir og játa brot sín og síðan sleppt og halda áfram fyrri iðju.


mbl.is Fíkniefnaakstur og þýfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðin

Akstur á 16 völdum talningarstöðum á hringveginum í október 2009 er örlítið meiri en í október í fyrra. Fyrstu tíu mánuði ársins hefur umferð aukist um 2,3 prósent miðað við sama tímabil 2008. Umferðin er þó nánast sú sama og 2007. Töluverð aukning varð á umferðinni í sumar.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart, því margir eiga ekki fyrir eldsneyti á bíla sína og nota þá frekar strætó, hjóla eða ganga.


mbl.is Umferðin svipuð og 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dagblöðin

Meðaltalslestur á Morgunblaðinu mældist 37,3% á tímabilinu 9. ágúst til 9. október samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup. Á sama tíma lásu 59,8% Fréttablaðið að meðaltali.

Þetta hlýtur að valda nýjum eigendum Morgunblaðsins áhyggjum.  En minni lestur dagblað er sennilega tilkominn vegna þess að flestir lesa orðið fréttir á netinu, sem sífellt verða betri og auðveldara að nálgast þær.


mbl.is Lestur blaða minnkar milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gámafiskur

Hagsmunafélög útgerðarmanna í Vestmannaeyjum hafa gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á reglum um vigtun og skráningu sjávarafla.

Auðvitað eru þeir á móti þessu.  Því þetta mun þýða að allur fiskur sem sendur er óunnin á erlenda markaði verður rétt vigtaður og allt svindl verður útilokað.  Ég trúi því ekki að sjávarútvegsráðherra láti undan þrýstingi þeirra Eyjamanna.  Eins og ástandið er í dag er um að ræða gróflega mismun á milli fiskvinnslu hér á landi og fiskvinnslu erlendis.  Í því atvinnuástandi sem nú er á Íslandi á ekki að greiða fyrir að flytja óunnin fisk á erlenda markaði.  Það er vitað að fiskur léttist um c.a, 1% á hverjum sólahring, sem hann er í geymslu og væri þá ekki sanngjarnt að íslensk fiskvinnsla þyrfti ekki að vigta fiskinn fyrr en kemur að vinnslu hans.  Lengi vel var ákveðið kvótaálag á þennan útflutning en illu heillu afnam Einar K. Guðfinnsson það að kröfu Eyjamanna.


mbl.is Telja útflutning í hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk

Skemmdarverk var unnið á valtara sem stóð við Oddgeirshólaveg í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Selfossi var sandur settur í olíutankinn auk þess kviknaði eldur í valtaranum rétt eftir að stjórnandi þess setti hann í gang. Stjórnandanum tókst hins vegar að kæfa eldinn með úlpunni sinni.

Hvað hvatir búa að baki svona skemmdarverki.  Það versta er að í svona málum næst sjaldan gerandinn. og þolandinn situr uppi með sitt tjón bótalaust.  Það er mikil lágkúra, sem býr að baki svona skemmdarverki.  Þarna er verið að valda ákveðnum aðila tjóni með því að níðast á dauðum hlut.


mbl.is Settu sand í olíutank valtara - eldur kviknaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband