Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Brandari dagsins

Öðlingurinn Halldór Jónsson á Broddastaðá á Ströndum gat stundum verið nokkuð fljótfær og átti það til að mismæla sig illilega.  Dóri er valinkunnur sómamaður og frýr honum engin vits.

Þegar Dóra barst sú frétt að Guðjón bróðir hans væri dáinn, síðastur bræðra hans, þá gleymdi hann að sjálfur var hann bráðlifandi og sagði;

"Nú erum við allir bræðurnir dánir."


SÁÁ

Ef áform um skert fjárframlög hins opinbera til SÁÁ verða að veruleika er ljóst að göngudeild SÁÁ á Akureyri verður lokað. Þetta kemur fram í pistli eftir Þórarinn Tyrfingsson á heimasíðu SÁÁ.

Enn heldur Þórarinn Tyrfingsson áfram að væla um peninga frá ríkinu og hótar að loka göngudeildinni.  Það vakti athygli mína í þessari frétt að vel á annað hundrað manns komu á Vog á síðasta ári, sem eru erlendir ríkisborgarar.  Þarf nú að fara að flytja inn fyllibyttur svo starfsemin á Vogi sé full nýtt.  Er ekki nóg til af íslenskum fyllibyttum.  Er það réttlætanlegt að íslenska ríkið sé að greiða fyrir áfengismeðferð erlendra borgar.


mbl.is Göngudeild SÁÁ lokað ef fjárframlög minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hraðamyndavélar

Alls voru 15.097 brot skráð með stafrænum hraðamyndavélum frá 1. janúar til 30. september 2009. Þegar fyrstu níu mánuðir ársins eru bornir saman við sama tímabil í fyrra kemur í ljós að um þúsund fleiri brot voru skráð á árinu í málaskrá lögreglunnar.

Þær gera svo sannarlega sitt gagn þessar hraðamyndavélar.  Ein slík var á Sandgerðisvegi og þegar ég hafði fengið þrisvar sinnum sekt fyrir að aka of hratt, þá fór maður að passa sig á að fara ekki yfir löglegan hraða.


mbl.is Yfir 15 þúsund brot mynduð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rjúpnaveiðimenn

Rjúpnaveiðimenn á Suðurlandi hafa sést aka fjórhjólum utan vega við veiðar, að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli. Slíkt er stranglega bannað, enda er hvorki leyfilegt að aka utan vegar, né að vera með hlaðið skotvopn í minna en 250 metra fjarlægð frá ökutæki.

Ég hef þá trú að flestir rjúpnaveiðimenn fari eftir lögum.  En alltaf eru til svartir sauðir inn á milli sem setja ljótan blett á alla hina.


mbl.is Rjúpnaskyttur sem kunna sig ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpsgláp

Dómstóll í Seoul í Suður-Kóreu hefur hafnað málsókn gegn leigubílstjórum í borginni. Höfða átti mál til þess að skylda bílstjórana til að láta af mjög ógnvænlegum ávana, það er að segja að glápa á sjónvarpið á meðan þeir aka fólki um borgina.

Þetta er stórundarlegur dómur að það sé allt í lagi að horfa á sjónvarp samhliða akstri um götur Seoul.  En margir leigubílstjórar hafa látið breyta skjá þeim, sem ætlaður er fyrir götukort í venjulegan sjónvarpssjá og geta þar með horft á sjónvarpið samhliða akstrinum með farþega um götur Seoul. 

Þetta er stórhættulegt.


mbl.is Mega glápa á sjónvarp undir stýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Handtekinn

Íslenskur karlmaður er nú í haldi lögreglunnar í Argentínu en hann var handtekinn með fimm kíló af kókaíni á Ezeiza-flugvellinum í Buenos Aires. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var á leiðinni til Spánar.

Það munaði ekki um það heil 5 kíló af kókaíni, sem maðurinn hefur örugglega ætlað að smygla til Íslands.  Þetta mun vera fyrrverandi lögreglumaður, sem hefur ætlað að ná sér í góðan ellilífeyrir.


mbl.is Íslendingur handtekinn í Argentínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hr. Ferdinand

Íslenska útgáfufyrirtækið Hr. Ferdinand er að gera það gott í Danmörku. Greint er frá því á vef Jótlandspóstsins að fyrirtækið sé í stríði við samtök bókaútgefenda, þar sem Hr. Ferdinand hafi ekki viljað setja fast verð á nýjustu metsölubók Dans Brown, Týnda táknið.

Það er þá ein útrás íslensk fyrirtækis, sem hefur heppnast mjög vel. Vonandi heldur þetta fyrirtæki áfram að blómstra og dafna í Danmörku og stand sig í stríði við samtök bókaútgefanda þar í landi.


mbl.is Íslenskri bókaútgáfu gengur vel í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bólusetning

Vísbendingar eru um að svínaflensufaraldurinn hafi náð eða sé að ná hámarki á höfuðborgarsvæðinu. „Maður er bjartsýnn á það. Það er ekki nándar nærri sami bratti í þessu og var,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Þetta eigi þó eftir að koma betur í ljós á næstu dögum.

Ekki ætla ég að láta bólusetja mig gegn þessari svínaflensu, með tilheyrandi aukaverkunum.  Þá tel ég skárra að fá bara flensuna og vera veikur í nokkra daga.  Mér skilst að svínaflensan sé svipuð og hver önnur flensa, sem yfirleitt kemur á hverju hausti.


mbl.is Bólusetja á sem flesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Trú á eigin getu

Aukinnar fræðslu er þörf á sviði kennslu nemenda með sérþarfir að mati íslenskra kennara, sem einnig vilja aukna fræðslu í tengslum við aga- og hegðunarvandamál.

Þótt íslenskir kennarar hafi mikla trú á eigin getu, þarf það ekki að vera svo í reynd.  Það hefði verið nákvæmlega sama hvaða starfsstétt hefði verið spurð um hvort viðkomandi valdi sínu starfi.  Allir hefðu svarað játandi.  Því er ekkert að marka þessa könnun, ég er ekki þar með að fullyrða að íslenskir kennarar, séu slæmir.  En alltaf má gera betur og nú þegar háskólapróf til að kenna börnum, erum við komin út í vitleysu og rugl.


mbl.is Íslenskir kennarar hafa trú á eigin getu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samþykkir ekki

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, sagði í þættinum Silfur Egils í dag, að hún hefði komist að þeirri niðurstöðu sl. föstudag að hún gæti ekki samþykkt frumvarp, sem nú liggur fyrir Alþingi um Icesave-skuldbingarnar.

Þarna sýnir Lilja mikinn kjark með því að vera í andstöðu við sína félaga í VG.  En í stjórnarskránni segir að þingmönnum beri að greiða atkvæði samkvæmt sinni sannfæringu og það er Lilja einmitt að gera.  Það væri betra fyrir Alþingi og íslenska þjóð, ef fleiri gerðu það sama og Lilja Mósesdóttir ætlar að gera nú.  Því miður hefur flokksaginn verið það mikill að þingmenn hika ekki við að greiða atkvæði gegn eigin sannfæringu.  Þótt þetta sé afstaða Lilju gagnvart Icesave-frumvarpinu, mun hún áfram styðja sitjandi ríkisstjórn.


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband