Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Spakmæli dagsins

Í okkar ríki er enginn skotinn,

fyrir skoðanir sínar.

En fólk er auðvitað drepið fyrir það,

sem það segir.

(Jósep Stalín)

 


KSÍ

Femínistafélag Íslands, Samtök um Kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöður af stjórnarfundi KSÍ fyrir helgi. Það er óásættanlegt að stjórnin víki ekki eftir að upp komst um vítavert framferði fjármálastjóra KSÍ og máttleysisleg viðbrögð stjórnarinnar í kjölfarið, að því er segir í yfirlýsingu frá samtökunum.

Hvaða voðalegu læti eru útaf saklausri heimsókn fjármálastjóra KSÍ á súlustað í Sviss.  Manngreyið villtist óvart inn á þennan stað og gat ekki grunað hvað þar færi fram og til viðbótar var hann svo óheppinn að nota óvart greiðslukort frá KSÍ, en út af því munu óheiðarlegir menn tekið um átta milljónir, sem maðurinn er fyrir löngu búinn að endurgreiða KSÍ.

Ég sé ekki hvernig hægt er að tengja þetta við mannsal hér á landi og finnst femínistar ganga ansi langt í þeirri tengingu.  Það sem þarna átti sér stað var bara röð óhappa og nú vilja femínistar að maðurinn sem var nánast rændur um átta milljónir, missi síðan vinnuna í þokkabót. 

Hann á alla mína samúð þessi fjármálastjóri.


mbl.is Fordæma niðurstöðu stjórnar KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landlæknisembættið

Fimm sækja um embætti landlæknis. Þau eru læknarnir Finnbogi O. Karlsson, Geir Gunnlaugsson, Kristján Oddsson, María Heimisdóttir og Ragnar Jónsson. Heilbrigðisráðherra skipar landlæknir til fimm ára í senn að fengnu mati nefndar sem metur hæfni umsækjenda.

Þetta er greinilega eftirsótt embætti.  Við getum gleymt mati þessarar nefndar, því auðvitað verður ekkert farið eftir því.  Nú er bara spurningin hver þessara umsækjanda er tengdur Vinstri Grænum, sem fara með heilbrigðismálin á Íslandi. Nú er mikið talað um gegnsæi og heiðarleg vinnubrögð hjá því opinbera og því er heiðarlegast að segja það strax að skilyrði til að fá þetta embætti er að vera í Vinstri Grænum.


mbl.is Sækja um landlæknisembættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættur í meirihlutanum

Friðrik Sigurðsson sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi hefur ákveðið að segja skilið við meirihlutann í sveitarstjórninni. Friðrik segir ákvörðun sína stafa af óánægju með afstöðu oddvita meirihlutaflokkanna til sölu á raforkudreifikerfi Orkuveitu Húsavíkur.

Er þetta nú ekki full mikil fljótfærni að segja af sér vegna ákveðins máls.  Hefði meirihlutinn ekki geta leyst þetta ágreiningsefni innbyrðis ef menn hefðu haft vilja til að leysa þetta.  En sá vilji er greinilega ekki fyrir hendi.


mbl.is Segir sig frá meirihlutanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagar

Þá er orðið nokkuð ljóst að Jón Ásgeir og fjölskylda tekst að bjarga Högum og koma með nýtt fé inn í félagið.  Það eru flestir sammála um að Hagar og verslanir þess eru vel rekinn og munu geta greitt sínar skuldir.  Því var aldrei nein ástæða fyrir að taka þetta fyrirtæki af Jóni Ásgeir og fjölskyldu og afhenta það öðrum eða skipta því upp.  Ég var aldrei hrifinn af þessu fyrirbæri sem kallaði sig Þjóðarhag og vildi kaupa Haga, því þar var í forsvari maður að nafni Guðmundur Franklín Jónsson, sem hefur áður stundað viðskipti á Íslandi og skilið eftir sig slóð af gjaldþrotum og ógreiddum skuldum.  Þótt hann hafi verið starfandi lengi hjá virtu verðbréfafyrirtæki á Wall Street í New York, var hans aðal starf þar að sækja erlenda gesti á flugvöll og kynna þá fyrir stjórnendum fyrirtækisins.  Eins að plata íslenska fjárfesta til að kaupa verðlausan pappír.  Má því segja að hann hafi í raun verið nokkurs konar sendill eða bílstjóri hjá þessu fyrirtæki.  Ef Þjóðarhagur hefði fengið að kaupa Haga með Guðmund Franklín, sem væntanlegan stjórnenda.  Hefði ekki þurft marga mánuði til að keyra það fyrirtæki í þrot og það sem verra er að hann hefði dregið með sér í svaðið þúsundir saklausra Íslendinga.  Það er svo óralangur vegur frá þekkingu Guðmundar Franklín og Jóns Ásgeirs á viðskiptum og Guðmundur hefur ekki sömu tengsl erlendis og Jón Ásgeir, sem nauðsynlegir eru í svona rekstri.  Sem betur fer sá bankinn að sér og ætlar að taka þátt í endurreisn Haga með Jóni Ásgeir og fjölskyldu.  En auðvitað er ekkert sem hindrar það að Þjóðarhagur geti farið í verslanarekstur á smásölumarkaðnum ef raunverulegur vilji er til þess.  Það stendur öllum opið og er opnun verslunarinnar Kosts gott dæmi um slíkt.

Jón Ásgeir er snillingur í viðskiptum.


Borgarahreyfingin

Borgarahreyfingin segir það vera forsendu framboðs til sveitastjórna í nafni Borgarahreyfingarinnar eða þátttöku í sameiginlegu framboði með öðrum hreyfingum/íbúasamtökum að ákveðnum grundvallarmálum verði haldið til haga.

Þá er það ljóst að Borgarahreyfingin mun ekki taka þátt í næstu sveitarstjórnarakosningum og munu fáir sakna þess.


mbl.is Borgarahreyfingin setur skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurskurður

Stjórn Ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands harmar þá stöðu sem upp er komin í íslenska heilbrigðiskerfinu. Niðurskurður sem ekki sér fyrir endann á og virðist botnlaus hefur nú þegar farið yfir öll þolmörk.

Auðvitað hafa allir áhyggjur af niðurskurði í heilbrigðiskerfinu.  En eftir því sem ég hef kynnt mér verður hvergi skorið það mikið niður að hættuástand blasi við.  Þetta er alveg ný lífsreynsla fyrir unga íslendinga, sem aldrei hafa lifað nema á góðæristímum, að þurfa nú að horfast í augu við að taka þurfi erfiðar ákvarðanir.  En nú er sú stund runnin upp og allir verða að horfast í augu við.  Hið svokallaða góðæri var aldrei til nema hjá auðmönnum og fáum útvöldum og var í raun blekking ein.  Við lifðum hátt og veittum okkur mikið. en allt var þetta tekið að láni hjá framtíðarkynslóðum Íslands og nú vilja Sjálfstæðismenn halda áfram á sömu braut með því að skattleggja inngreiðslur í séreignasparnað, sem verður þá skattlaus þegar kemur að útgreiðslu þessa sparnaðar, þá mun ekkert af þeim skatti nýtast til að greiða samneyslu þjóðfélagsins.  Með öðrum orðum er þá verið að taka lán hjá komandi kynslóðum, sem aldrei verður endurgreitt.  Með slíkum aðgerðum værum við að halda áfram á sömu braut og áður að lifa hátt og vel á kostnað komandi kynslóða.


mbl.is Gagnrýna niðurskurð í heilbrigðiskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðtryggingin

Fyrst hægt er að breyta lánaskilmálum vegna greiðslujöfnunnar ætti einnig að vera hægt að afnema verðtryggingu segir fjármálaráðgjafi.

Þar sem komið hefur í ljós að verðtryggingin nær ekki að vernda innlán í bönkum, á hún engan rétt á sér lengur.  Er enginn ástæða að hún sé á lánum.  Því ætti Alþingi að samþykkja lög um að leggja hana niður.


mbl.is Rök fyrir verðtryggingu brostin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaraskerðing

Ítarleg könnun meðal 30 þúsund launamanna í Flóafélögunum varpar ljósi á áhrif kreppunnar. Þar má sjá að helmingur atvinnulausra hefur enga aðstoð fengið eða tilboð um vinnu eða nám.

Vissulega hafa flestir Íslendingar orðið fyrir kjaraskerðingum.  En því má ekki gleyma að nú er verið að reyna að dreifa birgðunum jafnar á fólk en áður. Við höfum búið við það í 20-30 ár að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukist jafnt og þétt.  Fyrst ekki var hægt að leiðrétta kjör hinna verst settu í góðærinu falska, hvernig á þá það að vera mögulegt nú þegar allt er hrunið sem hrunið getur.  Við verðum einfaldlega að bíta á jaxlinn og spara til að komast í gegnum þessa kreppu.  Það furðulega er að nú kunna Sjálfstæðismenn ráð við öllu, en samt bjuggu þeir til þjóðfélag græðginnar og bera mesta ábyrgð á Hruninu mikla.  Þeir eru ekki að hugsa um þá sem verst eru staddir, heldur reyna þeir allt til að vernda auðmenn þessa lands.


mbl.is 40% hafa mátt þola skerðingu á kjörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrýtinn auglýsing

Það er ákveðin auglýsining, sem oft er í sjónvarpinu og ég hreinlega skil ekki alveg.  Í auglýsingunni er mynd af bónda að berja í ljósaskilti og við hvert högg kviknar á einum staf og eftir þrjú högg er komið orðið EGG og ör sem vísar sjálfsagt á einhvern stað, sem selur egg.  Síðan er lesinn eftirfarandi texti: "Með rafmagninu frá okkur máttu gera hvað sem þú vilt við rafmagnið frá okkur,  Skiptu strax í nýtt og ferskt rafmagn frá okkur" og síðan er sagt frá nafni orkusalans, sem ég man ekki nafnið á.

Það sem vekur furðu mína er þetta með nýtt og ferskt rafmagn og fólki sé frjálst að nota það eftir eigin vild.  Ég hef aldrei heyrt um að þeir aðilar sem selja rafmagn í smásölu á Íslandi, setji einhver skilyrði til hverra hluta má nota rafmagnið í, eða er það kannski þannig að maður verði að velja hvort maður setur ísskáp, eldavél og fleiri heimilistæki í samband eða kveikir ljós og sækja þarf um leyfi hvernig maður nýtir það rafmagn sem maður kaupir.  Að tala um nýtt og ferskt rafmagn er hreint bull, því auðvitað er allt rafmagn nýtt og ónotað þegar það kemur inni á hvert heimili.  Eða hefur einhver heyrt um að einhver orkusali sé að selja gamalt og notað rafmagn.  í vélfræðinni er kennt að orka eyðist aldrei og á það við um rafmagn eins og alla aðra orkugjafa.  Því orkar breytist í annað efni við notkun og sem dæmi má nefna að þegar hitablásari er settur í samband, breytist raforkan í varma og hita og nýtist þannig.  Það rafmagn er ekki hægt að selja aftur til annarra notaenda.  Einnig getur rafmagn aldrei orðið gamalt.  Eða heldur þetta ágæta fyrirtæki að rafmagnið eldist við að vera í straumlögn hvers húss og bíða þurfi í nokkur tíma til að ljós kvikni á meðan rafmagnið er að renna eftir lögnum hússins, svipað og fólk lætur vatn renna til að það verði nógu kalt.  Rafmagn getur að vísu horfið af rafgeymum eftir langa geymslu þar eins og í bílum og öðrum farartækjum ef rafgeymirinn er ekki hlaðinn lengi.  En rafmagn til heimilisnota er alltaf nýtt og ferskt, eða heldur þetta ágæta fyrirtæki að sumir orkusalar geymi hjá sér rafmagn og selji síðan eldgamalt og illnotanlegt.  Það er hreinlega ekki hægt að geyma rafmagn hjá raforkuframleiðenda til sölu seinna.  En hins vegar á sér stað talsverð raforkutap við flutning langar leiðir, því er það rafmagn flutt með hárri spennu til að sem mest skili sér á leiðarenda en þar er rafmagnspennan lækkuð aftur til að hún sé nothæf hjá venjulegum notendum.  Þetta orkutap þar hinn endanlegi notandi ekki að greiða fyrir heldur er það kostnaður hjá viðkomandi raforkuframleiðanda og kemur notandanum akkúrat ekkert við.  Hinsvegar geyma margir framleiðendur vatnsaflsvirkjanna hjá sér vatnsbirgðir til að nota við framleiðslu rafmagns síðar.  Þannig að sú auglýsing sem ég vitnaði til er eintóm blekking og ætti viðkomandi fyrirtæki að taka hana til baka, sem fyrst. Því eins og sést í auglýsingunni þarf bóndinn að berja í hvern staf til að ljós kvikni á honum og ef það á að tákna að rafmagnið sé hálf fast í leiðslunum er ljóst að sá sem gerði þessa auglýsingu hefur ekki hundsvit á raforku.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband