Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
21.2.2009 | 14:58
Húsnæðislán
Vilja að lánstími verði tvöfaldaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 14:38
Að vera rændur erlendis
Ég hef gert mikið af því um daganna að ferðast um heiminn og heimsótt margar heimsborgir. Aldrei hefur mér þótt gaman að fara í skoðunarferðir og vera leiddur áfram af einhverjum fararstjóra. Mér hefur þótt mest spennandi að fara sjálfur í hin ýmsu hverfi, þótt skuggaleg væru og kynnast hinu raunverulega mannlífi. Aldrei hafði ég orðið fyrir neinu áreiti á þessum ferðum mínum, frekar verið vel tekið af heimamönnum. Eitt sinn vorum við hjónin stödd í New York og höfðum verið að skoða hús Sameinuðu Þjóðanna og ætluðum síðan að ganga upp á hótel sem átti ekki að vera svo langt. Við gengum upp 42. stræti og þegar við komum þar gekk mikið á, fjöldi lögreglumanna og verið að handtaka fólk. Við héldum bara ferð okkar áfram og þegar við komum á hótelið var okkur sagt að við þessa götu væru einar mestu fíkniefnabúllur í New York. Ég var eitt sinn staddur í Bergen í Noregi og ferðafélagi minn vildi fara að skoða eitthvað merkilegt, en ég nennti því ekki, heldur notaði ég tímann til að skoða mig um við höfnina og fiskmarkaðinn sem þar var. Síðan settist ég inn á pöbb sem var yfirfullur af sjómönnum. Þegar ég kom inn og það heyrðist að ég væri íslendingur var strax kallað á mig og mér boðið sæti hjá nokkrum sjómönnum og þeir buðu uppá ótakmarkað af bjór. Þarna átti ég ánægjulegt spjall við þessa kalla góða stund en fór síðan á hótelið mitt. En einu sinn varð ég verulega hræddur en þá var ég í Grimsby þar sem togarinn sem ég gerði út var að selja fisk. Við fórum þrír saman út á lífið, ég 2. stýrimaður á togaranum sem jafnframt var mágur minn og útgerðarstjóri fyrirtækisins sem ávallt var kallaður Hreppstjórinn. Okkur þótti heldur dauflegt næturlífið í Grimsby og fengum okkur leigubíl og báðum bílstjórann að keyra okkur á mestu drullubúllu sem hann fyndi í Hull. Hann var frekar tregur til og varaði okkur eindregið við að fara þetta, við gætum verið drepnir. En við gáfum ekkert eftir og fórum á staðinn vel hífaðir. Þegar inn var komið leyst mér nú ekki á liðið sem þarna var sem var vægast sagt skuggalegt. Við fengum okkur borð og pöntuðum bjór. Eftir smá stund komu tveir menn að borðinu og spurðu hvort þeir mættu setjast hjá okkur og var það velkomið. Skömmu síðar dregur annar mannanna upp poka og tekur úr honum samanbrotið bréf og leggur á borðið og spyr hvort við hefðum áhuga. Þetta var eitthvað hvítt duft og greinilega eiturlyf. Við höfðum engan áhuga á þessu og þá gerðust mennirnir stöðugt ágengnari og annar var kominn með hníf á loft. Ég var orðinn hundleiður á þessum fuglum og sagði við þá að fara frá borðinu en þeir neituðu. Þá reiddist ég og sparkaði undir borðplötuna og allt efnið fór á gólfið. Mennirnir stukku báðir á mig og síðan var slegist og slegist. Barst leikurinn að einhverri bakhurð og þar var stigi niður og rúlluðum við allir þrír niður stigann. Ég var orðinn sannfærður að ég yrði drepinn en þá verður mér litið upp stigann og sé að stýrimaðurinn er kominn hálfaleið niður og þá stekkur hann á kösina. nú vorum við tveir á móti tveimur og barst leikurinn út í port þar fyrir utan og þá er Hreppstjórinn allt í einu mættur á svæðið og tók heldur betur til hendinni. Skömmu síðar kemur lögreglubíll með blikkandi ljósum og við allir handteknir og farið með okkur á lögreglustöðina. Þar var Hreppstjórinn tilbúinn að sýna vald sitt og hrópaði stöðugt að hann væri police-officer frá Bíldudal Ísland og heimtaði að við yrðum látnir lausir í hvelli og veifaði skýrteini, sem ég held að hafi verið ökuskírteinið hans. En lögreglan tók hann trúarlegan að hann væri háttsettur lögreglumaður frá Íslandi og sleppti okkur en dópsalarnir voru læstir inni. Eftir þessa reynslu vorum við búnir að fá nóg í bili og tókum leigubíl á hótelið okkar í Grimsby.
Hinsvegar þegar ég var framleiðslustjóri hjá Trostan ehf. á Bíldudal 1996 þá var ég sendur til Barcelona á vegum fyrirtækisins Seifs hf. sem seldi mikið af okkar afurðum. Við vorum 5 sem fórum í þessa ferð einn frá Seif hf. ég og saltfiskverkendur frá Tálknafirði og Patreksfirði. Það sem ég átti að gera var að hitta okkar kaupanda og reyna að fá að vinna meira af fiskinum hér heima og sátum við um heilan dag á fundi þar sem farið var yfir pakkningar og merkingar og hvernig við ættum að skera flökin niður í neytendapakkningar. Við skoðuðum líka fiskmarkaðinn í Barcelona og var gaman að sjá karlana snyrta saltfiskinn með stórum sveðjum. Þegar sá dagur kom að við áttum að fara heim urðum við að fara af hótelinu um hádegi en mæting í flugið var ekki fyrr en kl: 18,00. Fengum við að geyma farangurinn á hótelinu og ákváðum að fara á baðströndina meðan við biðum. Fengum við okkur allir sólbekki og sátum hlið við hlið. Ég var með passann minn og kreditkort í brjóstvasa á skyrtunni minni og síðan sofnaði ég á bekknum og þegar ég vaknaði var búið að stela bæði passanum og kreditkortinu. Enginn af okkur 5 hafði orðið var við neinar mannaferðir nálægt okkur en vasaþjónaður er mjög mikill í Barcelona. Sem betur fer var maðurinn frá Seif hf. með farsíma svo hægt var að hringja strax og láta loka kreditkortinu en hann geymdi einnig farmiðana okkar. En það var verra með passann nú var brunað á næstu lögreglustöð til að reyna að fá bráðarbirgðapassa svo ég kæmist úr landi. Eftir mikið þjark á lögreglustöðinni fékk ég eitthvað skjal sem þeir sögðu að dygði kannski til að ég kæmist úr landi en það væri ekki öruggt. Ég var sem betur fer með í veskinu ökuskírteinið svo hægt væri að sanna hver ég væri. Þeir sögðu að ef þessi pappír tyggði ekki þá yrði ég bara að vera eftir og hitta íslenska ræðismanninn í Barcelona daginn eftir. Síðan var farið á flugvöllinn og 4 félagar mínir gátu auðveldlega bókað sig inn, en mér var sagt að bíða. Það var ekki hnotarleg tilfinning að horfa á eftir þeim félögum og þurfa kannski að vera eftir algerlega peningalaus. Eftir þó nokkra stund var kallað á mig og mér hleypt í gegn líka og var það mikill léttir. En þrátt fyrir þessa reynslu gleymdi ég því fljótt en hef ekki farið erlendis síðan. En ef ég á eftir að fara eitthvað erlendis í framtíðinni mun ég ekki breyta mínum ferðastíl. Nú er búið að bjóða mér í ferð til Shettlandeyja í apríl og bíð ég spenntur eftir þeirri ferð. Það verður víst flogið til Glaskow og tekin ferja þaðan til eyjanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 16:56
Íslandsbanki
Á hluthafafundi Glitnis hf., nú Íslandsbanka hf. í dag, var kosið í stjórn félagsins í stað stjórnarmanna, sem nýverið hafa látið af störfum. Aðalmenn eru Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Martha Eiríksdóttir, Ólafur Ísleifsson, Katrín Ólafsdóttir og Guðmundur R. Jónsson.
Nú er Glitnir hf. allt í einu aftur orðinn Íslandsbanki hf. Á virkilega að gera eina tilraun enn með Íslandsbanka hf. Það væri fróðlegt ef upplýst væri hvað þessir stjórnarmenn fá í laun. Birna Einarsdóttir bankastjóri sagði í viðtali að það væru enginn ofurlaun í bankanum í dag en seinn var upplýst að hún fengi í laun kr. 1.950 þúsund á mánuði eða 15 föld verkamannalaun. Birna virðist því vera svo veruleikafyrt að hún telji þetta enginn ofurlaun. Svo fær hún að auki bíl til afnota sem bankinn rekur.
Annars skil ég ekki til hvers ríkið er að reka 3 banka. Mætti ekki sameina eitthvað af þessu í sparnaðarskini.
Stjórn Íslandsbanka hf. kjörin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2009 | 16:41
72 milljarðar
Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar Landsbankans, sagði á fundi með kröfuhöfum bankans í dag að samkvæmt útreikningum nefndarinnar myndu um 72 milljarðar króna lenda á íslenska ríkinu, og þar með skattborgurum, vegna Icesave-reikninganna.
Það munaði ekki um það 72 milljarðar sem skattgreiðendur eiga að greiða. Núverandi kynslóð verður öll kominn undir græna torfu áður en búið verður að borga þetta allt og sennilega næsta kynslóð líka. Hvernig dettur þessum mönnum í hug að vera að semja um greiðslur á svona skuldum sem vita vonlaust er að standa við. Þau rök eru sett fram að þetta verði að borga til að Ísland fái trúverðugleika á ný á erlendum fjármálamörkuðum. En þurfum við nokkuð á því að halda eða er ætlunin að halda áfram í erlendum lántökum. Ég hefði haldið að komið væri nóg í bili.
Segja Icesave kosta ríkið 72 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2009 | 16:28
Hvað með Davíð?
20.2.2009 | 16:19
Allt að hrynja
Miklar lækkanir á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2009 | 16:10
Björgunaraðgerðir
Ísland er í dag í raun gjaldþrota og þjóðfélaginu haldið gangandi með lánum. Nú þarf að bretta upp ermar og snúa þessu við. Það sem gera þarf er eftirfarandi;
1. Virkja allt sem hægt er að virkja og neita að selja álverum rafmagn, nema þau kaupi af okkur virkjanirnar.
2. Stórauka fiskveiðar, hrefnu og hvalveiðar.
3. Fækka þingmönnum úr 63 í 33 og ráðherrar verði aldrei fleiri en 6
4. Fækka sendiráðum um helming.
5. Spara á öllum sviðum og auka útflutning.
6. Ganga í ESB sem fyrst
7. Stöðva allar aðgerðir gegn Bónus, sem hefur fært launafólki meiri kjarabætur en nokkrir kjarasamningar.
Þannig verðum við fljót að vinna okkur úr þessari kreppu og lækka erlendar skuldir. Svo væri líka leið að biðja Dani að taka við okkur aftur, þar sem við kunnum ekki að vera sjálfstæð þjóð.
20.2.2009 | 15:40
Jón Magnússon
20.2.2009 | 15:27
Bjartsýn kona
Arnheiður Hjörleifsdóttir hefur tekið þá ákvörðun að ganga til liðs við Framsóknarflokkinn. Samhliða þeirri ákvörðun sækist hún eftir öðru sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Hún er bjartsýn þessi kona að halda að hún komist á þing með því að ganga í Framsóknarflokkinn. En kannski er ég of dómharður því flokkurinn virðist allur vera að lifna við með nýjum formanni Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem virðist höfða til mjög margra enda maðurinn afburða snjall og hæfileikaríkur og sennilega tekst honum að rífa flokkinn upp og hreinsa af honum spillingarstimpilinn.
Gengur í Framsóknarflokkinn og boðar framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.2.2009 | 15:16
Furðuleg hugsun
Ég var að horfa á sjónvarpið frá Alþingi fyrir stuttu síðan og þar var verið að ræða frumvarp frá Frjálslynda flokknum um breytingu á kvótakerfinu. Átti breytingin að vera sú að handfæraveiðar yrðu frjálsar á bátum allt að 30 tonnum að stærð. Þetta átti að vera til þess að auka nýliðun í sjávarútvegi. Einn af þeim sem tóku til máls var Sigurður Kári Kristjánsson alþm. og auðvitað var hann á móti en eitt af því sem hann sagði vakti undrun mína en hann sagði; "Ég get ómögulega skilið afhverju sumir eru alltaf að tala um að nýliðun sé nauðsynleg í sjávarútvegi, ég veit ekki betur en að þeir sem þar eru fyrir hafi bara staðið sig nokkuð vel." Þvílík þröngsýni hjá ungum alþm. í öllum atvinnugreinum er ákveðin nýliðun nauðsynleg. Við gætum alveg heimfært þetta uppá sjálft Alþingi og ákveðið að þeir þingmenn sem kosnir verða kosningunum í vor sitji á þingi þar til þeir verða dauðir og þá erfist þingsætið og ættingjar geti annað hvort selt þinsætið eða leigt það. En hafa núverandi útgerðarmenn staðið sig eins vel og Sigurður Kári heldur. Ég veit ekki betur en að sjávarútvegurinn sé skuldsettur langt upp fyrir möstur skipanna sem þeir teljast eiga. Sjávarútvegurinn með allri sinni hagræðingu skuldar um 5 faldar árstekjur sínar. Ef við horfum á loðnuflotann þá eru þar skipstjórar sem byrjuðu skipstjórn fyrir 30-40 árum og auðvitað eru þeir ekki ódauðlegir frekar en aðrir menn og hverjir eiga þá að taka við? Þessi mikla skuldsetning er ekki öll tilkomin vegna kaupa á aflaheimildum eins og oft er haldið fram. Heldur hefur kvótinn verið notaður sem veð til að taka þátt í hlutabréfabraskinu. Er nú svo komið að stór hluti veiðiheimilda við Ísland er veðsettur þýskum og breskum bönkum. Svo eru útgerðarmenn á móti aðild að ESB því þá komist þessar veiðiheimildir í erlendar hendur, en þær eru í dag komnar í erlendar hendur. Svo eru útgerðarmenn að væla um að fá felldar niður stóran hluta skulda sinna. Nei það má ekki ske heldur á ríkið núna að innkalla allar veiðiheimildir og leigja þær út fyrir um 10% af aflaverðmæti sem færi í sérstakan sjóð til að greiða niður erlendar skuldir sjávarútvegsins. Þannig kæmu nýir aðilar auðveldlega inn í greinina og mikil nýliðun yrði og því yrði forðað að erlendir bankar hirtu af okkur auðlindina. Í dag eru mörg stór fyrirtæki í sjávarútvegi tæknilega gjaldþrota. Má þar nefna Granda hf. Ramma hf. Ísfélag Vestmanneyja hf., Vinnslustöðina hf., Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. Þorbjörninn hf., Vísir hf. ofl. Í einu fyrirtæki á Snæfellsnesi mun ástandið vera þannig að eigendur ræðast ekki við nema í gegnum lögfræðinga. Þannig að það er tímabært að stokka þetta allt upp áður en fyrirtækin fara að rúlla á hausinn hvert á fætur öðru. Mér er kunnugt að þegar Skinney-Þinganes hf. keypti togbátinn Helgu RE-49, sem nú heitir Steinunn SF-10 með öllum kvóta þá var greitt fyrir það tveir milljarðar. Skipið hefur náð að fiska fyrir um 200 milljónir á ári og þótt allt aflaverðmætið væri notað þá dygði það varla fyrir vöxtum af þeim lánum sem voru tekinn og eru þá afborganir og allur útgerðarkostnaður eftir. Samt er þetta fyrirtæki að bæta við sig tveimur hliðstæðum skipum (nýsmíði) eru það svona vinnubrögð sem Sigurður Kári kallar að standa sig vel. Þegar ég var í útgerð þá var yfirleitt við það miðað að skuldir á einu skipi máttu ekki vera hærri en sem nam aflaverðmæti skipsins á einu ári og ég held að það hafi ekki breyst mikið síðan. Sama gildir um þjóðarbúið Ísland það getur ekki greitt af hærri lánum en sem nemur landsframleiðslu, þess vegna er brýnt að að auka allar veiðiheimildir og gefa strax út 300-500 þúsund tonna loðnukvóta til að auka tekjur þjóðarbúsins. Það er tilgangslaust að vera alltaf að leita að einhverjum 400 þúsund tonnum af loðnu, því bara á meðan á slíkri leit stendur er hvalurinn búinn að éta álíka magn. Meira að segja framkvæmdastjórar þeirra fyrirtækja sem mest stóla á loðnuveiðar vilja ekki að gefinn verði út loðnukvóti fyrr en búið sé að finna þessi 400 þúsund tonn. Hverskonar jólasveinar stjórna þessum fyrirtækjum? Nú er loðnan á fullri ferð meðfram suðurströndinni og hluti hennar kominn fyrir Reykjanes og stefnir í Breiðafjörð og hluti hennar búinn að hrygna og eftir hrygningu drepst hún. Það eina jákvæða við alla þessa vitleysu er að nú nýtur þorskurinn fæðunnar og ætti því að vera óhætt að bæta 100 þúsund tonnum við þorskkvótann. Svo langt er gengið í þessum vísindum að farið er að nota einhverja kellingu í Vestmannaeyjum til að spá fyrir um loðnuveiðar í vetur.
Ísland þarf stór auknar tekjur í dag.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 801062
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Hvers virði er fráfesting í þjónustu við fíknisjúka?
- Reistir við af þjóðinni, til hvers.?
- Handtökuskipun ICC á Netanyahu og Gallant
- Erfitt að breyta stjórnarskránni - einfallt að breyta þjóðinni
- -geisp-
- Hver er beinþynningar tölfræðin
- ESB, EES og fríverslunarsamningar
- Trúverðugleiki Bergþórs
- Meðvirknin nær út fyrir Miðflokkinn