Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Þegar neyðin er stærst,

þá verður hún ekki stærri.

(Guðbjartur Jónsson Flateyri.)


Bíður eftir svari

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á Alþingi í dag enn eiga von á svari frá forsætisráðherrum Bretlands og Hollands við bréfum sendum í lok ágúst. Formaður Framsóknarflokks sagði með ólíkindum að forsætisráðherra væri ekki virtur viðlits í þessari milliríkjadeilu, en héldi engu að síður uppi málstað þjóðanna.

Jóhanna þarf ekkert að bíða eftir formlegu svari frá Bretum og Hollendingum, hún veit þeirra svar, sem er að þeir fallast ekki á þá fyrirvara sem Alþingi setti í Icesave-frumvarpið.


mbl.is Á enn von á svörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Samkvæmt spá Seðlabankans hefur atvinnuleysi ekki enn náð hámarki, enda bendir flest til þess að enn muni draga úr eftirspurn eftir vinnuafli á næstu misserum.Spáð er að atvinnuleysi nái hámarki í rúmlega 10% á fyrsta ársfjórðungi 2010, en það er tæplega prósentu minna atvinnuleysi en í síðustu spá.

Ekki er ástandið gæfulegt ef atvinnuleysið á eftir að aukast meira.  Þessi spá hlýtur að byggja á því að ekkert verði gert til að endurreisa atvinnulífið í landinu.  Heldur eigi enn eftir að fara í gjaldþrot fjöldi fyrirtækja.


mbl.is Spá auknu atvinnuleysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagðist á Alþingi telja að skoða ætti kosti þess og galla að gera ríkisstjórn Íslands að fjölskipuðu stjórnvaldi þar sem allir ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarákvörðunum.

Í búsáhaldabyltingunni varð til nýtt stjórnmálaafl, sem fékk nafnið Borgarahreyfingin og fékk 4 þingmenn kjörna og þeir hafa stöðugt haldið því fram að þeir væru fulltrúar fólksins í landinu.  Reyndar er nú einn af þessum 4 orðin óháður þingmaður og hinir þrír eru í dag ekki í heldur heitir það framboð nú Hreyfingin og eftir sem áður segjast þau vera fulltrúar fólksins í landinu, sem sé búið að fá nóg af svokölluðum fjórflokki.  Væri nú ekki ráð að núverandi ríkisstjórn víki og við tæki minnihlutastjórn Hreyfingarinnar, þá væri fólkið í landinu farið að stjórna Íslandi nánast beint og milliliðalaust.

Er hægt að hugsa sér meira lýðræði.


mbl.is Skoðað að gera ríkisstjórnina að fjölskipuðu stjórnvaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, viðurkenndi á Alþingi í dag að hafa áhyggjur af því bili sem myndast á milli forgangskröfu innlánstryggingasjóðs og Icesave-skuldabréfanna næstu sjö ár. Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir skuldabréfin hafa hækkað um 80 milljarða kr. á hálfu ári.

Hvað á Jóhanna við þegar hús segist hafa áhyggjur í bili að Icesave-skuldin hafi hækkað um 80 milljarða á hálfu ári.  Ég myndi halda að hún ætti að hafa stöðugar áhyggjur af þessu, en ekki einhverju bili.  Þetta skiptir kannski engu máli því vonandi verður þessi Icesave-vitleysa aldrei samþykkt á Alþingi og Bretar og Hollendingar geta bara sótt þetta mál fyrir dómstólum.  Í raun á þetta ekkert að koma íslenska ríkinu við, þar sem þetta er skuld einkafyrirtækis, en ekki ríkisins og það fyrirtæki er orðið gjaldþrota og eðlilegasta leiðin er að gera kröfur í þrotabú Landsbanka Íslands.


mbl.is Icesave-skuldabréf hækkað um 80 milljarða á hálfu ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmenn

Breytingar á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps fóru aldrei í gegnum kosningar, þótt Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi hafi haldið því fram í ræðustól Alþingis í gær. Þetta segir Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri þingflokks vinstri-grænna.

Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart að þingmaður Framsóknar fari með  ósannindi í ræðustól Alþingis.  Það er eins og þessi aumingja flokkur geti aldrei komið neinu frá sér, sem er satt og rétt.


mbl.is Þingmaður leiðrétti rangfærslur sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldþrot

Vegna mikillar skuldsetningar, gjaldmiðlaáhættu og útbreiddrar verðtryggingar skaðaði lækkun krónunnar efnahag hérlendis mun meira en ella. Haldi gengi krónunnar áfram að lækka mun skuldsettum heimilum og fyrirtækjum sem ekki geta staðið við skuldbindingar sínar fjölga.

Það kemur hver dauðdómsspáin eftir aðra um heimili og fyrirtæki, sem munu verða gjaldþrota og ekki eykur það landsmönnum bjartsýni á framtíðina.  Það virðist allt vera gert til að fólk missi trúna á framtíð Íslands.  Er þá ekki réttast að stíga skrefið til fulls og lýsa því yfir að Ísland sé komið í greiðsluþrot og geti ekki verið áfram sjálfstætt ríki og biðla til Noregs eða Kanada um að þau taki Ísland að sér sem hluta af sínu eigin ríki.


mbl.is Fleiri gætu farið í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt ástand

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum um fjölda þorskseiða virðist 2009 árgangur þorsks slakur, svipaður og árin 2004-2006 í grunnslóðarkönnunum. Fyrstu merki um 2009 árgang ýsu benda til þess, að sá árgangur sé langt undir meðaltali á grunnslóð.

Ég vil óska Hafrannsóknarstofnun til hamingju með þessar niðurstöður, sem staðfesta endanlega að við erum á rangri leið við stjórn fiskveiða. Kvótakerfið var sett á fyrir 25 árum og á hverju ári koma svona fréttir að okkar helstu fiskistofnar séu langt undir meðaltali og stöðugt dregið úr veiðum.  Samt fullyrða sjómenn að á Íslandsmiðum sé allt fullt af fiski.  Hvað á að halda lengi áfram með þessa andskotans vitleysu.  Verður engu breytt fyrr en fiskveiðar vera endanlega bannaðar hér við land?  Nú held ég að við ættum að skoða alvarlega hugmyndir Ólínu Þorvarðardóttur um frjálsar vísindaveiðar á þorski og fá erlenda sérfræðinga til að vinna úr þeim upplýsingum.  Því ljóst er að Hafró ræður ekki við þetta verkefni.

Ég ætla að taka rækjuveiðar í Arnarfirði, sem dæmi.  Í fyrra voru leyfðar veiðar á 500 tonnum af rækju og var veiðin slík að menn sem höfðu stundað þessar veiðar í 20-30 ár mundu ekki eftir annarri eins veiði.  Það var rækja allstaðar þar sem rækjutrolli var dýpt í sjó, sem sagt rækja um allan fjörðinn.  Eftir skoðun Hafró nú í haust er leyft að veiða aðeins 300 tonn, þrátt fyrir að svipað magn af rækju hafi fundist og árið áður.  Þegar spurt er um ástæðuna er svarið að "REIKNILÍKAN HAFRÓ" gefi þessa niðurstöðu og henni verði ekki breytt.  Ekki dettur nokkrum manni hjá Hafró að athuga hvort þetta fræga"REIKNILÍKAN" sé eitthvað orðið ruglað eða bilað.  Kvótakerfið var sett á til að byggja upp og vernda okkar fiskistofna en í dag er það orðið aukaatriði og kvótakerfið snýst orðið um viðskipti en ekki fiskveiðistjórnun.  Ef svo á að vera í framtíðinni þurfum við ekki fiskifræðinga hjá Hafró heldur viðskiptafræðinga.


mbl.is Slakur árgangur þorsks og ýsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldir ríkissjóðs

Skuldir ríkissjóðs á næsta ári verða um 136% af landsframleiðslu sem þýðir að þær verða tæplega 2.000 milljarðar. Ýmislegt getur haft áhrif á hvernig þessar skuldir þróast.

Þetta þýðir að hver íslendingur skuldar 6,3 milljónir.  Ég veit ekki hvað það gæti verið sem hefði áhrif á hvernig þessar skuldir þróast.  Skuld er skuld og hún þróast ekkert nema að á hana bætast vextir.  Hvernig á síðan að greiða allar þessar skuldir veit enginn í dag og ekki líst mér á hugmyndir fjármálaráðherra um að velta þessu öllu yfir á almennt launafólk og hækka staðgreiðsluhlutfallið í 50% án þess að nokkur hækkun verði á persónuafslættinum.  Steingrímur J. sagði í fréttum í gær að þótt við færum með staðgreiðsluna í 50% værum við samt með lægri skattaprósentu en ýmis önnur lönd.  Það verður ekkert léttara fyrir íslenskt launafólk að greiða 50% staðgreiðslu þótt hún kunni að vera hærri annars staðar.  Svangt barn í Afríku verður ekkert saddara þótt annað barn sé svangara í Asíu.


mbl.is Hver einstaklingur skuldar 6,3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afgangur af vöruskiptajöfnuði

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar nam útflutningur tæpum 47 milljörðum króna í október og innflutningur 30,6 milljörðum króna. Vöruskiptin í október, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um 16,4 milljarða króna. Hefur nú verið afgangur af vöruskiptum við útlönd 14 mánuði í röð.

Þessi afgangur er varla uppí nös á ketti, miðað við allt það sem ríkissjóður þarf að greiða og bara vextirnir af Icesave-láninu, ef það verður samþykkt eru um 70 milljarðar á mánuði.


mbl.is Áfram afgangur á vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband