Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Maradona lét lítið fyrirfara sér,

þegar hann kom af spítalanum.

(Hörður Magnússon)


Hagræðing

Með hagræðingaraðgerðum Landspítala hefur tekist að færa þjónustu frá dýrara formi til ódýrara forms. Þetta kemur fram í föstudagspistli Björns Zoëga forstjóra spítalans í dag. Í pistlinum kemur einnig fram að meðallaun allra stétta á spítalanum hafi lækkað, nema þeirra allralægst launuðu. Þannig hafi allir starfsmenn tekið á sig hluta af hagræðingu spítalans.

Flest er nú hægt að kalla hagræðingu.  Hvaða feluleikur er þetta?  Af hverju segir forstjóri spítalans ekki einfaldlega að rekstrarkostnaður spítalans hafi verið lækkaður með því að lækka laun starfsmanna. 

Það kallast launalækkun en ekki hagræðing.


mbl.is Allir starfsmenn hafa tekið á sig hagræðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjöldamorð

Stjórnmálamaður á Filippseyjum hefur verið ákærður fyrir morð en hann er talinn hafa fyrirskipað hermönnum, lögreglu og fleiri vopnuðum mönnum að myrða 57 saklausar manneskjur.

Svona menn á að taka af lífi strax og þetta er upplýst.  En sjálfsagt er spillingin svo mikil á Filippseyjum að þetta þykir ekkert saknæmt.  Þetta voru aðeins 57 manneskjur og til málsbóta hefur maðurinn auðvitað  það að þetta hefðu hugsanlega geta verið miklu fleiri.


mbl.is Stjórnmálamaður ákærður fyrir fjöldamorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grunnskólar

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, er ekki þeirrar skoðunar að rétt sé að færa grunnskólann aftur til ríkisins. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun.

Auðvitað vill ríkið ekki taka við rekstri grunnskólanna aftur.  En rekstur þeirra er mörgum sveitarfélögum mjög erfiður og er hjá sumum þeirra um 50-90% af tekjum.  Það hljóta allir að sjá að  sveitarfélögin geta ekki með góðu móti rekið þessa skóla og nú þegar mörg þeirra ætla að spara með fækkun kennslustunda, þá eru viðbrögð menntamálaráðherra þau að minna á lagalega skyldu um að hafa ákveðin fjölda kennslustunda í þessum skólum.  Þau sveitarfélög sem ekki geta uppfyllt þessa lagalegu skyldur sínar geta þá ekki annað en leitað til ríkisins um aðstoð.  Sá aðili sem hlýtur að bera mesta ábyrgð á því að lögum um grunnskóla sé fylgt eftir, hlýtur á endanum að vera ríkið.  Það er ekki hægt að setja lög, sem mörg sveitarfélög geta ekki staðið undir.


mbl.is Grunnskólinn ekki aftur til ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannaafsláttur

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra býst ekki við fögnuði sjómannastéttarinnar vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að afnema sjómannaafslátt á næstu fjórum árum. Hann segir hins vegar allt aðrar aðstæður nú í þjóðfélaginu en áður þegar slíkt hefur komið til tals.

Datt Steingrími virkilega í hug að einhver fagnaðarlæti yrðu hjá sjómönnum við þessa skerðingu á launum þeirra.  Það er alveg rétt hjá Steingrími að nú eru allt aðrar aðstæður í þjóðfélaginu en oft áður og því enn brýnna að afnema ekki sjómannaafsláttinn.  Þessi afsláttur af sköttum til sjómanna kom upphaflega til að sanngjarnt þótti að sjómenn, sem ekki nýta sér alla þá samneyslu sem ríkið býður upp á, fengju afslátt af sínum sköttum.  Þetta mun einungis hafa þau áhrif að færri velja sér sjómennsku, sem framtíðar starf og fiskiskipin verða þá flest mönnuð með óvönum sjómönnum.  Sem aftur leiðir til aukinnar slysahættu og þar með aukningu ríkisútgjalda vegna slysabóta.


mbl.is Sjómannastarfið mikið breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Makríll

Illa gengur í viðræðum Noregs, Evrópusambandsins og Færeyja um makrílkvóta fyrir næsta ár. Segja norskir fjölmiðlar að í morgun hafi slitnað upp úr viðræðurunum, sem staðið hafa í vikunni í Edinborg í Skotlandi.

Að vanda fengu Íslendingar ekki að taka þátt í þessum viðræðum og er það allt í lagi, því þá ákveðum við sjálfir hvað Íslensk skip fá að veiða mikið af makríl án afskipt annarra ríkja.


mbl.is Slitnað upp úr makrílviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag, að þinginu væri haldið í gíslingu málþófs stjórnarandstöðunnar dögum saman í Icesave-málinu. Harðar deilur hafa verið á þinginu í morgun um fundarstjórn forseta.

Ekki er ég kunnugur um þingsköp en oft finnst mér undarlegt hvað þingmenn geta komist upp með að ræða um undirliðnum "Fundarstjórn forseta."  Því nær allar ræður sem fluttar eru undir þessum lið fjalla á engan hátt um fundarstjórn forseta.  Heldur eru menn að ræða og deila um hin ýmsu mál, sem koma fundarstjórn forseta akkúrat ekkert við.  Geta þingmenn ekki skilið að fólkið sem kaus þá á Alþingi ætlast til að þeir hagi sér þar eins og siðað fólk en ekki eins og óþekkir krakkar í sandkassaleik.  Með þessari framkomu sinni eru þingmenn ekki aðeins að sýna Alþingi óvirðingu, heldur allri þjóðinni.  Ég legg til að nafni á þessum lið verði breytt og nefndur;

"Þingmenn leika sér eins og börn"


mbl.is Þinginu haldið í gíslingu málþófs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankinn

Seta Daniels Gross hagfræðings í bankastjórn Seðlabanka Íslands kostar um 5 milljónir króna á ári. Þetta upplýsti Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi fyrr í dag.

Hvar eru nú öll loforðin hjá ríkisstjórninni um að enginn ætti að vera á neinum ofurlaunum.  Erum við Íslendingar orðnir svo aumir að við eigum ekki hæft fólki til að skipa í bankaráð Seðlabankans og þurfum að fá erlent fólk til þess.  Ekki veit ég hvað oft eru haldnir fundir í bankaráði Seðlabankans, en þeir eru örugglega færri en einn á mánuði, sennilega nálægt 10 á ári og þá fær þessi maður um 500 þúsund fyrir hvern fund, sem kannski stendur í einn klukkutíma og er þá Gross með um 500 þúsund í laun  á hvern klukkutíma.

Ansi gott tímakaup.


mbl.is Gros kostar Seðlabanka 5 milljónir á ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sverðin reidd til höggs

Á næstu vikum munu hinar nýju skattatillögur ríkisstjórnarinnar koma fyrir Alþingi og þá fyrst kemur í ljós hvað gengið verður nærri fjárhag flestra heimila í landinu.  En aumingja ríkisstjórnin verður að hafa það í huga, að það eru viss þolmörk, sem ekki má fara yfir án þess að rústa öllu atvinnulífi og fjárhag flestra heimila.  Ef gengið er of langt í skattlagningu brestur á landflótti og þá sitja þeir sem eftir eru með enn þyngri byrgðar og atvinna dregst saman, tekjur fólks munu lækka og að lokum skila skattahækkanir engu í ríkissjóð.  Það þýðir lítið að bera fyrir sig rökum Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins, því þar á bæ er mönnum nákvæmlega sama þótt að hér fari allt fjandans til og reyndar er það þeirra vilji.  Og til að bæta gráu ofan á svart ætlar ríkisstjórnin að keyra Icesave-frumvarpið í gegn á Alþingi án þess að láta á það reyna hvort Íslandi beri nokkur lagaleg skylda til að greiða þessa skuld einkafyrirtækis, sem Landsbankinn vissulega var.

Vissulega verður að óbreyttu mikill halli á fjárlögum fyrir 2009 og 2010, en þann halla er auðvelt að laga með því að auka veiðiheimildir í þorski um 40-50 þúsund tonn, sem ríkið leigði til útgerðafyrirtækja gegn hógværu gjaldi.  Það þyrfti ekki að vera hærra en 50 krónur á kíló til að brúa fjárlagahallann.  Slík aukning myndi ekki stefna þorstofninum í neina hættu, enda er spurning hvaða tilgangi það á að þjóna að byggja upp sterka fiskistofna á Íslandsmiðum og enginn verður eftir til að veiða fiskinn þegar stofnarnir hafa náð hámarkstærð.  Því útgerðarfyrirtækin verða flest öll farinn á hausinn og þar með nýju bankarnir líka.  Skattahækkanir nú eru aðeins tilraun til að fresta vandanum og valda því að sú kreppa sem nú er glímt við verður hér næstu áratugi.


mbl.is Sverðin reidd til höggs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Síminn

Farsímafyrirtækið IMC á Íslandi undirritaði í dag samstarfssamning við Símann um aðgang að dreifikerfi Símans. Er þetta í fyrsta sinn, sem Síminn gerir svo viðamikinn samning um aðgang að dreifikerfi sínu fyrir farsíma, við nýjan aðila á markaði.

Þetta er mjög gott hjá Símanum, en það vekur að vísu talsverða undrun að fyrsta fyrirtækið sem fær þessa þjónustu hjá Símanum, skuli vera erlent farsímafyrirtæki.  En samkeppnisaðilar Síman, eins og Vodafone ofl. hafa þurft að byggja upp sitt eigið dreifikerfi og ekki fengið afnot af dreifikerfi Símans, nema að takmörkuðu magni.


mbl.is Fær afnot af farsímakerfi Símans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband