Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Auglýsingar

 Botnlanginn svokallaði var veittur á dögunum þeim auglýsingum sem þóttu lélegastar á síðasta ári. Landsliðið, félag í eigu fag- og áhugamanna um markaðsmál, veitti verðlaunin og hlaut sjónvarpsauglýsing Símans, þar sem maður er étinn af ketti, fyrstu verðlaun.

Þær eru margar auglýsingarnar sem ég skil ekki hvað verið er að auglýsa.  T.d. veikburða fólk sem er að lýsa því yfir að það drekki ekki mjólk.  Nú er það svo að þótt mjólkin sé mjög holl þá gerir hún ekki veikt fólk heilbrigt.


mbl.is Strákar, ég held að ég sé kominn með þetta!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fötlun

Cerrie Burnell.Stjórnandi barnatíma á BBC hefur mætt gagnrýni foreldra og 25 opinberar kvartanir hafa borist sjónvarpsstöðinni. Ástæðan er fötlun umsjónarmannsins, Katya Mira, en á hana vantar annan framhandlegginn. BBC hafa borist yfir 25 opinberar kvartanir auk þess sem bloggheimar loga af neikvæðum ummælum um Mira.

Meiri vitleysingarnir þessir Bretar og miklir fordómar gagnvart fötluðu fólki.  Varla hefur stjórandi barnatímans óskað sér að vera fatlaður.  Ég er sjálfur fatlaður og skammast mín ekkert fyrir það og eftir það slys sem ég lenti í og varð til þess að ég hef verið fatlaður þá var það ekki mín ósk.  Maður verður bara að sætta sig við og lifa við þetta ástand.


mbl.is Kvartað vegna fötlunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fylgi flokka

Ólafur Þ. Harðarson Of snemmt er að spá fyrir um hvort sú góða staða sem Samfylkingin hefur notið í skoðanakönnunum að undanförnu haldist fram að kosningum. Þetta segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Þetta er alveg rétt hjá Ólafi, því þetta eru nú bara skoðanakannanir og margt getur breyst fram að kosningum.  En samt er það nú staðreynd að þótt ekki sé hægt að taka þessar kannanir sem 100% réttar má ekki líta framhjá því að þær gefa alltaf ákveðna vísbendingu.


mbl.is Of snemmt að spá um fylgið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baugur Group

Stefán Hilmarsson kemur til fundarins.Stjórnendur Baugs Group gengu á fimmtudaginn sl. frá samningi um samstarf við dótturfélag Baugs í Bretlandi, BG Holding, sem nú er stýrt af PricewaterhouseCoopers (PwC) að sögn Stefáns H. Hilmarssonar, fjármálastjóra Baugs. PwC hefur stýrt BG Holding frá því að beiðni Landsbankans um greiðslustöðvun BG Holding var samþykkt fyrir breskum dómstólum.

Sama er mér hvað verður um erlenda starfsemi Baugs.  Hitt yrði öllu alvarlegra ef starfsemin á Íslandi stöðvast.  Mér er nákvæmlega sama um allt viðskiptasiðferði, snekkjur og einkaþotur og háan lífsstandar stjórnenda Baugs.  Bara að Bónus og Hagkaup verði rekin áfram.  Því staðreyndin er sú að engir kjarasamningar hafa bætt lífskjör á Íslandi á við Bónus, með sínu lága vöruverði.


mbl.is Með framtíð Baugs í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Það verður ekki af henni tekið að hún er klókur stjórnmálamaður hún Ingibjörg Sólrún.  Nú ætlar hún að bjóða sig fram til formanns flokksins og til Alþingis.  En samt ætlar hún að nýta sér vinsældir Jóhönnu Sigurðardóttur og bjóða hana fram sem forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar.  Þetta mun skila sér í auknu fylgi og kæmi mér ekki á óvart að Samfylkingin fengi hreinan meirihluta á Alþingi í næstu kosningum.
mbl.is Ingibjörg býður sig fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin

Nú munu vera í gangi viðræður á milli Íslandshreyfingarinnar og Samfylkingar um að sá fyrrnefndi sameinist Samfylkingunni.  Það sem hefur strandað á er að Samfylkingin verður að tryggja fólki úr Íslandshreyfingunni öruggt þinsæti, sem yrði væntanlega skipað Margréti Sverrisdóttur.  Við Þetta yrði Samfylkingin langstærsti flokkurinn og færi langt með að ná hreinum meirihluta á Alþingi ef rétt væri haldið á málum.

Fjör í Framsókn

Mikið framboð er nú á fólki til að skipa framboðslista Framsóknar í næstu kosningum.  Ég segi nú bara aumingja fólkið það veit greinilega ekki hvað það er að fara út í.  Þetta er flokkur fortíðarinnar en ekki framtíðar og svo er þarna að troða sér fram hinn falski þingmaður Kristinn H. Gunnarsson, sem ég hef ekki mikla trú á að fái mikinn hljómgrunn hjá Framsóknarmönnum, þótt vitlausir séu.
mbl.is Níu í forvali Framsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Falskir þinmenn

Alltaf finnst mér skrýtið þegar þingmenn hafa verið kjörnir á þing fyrir ákveðinn flokk og af ákveðnum kjósendum.  Þá geti þeir bara skipt um flokka eftir hvað þeim hentar hverju sinni.  Þessu verður að breyta á þann veg að ef þingmaður vill ekki starfa fyrir ákveðin flokk þá segi hann af sér þingmennsku og hætti á þingi og varamenn komi í staðinn.  Í dag er þetta þannig að t.d. tveir af þingmönnum sögðu skilið við Frjálslynda flokkinn þeir Jón Magnússon og Kristinn H. Gunnarsson.  Jón gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn en Kristinn fór aftur í Framsókn.  Þetta er báðum þessum þingmönnum til skammar og báðir sækjast þeir eftir að komast í framboð fyrir þá flokka sem þeir gengu í.  En það er víst að hvorugur þeirra verður þingmaður aftur af þeirri einföldu ástæðu að kjósendur treysta ekki svona mönnum sem eðlilegt er.  Þetta sást best á síðasta kjörtímabili þegar Gunnar Örlygsson fór úr Frjálslynda flokknum í Sjálfstæðisflokkinn og tók síðar þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og komst ekki á blað í því prófkjöri.  Ég held að það verði sama með hina tvo.

Árfam stjórn VG og Samfylkingarinnar

 Stjórnarflokkarnir tveir mælast nú samtals með tæplega 56% fylgi í fylgiskönnun Capacent Gallup sem birt var í gær, 37 þingmenn og öruggan þingmeirihluta ef þetta yrði útkoma kosninga. „Þetta er merki um mikla vinstrisveiflu. Hún getur verið ávísun á áframhald stjórnarsamstarfsins,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Þetta eru ánægjuleg tíðindi, þá fá Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn loksins frí frá því að hafa áhrif á stjórn landsins.  Þá mun verða betra að lifa á Íslandi en verið hefur í nær tvo áratugi.


mbl.is Skýr vinstrisveifla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós

Það var gaman að horfa á Kastljós í gærkvöld.  Þar ræddu þau fréttir vikunnar þau Kristinn Hrafnsson og Agnes Bragadóttir.  Það kom meðal annars fram viðtalið fræga við Davíð Oddsson fyrir stuttu. Þar sem Davíð nefndi um að hundruð einkahlutafélaga og einstaklinga hefðu fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá gömlu bönkunum og þar ættu í hlut þjóðþekktir einstaklingar og stjórnmálamenn.  Þau voru bæði sammála um að þetta yrði að birta opinberlega sem fyrst annars væru allir stjórnmálamenn grunaðir.  Kristinn nefndi líka að á meðan þetta væri ekki gert opinbert þá litu menn helst til þeirra þingmanna sem ekki ætla að gefa kost á sér aftur til Alþingis.  Ég er sammála þeim að það getur ekki gengið að tala eins og Davíð gerði þ.e. í hálfkveðnum vísum.  Þetta verður að koma upp á borðið strax.  Annars þótt ég aðhyllist ekki sömu stjórnmálaskoðanir og Agnes Bragadóttir, þá hef ég alltaf gaman af henni í svona þáttum.  Hún er svo skemmtilega kjaftfor og orðljót.

Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband