Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Ég ætla að biðja fólk,

að hafa augun með sér.

(Henry Birgir Gunnarsson)


Neyðarlögin

Þýski bankinn DekaBank er að undirbúa málsókn gegn íslenska ríkinu í þeim tilgangi að fá neyðarlögunum frá því í október á síðasta ári hnekkt. Neyðarlögin tryggðu forgang þeirra sem áttu innistæður í íslensku bönkunum fram yfir erlenda lánadrottna.

Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá er ekkert fram undan hjá Íslandi annað en viðurkenna að þjóðin er gjaldþrota og leita eftir nauðasamningum við erlenda lánadrottna.  Sjálfstæði landsins verður þá fokið út í veður og vind og ekkert annað í stöðunni en að óska eftir að fá að vera fylki í öðru ríki og væri Noregur sennilega besti kosturinn í þeirri stöðu.


mbl.is Undirbýr mál gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Króatar

Króatar gera ráð fyrir því að greiða um 550 milljón evrur, eða eitt hundrað milljarða króna, til að fullnægja stöðlum Evrópusambandsins svo það fái inngöngu. Á fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 273 milljón evra kostnaði og 277 milljón evra árið 2011.

Hann er dýr aðgöngumiðinn að þessum klúbb, en þeir ætla að láta sig hafa það í Króatíu.  Enda slæmu vanir frá forni tíð og lengi getur vont versnað.  Miðað við þetta er engar líkur á að Ísland hafi efni á að fá þarna aðild á næstu árum.


mbl.is Hundrað milljarða kostnaður til að þóknast ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Indland

Geislavirk efni mældust í sýnum úr á sjötta tug starfsmanna kjarnorkuvers í suðurhluta Indlands eftir að þeir drukku mengað vatn. Starfsmennirnir hlutu enga slæma kvilla af eitruninni og þurftu ekki að vera frá störfum. Talið er að eitrað hafi verið fyrir þeim.

Það er mjög hættulegt starf að vinna í kjarnorkuverum og árlega deyja fjöldi manna af þeim völdum, þannig að það ætti að duga flestum og því óþarfi að eitra fyrir þeim.


mbl.is Eitrað fyrir starfsmönnum kjarnorkuvers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hönnun

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur boðið út hönnun Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Nýja byggingin verður í miðbæ Mosfellsbæjar, við Háholt. Fyrsta áfangi verður um 4.000 fermetrar og rúmar fjögur- til fimmhundruð nemendur.

Hvaða tilgangi á það að þjóna að vera að bjóða út hönnun á nýrri skólabyggingu, sem ekki stendur til að byggja á næstu árum.  Væri ekki nær að ljúka við að byggja þá skóla sem byrjað er á og ekki hefur verið hægt að ljúka vegna peningaleysis.


mbl.is Hönnun framhaldsskóla boðin út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjómannaafslátturinn

Þing Farmanna- og fiskimannasambands Íslands varar stjórnvöld við öllum áformum um að breyta sjómannafslættinum.

Þótt ríkið afnemi þennan sjómannaafslátt verða sjómenn að sækja hann til útgerðarinnar, því að í raun er þessi afsláttur aðeins niðurgreiðsla á launum sjómanna.  Því verður LÍÚ að sætta sig við að útgerðin í landinu greiði öll laun sjómanna.


mbl.is Sjómenn vara stjórnvöld við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýt húsnæði

Þjónustu- og afgreiðslusvið Sjúkratrygginga Íslands mun flytja um set í febrúar nk. í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Reykjavík. Sjúkratryggingar urðu til á síðasta ári þegar Tryggingastofnun ríkisins var skipt upp í tvær stofnanir. Sjúkratryggingar eru staðsettar í húsi TR við Laugaveg.

Þetta er alveg dæmigert fyrir nýjar stofnanir hjá ríkinu.  Fyrst eiga þær að vera litlar og þurfa lítið húsnæði og komast vel fyrir inni hjá öðrum ríkisstofnunum.  En fljótlega fara þær að bólgna út og starfsmönnum fjölgar, sem kallar á nýtt og stærra húsnæði.  Það er stórfurðulegt að í öllum niðurskurði hjá ríkinu, er auðvelt að skera niður þjónustuna en alltaf eru til peningar í nýtt húsnæði, sem aftur kallar á meiri niðurskurð á þjónustu.  Gott dæmi um þetta er Fiskistofa, sem í upphafi átti að vera til húsa hjá Sjávarútvegsráðuneytinu með 10-20 starfsmenn.  En var fljótlega flutt í húsnæði Fiskifélagsins við Ingólfsgötu, en með fjölgun starfsmanna varð það húsnæði fljótt of lítið og nú er Fiskistofa í stórhýsi í Hafnarfirði með á annað hundrað starfsmenn.  Þetta leiðir síðan til skattahækkana til að greiða alla þessa óþörfu vitleysu og bruðl.


mbl.is Hjálpartækjamiðstöð í nýtt húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkanir

Áætlað er að beinn kostnaður ríkissjóðs við leggja á nýja skatta verði yfir 100 milljónir króna. Kostnaðurinn felst í breytingum á tölvukerfi, auglýsingum og kynningarefni og auknu skatteftirliti vegna flóknara skattkerfis.

Ætli endirinn verði ekki sá að hækkun skatta fari að mestu leiti í kostnað við breytingarnar og skili þar af leiðandi litlum tekjum í ríkissjóð.  Því flóknar sem skattkerfið er verður það kostnaðarsamara og eykur á líkum á undanskotum frá því að greiða skattinn.


mbl.is Yfir 100 milljónir í kostnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Martröð öryrkjans

Klukkan fjögur í dag verður kveikt á jólaljósum Óslóartrésins á Austurvelli. Fyrir utan jólaljósin mun Ketkrókur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2009, prýða tréð. Ketkrókur er fjórði óróinn í jólasveinaseríu styrktarfélagsins en fyrri óróar félagsins hafa prýtt tréð síðustu ár.

Það hefur varla geta farið framhjá neinum að bráðum eru að koma jól.  Stöðugar auglýsingar í sjónvarpi og flestum fjölmiðlum, minna á það oft á dag.  Nú er komið að því að kveikja á jólatrjám víða um land.  En þrátt fyrir allt tilstandið er til hópur í þjóðfélaginu, sem kvíðir alltaf jólunum.  En það erum við öryrkjarnir, sem ekki getum tekið þátt í veislunni miklu vegna erfiðrar fjárhagsstöðu okkar.  Þótt við fáum að vísu smá uppbót á lífeyrir í desember er sú upphæð aðeins nokkur þúsund krónur eftir að tekinn hefur verðið af fullur skattur. Þá er ekkert um annað að velja en að leita á náðir hjálparstofnanna til að fá mat fyrir jólin.  Við getum ekki leyft okkur að gefa okkar nánustu jólagjafir vegna peningaleysis og líður illa við að fá jólagjafir frá öðrum.

Hvað varðar jólatréð á Austurvelli þá gleður það sjálfsagt marga og verður ágætis eldsneyti í mótmælum eftir áramót.


mbl.is Ljósin tendruð á Óslóartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar fallinn

Einar Skúlason, varaþingmaður verður í fyrsta sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor. Einar fékk 298 atkvæði á kjörfundi, en Óskar Bergsson borgarfulltrúi fékk 182 atkvæði.

Ekki hef ég trú á að þetta breyti miklu hjá Framsókn, aðeins nafnabreyting á gömlu íhaldi.  En þetta gæti sennilega orðið til þess að Framsókn fengi engan mann kjörinn í næstu borgarstjórnarkosningum, því nú fer Óskar Bergsson og allt hans lið að berjast gegn þessum nýja frambjóðenda.  Óskar vill ekki skilja að það er verið að refsa honum fyrir undirlægjuhátt við íhaldið.  Það hefur verið opinbert leyndarmál að Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að lána Óskari atkvæði í næstu kosningum.  Til að tryggja að núverandi meirihluti gæti starfað áfram og undir þá kvöð verður hinn nýi frambjóðandi að gangast ef hann ætlar að komast í borgarstjórn Reykjavíkur.


mbl.is Einar sigraði Óskar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband