Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Landflótti

Félag íslenskra flugumferðarstjóra segir að atgervisflótti sé brostinn er á í atvinnugreininni en á skömmum tíma hafi 9 af alls 64 flugumferðarstjórum, sem starfa við flugumferðarstjórn hérlendis, sagt upp störfum og haldið utan til starfa.

Þá er hafinn landflóttinn, sem mun aukast mjög á næstu mánuðum og árum.  Fyrst fara þeir sem mesta menntun hafa og geta fengið vinnu hvar sem er í heiminum og síðan iðnaðarmenn og svo flestir þeir sem sjá atvinnumöguleika einhvers staðar.  Þá sitja eftir hinir tekjulægstu, öryrkjar, eldri borgarar og allur sá fjöldi sem er atvinnulaus og hefur ekki efni á að flytja í burt og misvirtir þingmenn og ráðherrar.  Allt þetta fólk, sem flytur mun ALDREI snúa aftur til Íslands.  Þeir sem eftir verða sitja þá uppi með óviðráðanlegar byrgðar og fyrirhugaðar skattahækkanir munu engu skila í ríkissjóð, sem þá kemst í greiðsluþrot og fullveldi Íslands hverfur eins og dögg fyrir sólu.

Þótt ég sé öryrki með takmarkaða starfsgetu er ég undirbúa að selja allar mínar eigur og flytja til Tælands, en þar mun vera ódýrt að lifa.  Þar ætti ég að geta komist sæmilega af á mínum örorkubótum. 

Ísland mun verða mannlaus eyja innan nokkurra ára.


mbl.is Flugumferðarstjórar flytja úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsstjóri Íslands

Nú höfum við fengið landsstjóra yfir Íslandi, sem er starfsmaður Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.  Hann talar eins og sá sem valdið hefur og skipar Íslendingum fyrir verkum.  Ríkisstjórnin er nánast valdalaus hvað varðar efnahagsmál þjóðarinnar.  Eftir fyrst úttekt AGS var það álit sjóðsins, að Ísland gæti aldrei staðið undir hærri skuldum en, sem nemur 250% miðað við landsframleiðslu.  En þegar fleiri skuldir koma í ljós og allt stefnir á að þær verði 390% miðað við landsframleiðslu.  Þá hækkar sjóðurinn einfaldlega áætlaðar útflutnings tekjur á móti og telur nú að Ísland geti alveg ráðið við að greiða allar þessar skuldir.  Þessi landsstjóri mun vera mjög flinkur í að nota Exel-forritið og AGS kemur fram við Ísland á sama hátt og vanþróuðu ríkin, sem hafa þegið aðstoð hans.  En sá er munur á að Ísland er ekki vanþróað land og þess vegna eigum við að vísa þessum manni úr landi og óska eftir að AGS skipti sér ekki meira af Íslandi.  Við munum sjálf getað unnið okkur út úr þessari kreppu án aðstoðar AGS.

Sakmæli dagsins

Við verðum að fá að,

ræða málið áfram,

það er svo gaman.

(Illugi Gunnarsson)


Gordon Brown

Niðurstöður tveggja skoðanakannana sem birtar voru í Bretlandi í dag spá Íhaldsflokknum sigri í þingkosningum á næsta ári. Þetta dregur úr líkum á að stjórn Gordons Brown haldi velli, að því er fréttavefur Reuters greinir frá.

Af tvennu illu er nú gallagripurinn Gordon Brown skárri kostur en að Íhaldsflokkurinn komist aftur til valda á Bretlandi.  Þá fyrst er kominn tími til að Bretar biðji;

Guð að hjálpa sér.


mbl.is Gengi Browns dvínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindavík

Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs í Grindavík hittast á fundi í kvöld kl. 20.00. Hörður Guðbrandsson oddviti Samfylkingarinnar telur allar líkur á að þá verði gengið frá nýju meirihlutasamstarfi flokkanna.

Eitthvað er hún skrýtinn pólitíkin í bæjarstjórn Grindavíkur.  Meirihlutar koma og fara, eins og hendi sé veifað.  Þessi meirihluti verður sennilega ekki langlífur, þar sem þrír flokkar ætla að reyna að vinna saman.


mbl.is Nýr meirihluti líklega í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fullveldi Íslands

Fullveldið var umfjöllunarefni þáttar Sigurjóns M. Egilssonar, Sprengisands, á Bylgjunni í dag. Guðmundur Hálfdanarson, prófessor við Háskóla Íslands, segir að fullveldið sé í hættu þar sem ríki sem getur ekki staðið við skuldbindingar sínar geti talist fullvalda ríki. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, félagi í Heimssýn, sagði í þættinum að þau ríki sem væru aðildarríki Evrópusambandsins hafi glatað fullveldi sínu.

Ég tek heilshugar undir að ríki, sem ekki getur staðið við sínar skuldbindingar, mun fyrr eða síðar glata sínu fullveldi,því hef ég áður nefnt að við ættum að sækjast eftir að fá að vera fylki í Noregi.  En að það glatist við inngöngu í ESB er þvílíkt andskotans kjaftæði að það hálfa væri nóg.  ESB eru samtök fullvalda ríkja.  Eða telja þessi samtök sem kallast Heimsýn að Þýskaland, Frakkland, England, Spánn ofl. ríki, séu ekki fullvalda ríki. 

Sá áróður er kjaftæði og lygi og sett fram gegn betri vitund.


mbl.is Tekist á um fullveldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Húsavík

Bæjarbúar á Húsavík fylltu kirkjuna á staðnum síðdegis þegar kirkjukór Húsavíkurkirkju hélt sína árlegu aðventutónleika ásamt karlakórnum Hreimi. Kórarnir hófu tónleikana saman en sungu síðan jólalög hvor í sínu lagi undir stjórn kórstjóranna Judit Györgi og Aladár Rácz.

Þá eru þeir á Húsavík tilbúnir að taka á móti Jólunum þetta árið.  Það er að gera mig vitlausan allt þetta tilstand vegna Jólanna.  Það er ekki lengur hægt að horfa á sjónvarp eða fletta dagblöðum, því allt er fullt af auglýsingum um þessi blessuð Jól.  Jólaskraut, Jólaljós  og Jólatré og síðan hvað mikið er hægt að kaupa fyrir Jólin.  Við öryrkjar verðum að láta okkur nægja að horfa bara á þetta og lifa í þeirri von að hjálparstofnanir geti fært okkur mat til að borða á Jólunum.  Við getum ekki keypt eitt né neitt og ég bið til Guðs á hverjum Jólum að þetta verði síðustu Jólin, sem ég lifi.


mbl.is Hátíðleg stund í Húsavíkurkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmælisveisla

Þrír eru illa sárir eftir að skotið var úr hríðskotabyssu í afmælisveislu á hóteli í miðborg Baltimore í Bandaríkjunum. Lögreglan segir að skotmaðurinn gangi enn laus.

Þarna hefði geta farið illa og fjöldi manns verið drepinn, svona atvik munu alltaf koma upp í Bandaríkjunum af og til á meðan löggjöf um byssueign verður áfram eins frjáls og hún er í Bandaríkjunum í dag.


mbl.is Skothríð í afmælisveislu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvótakerfið

Illa gengur vinnan hjá þeirri nefnd, sem Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra skipaði til að koma með tillögur um breytingar á íslensku kvótakerfi.  Fulltrúar LÍÚ eru hættir að mæta á fundi nefndarinnar vegna þess að þeir fá ekki að ráða öllu.

Það vekur athygli að það eina sem LÍÚ hefur sagt að kæmi til með að þeir samþykktu, er aukning á veiðiskyldu hvers fiskiskips og frjálsa framsalið (kvótabraskið) væri afnumið.  Fram til þessa hefur LÍÚ alltaf haldið því fram að frjálsa framsalið væri einn af hornsteinum núverandi kvótakerfis og stuðlaði að mikilli hagræðingu í greininni.  Ef þessi hornsteinn er einn af undirstöðum núverandi kvótakerfis, þá hlýtur allt kerfið að hrynja ef hornsteinninn er tekin í burt.

Það vita allir, sem vilja vita að núverandi kvótakerfi hefur ekkert með fiskvernd að gera og hefur aldrei haft.  Þetta er samtryggingarkerfi um eignir á aflaheimildum og þar eru fiskveiðar aukaatriði.  Það var nýleg verið að sjósetja nýtt fiskiskip, sem selt hafði verið til Noregs, en þar hafa öll fiskiskip, sem veiða með króka frelsi til veiðanna á fiskiskipum. sem eru undir 15 metrum að lengd.  Það er raunveruleg fiskvernd, því auðvitað fá þessi skip engan fisk ef hann er ekki til staðar.  Slíkt kerfi ættum við íslendingar að taka upp. Krókaveiðar eru mun vistvænni en togveiðar og kostnaður miklu minn á hvert veitt kíló.  Slíkt kerfi sameinar tvennt bæði fiskvernd og hagræðingu með lægri kostnaði við veiðarnar, sem er einmitt tilgangurinn með aflamarkskerfinu.  Fyrir utan að losun skaðlegra efna út í andrúmsloftið er minnst með krókaveiðum, en mest með togveiðum.  Í dag eru fjölmargar verslanir erlendis, sem ekki vilja selja fisk nema hann sé veiddur á vistvænan hátt og sú þróun mun halda áfram.  Það er ekki langt þangað til að fiskur sem veiddur er í botntroll verður illseljanlegur og þá á miklu lægra verði en krókaveiddi fiskurinn.  Okkur, sem fiskveiðiþjóð ber að fá sem mest verðmæti út úr þeim fiski, sem við veiðum.  Að vísu eru nokkrar tegundir , sem ekki er hægt að veiða nema með botntrolli, eins og karfi, grálúða, rækja og humar.  En þá verður að beita notkun trollsins á sem skynsamlegastan hátt.

Botntroll á að banna á grunnslóð.


Neyðarbauja

Merki frá neyðarbauju fóru að berast í morgun frá Íslandi. Fljótlega kom í ljós að merkið barst frá Reykjavíkurhöfn. Að sögn stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar var talsverður mannskapur kallaður út til að finna baujuna áður en neyðarsendingin ónáðaði alla heimsbyggðina.

Þetta sýnir vel hvað nauðsynlegt er að þessar neyðarbaujur skuli vera um borð í hverju skipi.  Því um leið og þær komast í snertingu við sjó fara þær að senda neyðarmerki út um gerfihnött.  Þetta er mikilvægt öryggistæki í hverju skipi.


mbl.is Neyðarbauja í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband