Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Bæði liðin hafa nú leikið í

tuttugu og eina mínútu.

(Arnar Björnsson).


Hlýddi bara fyrirmælum

Auður Arna Eiríksdóttir, útibússtjóri Byrs í Borgartúni, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttaflutnings í tengslum tengslum við skoðun á lánveitingum Byrs til Exeter Holdings og tengdum viðskiptagjörningum. Segist hún aðeins hafa fylgt fyrirmælum yfirmanna sinna.

Verður ekki að gera þá kröfu að útibústjórar hjá banka, geti metið hvað er rétt og hvað er rangt, en hlýði ekki fyrirmælum sinna yfirmanna í blindni.


mbl.is Útibússtjóri Byrs segist hafa farið að fyrirmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap en ekki tap

Það mat sem lagt er á viðskiptin með hlut OR í HS Orku í árshlutauppgjöri OR er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Í því er að finna 962 mkr. varúðarniðurfærslu. Matið er staðfest af óháðum endurskoðendum OR. Þetta segir Guðlaugur G. Sverrisson stjórnarformaður OR í fréttatilkynningu.

Þótt árshlutauppgjör OR sýni mikið tap er samt ekkert tap.  Hver skilur svona upplýsingar? 

Alla veganna ekki ég. 


mbl.is Fullyrðingar um margra milljarða tap OR rangar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnrétti

Félag um foreldrajafnrétti hefur sent bréf til dómsmálaráðherra þar sem alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framgöngu Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings að undanförnu í ræðu og riti. Lúðvík Börkur Jónsson, formaður félagsins, segir Gunnar ráðast á félagið og gagnrýna það langt út fyrir málefnið í nýrri grein í riti Lögfræðingafélagsins.

Foreldrajafnréttlæti er ekki til á Íslandi og virðist vonlaust að berjast fyrir því, því alltaf eru til staðar varðhundar gegn slíku réttlæti.  Ég þekki þetta vel af eigin raun, þegar ég skildi áttum við hjónin 3 uppkomin börn og eina dóttur sem var 8 ára.  Ég óskaði eftir sameiginlegu forræði yfir barninu en á það var ekki hlustað, heldur fékk móðirin alfarið forræðið og síðan hef ég ekki mátt hafa nein afskipti eða neitt hvað varðaði barnið.  Ég átti aðeins að greiða meðlagið og láta sem ég ætti ekkert í barninu.


mbl.is Segja gagnrýni Gunnars Hrafns ósanngjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvítlaukur

Fasteignabrask er ekki lengur vænlegasta leiðin til hagnaðar í Kína, heldur hvítlauksbrask. Hvítlaukur þykir nú þyngdar sinnar virði í gulli og rúmlega það eftir að út spurðist að neysla hans komi í veg fyrir svínaflensusmit. Í kjölfarið hefur verðið á hvítlauk rokið upp í Alþýðulýðveldinu og hafa fjárfestar byrjað að kaupa upp hvítlauksbyrgðir og selja á uppsprengdu verði.

Getum við Íslendingar fundið eitthvað ómerkilegt og fullyrt að það lækni svínaflensu og skapað þannig gjaldeyristekjur í stórum stíl.  Einnig virðist sama hvernig eitthvað duft er búið til ef það er fullyrt að það auki kynorku, þá kaupa Japanir það á uppsprengdu verði.


mbl.is Hvítlaukur nýjasta gullæðið í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvíta Húsið

Áfram heldur hið sérkennilega mál boðflennanna í veislu Hvíta hússins. Nú hefur komið í ljós að hjónin óforskömmuðu hittu Barack Obama, þvert á yfirlýsingar leyniþjónustunnar um að þau hafi aldrei komist nálægt forsetanum og því hafi honum aldrei stafað hætta af yfirsjón öryggisgæslunnar. Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir CIA.

Auðvitað er þetta mikið hneyksli fyrir CIA að hjón skuli geta farið í veislu í Hvíta Húsinu og jafnvel spjallað aðeins við sjálfan forsetann Barack Obama.  Ef þetta fólk hefði haft eitthvað illt í huga gátu þau auðveldlega myrt forsetann í sjálfu Hvíta Húsinu.  En sem betur fer hefur þetta verið heiðarlegt fólk, sem langaði bara í fína veislu og að hitta forsetann.


mbl.is Boðflennurnar hittu víst Obama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lambagarnir

Norðlenska selur í haust um 100 þúsund lambagarnir til Egyptalands, þar sem þær eru fullverkaðar, flokkaðar og seldar áfram til notkunar við framleiðslu á pylsum. Verðið er þokkalegt, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, miðað við verð sem fengist hefur fyrir aðrar afurðir á erlendum mörkuðum.

Það er alltaf ánægjulegt, þegar fyrirtækjum tekst að búa til tekjur úr því sem áður var hent og urðað með miklum kostnaði.  Það bætist stöðugt við nýjungar í afurðum sem hægt er að selja á erlendum mörkuðum.


mbl.is Selja lambagarnir til Egyptalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundagerðir

Óskað hefur verið eftir því að fundargerðir funda sem ráðherrar hafa átt með erlendum ráðamönnum vegna Icesave-málsins verði birtar. Það er Ragnheiður E. Árnadóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur lagt fram fyrirspurnir um málið á Alþingi.

Það verður að virða ráðherrum það til vorkunnar að ekki er hægt að birta fundargerðir með erlendum ráðamönnum.  Því þær eru einfaldlega ekki til, vegna þess að engir fundir hafa átt sér stað og ekki stendur til að halda neina slíka fundi.


mbl.is Spyr um Icesave-fundargerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrningarleiðin

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi hvetur ráðherra og þingmenn Samfylkingarinnar til að hvika ekki frá þeim áformum um fyrningarleiðina sem sett eru fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Auðvitað á að framkvæma fyrningarleiðina eins og stendur skýrt í stjórnarsáttmálanum.  Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra verður að skilja að ekki dugar að skipa einhverja nefnd til að vinna að útfærslu á þessari leið og halda að einhver sátt muni nást milli hagsmunaaðila í sjávarútveginum hjá þessari nefnd.  Sú sátt næst ALDREI og nú þegar eru fulltrúar LÍÚ hættir að sitja fundi nefndarinnar í mótmælaskyni vegna úthlutunar á skötuselskvóta.  LÍÚ hefur stöðugt hamrað á því að ekki væri hægt að breyta núverandi kerfi og alltaf borið því við að enginn gæti sagt hvað ætti að koma í staðinn.  Nú liggur það fyrir hvað á að koma í stað núverandi kerfis en samt er LÍÚ á móti öllum breytingum.  Afstaða LíÚ er mjög skýr hvað varðar kvótakerfið, en þeirra skoðun er sú, að engu má breyta nema með samþykki þeirra.  Á meðan þeir halda þessu svona stíft á lofti eru þeir um leið að dæma sig úr leik við að breyta núverandi kvótakerfi.  Þess vegna geta stjórnvöld ekki tekið tillit til þeirra skoðunar.  Allt tal um að fyrningarleiðin setji útgerðina á hausinn á nokkrum árum er eintómt bull og kjaftæði.  Auðvitað er hægt að reikna alla útgerð til fjandans ef vilji er til þess, en fyrningarleiðin mun ekki setja eitt einasta fyrirtæki á hausinn sjávarútvegi.  Því öll fiskiskip munu fá að veiða svipað magn og áður og hafa þar af leiðandi svipaðar tekjur og áður.  Ef eitthvað fyrirtæki fer á hausinn vegna fyrningaleiðarinnar, er það fyrirtæki gjaldþrota í dag, en dregur kannski fram lifið með kvótabraski.


mbl.is Kviki ekki frá fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauður fiskur

Tonnum af dauðum fiski hefur skolað upp á bakka Manaquiriár í Brasilíu. Rotnandi fiskurinn í ánni gerir það að verkum að íbúar á svæðinu eru án drykkjarvatns. Líffræðingar segja að miklir hitar og þurrkar hafi valdið fiskadauðanum.

Þetta er sennilega til komið vegna loftlagsbreytinga á jörðinni.  En það er líka fullt af dauðum fiski á Íslandsmiðum, sem er af mannavöldum og þar á ég við hið mikla brottkast af fiski, sem núverandi kvótakerfi hefur leitt af sér, sem enginn vill kannast við og Hafró metur aðeins 2-3% af heildaraflanum, en er í raun miklu meira.  Í dag kemur enginn netabátur með dauðblóðgaðan fisk að landi, þótt netin hafi legið í sjó í nokkra daga áður en þau eru dregin.  Frystitogarar henda öllum fiski sem ekki hentar í vinnsluna hjá þeim, bæði stórum og smáum fiski.  Ég veit dæmi um að frystitogari fór í veiðiferð með eftirlitsmann frá Hafró um borð og á þessu skipi hafði öllum steinbít verið kastað í hafið aftur, en nú var það ekki þorandi vegna eftirlitsmannsins.  Þá kom það fyrir að talsvert af steinbít kom í trollið og þar sem ekki voru til umbúðir um borð fyrir steinbít eða nein aðstaða til að flaka hann var honum safnað saman í kör og eftirlitsmanni Hafró tilkynnt að hann yrði unnin seinna.  En á meðan eftirlitsmaðurinn svaf var öllum þessum steinbít lætt í hafið aftur og þegar hann kom á vakt aftur var sagt að búið væri að vinna allan steinbítinn.  En ekki var nú eftirlitið meira en það að þegar þessi frystitogari landaði sínum afla var eingöngu landað þorski og ýsu en engum steinbít.  Auðvitað voru engar athugasemdir gerðar við það, því lönduðum afla bar alveg saman við veiðiskýrslur skipstjórans.


mbl.is Full á af dauðum fiski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband