Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Bresk lið hafa ekki,

riðið feitum hesti úr

þessu móti í framtíðinni.

(Henry Birgir Gunnarsson, fréttamaður)


Hvíta Húsið

Bandaríska leyniþjónustan rannsakar nú hvort par hafi smyglað sér inn í Hvíta húsið í Washington og setið kvöldverðarboð, sem haldið var á þriðjudag til heiðurs forsætisráðherra Indlands.

Hvað er athugunar vert við það að eitt par hafi mætti í veislu í Hvíta Húsinu á þess að hafa verið þangað boðið.  Ekki hafa komið neinar frétti um að þetta par hafi gert neitt af sér annað en borðað góðan mat ókeypis innan um nokkur hundruð gesti.


mbl.is Smygluðu sér inn í Hvíta húsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísrael

Ísrael hefur ákveðið að takmarka uppbyggingu landnemabyggða næstu tíu mánuði í þeirri von að geta tekið aftur upp friðarviðræður við Palestínumenn. Landnemabyggðirnar hafa verið einn helsti þröskuldurinn í vegi friðarviðræðnanna.

Það verður að leggja niður þessar landnemabyggðir og þá fyrst verður hægt að ná friði við Palestínumenn.  Ráðamenn í Ísrael verða að skilja það að í friðarviðræðum felst að báðir aðilar slaki á sínum kröfum.  Það getur aldrei gengið upp ef aðeins Ísrael á að halda öllu sínu og Palestínumenn að gefa allt eftir.  Það eru ekki friðarviðræður heldur er þá ein þjóð að kúga aðra til hlýðni.


mbl.is Ísrael frestar landnámi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verja störf

Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að fækkun kennslustunda í grunnskólum sé leið til þess að verja störf.

Þarna er verið að fara út á mjög hættulega braut.  Þótt virðingarvert sé að verja sem flest störf má ekki fórna of miklu.  Fækkun kennslustunda þýði einfaldlega minni menntun, hvers á komandi kynslóðir að gjalda þegar bæði er búið að leggja á komandi kynslóðir drápsklyfjar af skuldum og toppa síðan vitleysuna með því að draga úr menntun barna og unglinga.  Ef við höfum ekki efni á að mennta börnin okkar þá er stutt í að við verðum ekki sjálfstæð þjóð.  Góð menntun er undirstaða alls í hverju þjóðfélagi og ef hún er ekki til staðar verður hér engin framtíð og sjálfstæði okkar sem þjóðar mun glatast.  Ég trúi ekki að menntamálaráðherra samþykki þessa vitleysu og ruglið sem henni fylgir.


mbl.is Verja störf með stundum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt met

Svíi nokkur, sem var að spila póker á netinu, setti met sem hann hefði sennilega viljað sleppa við. Hann tapaði nefnilega 900 þúsund dölum, jafnvirði 110 milljóna króna, á einu spili.

Ætli hann sé nokkuð stoltur af þessu meti.  En að hætti sannra spilafíkla ætlaði hann að vinna tapið upp og spilaði áfram þar til hann hafði tapað 330 milljónum, en þá gafst hann upp.  Þetta kvöld hefur því reynst manninum nokkuð dýrt.


mbl.is Tapaði 110 milljónum á einu spili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave

Fjölmargir fjölmiðlar í Hollandi fjalla um svarbréf Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, til Gordons Brown forsætisráðherra Bretlands, í dag. Kemur fram í þeim öllum að Jóhanna segi í bréfinu til Brown að Íslendingar álíti Icesave-samkomulagið ekki bindandi.

Ef þetta er skoðun Jóhönnu og ríkisstjórnar Íslands, skil ég ekki af hverju er nú verið að reyna að koma í gegn á Alþingi nýju frumvarpi um að Ísland eigi að greiða þessa skuld.  Því að minnsta kosti hlýtur Jóhanna að greiða atkvæði á mót því frumvarpi.  Eða er þetta bréf einungis til að fela raunveruleikann. 


mbl.is Mikil umfjöllun um Icesave í Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhjálp Íslands

Hollensk góðgerðarsamtök hafa styrkt Fjölskylduhjálp Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá fjölskylduhjálpinni styðja hollensku samtökin við sex verkefni árlega víða um heim og í ár var Fjölskylduhjálp Íslands eitt þeirra.

Ekki er hægt að segja að þeir séu rausnarlegir við okkur Hollendingar með þessu styrk sem er aðeins um 460 þúsund krónur, sem er sennilega mun minna en flest íslensk fyrirtæki styrkja Fjölskylduhjálpina með í hverjum mánuði.


mbl.is Hollendingar styrkja Fjölskylduhjálp Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólaverslunin

Rannsóknasetur verslunarinnar spáir því að jólaverslunin verði óbreytt frá síðasta ári að magni til. Vegna verðhækkana verði veltan þó 8% meiri í krónum talið en í fyrra.Í fyrra minnkaði jólaverslunin um 18,3% frá árinu áður á föstu verðlagi.

Þetta er mikil bjartsýnisspá og ég trú ekki að jólaverslun verði óbreytt frá fyrra ári, heldur mun hún minnka verulega.  Bæði í krónum talið og á föstu verðlagi,æði kemur til að atvinnuleysi er mikið og eins eru flestar fjölskyldur í miklum fjárhagserfiðleikum, en kannski bjarga blessuð greiðslukortin versluninni nú eins og oft áður.


mbl.is Spáir óbreyttri jólaverslun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lokað fyrr

Íbúasamtök miðborgarinnar vilja að lokunartími allra veitingastaða í miðborginni verði til kl. 3.00 aðfaranótt laugardaga og sunnudaga. Næturklúbbar verði skilgreindir sem slíkir og þeim fundinn staður fjarri íbúðabyggð enda geti þeir verið opnir lengur. Þetta var samþykkt á aðalfundi samtakanna.

Ekki hef ég mikla trú á að þetta leysi neinn vanda í miðborginni.  Því ef stöðunum verður lokað fyrr, þá munu ólæti og hávaði, sem þeim fylgir færast aðeins til um þann tíma sem stöðunum verður lokað fyrr.  Svona staðir tilheyra miðborgum flestra stórborga.  Ef flytja á þessa staði fjarri allri íbúðarbyggð munu flestir þeirra loka endanlega.  Ekki þýðir að flytja þá í úthverfi borgarinnar, því þar býr einnig fólk og utan byggðar þrífast þessir staðir ekki og munu þá flestir hætta rekstri.  Þetta vandamál verður að leysa með öðrum hætti og þá með aukinni löggæslu.  Opnunartíminn einn og sér breytir engu.  Það er og mun alltaf verða hávaði og læti fyrir utan þessa staði þegar þeir loka á hverju kvöldi.


mbl.is Vilja láta loka veitingahúsum fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Ungur maður sem leitaði sér aðhlynningar á slysadeild Landspítala aðfaranótt sunnudags reyndi að stilla til friðar þegar til áfloga kom á biðstofunni. Hann uppskar piparúða lögreglu í andlitið, án viðvörunar að eigin sögn. Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins, segir að farið verði yfir málið svo hægt sé að læra af því.

Lögreglunni er vorkunn í þessu máli, því hvernig í ósköpunum átti hún að geta greint í sundur einn aðila í hópslagsmálum, sem var að reyna að stilla til friðar.  Annars er þetta mjög alvarlegt mál ef fólk getur ekki leitað á bráðamóttöku spítalans á þess að eiga hættu á að lenda í óeirðum og stórhættu.


mbl.is Varð verst úti þrátt fyrir að hafa reynt að stilla til friðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband