Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Grindavík

Petrína Baldursdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í Grindavík og Garðar Páll Vignisson, fulltrúi Vinstri grænna, takast á vegna myndunar nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur á vef bæjarfélagsins. Á sunnudagskvöldið var greint frá því að Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG hefðu myndað nýjan meirihluta í bæjarstjórninni en fulltrúar VG hættu stuðningi við fyrri meirihluta Samfylkingar og framsóknar á föstudag.

Ef bæjarfulltrúar ætla að lifa í fortíðinni en ekki horfa til framtíðar er þessi nýi meirihluti dauðadæmdur, áður en hann tekur til starfa.  En samt er ljóst að;

Framsókn er í fýlu.


mbl.is Bæjarfulltrúar takast á
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Formenn þingflokka áttu í dag fund með forseta Alþingis um atburði morgunsins í fjárlaganefnd. Í kjölfarið funduðu formenn flokkanna og á næsta klukkutíma munu fulltrúar flokkanna í fjárlaganefnd setjast niður og ræða málin. Einn nefndarmanna telur þó alls óvíst að niðurstaða fáist.

Auðvitað fæst engin niðurstaða og það furðulega er, að það þurfi að semja sérstaklega um að ákveðið mál fari til fjárlaganefndar.  Ég hélt að eftir hverja umræðu á Alþingi færu mál nánast sjálfkrafa til viðkomandi nefndar.  En það á ekki við um Icesave-frumvarpið, þar er annarri umræðu ekki lokið og því fer mákið ekki til fjárlaganefndar.  En svo virðist, sem fjárlaganefnd vilji ekki taka við málinu aftur.  Því munu þingmenn aftur fara að ræða um Icesave, næstu daga og nætur.  En öll sú umræða er tilgangslaus og skilar engu.  Framsóknarmaðurinn Höskuldur Þórðarson, sagi í fréttum í gær að það ætti eftir að ræða þetta mál vel og lengi áður en kæmi að málþófi og engar líkur væru á að það kæmi til fjárlaganefndar á næstunni, en þar á þingmaðurinn sæti.  Ef öll sú umræða, sem hefur verið um þetta mál við aðra umræðu og er ekki málþóf.  Þá býður okkar mikill hryllingur, þegar sjálft málþófið tekur við, sem mun sennilega standa fram á næsta ár.

Eftir allar þær ræður, sem hafa verið fluttar um Ivesave-frumvarpið, eigi síðan að taka við málþóf með endurteknu efni.  Hvort sem þingmönnum líkar það betur eða verr, getum við ALDREI komist hjá því að greiða Icesave-skuldina.  Auðvitað mun það ekki afla núverandi ríkisstjórn neinna vinsælda, en svo virðist vera að stjórnarandstöðunni sé svo umhugað um að núverandi ríkisstjórn sitji áfram, að þeir leggja nótt við dag til að forða henni frá falli.  Ástæðan er einföld; 

Stjórnarandstaðan treystir sér ekki í ríkisstjórn.


mbl.is Fundað utan þingsals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Við erum snillingar og græðum,

meira að segja á kreppunni.

(Fyrrverandi bankamenn)


Smölun í Tálkna

Bæði Dýraverndunarráð og Bændasamtök Íslands hafa lýst stuðningi við að villifé, sem eftir er í Tálkna í Tálknafirði, verði fangað og því komið undir manna hendur.

Það sem þarna á sér stað er ekki hefðbundin smölun, heldur er reynt að ná sem mestu af þessum kindum til að flytja það til slátrunar.  Það fé sem ekki næst með góðu móti er síðan skotið af sjó og í eitt skipti var notuð þyrla til að skjóta þetta fé.  Þetta fé hefur lifað villt í Tálkna í mörg ár og virðist ágætlega getað bjargað sér.  Þessar kindur gera engum neitt eða valda neinum skaða og því ætti að leyfa því að vera þarna í friði.  Það gæti verið gott fyrir ferðaþjónustu að sýna villtan stofn af íslensku sauðfé.  Því þótt nær árlega sé verið að slátra þessum kindum, kemur fé alltaf aftur í Tálkna, sem bendir til þess að sauðkindin er að sækja í eitthvað þarna, sem ekki hefur verið kannað vel.

Látum fé í friði í Tálkna.


mbl.is Styðja smölun villifjár í Tálkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myntkörfulán

Hagsmunasamtök heimilanna lýsa í ályktun yfir vonbrigðum með dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, í máli sem reis vegna deilna um lögmæti myntkörfuláns vegna bílakaupa. Saka samtökin héraðsdóm um að heimila samninga sem snúist um ólögmætt athæfi, eins og til dæmis þjófnað.

Myntkörfulánin eru ólögleg, en dómur er dómur og ekkert að gera nema að sætta sig við hann.  Af því þessi samtök nefna þjófnað.  Þá er ekkert við því að segja, því allir sem geta stela því sem þeir mögulega geta og hafa gert í langan tíma.


mbl.is Lýsa vonbrigðum með dóm í myntkörfulánsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný þota

Louis Gallois, forstjóri EADS, framleiðanda Airbus flugvéla,segir að samdráttur í eftirspurn hafi mikil áhrif á lausafé samstæðunnar en það muni ekki koma niður á hönnun nýju A350 þotunnar. Áætlað er að setja þotuna á markað árið 2013.

Auðvitað setja menn ekki fyrir sig þótt lítið sé um lausafé og halda áfram að hanna hina nýju þotu, þótt fáir séu væntanlegir kaupendur.  Það koma tímar og það koma ráð, en er ekki Airbus nýbúin að setja á markað risaþotu, sem tekur yfir 500 farþega og á margar slíkar þotur óseldar á lager.  Þessi nýja þota bætist þá bara við í safnið en hönnun hennar mun víst koma til með að kosta 12 milljónir evra. 

En þetta skapar atvinnu, sem öllum er nauðsynleg.


mbl.is A350 verkefnið á áætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aftaka

Yfirvöld í Ohio í munu á morgun taka mann af lífi með einungis einu lyfi en hingað til hefur þremur lyfjategundum verið blandað saman. Verður Ohio fyrsta ríki Bandaríkjanna til þess að beita þessari aðferð við aftökur. Er þetta gert í kjölfar þess að nánast allt fór úrskeiðis við aftöku í ríkinu í september.

Er það nú orðið mikið vandamál í Bandaríkjunum að drepa einn mann, með banvænu lyfi.  Nú á að prufa að nota aðeins eina tegund af lyfi í stað þriggja áður.  Þetta tekst sennilega núna að drepa manninn.  Þetta minnir mig á sögu um aftökur í Frakklandi, þegar fallöxin var notuð, sem mest.  Þá var í gildi þau lög að ef aftakan mistókst þá voru mönnum gefnar upp sakir.  Eitt sinn átti að lífláta 3 menn, sem voru Breti, Frakki og Skoti.  Menn máttu ráða því hvort þeir lágu á grúfu eða á bakinu og horfðu þar með upp á fallöxina.  Fyrst fór Frakkinn og lagðist á bakið til að sýna karlmennsku sína, en á miðri leið stoppaði fallöxin og var þá maðurinn frjáls.  Síðan kom Bretinn og lagðist líka á bakið og það sama skeði að fallöxin stoppaði á miðri leið og hann þá einnig frjáls maður.  Að lokum var það Skotinn og auðvitað lagðist hann líka á bakið og horfði upp.  En áður en föxin var látin falla, kallaði Skotinn;

"Bíðið aðeins, ég sé núna hvað er að."

 


mbl.is Framför eða afturför?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrafnista

Miklar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á Hrafnistu í Reykjavík í byrjun næsta árs, sem munu meðal annars hafa í för með sér að rýmum fækkar um 30 og stöðugildum í samræmi við það.

Á nú að fara að reka gamla fólkið út á Guð og Gaddinn í nafni hagræðingar, með því að fækka rýmum fyrir aldraða til að geta fækkað fólki.  Það er aum sú þjóð sem ekki getur séð sómasamlega fyrir eldri borgurum, sem lögðu grunnin að hagsæld á Íslandi og þræluðu allt sitt líf til að gera búsetu á Íslandi sem besta.  Það er hægt að spara mikla peninga og hagræða með því að ganga hreint til verks og skjóta alla Íslendinga, sem eru eldri en 67 ára og öryrkjar gætu síðan fengið að fljóta með.  Ég skyldi vera fyrstur manna til að ganga fyrir aftökusveitina.

Það er betra að verða skotinn en svelta í hel.


mbl.is Af Hrafnistu á Landakot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjófnaður

Flatskjá að verðmæti hálfrar milljónar króna var stolið úr golfskála í Hafnarfirði og miklu magni af gjafaöskjum var stolið úr snyrtistofu í Kópavogi í nótt, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Það er fyrir löngu búið að gefa það út að þjófnaður sé ekki glæpur, heldur sjálfsbjargarviðleitni.  Allir þeir sem stálu mörg hundruðum milljörðum og settu Ísland á hausinn, ganga lausir og ekkert er gert. En ef einhver smákrimmi stelur einhverju er hann umsvifalaust handtekin og dæmdur.  Það kom vel fram í Fréttaukanum í Sjónvarpinu í gær að fjöldi fyrrum bankamanna og útrásarvíkinga er nú að græða tugi milljarða á kreppunni og allt með þjófnaði.


mbl.is Flatskjá og snyrtivörum stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi

Sala áfengis fyrstu 11 mánuði ársins er 1,8% minni í magni talið en sömu mánuði árið 2008. Þetta kemur fram í yfirliti Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Á þessu er bara ein skýring og hún er sú að heimabrugg hefur aukist jafnt og þétt.  Þannig að ekkert hefur dregið úr áfengisdrykkju.  Þannig að hækkunin mun því skila minni tekjum í ríkissjóð en áður, enda hver getur verið edrú alla daga í því ástandi, sem er á Íslandi í dag.

Drekkum meira og borgum minna.


mbl.is Drekka minna en borga meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband