Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Brandari dagsins

Þegar Hermann Jónasson hætti, sem þingmaður fyrir Vestfirðinga, voru framsóknarmenn í talsverðum vandræðum að fá frambjóðanda í hans stað, sérstaklega Strandamenn, sem litu alltaf á Hermann, sem sinn mann.  Fljótlega kom til tals að fá Steingrím son hans til að fara í framboð á Vestfjörðum.

Lengi vel gaf Steingrímur ekki kost á sér í framboð, því hann ætlaði sér ekki í stjórnmál.  Loks lét hann undan þrýstingi Strandamanna og fór í framboð.  Þegar Ragnari Valdimarssyni á Hólmavík, sem var mikill framsóknarmaður, voru sögð tíðindin, sagði hann þetta ekki koma sér á óvart;

"Drottinn gerði þetta líka.  Hann gaf son sinn til að frelsa mannkynið."


Ferðamenn

Samtals komu 633 þúsund farþegar til landsins um Keflavíkurflugvöll fyrstu tíu mánuði ársins samanborið við 806 þúsund farþega í janúar–október 2008. Þetta er 21,4% samdráttur.

Hvað með alla aukninguna sem sögð er hafa verið í ferðaþjónustunni.  Hvernig komu þeir til landsins eða voru það bara íslendingar sem ferðuðust meira innanlands og voru taldir aftur og aftur.


mbl.is Farþegum til landsins fækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýr framkvæmdastjóri

Bergur Sigurðsson, sem áður var framkvæmdastjóri Landverndar, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Hann ætti að passa vel inn í græna munstrið hjá VG.


mbl.is Nýr framkvæmdastjóri þingflokks VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýir bílar

Nýskráningar bíla í janúar–október voru 2595 sem er 78,6% fækkun frá sama tímabili í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði, til loka október, voru nýskráningar bíla 2795 en það er 81,9% fækkun frá fyrra tólf mánaða tímabili, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.

Í dag getur enginn keypt nýjan bíl og ef þetta ástand varir lengi eða nokkur ár þá verður ekki eðlileg endurnýjun í okkar bílaflota.  Þá verður þetta eins og á Kúpu að allir eru að aka um á eldgömlum bíldruslum.


mbl.is Áfram mikill samdráttur í bílasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónus

Jóhannes Jónsson, stofnandi Bónuss og stjórnarformaður Haga hf., segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag að ekkert sé óeðlilegt við það, að bankinn vinni með núverandi eigendum, sem þekkja félagið og hafa stofnað til góðra viðskiptasambanda í gegnum áratugi, enda um verðmætar eignir að ræða.

Auðvitað er ekkert óeðlilegt við að banki vinni með eigendum að ákveðnum fyrirtækjum við endurskipulagningu þeirra.  Í þessu tilfelli er Kaupþing að vinna með eigendum Haga, sem á m.a. Bónus og fleiri verslanir.  Það er hagur bankans að núverandi eigendur stýri þessum fyrirtækjum áfram í gegnum erfiðleikanna.  Bæði hafa þeir reynsluna og góð viðskiptasambönd.  Þessi leið mun vonandi tryggja að Kaupþing fái sín lán endurgreidd að fullu.  Aftur á móti er þetta ekki sú leið sem Sjálfstæðismenn vilja fara, þeir vilja skipta þessu fyrirtæki upp og færa það til nýrra eigenda, enda er hatur þeirra á þessu fyrirtæki ótrúlegt.


mbl.is Jóhannes Jónsson: Ekkert óeðlilegt við samstarfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignabrask

Þýskir fjölmiðlar birtu í gær fréttir um að hrunið á þýskum fasteignamörkuðum hefði bitnað á fjölda leikmanna í þýskum handbolta, þar á meðal nokkrum Íslendingum.

Þarna hafa verið nefnd nöfn nokkurra leikmanna, t.d. Loga Geirssonar, Einars Hólmgeirssonar og Alexanders Petersson.  Ég hélt að þessir leikmenn hefðu svo góð laun að þeir þyrftu ekki að stunda fasteignabrask til að ná sér í peninga.


mbl.is Íslenskir handboltaleikmenn plataðir í fasteignabraski?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afskriftir lána

Hagsmunasamtök heimilanna segja að af skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, vegna fyrstu endurskoðunar efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og AGS, megi ráða að sjóðurinn telji mun meiri þörf fyrir niðurfærslu á skuldum heimilanna en áður hefur komið fram.

Þessi samtök telja að færa þurfi íbúðarlánin niður í 65% af núverandi höfuðstól þeirra og bankarnir verði að taka þær afskriftir á sig en ekki ríkissjóður.  En þola íslensku bankarnir þetta?  Þeir eru nú rétt nýskriðnir á lappirnar eftir Hrunið og hafa ekki sterka eiginfjárstöðu.  Einnig er rétt að hafa í huga að allt útlit er fyrir að erlendir kröfuhafar eignist Íslandsbanka og Kaupþing og vafasamt að þeir kæri sig um að afskrifa íslensk húsnæðislán.


mbl.is AGS sér þörfina á leiðréttingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Persónukjör

„Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta frumvarp, bæði innan ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka. Sjálfur tel ég ekki að það verði samþykkt á þessu þingi,“ segir Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, um stjórnarfrumvarp um persónukjör.

Auðvitað verður þetta frumvarp ekki samþykkt á núverandi þingi.  Þingmenn þora ekki að láta kjósendur raða á framboðslista.  Ég held að íslensk stjórnmál séu komin í þrot og aðeins eftir að lýsa yfir uppgjöf á formlegan hátt.


mbl.is Hefur enga trú á stjórnarfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AGS

Erlendar skuldir Íslands gætu náð um 310% af landsframleiðslu á þessu ári. Yfir tuttugu prósent stærstu fyrirtækja eru gjaldþrota eða í greiðslustöðvun.

Ekki er útlitið bjart og enn geta bæst við skuldir því ef neyðarlögunum verður hnekkt bætast 620 milljarðar við.  En það sér ekki á svörtu, svo þessi aukning breytir engu, því augljóst er að Ísland getur aldrei greitt allar þessar skuldir.  Ísland er einfaldlega komið í greiðsluþrot og eins gott að viðurkenna það strax.  AGS var búinn að fullyrða að Ísland gæti ekki greitt af hærri lánum en sem nemur 250% af landsframleiðslu en nú á að vera í lagi að skulda 310% af landsframleiðslu, sem mun hækka um 40% ef þessar 620 milljónir falla á ríkið og verða þá rúmlega 400% af landsframleiðslu og það er í lagi að mati AGS.  Hvaða snillingar reikna út þessa andskotans vitleysu og fá út að ekki sé neitt erfiðara að greiða af hærri skuldum en lágum.  Ég fæ ekki séð að þessi sjóður sé að gera neitt fyrir Ísland, aðeins að láta okkur vita hvað við erum í slæmum málum.  En það geta okkar eigin hagfræðingar gert án aðstoðar frá AGS.


mbl.is 620 milljarðar gætu fallið á ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgi

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að lán, sem veitt voru til barna í tengslum við stofnfjárútboð Byrs sparisjóðs sé dapurlegasta dæmið sem komið hafi fram um græðgina í þjóðfélaginu. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, tekur undir þetta.

Ekki trúi ég að þau skötuhjú hafi ekki vitað af þessu.  Þau eru núna bara að reyna að klóra yfir eigin skít.  Það er skilanefnd yfir Íslandsbanka, sem er í nánum tengslum við ríkisstjórnina og veitir henni stöðugt upplýsingar svo það er mjög skrýtið ef þetta atriði hefur farið framhjá þessu fólki.


mbl.is Dapurlegasta dæmið um græðgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband