Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Sá vægir,

sem veit ekki meir.

(Guðbjartur Jónsson, Flateyri)


Sprotafyrirtæki

Gert er ráð fyrir því að frumvarp til laga um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki verði að lögum fyrir áramót. Kom þetta fram í máli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra á hátækni- og sprotaþingi i gær.

Vonandi verður um verulegan stuðning að ræða við sprotafyrirtæki.  Það er staðreynd að aldrei spretta upp fleiri sprotafyrirtæki en í kreppu.


mbl.is Sprotafrumvarp væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innflutningsbann

Norðmenn hafa líkt og Kanadamenn leitað til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) vegna innflutningsbanns Evrópusambandsins (ESB) á selaafurðum.

Auðvitað á að leyfa Norðmönnum og Kanada að flytja þessar afurðir til landa ESB, það er mun heiðarlegra en að gera eins og Grænlendingar, sem geta komist inn á þennan markað í gegnum Danmörku, sem er í ESB.


mbl.is Noregur leitar til WTO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegaframkvæmdir

Umferð er nú leidd um hjáleið á Álftanesvegi vegna malbikunarframkvæmda sem þar standa yfir. Gert er ráð fyrir að vinna standi áfram í rúma klukkustund og vegurinn verðir opnaður aftur um þrjúleytið eftir að malbikið hefur þornað.

Er verið að gera fínt fyrir forsetann á Bessastöðum, svo hann verði ekki fyrir neinum óþægindum á leið sinni að heiman og heim aftur.


mbl.is Malbikun á Álftanesvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fordæmd vinnubrögð

Femínistafélag Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem framferði fjármálastjóra Knattspyrnusambands Íslands, og viðbrögð sambandsins í kjölfarið, eru fordæmd. Femínistafélagið krefst þess að stjórnin segi f sér og fjármálastjóranum verði vikið úr starfið hið fyrsta.

Hvaða læti eru þetta út af því að fjármálastjóri KSÍ, hafi óvart farið inn á súlustað í Sviss og greitt fyrir með greiðslukorti frá KSÍ.  Hann ætlaði sér þetta aldrei, heldur lenti óvart í þessum vandræðum og hefur nú endurgreitt KSÍ þær milljónir, sem fóru út af greiðslukortinu.  Fjármálastjórinn er fórnarlamb aðstæðna í þessu máli.


mbl.is Femínistar segja KSÍ hafa brugðist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðkirkjan

Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, vakti máls á því í ræðu sinni við setningu Kirkjuþings í dag að alvarlega bæri að „íhuga hvort ekki sé tímabært að stíga það afdráttarlausa skref í átt til aukins lýðræðis innan þjóðkirkjunnar að allt þjóðkirkjufólk en ekki aðeins trúnaðarmenn í sóknarnefndum njóti kosningaréttar til kirkjuþings.“

Þetta er góð hugmynd hjá Pétri Hafstein, því aukið lýðræði er alltaf til góðs, bæði hjá Þjóðkirkjunni, sem annars staðar.


mbl.is Aukið lýðræði innan þjóðkirkjunnar rætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stakk af

Leit að ökumanni peningaflutningabíls sem stakk af í Lyon í Frakklandi með 11 milljónir evra hefur engan árangur borið.

Þessi maður finnst aldrei og lifir nú lúxuslífi á einhverjum góðum stað við Miðjarðahafið.  Með sínar 11 milljónir evra.


mbl.is Komst undan með 11 milljónir evrur í seðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slíta samstarfi

Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að ganga ekki til frekari samninga við Alþjóðahús á næsta ári. Ákvörðunin er byggð á úttekt sem gerð var á þjónustunni við innflytjendur í borginni að því er fram kom í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins.

Þetta er mjög skrýtin ákvörðun hjá Reykjavíkurborg, Því Alþjóðahúsið hefur unnið gott starf fyrir erlenda íbúa Reykjavíkur.


mbl.is Slíta samstarfi við Alþjóðahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bolungarvík

Nýtt aðalskipulag Bolungarvíkur gerir ráð fyrir lítilsháttar fjölgun íbúa á næsta ári og að fjölgunin muni aukast fram til ársins 2020, verði þá orðin 0,6%. Frá þessu greinir á fréttavef Bæjarins besta. Samkvæmt þessu mun Bolvíkingum fjölga um 40 á næstu ellefu árum.

Eru þeir í Bolungarvík að verða svartsýnir á að "Ástarvikan", skili nægum árangri.  Þeir reikna með 0,6% fjölgun á næstu 11 árum, á meðan fjölgun á landsvísu er áætluð 22%.  En annars er þetta gott dæmi um hvernig kvótakerfið hefur farið með landsbyggðina.  Um 1970 voru tveir staðir á Vestfjörðum sem voru með svipaðan íbúafjölda.  Það voru Bolungarvík og Patreksfjörður og hvor staður með hátt í 1200 íbúa.  Í dag heldur Bolungarvík svipuðum fjölda en íbúafjöldi á Patreksfirði er orðin 600-700 manns.  Ástæðan er sú að útgerðarmenn í Bolungarvík hafa verið duglegri að ná til sín aflakvóta, en Patreksfjörður hefur dregist aftur úr.

 


mbl.is 40 manns á næstu 11 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftir lána

Á næstu mánuðum munu hér á landi fara fram mestu afskriftir á lánum, í hlutfalli við stærð hagkerfis, sem um getur í sögu vestrænna hagkerfa. Þetta sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, á Alþingi í dag. ,,Líklega tapast fjórar til fimm landsframleiðslur í þessum afskriftum,” sagði Gylfi.

Ekki er það gæfuleg framtíð, sem blasir við íslenskri þjóð.  Það sorglega við þetta er að allt er þetta af völdum manna, sem ekki kunnu sér hóf í græðgi og vitleysu og brutu öll lög og venjur í viðskiptalífinu vegna græðgi.  Enn sorglegra er að þessir menn eru enn að við þessa iðju sína og virðast eiga að fá að halda þessu áfram án afskipta stjórnvalda.

Því hefur verið haldið fram, með réttu að upphafið að allri þessari vitleysu megi rekja til upptöku kvótakerfisins í sjávarútvegi 1984 og einnig til þess þegar handhöfum veiðiheimilda var veitt leyfi til að veðsetja óveiddan fisk í sjónum árið 1991.  Þá fyrst lærðu íslendingar að hægt væri að búa til peninga úr engu.

Einnig má spyrja um hvað margar landsframleiðslur hafa tapast með kolrangri veiðiráðgjöf Hafró frá upp töku kvótakerfisins.  Ætli þar séu ekki miklu meiri töpuð verðmæti en þessar afskriftir koma til með að vera.


mbl.is 4-5 landsframleiðslur af töpuðum lánum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband