Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Varla er að finna velferð hér,

þykir mér það miður.

Þótt margt muni ekki lagast hjá mér,

mun flest allt fara niður.

Ókunnur höfundur)


Virkjun sjávarfalla

Talið er mögulegt að setja niður sjávarfallavirkjun í Breiðafirði í framtíðinni. Tæknin er í örri þróun en framkvæmdir verða kostnaðarsamar. Sjávarfallahverfill er núna í þróun á Íslandi.

Þessi kostur er örugglega fyrir hendi víða við strendur Íslands.   Hvað varðar Breiðafjörð þá hefur fyrirtækið Sjávarorka ehf. unnið að rannsóknum þar allt frá árinu 2001.  En nú er allt stopp vegna þess að nú þarf sérstakt rannsóknarleyfi og beðið er eftir því.  Til að geta gefið út rannsóknarleyfi þarf umhverfiráðuneytið að fá álit stofnunar umhverfismála.  Sú stofnun þarf auðvitað að gera sínar rannsóknir áður en umsögn er veitt.  Það er búið að flækja þetta ferli svo mikið að enginn skilur neitt í neinu og bendir því allt til þess að þarna verði aldrei virkjað vegna tregðulögmáls í stjórnkerfinu.  Svona verður öllum góðum hugmyndum slátrað í þágu kerfisins.


mbl.is Virkjun sjávarfalla í Breiðafirði er talin vel möguleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Át sig í hel

Þrjátíu og þriggja ára Bandaríkjamaður lést á miðvikudag, eftir að hafa setið í átta mánuði í sama stólnum. Hann vó 182 kíló og settist í stólinn á sínum tíma eftir að hann meiddist á hné. Hann hafði engar tryggingar fyrir heilbrigðiskostnaði og hafði því ekki leitað til læknis.

Þetta er dæmigerð lýsing á Bandaríska heilbrigðiskerfinu, þar sem milljónir fólks hefur ekki efni á sjúkratryggingu.  En er ástandið nokkuð betra hér á landi, alla veganna er fjöldi öryrkja og ellilífeyrisþega, sem hefur ekki efni á að leysa út þau lyf sem læknar hafa ávísað til þeirra.  Þetta þekki ég vel af eigin raun, því oft verð ég að fresta að leysa út lyf til næstu mánaðarmóta vegna peningaleysis.


mbl.is Sat í átta mánuði í stól þar til hann dó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glitnir

Moody'S matsfyrirtækið hefur dregið til baka allar lánshæfiseinkunnir sínar um Glitni. Samkvæmt fréttatilkynningu fyrirtækisins frá í gær endurspeglar þetta ekki neinar breytingar á horfum um skuldbindingar bankans.

Hvaða tilgang hefur það að meta lánshæfi gjaldþrota banka eins og Glitnis.  Það liggur í augum uppi að gjaldþrota banki getur ekki lánað neinum eitt né neitt.


mbl.is Meta ekki Glitni lengur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laddi

Þórhallur Sigurðsson , Laddi, leikur um 30 ólíkar persónur í uppsetningu á Jólasögu Dickens sem verður frumsýnd í Loftkastalanum í kvöld.

Það hlýtur að vera mjög erfitt að leika 30 persónur í sama leikritinu, kvöld eftir kvöld og ef einhver er fær um það er það örugglega Laddi.  Það sýndi hann svo sannarlega í sýningunni Laddi sextugur, þar sem hann gat á augabragði skipt um persónur án þess að fipast nokkurn tíma.


mbl.is Röflar stanslaust við sjálfan sig í 70 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arion banki

Nýja Kaupþing, sem er nú Arion banki, hagnaðist um 4,8 milljarða eftir skatta á tímabilinu 22. október til ársloka 2008. Gengishagnaður vegna nær 7% veikingar krónunnar á tímabilinu, nam rúmum 31 milljarði króna en virði útlána og útistandandi krafna dróst saman um 19,7 milljarða króna á tímabilinu.

Hvernig stendur á því að virði útistandandi krafna og útlána rýrnar um tæpa 20 milljarða á nokkrum mánuðum.  Er verið í skjóli nætur að afskrifa kröfur í stórum stíl hjá ýmsum fyrirtækjum og einstaklingum.


mbl.is Virðisrýrnun um 20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgun

Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn tveimur bræðrum á fertugsaldri sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 19 ára stúlku í bifreið annars mannsins við Tryggvagötuna í maí sl.

Auðvitað var ekki ákært í þessu máli, því Hæstiréttur hefur með dómum sínum gefið til kynna mjög sterklega að allt í lagi sé að nauðga konum.  Nýlega féll dómur í Hæstarétti um nauðgun á ungri stúlku, sem var haldið nauðugri í hálfan sólahring á meðan gerandinn nauðgaði henni aftur og aftur.  Að vísu var sá maður dæmdur en allur dómurinn var skilorðsbundinn, svo að dómi loknum var maðurinn frjáls ferða sinna og með vottorð frá Hæstarétti um að nauðgun væri ekki alvarlegt brot.  Nú getur þessi sami maður haldið áfram iðju sinni við að lokka til sín ungar stúlkur og nauðgað þeim.


mbl.is Ekki ákærðir fyrir nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kveikt í

Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þrjú útköll voru vegna íkveikju í blaðagámum en kveikt var í þeim við Skúlagötu, Hólabrekkuskóla og í Sorpu í Jafnaseli.

Þetta er bara rétt að byrja, því nú er búið að ganga svo gjörsamlega fram af fólki með ýmsum að gerðum og fólk er að mótmæla með þessum hætti.  Ég spái því að innan skamms tíma munu heilu húsin standa í björtu báli.  Þetta er einmitt táknrænn undirbúningur byltingar, sem mun verða á næstu mánuðum, að öllu óbreyttu.


mbl.is Kveikt í blaðagámum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lögreglan

Ökumaður grunaður um ölvun við akstur ók á ljósastaur við Skógarsel í Reykjavík í nótt. Hann bíður nú yfirheyrslu í fangageymslum lögreglunnar. Tveir voru teknir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna í Hafnarfirði. Einnig var einn ökumaður tekinn í Kópavogi grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Það hefur verið nóg að gera hjá lögreglunni sl. nótt, eins og oft áður.  Hvernig ætli ástandið verði þegar niðurskurðurinn hjá lögreglu verður komin til framkvæmda.  Það verður skelfilegt í einu orði sagt.


mbl.is Keyrði á ljósastaur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílinn fundinn

Bíll sóknarprestsins í Reykjanesbæ er fundinn en lögreglan í Reykjanesbæ lýsti eftir bílnum í fyrradag eftir að honum hafði verið stolið fyrir utan kirkju þar í bæ. Bíllinn fannst svo í Reykjavík í nótt.

Presturinn hlýtur að hafa skilið bílinn eftir ólæstan og jafnvel með lyklunum í, svo auðvelt hefur verið fyrir þjófinn að setjast inn í bílinn og aka á brott.  En nú er hann samt fundinn og presturinn getur glaður ekið sínum bíl áfram.  Vegir Drottins eru oft órannsakanlegir.


mbl.is Fundu bíl sóknarprestsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband