Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Brandari dagsins

                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                          Guðmundur Eyjólfsson af Hornströndum, sem lengi bjó í Hraundal í Nauteyrahreppi í Djúpi og kenndi sig jafnan við þann bæ, gat seint á árinu 1924 son við ráðskonu sinni, Ragnheiði Guðmundsdóttur og fæddist hann í ágúst 1925.  Drengurinn var skýrður Haraldur og ólst upp á Ísafirði.  Seinna bjó hann í Bolungarvík.  Á Ísafirði var Haraldur uppnefndur, því leiðinlega nafni

"Halli hrúka" 

Var hann ævinlega uppnefndur svo þegar hann var púki.  Leiddist Ragnheiði móður hans þetta ákaflega.  Því lét hún skýra drenginn öðru nafni þegar hann var fermdur o lét hann þá heita Friðgeir.

En menn sáu við því og nú fékk Haraldur Guðmundsson öllu lengra og virðulegra viðurnefni.  Hér eftir var hann ævinlega kallaður;

"Geiri bróðir Halla heitins."

og skýrir nafnið sig væntanlega sjálft.                                                                                                                                                                                                    


Ferðaþjónusta

Það stefnir í metár í ferðaþjónustu í Reykjavík, samkvæmt tilkynningu frá höfuðborgarstofu. Ferðamönnum hefur fjölgað en brottfarir útlendra farþega um Leifsstöð voru 395.573 talsins janúar til september 2009, sem samsvarar 0.5% aukningu samanborið við sama tímabil í fyrra.

Þetta er sú atvinnugrein, sem mesta möguleika á í framtíðinni og mun halda áfram að eflast og dafna.  Öllum íslendingum til hagsbóta og skapa miklar gjaldeyristekjur.


mbl.is Stefnir í metár í ferðaþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hús flutt

Það er ekki á hverjum degi sem hús er flutt í heilu lagi landshorna á milli, en í gær bættist nýtt hús við á Hólmavík. Það var smíðað í Þorlákshöfn og kom til Hólmavíkur í gærmorgun. „Þetta er komið í höfn,“ segir eigandi hússins í samtali við mbl.is.

Þarna er komin lausn fyrir marga á landsbyggðinni, sem ekki geta selt sín hús nema fyrir smáaura.  Það er að flytja húsin á höfuðborgarsvæðið og þar margfaldast þau í verði.


mbl.is Hús flutt milli landshluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mismunun

Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, segir að ekki mega mismuna fólki og fyrirtækjum þegar afskriftir bankanna eru annars vegar. Hann hefur óskað eftir því að bankastjórar ríkisbankanna verði kallaðir á fund viðskiptanefndar til að gera grein fyrir því hvaða reglum farið sé eftir við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja.

Aldrei þessu vant er ég sammála Guðlaugi Þór, því vitað er að fyrirtækjum er gróflega mismunað af hálfu bankanna þegar um er að ræða fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja og ekkert samræmi er hvað mikið er afskrifað af lánum til hvers og eins.  Til dæmis voru háar fjárhæðir afskrifaðar hjá Árvakri hf. sem gefur út Morgunblaðið á meðan hamast er á Högum og Baugi, sem sjálfstæðismenn vilja að skipti um eigendur.  En trúlega er Guðlaugur Þór ekki með hugann við afskriftir hjá Árvakri hf. heldur er þetta liður í árás á Haga og Baug.


mbl.is Má ekki refsa vel reknum fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannsal

Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, breytti reglugerð sem gildir um heilbrigðisþjónustu þeirra sem ekki eru sjúkratryggðir á Íslandi á föstudag. Á vef ráðuneytisins segir að með þessu hafi ráðherrann tryggt þolendum mansals ótvíræðan rétt til heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Hafa ekki allir fengið heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þótt þeir væru ekki tryggðir?  Þeir sem ekki voru sjúkratryggðir þurftu bara að greiða aðeins meira en þeir sem voru sjúkratryggðir.  Það eina sem þessi nýja reglugerð gerir að hún eykur útfjöld til heilbrigðismála og þá þarf að skera meira niður á öðrum sviðum.  Ég er alfarið á móti því að erlendar gleðikonur geti komið hingað til lands til að njóta ókeypis heilbrigðisþjónustu.  Við getum ekki einu sinni veitt íslendingum fullkomna heilbrigðisþjónustu og hvers vegna á þá að bæta erlendum mellum við til að auka á erfiðleikanna.


mbl.is Þolendur mansals eiga rétt á heilbrigðisþjónustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldi funda

Utanríkisráðuneytið hefur gert ítarlega grein fyrir fundum sem Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur átt vegna Icesave, ESB-umsóknar og stöðu Íslands. Svör um fundi forsætisráðherra eru almennara eðlis en fjármálaráðherra mun fyrst gera nefndum Alþingis fyrir sínum fundum og þá fjölmiðlum.

Mikið hafa sumir gaman af því að sitja fundi og í þessari frétt kemur fram að ráðherrar ríkisstjórnareinnar hafa verið á fullri ferð um heimsbyggðina til að funda með hinum og þessum.  En hverju skila allir þessir fundir?  Svarið er einfallt;

Engu.


mbl.is Fjöldi funda um Icesave og ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skýrsla AGS

Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um stöðu efnahagsmála á Íslandi verður birt eftir hádegið í dag á vef sjóðsins en Seðlabanki Íslands óskaði eftir því að hún yrði ekki birt í gær líkt og til stóð.

Ætli sé nokkuð í þessari skýrslu, sem ekki er vitað í dag.  Á sínum tíma fullyrti AGS að Ísland gæti ekki staðið undir hærri skuldum en 250% af landsframleiðslu.  En nú þegar skuldir Íslands eru að nálgast 450% af landsframleiðslu þá telur AGS að Ísland geti vel staðið undir slíkum skuldum.  Hverskonar andskotans kjaftæði er þetta.  Annars tel ég að best væri að slíta samstarfinu við þennan sjóð og hann hætti öllum afskiptum af málefnum Íslands.  Það er ekkert að marka það sem frá þessum sjóði kemur. 

Enda treystir honum enginn.


mbl.is Skýrsla AGS birt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Samband garðyrkjubænda boðar til mótmæla við Alþingishúsið í dag vegna hás raforkuverðs. Mótmælin fara fram klukkan 12:30-14:00.

Þessi mótmæli eru mjög eðlileg.  Það er mjög skrýtið að garðyrkjubændur skuli ekki fá keypt rafmagn á sama verði og stóriðjan greiðir.  Er ríkisstjórnin ekki alltaf að tala um að efla aðrar atvinnugreinar, frekar en meiri stóriðju.  En með núverandi raforkuverði er verið að drepa niður alla framleiðslu á innlendu grænmeti.


mbl.is Garðyrkjubændur mótmæla í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Vinnumálastofnun greiddi rúmlega 1,6 milljarða króna í atvinnuleysistryggingar til um 13.100 einstaklinga um nýliðin mánaðamót. Heildargreiðslur í september voru hins vegar 1.811.874.313 kr. og var þá greitt til 15.324 einstaklinga.

Atvinnuleysi er mikið böl, sem ekki ætti að þekkjast hjá siðuðum þjóðum.  Í Bretlandi t.d. er nú að alast upp þriðja kynslóð, sem þekkir ekkert annað en atvinnuleysi og veit ekkert hvað vinna er.  Foreldrarnir hafa alltaf verið atvinnulausir og afar og ömmur.  Þetta dregur smátt og smátt úr vilja til að reyna að bjarga sér.  Mér sýnist á öllu að Ísland sé að fara í sama farið og hér verði atvinnuleysi viðvarandi.  Því er sú hætta fyrir hendi að ef kemur atvinna fyrir alla þá er fólk orðið svo latt að þótt það fái vinnu verða afköstin lítil sem enginn.


mbl.is 1,6 milljarðar í atvinnuleysisbætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukning ráðstöfunartekna

Ráðstöfunartekjur heimila eru taldar, samkvæmt endurskoðuðu mati vaxtatekna, hafa aukist um 14,9% á árinu 2008 frá fyrra ári í krónum talið.

Hvaða spekingur reiknaði þessa vitleysu út.  Það þýðir lítið að reikna þetta í krónum, því hún er alltaf að verða verðminni.  Þetta er bara gert til að blekkja fólk.


mbl.is Ráðstöfunartekjur jukust um 14,9% milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband