Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Margt smátt,

gerir lítið eitt.

(Guðbjartur Jónsson, Flateyri)


Týndur Dani

Danskur blaðamaður er horfinn eftir óeirðirnar í Teheran, höfuðborg Írans, í vikunni. Hinn 31 árs gamli Niels Krogsgård hefur ekki sést síðan á miðvikudag, en leit stendur yfir. Á miðvikudag voru átök í borginni og mikil mótmæli gegn ríkisstjórn Mahmouds Ahmadinejads.

Ætli aumingja maðurinn hafi ekki verið drepinn í þessum óeirðum í Theran.  Annars er með ólíkindum hvað blaða- og fréttamenn eru óhræddir að hætta lífi sínu við öflun frétta á stórhættulegum stöðum víða um heim.


mbl.is Dana saknað í Íran
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eykt

Kærunefnd útboðsmála hefur hafnað kröfu byggingafélagsins Eykt um að stöðva samningsgerð í kjölfar útboðsins Íþróttamiðstöð við Giljaskóla Akureyri. Eykt kærði ákvörðun Fasteigna Akureyrarbæjar um „að ganga til samninga við SS-Byggir eftir útboð vegna verksins en Eykt átti lægsta tilboðið í verkið.

Er ekki Eykt við það að verða gjaldþrota eða vera yfirtekið af Landsbankanum vegna skulda.  Í ljósi þess er ákvörðun Akureyrarbæjar skiljanleg.


mbl.is Kröfu Eyktar hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr formaður

Friðrik Ó Friðriksson tók við sæti formanns Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) á stjórnarfundi samtakanna í gærkvöldi. Þórður Björn Sigurðsson lét af formennskunni en hann hefur tekið að sér starf aðstoðarmanns formanns Hreyfingarinnar og í ljósi samþykkta HH um hlutleysi samtakanna gagnvart stjórnmálaflokkum mæti hann stöðu sína svo að hann yrði að víkja úr stjórn HH til að sinna hinu nýja starfi.

Það er auðvitað miklu virðulegra starf að vera aðstoðarmaður formanns "Hreyfingarinnar", en að berjast fyrir heimilin í landinu.  Ég óska hinum nýja formanni til hamingju og velfarnaðar í starfi.


mbl.is Nýr formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afganistan

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að Bretar megi ekki láta fæla sig frá Afganistan. Á meðan hernaðurinn þar hafi kæfandi áhrif á Al-Qaeda hryðjuverkasamtökin, sem enn ráðgeri árásir á breska borgara, megi ekki hætta honum.

Það er auðvelt fyrir Brown að segja þetta.  Ekki þarf hann að hætta sínu lífi í þessu stríð og hann kallar fallna hermenn "Hetjur" en hvað er látinn maður betur settur þótt hann sé kallaður "Hetja" af Brown, ég held að það breyti engu fyrir þann látna eða hans ættingja.


mbl.is Brown lætur ekki fæla sig frá Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðfært víða um land

Greiðfært er á Suður- og Vesturlandi. Á Vestfjörðum er hálka á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Norðanlands eru hálkublettir í Langadal, á Öxnadalsheiði og á milli Sauðárkróks og Hofsós. Hálkublettir eru einnig á Mývatnsöræfum.

Þetta er gott svo langt sem það nær.  Hvað varðar Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar, þá er nú stutt í að þær lokist alveg og verða ekki opnar fyrr en í vor.  Þannig eru nú samgöngumálin á Vestfjörðum árið 2009.


mbl.is Greiðfært á Suður- og Vesturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðbólgumarkmið

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, útilokar ekki að Seðlabankinn muni halda sig við verðbólgumarkmið þegar það versta í efnahagskreppunni er afstaðið. Hann segir þó framkvæmdina þurfa að vera með öðrum áherslum en tíðkaðist fram að fjármálahruninu.

Á nú að gera eina tilraun í viðbót að setja eitthvað verðbólgumarkmið, sem aldrei næst og er aðeins góð afsökun fyrir háum stýrivöxtum.  Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn vill að stýrivextir verði um 50%, sem mun rústa öllu atvinnulífi á nokkrum vikum. 

Ég hélt að okur væri bannað á Íslandi.


mbl.is Útilokar ekki verðbólgumarkmið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minningarathöfn

Breska sendiráðið heldur minningarathöfn um þá hermenn, er létu lífið í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni, í hermannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði, sunnudaginn 8. nóvember klukkan 11:00.

Til hver er verið að halda þessa minningarathöfn á Íslandi, sem Bretar haf lýst íslendingum, sem  hryðjuverkamönnum.  Létust annars nokkrir breskir hermenn á Íslandi í þessum styrjöldum?


mbl.is Minnast breskra hermanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og hjá Rómarveldi

Ármann Þorvaldsson, fyrrum forstjóri Singer & Friedlander, dótturfélags Kaupþings banka í Bretlandi, viðurkennir í viðtali við breska blaðið í Guardian að margar þeirra samkoma sem hann tók þátt í á sínum tíma líkist mest síðustu dögum Rómaveldis. Það hafi hinsvegar verið ríkjandi hugsunarháttur hjá Kaupþingi að vill vel og beita hörku.

Það er alveg stór furðulegt að þeir menn sem áttu sinn þá í að allt hrundi á Íslandi, sem hruni gat, skuli nú mæta í viðtöl og hæla sér af allri vitleysunni.  Þessir menn hafa greinilega ekkert lært af falli bankanna.  Nú ætlar þessi maður að stofna ráðgjafarfyrirtæki í London ásamt fleirum. Þessir menn ættu með réttu að vera á bak við lás og slá fyrir sína þátttöku í Hruninu mikla.

Ætli það verði ráðgjöf í hvernig á að svíkja og stela.


mbl.is „Líkist síðustu dögum Rómaveldis"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óánægja

Á aðalfundi Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ var samþykkt ályktun þar sem fundurinn lýsir yfir miklum vonbrigðum með störf ríkisstjórnarinnar í þágu endurreisnar og atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum.

Nú er ég hissa því ég hélt að ungir sjálfstæðismenn styddu ríkistjórnina í öllum hennar verkum.  Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur á ferð.


mbl.is Ungir sjálfstæðismenn óánægðir með störf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband