Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Ekki fræg

Leikkonan Maggie Gyllenhaal hélt um stund að hún væri orðin alveg rosalega fræg þegar ljósmyndarar eltu hana á röndum. Í ljós kom að þeir voru ekki að eltast við hana heldur Tom Cruise.

Aumingja leikkonan að misskilja svona hlutina og hef ég mikla samúð með henni, en ekki er öll nótt úti enn, því hún getur sagt eins og Jóhanna forðum;

Minn tími mun koma.


mbl.is Hélt að hún væri rosalega fræg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Darling

Fjármálaráðherra Bretlands, Alistair Darling, mun í vikunni tilkynna ráðuneytum og opinberum stofnunum að ekki sé til meira fé í ríkiskassanum og því verði sett útgjaldabann í þrjú ár. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times í dag. Það verða því þung spor stigin af fjármálaráðherra Bretlands í vikunni en verri fregnir hefur breskur fjármálaráðherra ekki þurft að flytja síðan Bretar leituðu til AGS, á áttunda áratugnum.

Ekki fær hann mína samúð þessi fjármálaráðherra og vonandi skilur hann betur í hvaða sporum Ísland er.  Með þessum aðgerðum ætlar Darling að spara 40 milljónir punda á ári næstu 3 ár eða, sem nemur rúmum 8 þúsund milljörðum íslenskra króna.  Öll laun verða fryst og talið er að um 40 þúsund manns missi sína vinnu.  Hann er að fá rækilega í bakið hvernig hann hefur komið fram gagnvart Íslandi.

Farðu til fjandans Mr. Darling.


mbl.is Þung spor Alistairs Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spakmæli dagsins

Við viljum eingöngu Icesave,

en ekkert andskotans kjaftæði.

(Stjórnarandstaðan)


Ófeimin

Kate Hudson er til í að prófa sviðsleik. Leikkonan mætti á frumsýningu á gamansömu söngleikjamyndinni Nine á Leicester Square á fimmtudagskvöldið. Í henni leikur Hudson tískublaðamann.

Mikið er ég feginn.


mbl.is Ekki feimin við leikhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugasögur

„Við munum leita allra ráða til að stöðva þetta,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, um starfsemi Draugaferða, sem skipuleggja göngur um kirkjugarðinn við Suðurgötu og segja ferðamönnum ósannar hryllingssögur af raunverulegu fólki.

Þetta er til skammar hjá þeim sem standa að þessu fyrirtæki Draugaferðir, að nýa sér látið fólk með upplognum sögum til að hagnast á, er fyrir neðan öll velsæmismörk.

Við eigum að leyfa látnum að hvíla í friði.


mbl.is Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugsmálið

Baugsmálið svonefnda er líklega lífseigasta dómsmál síðari tíma, með öllum sínum öngum og útúrdúrum. Með nýju útspili verjenda verður enn á ný reynt að fá því vísað frá dómi.

Það er búið að þvæla svo mikið með þetta dómsmál að allir eru fyrir löngu hættir að skilja um hvað það fjallar, hvorki sækjandi eða verjandi.  Þetta mál er mjög líkt máli Jóns Ólafssonar, þar sem verið er að reyna að dæma fyrir sama brotið tvisvar.  Þetta mál á örugglega eftir að eftir að veltast í dómskerfinu í mörg ár í viðbót.


mbl.is Tekist á um tvöfalda refsingu í Baugsmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMS-skilaboð

Vefurinn Wikileaks hefur birt upplýsingar um smáskilaboð sem Þorsteinn Ingason, fyrrverandi fyrrverandi fiskverkandi og útgerðarmaður, sendi fyrr á árinu á Finn Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra.

Þorsteinn Ingason, hefur árum saman verið í deildum við banka, sem sífellt skiptir um nafn.  Fyrst var það Búnaðarbankinn, sem varð að Kaupþingi, Nýja-Kaupþingi og nú Arion-banki.  Deilan snýst um það að á sínum tíma var fyrirtæki Þorsteins Ingasonar einn aðaleigandi að togaranum Hólmadrangi frá Hólmavík.  1988 var tekið lán hjá Búnaðarbankanum og sem trygging fyrir láni þessu lagði fyrirtæki Þorsteins hluta af sínum hlutabréfum inn hjá Búnaðarbankanum og útbúið var skjal þar sem bankinn ábyrgist að skila þessum hlutabréfum þegar lánið væri uppgreitt.  En við einkavæðingu Búnaðarbankans, þar sem Finnur Ingólfsson var einn af þeim, sem eignuðust bankann og tók virkan þátt í rekstri hans, glataðist áðurnefnt skjal.  Þótt lánið hafi verið fyrir löngu greitt upp fannst þetta skjal aldrei og Þorsteinn fékk ekki til baka sín hlutabréf og missti því Þorsteinn því meirihluta sinn í áðurnefndri útgerð togarans Hólmadrangs og varð fyrirtæki hans því gjaldþrota  En löngu seinna þegar Finnur Ingólfsson var búinn að stofna eignarhaldsfélag um allt sitt fjármálabrask, komu þessi hlutabréf þar fram sem eign Finns. 

Finnur Ingólfsson hefur verið eins og krabbamein í íslensku fjármálalífi í mörg ár.


mbl.is SMS skilaboð til Finns birt á Wikileaks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Þingfundur hófst á Alþingi kl. 10 í morgun með umræðum um Icesave-samningana. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins tók fyrstur til máls. Önnur mál, m.a. skattamál, eru einnig á dagskrá þingsins í dag.

Hvers konar rugl er þetta, það er ekki fyrr búið að ná samkomulagi um frestun á 2. umræðu um Icesave-frumvarpið, þegar þingmenn byrja að ræða það á ný.  Eru þingmenn svo heillaðir af Icesave að þeir geta ekki rætt neitt annað.


mbl.is Þingfundur hafinn á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Arkitekt kreppunnar

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að ákvarðanir sem Gordon Brown tók sem fjármálaráðherra landsins hefðu leitt til þess að Bretar hefðu ekki verið í stakk búnir að takast á við fjármálakreppuna sem skall á af fullum þunga á síðasta ári.

Þá er orðið ljóst hver er aðalhöfundur fjármálakreppunnar í heiminum og þann heiður fær maður sem heitir;

Gordon Brown


mbl.is Bernanke gagnrýnir Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólatré

Ljós verða tendruð á Hamborgartrénu á Miðbakkanum í dag kl. 17 Þetta er í 44. sinn sem Hamborgarhöfn sendir jólatré til Reykjavíkur.

Vonandi er notað nýtt og ferskt rafmagn frá Orkusölunni á öll þessi jólatré, sem verið er að kveikja á þessa daganna.  Það væri illa farið með þessi fallegu tré ef notað yrði gamalt og hálf ónýtt rafmagn á jólatrén í ár.


mbl.is Ljós kveikt á Hamborgartrénu í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband