Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Samkomulag

Samkomulag hefur náðst á milli formanna stjórnmálaflokkanna á Alþingi um afgreiðslu Icesave-málsins úr 2. umræðu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins staðfesti Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, samkomulagið með undirritun sinni. Verður ensk lögfræðistofa fengin til að meta Icesave-samninga.

Þar kom að því að stjórnarandstaðan gafst upp og vill frekar ræða skattahækkanir, fjárlög og öll þau frumvörp, sem eykur á erfiðleika fólks.  En þá er eftir 3. umræða um Icesave-frumvarpið, sem sennilega verður ekki fyrr en eftir áramót.  Sú umræða getur þá staðið fram á næsta haust.  En til hvers þarf enska lögfræðistofu til að meta Icesave-samninginn?  Við eigum nóg af hæfum lögfræðingum, sem hafa metið þetta frumvarp og niðurstaðan er alltaf sú sama;

Við eigum aldrei að borga Icesave-skuldina.


mbl.is Samkomulag um afgreiðslu Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fangelsi

Eins og flest er kunnugt eru öll fangelsi landsins yfirfull og langir biðlistar eftir að komast í afplánun.  Hjá mörgum, sem ætla að sitja af sér fjársektir eru mörg mál við það að fyrnast.  Ég hef velt því fyrir mér hvort ekki eigi að hætta að bjóða fólki upp á að sitja af sér dóm vegna fjársekta.   Í staðinn yrði þeim sem dæmdur er til að greiða fjársekt verði fólki gefin sá kostur að greiða sektina eða vera dæmdur til að sitja, í hlekkjum á áhorfendapöllum Alþingis í nokkrar vikur.  Þá er næsta víst að flestir myndu greiða sektir sínar, frekar en að þurfa að hlusta á umræður um Icesave á Alþingi í nokkrar vikur.

Spakmæli dagsins

Við elskum aðeins eitt

og það er Icesave.

(Stjórnarandstaðan)


Blaðamannafundur

Formaður Sjálfstæðisflokksins, formaður Framsóknarflokksins og þingflokksformaður Hreyfingarinnar, boða til fundar með fjölmiðlum um stöðu Icesavemálsins og framhald í fundarherbergi forsætisnefndar í Alþingi, kl. 15 í dag.

Nægir þeim ekki lengur að ræða þetta mál á Alþingi, heldur þurfa þeir að endurtaka allt sitt rugl og vitleysu á blaðamannafundi.  Ég fæ ekki betur séð en stjórnarandstaðan sé kominn í bullandi varnarbaráttu, með skítinn langt upp á bak.

Í Guðanna bænum farið þið nú að halda kjafti.


mbl.is Stjórnarandstaðan boðar blaðamannafund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Festi

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hefur verið falið af skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festi ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess. Starfsemi félagsins felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafnarfirði sem samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheimildum.

Festi ehf. er gott dæmi um gallana á núverandi kvótakerfi.  Þetta fyrirtæki var upphaflega stofnað í Grindavík og gerði út tvö loðnuskip og hafði aflaheimildir í loðnu og síld. Eftir að annað skipið, strandaði við Noreg á sínum tíma var hitt skipið selt og allar veiðiheimildirnar.  Þá áttu eigendur þessa félags nokkra milljarða.  Einn eigandinn hóf trilluútgerð frá Sandgerði og varð frægur þegar hann stundaði róðra á kvótalausum bát sínum.  En hinir hluthafarnir tveir keyptu fiskvinnslufyrirtæki í Hafnarfirði og keyptu hvern bátinn eftir annan og aflaheimildir í stórum stíl á uppsprengdu verði kr. 3000-4000 þúsund krónur fyrir hvert kíló af óveiddum þorski.  Þannig að milljarðarnir voru fljótir að fara í allar þessar fjárfestingar.  Sjálfur reksturinn skilaði ALDREI neinum hagnaði, en þar sem þetta fyrirtæki átti orðið svo miklar eignir að auðvelt var að fá lán, þá gekk þessi rekstur sæmilega fyrir lánsfé.  En svo kom að því að bankinn gat ekki lánað meira og þá hrundi þetta allt eins og spilaborg.  Þetta er einungis fyrsta dæmið úr sjávarútveginum sem kemur upp á yfirborðið, en örugglega ekki það síðasta.  Það eiga mörg sjávarútvegsfyrirtæki eftir að fara sömu leið á næstu mánuðum.  Þetta sýnir betur en nokkuð annað hvað brýnt það er að stokka upp á nýtt í þessu kerfi.  En nú er bara spurningin sú hvort einhverjir kaupendur eru að þessum gjaldþrota fyrirtæki og sjálfsagt verða einhverjir útgerðarmenn sem stökkva á þetta og fá allan pakkann gegn yfirtöku lána og kenna svo fyrningarleiðinni um þegar allt fer í þrot aftur, sem næsta öruggt er að gerist. 

Þetta kallast kvótabrask.


mbl.is Landsbankinn setur Festi í sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

PAS-kenningin

Femínistafélag Íslands skorar á barnaverndaryfirvöld og stjórnvöld í landinu að læra af biturri reynslu Bandaríkjamanna þegar kemur að notkun PAS-kenningarinnar. Félagið krefst endurskoðunar á verklagsreglum og löggjöf í umgengnis- og forsjármálum.

Það er tímabært að breyta þessum reglum varðandi forsjá barna.  Þessi PAS-kenning gengur út á það að það foreldrið, sem fær forsjá barns við hjónaskilnað reynir að innræta hjá barninu að sá aðilinn sem ekki fær forsjá barns, sé mjög slæm persóna og eigi ekkert gott til.

Sameiginleg forsjá barna ætti að vera skilyrði við alla hjónaskilnaði.


mbl.is Krefst endurskoðunar á verklagsreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurskoðun

Forsætisráðherra hefur skipað nefnd sem fær það verkefni að endurskoða lög um Stjórnarráð Íslands í heild sinni og gera tillögur um lagabreytingar. Meðal þess sem skoða eigi séu starfshættir ríkisstjórnar, ráðning, starfslok og fjöldi pólitískra aðstoðarmanna.

Það var fyrir löngu orðið tímabært að stokka upp hjá Stjórnarráði Íslands.  Það mætti fækka ráðuneytum í sex og hafa aðeins ráðuneyti forsetsráðherra, dómsmálaráðherra, utanríkisráðherra, fjármálaráðherra, efnahagsmálaráðherra og eitt atvinnumálaráðuneyti. Einnig mætti fækka þingmönnum úr 63 í 33 og spara þannig mikla peninga.


mbl.is Endurskoða lög um Stjórnaráð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni skuldir

Nýju mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á erlendri skuldastöðu Íslands er ekki lokið, en miðað við nýjustu upplýsingar eru skuldir ríkissjóðs örlítið lægri en þegar fyrsta endurskoðunin á efnahagsáætlun Íslands fór fram. Það skýrist af kaupum skilanefnda Glitnis og Kaupþings á Íslandsbanka og Arion banka. Það þýði að ríkið þarf ekki lengur að dæla fé inn í nýju bankana.

Loksins kom að því að hægt er að sjá eitthvað jákvætt frá þessum sjóði hvað varðar Ísland.  Þetta segir okkur að núverandi ríkisstjórn er á réttri leið við að endurreisa efnahag þjóðarinnar og væri örugglega búin að gera betur ef þingmenn stjórnarandstöðunnar væru fólk með fullu viti.

En ekki eintómir vitleysingar.


mbl.is Skuldir ríkissjóðs örlítið lægri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland hafa boðað til kröfufundar á Austurvelli á morgun kl 15:00. Fundarstjóri verður Lúðvík Lúðvíksson frá Nýja Íslandi, en ræðumenn þeir Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Bjarki Steingrímsson varaformaður VR.

Eru nú mótmælin að hefjast aftur á Austurvelli með tilheyrandi látum.  Það er nýbúið að setja upp jólatré á Austurvelli,svo nú er gott tækifæri til að kveikja í því.  Annars tel ég að þessi mótmæli skili engu því búið er að ákveða kjaraskerðingu og verri lífskjör og ekkert hægt að gera nema sætta sig við það.  Við sem erum öryrkjar bregður ekkert við þótt kjörin séu skert, því við höfum ALDREI fengið lífeyrir til að lifa mannsæmandi lífi og bregður ekkert við verri lífskjör.  En hvað er þetta Nýja Ísland?  Er einhver sem heldur að við getum stofnað Nýtt Ísland og skilið Gamla Ísland eftir hjá einhverri skilanefnd, eins og gert var með gömlu bankanna.


mbl.is Efna til kröfufundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þingsköp

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur tilefni til þess að breyta þingskaparlögum í ljósi þess hvernig þingstörfin hafa gengið fyrir sig að undanförnu. Ólína tók til máls í umræðum um störf þingsins í morgun, og sagði þá sorglega atburðarás hafa átt sér stað síðustu daga.

Þetta er alveg rétt hjá Ólínu, því þar sem þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa ekki þá gáfur til að vera að  sinna sínum störfum á Alþingi á sómasamlegan hátt verður að breyta þingsköpum til að Þingmenn fari að vinna sína vinnu og hætti þessum sandkassaleik, sem hefur staðið undanfarna daga.  En auðvitað þurfti Illugi Gunnarsson að gera athugasemd við þetta og vill endilega fá meiri umræður um hvort þingmenn séu sammála sjálfum sér.  En öll umræða undan farið hefur gengið út á það atriði.


mbl.is Ólína vill breyta þingsköpum til að hindra málþóf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband