Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Ég er bara venjulegur blaðamaður

og mun aldrei gera neinum neitt.

(Adolf Hitler)


Mikil flóð

Mikil vatnsflóð eru á Íralandi líkt á á Englandi eftir gríðarlega úrkomu síðustu daga. Spáð er meiri rigningu í dag bæði á Írlandi og norðvesturhluta Englands þar sem ástandið er verst. Eru þetta sögð mestu flóð, sem orðið hafi á Írlandi í 800 ár.

Það var ekkert annað bara mestu flóð í 800 ár á Írlandi og enn er spáð að ástandið eigi eftir að versna verulega.  Ég vorkenni fólkinu á Írlandi en ekki í Bretlandi, þar sem óvinur Íslands nr. 1 býr maður að nafni Gordon Brown.


mbl.is Mestu flóð í 800 ár á Írlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánn

Össur Skarphéðinsson utanríkisáðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann hefur fundað með spænskum ráðamönnum og kynnt sér spænskan sjávarútveg.

Hvað vantaði Össur að vita um spænskan sjávarútveg, sem hann vissi ekki áður.  Hann hefur vonandi verið upplýstur um að spænski fiskveiðiflotinn stundar rányrkju í stórum stíl við vesturströnd Afríku og er langt kominn með að eyða þar heilu fiskistofnunum..  Spánverjar eru nefnilega hinu verstu ræningjar í sjávarútvegsstefnu ESB.


mbl.is Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtiferðaskip

Á vef danska blaðsins Berlingske tidende má sjá myndasýningu innan úr stærsta farþegaskipi heims, Oasis of the Seas. Nýlega var lokið við að smíða skipið í Finnlandi og vakti athygli fyrir skömmu þegar það sigldi undir stórabeltisbrúna.

Þótt enginn virðist eiga til peninga er samt verið að smíða svona stór skemmtiferðaskip.  Þessi skip virðast draga til sín fjölda ferðamanna og rekstur þeirra mun ganga vel.  Þetta segir okkur það að þótt allir séu að kvarta er fjöldi manns, sem veður í peningum upp fyrir haus.


mbl.is Stærsta farþegaskipið séð innanfrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vill stríð

Forseti Aserbaídjan, Ilham Aliyev, hefur varað nágranna sína í Armeníu við því að hann sé tilbúinn til að beita valdi til þess að setja niður deilur um héraðið Nagorno Karabak.

Hafa þessir furðufuglar sem stjórna þessum löndum aldrei heyrt um friðarviðræður og samninga.  Ef þær ætla að leysa sínar deilur með stríði er allri skynsemi fleygt á brott og í staðinn tekið upp hatur, sem eitra mun huga íbúa þessara ríkja.  En það verður stríð munu mörg þúsund manns láta lífið, en það er eins og það atriði skipti ekki máli.  Heldur stríð til að drepa sem flesta, sem er auðvitað ákveðið markmið út af fyrir sig.  En málið er að á þessu stríði munu allir tapa nema vopnaframleiðendur, sem örugglega kynda undir.


mbl.is Aserar tilbúnir í stríð við Armena
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íkak

Breska blaðið Sunday Telegraph segist hafa komist yfir leynilegar skýrslur og viðtöl við breska herforingja, sem sýni fram mistök í aðgerðum breska hersins í Írak og að bresk stjórnvöld hafi sveipað áform sín og ákvarðanir leyndarhjúp.

Það þarf ekki neinar leynilegar skýrslur til að flest hugsandi fólk sjái að innrásin í Írak var stór mistök frá upphafi til enda.  Þetta mun vera eitt af fáum stríðum sem Ísland hefur verið aðili að, svo nú geta þeir Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson farið að skammast sín án þess að nokkur vorkenni þeim.


mbl.is Mistök og leynd í Íraksinnrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Talið er að um 100 þúsund bændur hafi tekið þátt í mótmælum í Madrid á Spáni í gær. Bændurnir eru afar óánægðir með hvað þeir fá lágt verð fyrir landbúnaðarvörur og segjast m.a. tapa fé á hverjum einasta mjólkurlítra, sem þeir framleiða.

Þetta er þá öll dásemdin og dýrðin við að vera í ESB, sem íslensk stjórnvöld dreymir um að allt muni leysa.  Bæði landbúnaðar- og sjávarútvegsstefna ESB er þvílíkt rugl að aldrei getur verið um það friður.  Ég held að við íslendingar eigum nóg með að berjast við LÍÚ-mafíuna við að koma hér á réttlátri stefnu í sjávarútvegsmálum og ekki ábætandi að fara að berjast til viðbótar innan ESB.


mbl.is Bændur mótmæla á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparisjóðirnir

Sparisjóðirnir vilja bæta fyrir sinn þátt í þeim vanda sem nú er að kljást við. Þetta kemur fram í ályktun aðalfundar Sambands íslenskra sparisjóða. Þá skorar fundurinn á stjórnvöld að koma í veg fyrir að viðskiptasiðferði síðustu ára nái aftur fótfestu.

Hvernig ætla sparisjóðirnir að bæta fyrir sinn þátt í þeim vanda sem þjóðin er nú í?  Ég veit ekki betur en að flestir sparisjóðir landsins, séu nú að skríða til ríkisins og biðja um fjárhagsaðstoð, því flestir þeirra eru nær gjaldþrota.  Því hafa sparisjóðir enga burði til að bæta fyrir eitt né neitt, en ef ríkið dælir í þá peningum þá geta þeir kannski eitthvað gert en það er þá á kostnað skattgreiðenda.  Svona ályktanir eru bara til að sýnast og marklausar með öllu.


mbl.is Sparisjóðir vilja bæta fyrir sinn þátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pókerspilarar

Bandarísk fjármálafyrirtæki eru í ríkari mæli farin að leita að fólki með óvenjulega hæfileika þegar þau ráða í ný störf. Sumir sérfræðingar segja, að þeir sem standi sig vel í pókerspili á netinu hafi til að bera eiginleika, sem geti reynst vel þegar veðja þarf á hlutabréf á fjármálamarkaði.

á nú að bæta gráu ofan á svart með því að láta pókerspilara stjórna öllum helstu bönkum Bandaríkjanna og hefja verðbréfabrask á ný.   Annað eins kjaftæði og vitleysu hef ég ekki heyrt um áður.  Verður þá ekki næsta skref að flinkustu þjófar og morðingjar heimsins verði ráðnir til að stýra dómsmálum í flestum löndum.  Ég sá í þættinum 60 mínútum viðtal við bankamann í Bandaríkjunum, sem fullyrti að þjófnaður tölvuhakkara í bandarískum bönkum væri gífurlegur og skipti tugum milljarða á hverju ári.  Nú þurfa menn ekki lengur að koma grímuklæddir og vopnaðir til að fremja bankarán, heldur er það gert í gegnum tölvur á fínum skrifstofum.  Það ætti kannski að bjóða þessum mönnum að stjórna bankakerfinu, frekar en áhættusækna pókerspilara.


mbl.is Fjármálafyrirtæki leita að pókerspilurum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símapeningarnir

Nú þegar ráðast á í byggingu nýs Landsspítala, verður að leita til lífeyrissjóðanna um fjármagn.  Ég man ekki betur að þegar Síminn var seldur til einkaaðila, hafi verið hluti af söluverðinu eyrarmerktur til að byggja þennan spítala.  En nú virðast þeir peningar ekki vera til lengur og annað hvort hafa þeir verið notaðir í önnur verkefni eða, sem ég tel líklegra að kaupendur Símans hafi aldrei greitt fyrir hann að fullu eða að greiðslan hafi verið með verðlausum pappírum.  Einn stærsti eigandinn í Skipti, sem er móðurfélag Símans er EXISTA, sem rambar á barmi gjaldþrots.  Þetta er mál sem ætti að mínu viti að vera á borði sérstaks saksóknara til rannsóknar.  En auðvitað verður það aldrei gert og núverandi eigendum Símans leyft að eiga hann áfram í friði.  Það er með ólíkindum hvernig þeir Bakkavararbræður geta hagað sér án þess að stjórnvöld geri eitt né neitt.  Síminn er ákveðið öryggisnet fyrir þjóðina og á þeim forsendum ætti ríkið að taka hann til sín aftur.  Á meðan Síminn er varla starfshæfur sökum skulda er ekki verið að hlífa aðal samkeppnisaðilanum Vodafone, sem einn ríkisbankanna hefur leyst til sín.  Svona mismunun á ekki að þekkjast á Íslandi í dag. 

En hvað varð um Síma-peninganna?

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband