Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Betra er einn fugl í hendi,

en þúsund dauðir í skógi.

(Ókunnur höfundur.)


Nýtt nafn

Starfsmönnum Nýja-Kaupþings hefur verið boðið til kynningar í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðdegis, þar sem kynna á nýtt nafn á bankanum, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Upplýsingafulltrúi bankans, Berghildur Erla Bernharðsdóttir, vildi ekkert tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Er þetta það sem er mest aðkallandi hjá þessum banka í dag.  Það er nokkuð ljóst að erlendir kröfuhafar munu eignast þennan banka fljótlega og væri ekki nær að þeir gæfu bankanum nýtt nafn.


mbl.is Nýtt nafn á Kaupþing?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignir

Alls var 47 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu 13. nóvember til og með 19. nóvember 2009. Þar af voru 33 samningar um eignir í fjölbýli, 10 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 1.197 milljónir króna og meðalupphæð á samning 25,5 milljónir króna.

Þetta þýðir að fasteignamarkaðurinn er algerlega frosinn.  Það er ekki rétt að meðalverð á hverri fasteign sé 25,5 milljónir.  Ef tekið er tillit til allra þeirra fasteigna sem ekki seljast er verðið mun lægra, því eign sem enginn vill kaupa er með réttu verðlaus.


mbl.is Meðalverð á fasteign 25,5 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjávarútvegurinn

Sjávarútvegurinn verður að geta treyst því að ríkisstjórnin stórskaði ekki rekstrarforsendur greinarinnar með fúski, sérstakri fyrirgreiðslu til pólitískra vina og vandamanna og áformum um innköllun aflaheimilda. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Hverslags kjaftæði er þetta hjá Vilhjálmi, sem er þarna að endurflytja ályktun frá LÍÚ.  Innköllun veiðiheimilda verður að veruleika hvort sem LÍÚ líkar betur eða verr.  En það hefur h vergi komið fram að þeim eigi að úthluta á ólitískum forsendum.  Þvert á móti hefur verið á það bent að núverandi handahafar veiðiheimilda geti fengið leigt nákvæmlega sama magn og þeir hafa veitt hingað til.  En kvótabrakið verður úr sögunni. Ef það er forsenda þess að útgerð geti starfað eðlilega á Íslandi að hún fái ávalt meiri veiðiheimildir en hún ætlar að veiða og verði að lifa á kvótabraski, þá er illa komið fyrir íslenskri útgerð.  Það er hvorki útgerð eða öllum sjávarútvegi til góðs að talsmenn hennar vaði fram með lygar og kjaftæði eins og Vilhjálmur Egilsson gerir.


mbl.is Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðmenn Íslands

Það var í fréttum sjónvarpsins í gær að flestir af okkar auðmönnum eru búnir að flytja sín lögheimili til Lúxemborgar og Bretlands.  Þar liggja þeir á sínum illa fengnum auð eins og ormar á gulli.  Þetta veldur því að þótt einhverjir þessara manna verði dæmdir fyrir sinn þátt í Hruninu mikla.  Þá verður ekki hægt að ná til eigna þeirra.  Þetta virðist hafa komið ríkisstjórninni algerlega i opna skjöldu og nú er of seint að ætla að gera einhverjar ráðstafanir.  Þannig að þótt þessir menn verði dæmdir í háar fjársektir munu þær aldrei verða greiddar og ekkert er hægt að gera.  Þetta eru líka sömu menn og Steingrímur J. Sigfússon, taldi að myndu greiða mesta af ný hækkuðum vaxtatekjuskatti og eignaskatti.  En nú er ljóst að þeir munu ekki greiða krónu í skatta á Íslandi.  Það hefur einnig vakið athygli mína að á meðal kröfuhafa í Gamla Landsbankann eru menn sem áður gegndu háum stöðum hjá bankanum og launakröfur þeirra eru reiknaðar með fullum bónusgreiðslum og hjá nokkrum þeirra skipta þær hundruðum milljóna.  Bónusgreiðslur voru greiddar fyrir góðan árangur í starfi og vegna mikillar ábyrgðar en þessir menn krefjast að þær verði einnig greiddar þótt þeir hafi komið að hruni bankans.  Þessir menn skilgreina ábyrgð að hún eigi að virka hvort sem bankinn er í góðum rekstri eða gjaldþrota vegna mistaka þessara sömu manna.  Það eina sem vantar er krafa frá Elínu Sigfúsdóttur, sem var einn af hugmyndasmiðum Icesave til að fullkomna vitleysuna.  Það hefur einnig komið fram að stjórnendur ákveðins olíufélags  hafi ákveðið að greiða kaupbónusa fyrirfram, þar sem þeir óttast að það félag fari fljótlega í þrot.

Samvinna

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var ákveðið að fela stýrihópi sóknaráætlunar fyrir Ísland að vinna með Mauraþúfunni, aðstandendum þjóðfundarins sem haldinn var 14. nóvember sl., að því að niðurstöður fundarins endurspeglist í sóknaráætluninni. Einnig verði skipaður hópur óháðra aðila til að koma með hugmyndir að því hvernig best verði hlúð að grunngildum Íslendinga í opinberri stjórnsýslu og innan stjórnarráðsins.

Þetta samstarf mun aldrei vera nema í orði, því það sem kom frá Þjóðfundinum samræmist ekki stefnu núverandi ríkisstjórnar.  En auðvitað grípur ríkisstjórnin þetta tækifæri og gerir ályktanir Þjóðfundarins að sínum.  Þótt aldrei verði farið eftir þeim, bara notuð bestu slagorðin sem frá fundinum komu. 


mbl.is Stjórnvöld í samstarf við Mauraþúfuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattar

Áhrif skattbreytinganna sem ríkisstjórnin hefur boðað eru ekki enn að fullu ljós. Eftir er að útfæra ýmsa þætti þeirra en þó er ljóst að skattbyrðin mun þyngjast og skuldir landsmanna hækka vegna vísitöluhækkunar.

Þó eftir sé að útfæra einhverja þætti í þessum skattahækkunum er ljóst að hún mun koma illa við flesta og jafnvel setja margar fjölskyldur í þrot.  Það er ekki hægt að leggja endalausar byrgðar á fólk í þessu landi.  Það mun koma að þeim tímapunkti að fólk hreinlega geti ekki greitt meira og þá er ekkert nema gjaldþrot fram undan.  Til viðbótar öllum þessum skattahækkunum mun vísitalan hækka og þar með öll húsnæðislánin og greiðslubirgði af þeim.  Nú held ég að sé komið nóg af því að pína hverja krónu út úr fólki.


mbl.is Áhrif skattahækkana ekki enn að fullu ljós
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki réttar tölur

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði (MIH) segir að upplýsingar VSÓ ráðgjafar um ónotað íbúðarhúsnæði í landinu standist. MIH hafi kannað ástandið í þessum efnum i Hafnarfirði og í ljós hafi komið 39% munur á þeim niðurstöðum og tölum VSÓ, segir í fréttatilkynningu frá formanni félagsins, Ágústi Péturssyni.

Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki alveg þessa frétt.  Hvaða máli skiptir hvort tölur um ónotað íbúðarhúsnæði eru 100% réttar eða einhver munur sé þar á.  Það þarf ekki nema að aka um Höfuðborgarsvæðið og horfa á öll íbúðarhúnæðin sem standa auð eða eru hálfkláruð í byggingu.  Auðar íbúðir skipta þúsundum og ekkert af þeim mun seljast á næstunni.  Er MIH með þessari könnun að reikna með að hægt verði að fara að byggja meira af íbúðarhúsnæði.  Það liggur fyrir að það eru til íbúðir sem duga eftirspurn næstu 2-3 árin og tilhvers ætti þá að bæta við núna. Þá fyrst væri skrattinn að skemmta ömmu sinni.


mbl.is Rangar tölur um ónotað húsnæði?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hantekinn

Karlmaður á miðjum aldri var að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins handtekinn í Stjórnarráðinu fyrir nokkrum mínútum en þar hafði hann verið með háreysti og velt um blómapotti. Hann mun hafa öskrað á starfsfólkið en ekki komist í tæri við neina ráðherra. Mun maðurinn vera mjög ósáttir við stjórnsýsluaðgerð sem snerti hann og fjölskyldu hans.

Það eiga margir svona atburðir eftir að koma á næstu mánuðum og á næsta ári.  Fólki á Íslandi er greinilega svo misboðið, aðgerðir ríkistjórnarinnar, að það hálfa væri nóg.  Við eigum eftir að sjá fjölmörg uppþot þar sem borgarar þessa lands berjast við lögregluna upp á líf og dauða.  Ég hef þá trú að hér muni eiga sér stað bylting á næsta ári og ríkisstjórnin hrökklist frá völdum.  Allt tal um að byggja hér upp réttlátt norrænt velferðarþjóðfélag, reynist vera tóm lygi og kjaftæði.


mbl.is Handtekinn við Stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt frumvarp

Frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (Barnasáttmálann) liggur nú fyrir í samræmi við þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 16. mars síðastliðinn. Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur kynnt frumvarpið fyrir ríkisstjórn og stefnt er að framlagningu þess á Alþingi innan tíðar.

Tími til kominn að Alþingi samþykki Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna.  Ég hélt að það væri löngu búið að samþykkja þetta. 

En betra er seint en aldrei.


mbl.is Frumvarp um réttindi barna væntanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband