Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Brandari dagsins

  Eitt sinn hittust þeir og voru kynntir í samkvæmi.  Séra Baldur prófastur í Vatnsfirði í Ísafjarðardjúpi og  Auðunn Karlsson athafnamaður í Súðavík.  Voru menn aðeins í glasi og þegar Auðunn heilsar prestinum segir hann allhátt svo allir máttu heyra;

"Þú ert nú ekkert nema kjafturinn." 

Auðunn er maður lávaxinn og þétt holda.  Séra Baldur hvessir á hann augum og svarar;

"Og þú ert ekkert nema meltingarfærin góði".


Hjúskaparmiðlun

Átta vel stæðir piparsveinar í Kína hafa greitt sem samsvarar 675 þúsundum íslenskra króna hver til þess að mega taka þátt í keppni þar sem markmiðið er að finna framtíðarmaka.

Vonandi finna þessir auðugu menn maka við sitt hæfi.  Ástin skiptir engu máli, þeir líta á þetta eins og hver önnur viðskipti.


mbl.is Keppni í hjúskaparmiðlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þýskaland

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun, að sameiningu Þýskalands væri enn ekki lokið þótt 20 ár séu í dag liðin frá falli Berlínarmúrsins. Lífsgæði í austurhluta landsins eru enn lakari en í vesturhlutanum.

Það eru eðlilegar skýringar á þessum mismun milli austurs og vesturs Þýskalands.  Í austur hlutanum var fólk orðið vant því að fá alltaf vinnu og laun.  Þótt vinnan væri í raun tilgangslaus og skilaði engu.  Það mun taka heila mannsævi að ljúka þessari sameiningu endanlega.


mbl.is Merkel: Sameiningu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðkirkjan

Þjóðkirkjunni er samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs gert að hagræða í rekstri sínum um 161 millj. kr. Heildartekjur á næsta ári nálgast að vera tæpir fjórir milljarðar króna.

Ekki er nú hægt að kalla þetta mikinn niðurskurð 161 milljón af 4 milljarða tekjum.  En auðvitað verður Þjóðkirkjan að spara eins og aðrir í þjóðfélaginu.


mbl.is Þjóðkirkjan þarf að skera niður um 161 milljón króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiði

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra og fyrrum formaður Samfylkingarinnar, segir í viðtali við fréttamanninn Sölva Tryggvason að hún ásaki sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiðibylgju í samfélaginu.

Er Ingibjörg nú ekki að ofmeta sjálfa sig, ef hún telur að öll reiði í samfélaginu megi rekja til hennar.


mbl.is Ásakar sjálfa sig fyrir að hafa valdið reiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun á olíu

Verð á hráolíu hefur hækkað á heimsmarkaði í morgun og er það m.a. rakið til þess að fellibylurinn Ida er kominn inn á Mexíkóflóa. Mjög hefur þó dregið úr styrk óveðursins.

Þetta er með ólíkindum, það virðist nánast flest sem skeður í heiminum, leiði til hærra olíuverðs.  En ekkert sem leiðir til lækkunar.


mbl.is Olíuverð hækkar vegna fellibyls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HS-orka

HS Orka hefur átt í viðræðum við lánveitendur sína undanfarið en í lok síðasta árs uppfyllti félagið ekki kröfur í lánasamningum eiginfjárhlutfall og rekstrarhlutföll sem veitir lánveitendum heimild til gjaldfellingar lána. Eru viðræður á lokastigi en ekki hefur náðst samkomulag við lánveitendur.

Ekki er ástandið gott hjá þessu fyrirtæki og ef öll þessi lán verða gjaldfelld mun fyrirtækið komast í þrot.  En hvernig var með þetta kanadíska félag, sem á orðið stóran hlut í HS-orku, ætlaði það ekki að koma með mikla peninga inn í fyrirtækið.  Eða var þetta bara sýndarmennska?


mbl.is Reynt að semja við lánveitendur HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflytjendur

Ný viðhorfskönnun gerð meðal tæplega 800 innflytjenda hérlendis leiðir í ljós að 60% þeirra telja sig hafa aðlagast íslensku samfélagi vel eða mjög vel.

Það má vel vera að þeir telji sig hafa aðlagast íslensku þjóðfélagi vel.  En mikið skortir nú á íslenskukunnáttu hjá mörgum.


mbl.is Íslenskukunnátta lykill að þjóðfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB

Fyrsti fundur samninganefndar Íslands vegna fyrirhugaðra aðildarviðræðna við Evrópusambandið verður haldinn á miðvikudag. Erindisbréf nefndarinnar var sent út fyrir helgi en hefur ekki borist öllum nefndarmönnum.

Hvaða mikli hraði er á þessu.  Er ekki nóg að halda fund þegar nefndarmenn hafa fengið sín skipunarbréf.  Án þeirra eru allir nefndarmenn umboðslausir og tilgangslaust að vera með fund vegna ESB.


mbl.is Áhersla á auðlindirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ungbarnadauði

Hvergi í heiminum var ungbarnadauði fátíðari en á Íslandi árið 2007 eða 1,5 af 1.000 lifandi fæddum. Í Evrópu var ungbarnadauði tíðastur í Tyrklandi eða 16,7 af 1.000 lifandi fæddum árið 2007.

Þetta eru auðvitað jákvæðar fréttir, en það neikvæða við þetta er að hvert nýfætt barn, kemur í þennan heim, sem stórskuldugur Íslendingur.  Framtíð þessara barna er sú að verða þrælar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins alla sína ævi.


mbl.is Ungbarnadauði fátíðastur hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband