Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Margt smátt gerir

lítið eitt.

(ókunnur höfundur)


Bannað að vera í buxum

Konur mega strangt til tekið ekki ganga í buxum í París. Komið hefur í ljós að sögn Jyllandsposten að reglur sem settar voru árið 1800 af lögreglustjóra Parísar innihalda meðal annars ákvæði af þessu tagi og reglurnar eru enn í gildi.

Ekki hef ég mikla trú á að í dag sé verið að fylgja eftir einhverju lagaákvæði frá 1800, sem hefur sennilega óvart gleymst að breyta.  Það verður gaman að koma til Parísar ef allar konur þar eru buxnalausar.


mbl.is París bannar buxur kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsnæðislán

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra, segir varasamt að hækka hámarkslán Íbúðarlánasjóðs. Hins vegar sé mikilvægt að finna annan farveg svo hægt sé að veita lán til kaupa á dýrara húsnæði. Þetta kom fram á Alþingi í dag.

Það mun hafa verið Guðmundur Steingrímsson, sem lagði fram fyrirspurn til félagsmálaráðherra um að hækka íbúðalán úr 20 milljónum í 30 milljónir.  Hann taldi að það myndi örva húsnæðismarkaðinn.  Í dag skiptir engu hvert er hámark á íbúðalánum, því það er enginn að hugsa um íbúðarkaup þessa daganna.  Flestir hafa nóg með að greiða af núverandi íbúðarlánum og margir geta það ekki.


mbl.is Hámarkslán ekki hækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaverndarnefnd

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði á Morgunvakt Rásar 2 í morgun, að Barnavernd Reykjavíkur hafi gert mistök í máli 9 ára drengs sem tekinn var úr umsjá ömmu sinnar.

En var ekki þessi sama nefnd að lýsa yfir stuðningi við fagmennsku sinna starfsmanna fyrir stuttu síðan.  Auðvitað gerði nefndin misstök og ætti frekar að biðjast afsökunar á sínum störfum en að senda frá sér stuðningsyfirlýsingu á eigin störf.


mbl.is Barnavernd gerði mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtið viðtal

Steingrímur J. Sigfússon var í viðtali í Kastljósi í gær og var verið að spyrja hann um hinar miklu skattahækkanir, sem boðaðar hafa verið.  Steingrímur gerði auðvitað sem minnst úr skattahækkunum og taldi jafnval að sumt af þeim aðgerðum væri í raun skattalækkun.  Þegar hann var spurður um hvort hann óttaðist ekki að hækkun fjármagnstekjuskatt yrði til þess að fólk sem á mikla peninga færi með þá úr landi.  Þá brosti Steingrímur og sagði að fjármagnseigendur kæmust ekkert burt með sitt fé.  Það er alveg rétt hjá Steingrími að ekki er í dag auðvelt að flytja peninga til annarra landa.  Ekki þýðir að fara með íslenska peninga erlendis, því þar eru þeir verðlausir og ekki er auðvelt að skipta þeim hér heima í erlendan gjaldeyrir.  Að mati Steingríms er landið þá orðið lokað eins og Austur-Þýskaland var á sínum tíma.  Að vísu er enginn múr til að halda fólki hér án þess vilja heldur eru okkar landamæri bundin við hafið.  En Steingrímur gleymdi einu að hér á landi er mikið af hinum frægu krónubréfum og eigendur þeirra vilja komast í burt með sína peninga og tækju því fagnandi ef einhver vildi skipta á þeim fyrir erlendan gjaldeyrir.  Hann gleymdi líka fleiru í sínu skattalækkunartali, en það er hækkun á rafmagni, eldsneyti ofl. gjöld.  Það er með ólíkindum að fjármálaráðherra Íslands reyni að kjafta niður skattahækkanir og snúa dæminu við og fullyrða að um skattalækkanir sé um að ræða.  Heldur Steingrímur að einhver trúi þessu kjaftæði.

Verðmunur

Mikill verðmunur var á bökunarvörum þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum á landinu á mánudag. Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða í rúmlega helmingi tilfella, 26 vörum af þeim 49 vörum sem kannaðar voru reyndust ódýrastar í Bónus.

Bónus sker sig algerlega úr í þessari könnun og er það kannski ástæða þess að margir vilja láta loka þeim verslunum.


mbl.is Mikill verðmunur á bökunarvöru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur

Íbúar Noregs reyndust vera alls 4.842.700 1, október síðastliðinn. Alls fluttust 18.750 manns til landsins á þriðja ársfjórðungi 2009 og 8.350 á brott. Um 1300 Íslendingar og álíka margir Pólverjar fluttu til Noregs á ársfjórðungnum.

Það er brostin á landflótti og hann mun aukast á næstu mánuðum ef ástandið á Íslandi breytist ekki fljótt og hér verði gott að búa.  Auðvitað er enginn að flýja land að gamni sínu.  Heldur er það neyðin sem rekur fólk til þess.


mbl.is Margir Íslendingar til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur

Myndband sem sýnir frá veisluhöldum Baugs í Mónakó árið 2007 hefur verið tekið út af YouTube. Er það Sagafilm sem hefur látið taka myndbandið út en í tilkynningu á YouTube kemur fram að fyrirtækið er rétthafi myndbandsins. Myndbandið vakið athygli, en myndbandið hefur verið sett á netið. Þar sést Jón Ásgeir Jóhannesson m.a. spauga með grínurunum í Little Britain.

Það er skiljanlegt að þessu myndbandi hafi verið kippt út af YouTube, nú þegar Jón Ásgeir og fjölskylda eru að leika píslarvotta á Íslandi til að halda öllu sínu viðskiptaveldi, eins og ekkert hafi í skorist.


mbl.is Baugsmyndbandið tekið út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleysi

Sá hópur sem er í hvað mestri hættu vegna atvinnuleysis er þau ungmenni sem hvorki eru í vinnu né námi. Um 2.538 íslensk ungmenni á aldrinum 14-24 ára eru atvinnulaus og búa enn í foreldrahúsum, en verið er að skoða leiðir til að virkja þau.

Hvílíkt andskotans kjaftæði að tala um atvinnulaust fólk á aldrinum 14-24 ára.  Ég hélt að enginn gæti skráð sig atvinnulausan fyrr en við 18 ára aldur  Sá sem er 14 ára flokkast sem barn og ef annað foreldrið er atvinnulaust fær það aukagreiðslu vegna barna allt að 18 ára.  Er ruglið og vitleysan orðin það mikil að fjöldi barna er að fá atvinnuleysisbætur.  Hvaða atvinnureynslu hefur 14 ára barn, sem veitir því rétt til að fá atvinnuleysisbætur?  Svarið er engar.


mbl.is Ung og atvinnulaus í mestri hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flóttamenn

Stjórn Ungra Vinstri grænna krefst þess að ríkisstjórn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingar taki upp mannúðlega stefnu í málefnum flóttamanna og hætti nú þegar að beita fyrir sig Dyflinnarsáttmálanum í stað þess að taka fyrir mál þeirra flóttamanna sem hingað leita skjóls.

Þessi ályktun er marklaus og ef þessi hreyfing ætlar að láta taka sig alvarlega, ættu þeir að segja sig úr Vinstri Grænum.  En það á ekki einungis að hugsa um flóttamenn, þegar kemur að mannréttindum.  Hvað með öll heimilin í landinu sem brotið er á dag eftir dag og allt gert til að koma þeim í gjaldþrot.  Við eigum fyrst að hugsa um eigin þegna áður en kemur að flóttamönnum.


mbl.is Írana vísað úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband