Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Þetta kom bara eins og

þruma úr skurði.

(Ókunnur höfundur)


Bílvelta

Ökumaður og tveir farþegar sluppu naumlega þegar bíll þeirra valt út af veginum í austanverðu Námaskarði í Mývatnssveit í gær. Að sögn lögreglu fór bíllinn út af í krappri beygju, valt marga hringi og er gjörónýtur.

Það er ótrúlegt að fólkið skuli hafa sloppið lifandi frá þessum ósköpum.  Það mun hafa verið ísing á veginum, sem olli slysinu.


mbl.is Valt og gjöreyðilagðist í Námaskarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skotárás

Mun fleiri hefðu getað dáið í skotárásinni sem gerð var í bandarísku herstöðinni Fort Hood í Texas á föstudag, ef ekki hefði verið fyrir framgöngu starfsfólks á staðnum sem stöðvaði árásarmanninn. Barack Obama sagði í vikulegu ávarpi sínu í gærkvöldi að skotárásin væri birtingarmynd „þess versta í mannlegu eðli“ en að hún hefði líka kallað fram „bestu hliðar Bandaríkjamanna“

Þetta er alveg ótrúlegt að bandarískur hermaður, sem staðsettur er í herstöð, fari allt í einu að skjóta á félaga sína.  Þetta hefur greinilega verið geðveikur maður.


mbl.is Fórnarlömbin hefðu orðið fleiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólabasar

Hinn árlegi jólabasar Hringsins verður haldinn á Grand Hótel í Reykjavík í dag. Á basarnum má að vanda finna marga fallega muni sem hentugir eru til jólagjafa og heimabakaðar kökur auk jólakorta hringsins, jólaskrauts og jóladúka. Allur ágóði rennur til góðgerðamála.

Þær eiga heiður skilið þessar konur, sem standa að þessum jólabasar, því allt er þetta unnið í sjálfboðavinnu og í gegnum árin hafa þær stutt mikið við starf barnaspítala Hringsins og Landsspítalans.


mbl.is Margt að finna á jólabasar Hringsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ók á ofsahraða

Ökumaður í Öxarfirði lagði á flótta undan lögreglu í gærkvöldi og hafnaði utan vegar eftir um 15 kílómetra eftirför. Að sögn lögreglunnar á Húsavík sinnti ökumaðurinn ekki merkjum lögreglu heldur jók ferðina þegar til stóð að stöðva hann um ellefuleytið.  Í viðbót við þennan glæfraakstur reyndist ökumaðurinn vera ölvaður. Svona menn verða auðvitað sviptir ökuréttindum og eiga aldrei að fá þau aftur.
mbl.is Á ofsahraða undan lögreglu í Öxarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolungarvík

Aðeins á eftir að grafa um 92 metra í Bolungarvíkurgöngum. Grafnir voru 59 metrar í síðustu viku. Áætlað er að slá í gegn 27. nóvember.

Þetta verður bylting í samgöngumálum þeirra sem búa í Bolungarvík og fleiri Vestfirðinga, sem þangað eiga erindi.  Vegurinn um Óshlíð leggst þá af enda sennilega einn hættulegasti vegur landsins.  Nú þarf bara að gera göng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.  Síðan úr botni Arnarfjarðar og í botn Vatnsfjarðar á Barðaströnd.  Þá fyrst væri raunhæfur möguleiki að gera Vestfirði að einu sveitarfélagi.


mbl.is Eiga eftir að grafa 92 metra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kína

Kína munu veita löndum Afríku 10 milljarða dollara lán ef marka má orð kínverska forsætisráðherrans, Wen Jiabao, við setningu sameiginlegs fundar ríkjanna, FOCAC, í dag. Kínversk fyrirtæki hafa fjárfest gríðarlega í olíu og hráefnum í Afríku til að keyra áfram efnahag Kína og viðskipti þar á milli hafa tífaldast undanfarin áratug.

Þeir virðast eiga næga peninga í Kína, því auk þessara lána hafa þeir keypt mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum.  Þeir eru ekki að veita löndum Afríku þessi lán af góðmennsku, heldur til að auka áhrif sín í Afríku, sem voru mikil fyrir.  Til dæmis eru í Egyptalandi 950 kínversk fyrirtæki, sem framleiða vörur, sem merktar eru "Made in China".  Viðskipti Kína og Afríku hafa meira en tífaldast síðastliðinn áratug.  Nú þegar frjálshyggjan og kapítalisminn er búin að koma öllu efnahagslífi í hinum vestræna heimi um koll.  Þá blómstrar kommúnisminn í Kína, sem aldrei fyrr.


mbl.is Kína lánar Afríku 10 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðungaruppboð

Í lok október höfðu verið skráðar 2.039 nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna hjá sýslumannsembættinu í Reykjavík. Í októbermánuði voru 384 beiðnir skráðar sem er hæsta tala í einstökum mánuði það sem af er þessu ári.

Þetta sýnir vel það ástand sem er hjá flestum heimilum í landinu, en nú er búið að samþykkja á Alþingi lög sem fresta nauðungarsölum fram í lok mars 2010.  Þannig að aðeins fer fram fyrra uppboð en því síðara verður frestað.  En hvort fólki gagnast þessi frestur eitthvað er önnur saga.  Því með frestun er ekki verið að leysa neitt vandamál, aðeins frestun á vandanum.  En þetta er ekki allt því að á þessu ári er búið að selja um 350 bíla á uppboði og um 2000 beiðnir liggja óafgreiddar og verða þær seldar á næstu vikum.  Því samkvæmt lögunum nær frestun uppboðs aðeins til íbúðarhúsnæðis, sem skuldarinn býr í og á sitt heimili. Það er því gósentíð fram undan hjá fjármálabröskurum, sem eiga peninga.


mbl.is Yfir 2000 nauðungarsölubeiðnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Börnin taki við

Rupert Murdoch vill að eitthvað af börnum sínum taki við af honum við stjórnvölinn á fjölmiðlafyrirtækinu News Corp. Lét hann hafa þetta eftir sér í viðtali á Sky News í Ástralíu í dag. Fjölskylda hans fer með um 40% atkvæða í News Corp, sem á og rekur m.a. Wall Street Journal og Twentieth Century Fox.

Er það ekki hinn eðlilegi gangur í fjölskyldufyrirtæki að sonur eða dóttir taki við af föður sínum, þegar hann ákveður að draga sig í hlé.  Aftur á móti hefur reynslan sýnt að þegar þriðja kynslóðin tekur við þá fer fyrirtækið yfirleitt á hausinn. 

Það er þannig a.m.k. á Íslandi.


mbl.is Börnin taki við af Murdoch
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óttalausir

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist ekki hafa orðið var við ugg í Brussel vegna aukinnar andstöðu Íslendinga við inngöngu í Evrópusambandið, eða þá vegna ummæla Steingríms J. Sigfússonar á Norðurlandaráðsþingi á dögunum, þess efnis að Íslendingar hafi ekki áhuga á inngöngu í ESB.

Auðvitað er ekki neinn uggur hjá þeim í Brussel varðandi aðild Ísland að ESB.  Þeim er nákvæmlega sama hvort við göngum í ESB eða ekki.  Hins vegar er ég eindreginn stuðningsmaður við aðild okkar að ESB og tel að Ísland verði betur sett innan sambandsins en utan.  Það er vitað að VG er andvígt aðild en margir þingmenn Sjálfstæðisflokks styðja aðild að ESB.  Skoðanakannanir, sem gerðar eru núna segja ekkert marktækt, því íslenska þjóðin getur varla myndað sér skoðun á málinu, fyrr en það liggur fyrir hvernig samningum við náum við ESB.  Þegar það er orðið ljóst, þá fyrst er hægt að taka raunverulega afstöðu til aðildar að ESB.

Fyrr ekki.


mbl.is Ekki var við ugg í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband