Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hundur

Portúgalskur vatnahundur.Forsetafrúin í Bandaríkjunum, Michelle Obama, hefur nú tekið af skarið um hvaða hundategund fái þann heiður að verða heimilishundurinn Hvíta húsinu næstu árin.

Mikið er ég nú fegin að þetta er komið á hreint og þurfa ekki að vera með áhyggjur af þessu máli lengur.


mbl.is Hvíta húsið ákveður hundategundina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavíkurborg

Reykjavík. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 1 milljarð króna til 10 ára. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, að því er kemur fram í fundargerð borgararáðs.

Nú þykir mér fokið í flest skjól, þegar borgin er farinn að taka lán út á tekjur í framtíðinni.


mbl.is Borgin fær milljarð að láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Marel

 Marel sagði í dag upp fimmtán starfsmönnum í framleiðsludeild fyrirtækisins í Garðabænum til þess að laga sig að breyttum aðstæðum.

Alltaf eykst atvinnuleysið, og spurning hvar enda þessi ósköp.


mbl.is Uppsagnir hjá Marel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF

Íslenskir embættismenn á fundi með fulltrúum... „Fyrst og fremst hafa starfsmenn [Alþjóðagjaldeyris]sjóðsins verið að safna upplýsingum til að greina stöðu efnahagsmála hér á landi,“ segir Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu. Starfsmenn sjóðsins verða hér á landi til 10. mars til að kynna sér stöðu mál.

Er nú svo komið að Ísland verður að lúta öllum fyrirmælum frá IMF og er ekki sjálfstætt ríki lengur.


mbl.is Afla upplýsinga um stöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnlyf

Héraðsdómur Reykjaness. Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu á fertugsaldri til að greiða 70 þúsund krónur í sekt fyrir umferðarlagabrot. Konan var einnig svipt ökuleyfi í fjóra mánuði. Konan sagðist hafa tekið eina svefntöflu þremur tímum fyrir aksturinn en sannað þótti að töflurnar hafi verið þrjár.

Hvernig var hægt. að sanna að töflurnar voru nákvæmlega 3 en ekki einhver önnur tala.  Þetta er sennilega ágiskun frekar en sönnun.


mbl.is Tók svefnlyf og ók af stað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verktakagreiðslur

 Utanríkisráðuneytið hefur greitt 29.415.432 króna til verktaka á kjörtímabilinu eða frá maí 2007 til janúarloka. Hæstu greiðsluna, 5,3 milljónir króna, fékk lögfræðiþjónustan Árnason Faktor ehf. fyrir vöktun á vörumerkinu Iceland.

Til hvers þurfti nú sérstaka vöktun á vörumerkinu Iceland og í hverju skyldi sú vöktun hafa verið fólgin.  Var til svo mikið af peningum að nauðsynlegt var að eyða þeim í vitleysu.


mbl.is Utanríkisráðuneytið greiddi 29 milljónir til verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar

Mynd 447482„Það hafa engin störf tapast í fiskvinnslu vegna hvalveiða okkar. Að halda slíku fram er oftúlkun á innihaldi bréfs bresku Waitrose-verslanakeðjunnar til íslenskra stjórnvalda,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, LÍÚ.

Þetta er alveg rétt hjá Friðrik.  Þessu hefur bara verið blásið uppa hvalaverndarsinnum að ástæðulausu.  Hins vegar skapa hvalveiðarnar nokkur hundruð störf.


mbl.is Engin störf tapast í fiskvinnslu vegna hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Frá Alþingi. Jón Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að breytingartillaga meirihluta viðskiptanefndar Alþingis, sem lögð var fram við seðlabankafrumvarpið í dag, byggist á því að Höskuldur Þórhallsson, þingmanns Framsóknarflokks, hafi misskilið skýrslu Evrópusambandsins um fjármálamarkaði.

Er nú flokkamellan hann Jón Magnússon farinn að kenna mönnum hvernig eigi að haga sér á Alþingi.


mbl.is Saka hvor annan um misskilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Magnús Þór

Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús Þór Hafsteinsson gefur kost á sér í annað sæti á lista Frjálslynda flokksins í Norðvesturkjördæmi.

Þetta gæti verið erfður slagur hjá Magnúsi, því í sessu sæti er sjálfur "Kiddi sleggja." eða Kristinn H. Gunnarsson.


mbl.is Gefur kost á sér í 2. sæti Frjálslyndra í NV-kjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættir

Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, seðlabankastjórar kvöddu... Davíð Oddsson og Eiríkur Guðnason seðlabankastjórar, kölluð starfsfólk bankans til fundar í morgun og kvöddu það. Eiríkur Guðnason hefur starfað í bankanum í 40 ár og er stór hluti af sögu Seðlabankans.

Eru nú blessaðir mennirnir búnir að átta sig á því að veru þeirra er ekki óskað lengur í Seðlabanka Íslands.


mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband