Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Ökunýðingur

Hr. Prawo Jazdy fékk að líta marga sektarmiðana. Írska lögreglan hefur nú loks ráðið gátuna um pólskan síbrotamann sem var sektaður 50 sinnum fyrir umferðarlagabrot en þar sem hann var alltaf skráður á nýtt og nýtt heimilisfang náðist aldrei í hann.

Alltaf finnst mér furðulegt þegar einhver brýtur af sér hvort það er hér á landi eða erlendis, að þurfa að taka fram þjóðerni viðkomandi.  Öll afbrot eru jafn alvarleg burt séð frá þjóðerni.  Þetta býður bara heim þeirri hættu að fólk frá sama landi verði fyrir aðkasti þótt saklaust sé.


mbl.is Pólskur umferðarníðingur veldur usla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver setti Ísland á hausinn?

Er nema von að maður spyrji slíkra spurningar.  Enginn hér á landi vill kannast við að hafa brugðist sínum skyldum og allir gerðu allt rétt.  Allir eru heiðarlegir og spilling er ekki viðurkennd á Íslandi.  En samt er allt á hausnum, bæði viðskiptabankar, Seðlabankinn og ríkissjóður.  Það kann að vera að það sé hægt að finna einhverja litla sparisjóði á landsbyggðinni sem ekki eru á hausnum enda stjórnað af venjulegu fólki án nokkurra háskólagráðu.  Getur það virkilega verið satt að allar þær hamfarir sem yfir íslenska þjóð hefur dunið sé einhverju fólki í Bandaríkjunum að kenna.  Fólk sem tók alltof há lán og gat síðan ekki greitt af þeim.  Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur farið með stjórn efnahagsmála hér á landi í 18 ár er algerlega saklaus.   Allt gert rétt og vel það, það er ekki skortur á hag- og viðskiptafræðingum á Íslandi.  En er kennslan þá í háskólum landsins svona léleg að þaðan útskrifist allskonar fræðingar sem ekki kunna margföldunartöfluna.  Eitthvað hlýtur að vera að á Íslandi fyrst svona er komið.  Nei það ætlar enginn að æxla ábyrgð á neinu, svo galar Jón Baldvin eins og hani snemma morguns og kann ráð við öllu.  Hann er víst búinn að gleyma að hann varð sá maður sem leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda 1991 með Viðeyjarstjórninni og gekk frá EES-samningnum sem leyfði óhindrað frjálst flæði fjármagns á milli landa og einnig tók hann þátt í því að heimila veðsetningu á óveiddum fiski í lögsögu Íslands, sem gerði marga milljarðamæringa og veruleikafyrta hvað snerti peninga.  Það er byrjunin á öllu þessum ósköpum, nú vill Jón Baldvin hrekja Ingibjörgu Sólrúnu úr formannssæti hjá Samfylkingunni og fá þann stól sjálfur.  Ég held að Jón Baldvin ætti aðeins að hugsa sig um og viðurkenna sinn þátt í allri þessari vitleysu og skammast sín aðeins og leyfa þeim að vinna í friði sem til þess eru hæfir.  Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði á sínum tíma "Minn tími mun koma" og hann kom en tími Jóns Baldvins í stjórnmálum er farinn og kemur ekki aftur.  Jón Baldvin ætti að nota sinn tíma til að hugleiða sinn þátt í ástæðum þess að hér hrundi allt sem hrunið gat og biðja þjóðina afsökunar á sínum mistökum.  Það er það eina sem hann getur í dag gert fyrir íslenska þjóð.

Róleg nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af nokkrum... Heldur róleg nótt var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, miðað við helgi. Hafði hún afskipti af þremur líkamsárásarmálum en að hennar sögn var um minniháttar pústra að ræða.

Hvað er eiginlega að ske, er búið að loka öllum kreditkortum svo fólk kemst ekki lengur á almennilegt fyllirí og verður sér til skammar.  Enginn laminn eða rændur og allt í góðu lagi.  Nú stendur Reykjavík ekki lengur undir því að vera höfuðborg landsins fyrst skemmtanalífinu er að hraka svona mikið.


mbl.is Fremur rólegt í borginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óbreyttur lífeyrir

 Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna voru um áramót 7,2% minni en lífeyrisskuldbindingar, samkvæmt tryggingafræðilegri athugun. Það er innan þeirra 10% vikmarka sem lög heimila. Því munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá áramótum. Hins vegar er vissa um þróunina.

Þetta eru góðar fréttir fyrir mig því þetta er minn lífeyrissjóður og þar fæ ég hluta af mínum örorkubótum.


mbl.is Réttindi óbreytt hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýju bankarnir

Mynd 491024 Nafnabreyting á Glitni í Íslandsbanka í gær útilokar ekki að bankinn verði sameinaður öðrum banka, segir Birna Einarsdóttir bankastjóri. „Mikilvægt er að gerð efnahagsreikningar bankanna klárist áður en við förum í slíkar aðgerðir. Ég er alveg viss um að það verður skoðað þegar það er búið.“

Þessi nafnabreyting var algerlega óþörf, bara verið að henda peningum.  Hvað varðar sameiningu við aðra banka þá er nokkuð öruggt að Birna Einarsdóttir mun ekki ráða því.  Nú eru bankarnir að undirbú sig til að taka yfir nokkuð mörg fyrirtæki og eru nokkuð óhressir með að ríkisstjórnin ætli að stofna sérstakt félag til að yfirtaka gjaldþrota fyrirtæki að tillög hins sænska sérfræðings sem kom hingað til ráðgjafar.  Aftur á móti vilja bankarnir fá að sjá um þetta sjálfir, sem skýrist af því að þá ráða þeir hver fær að kaupa.  Í flestum yfirmannsstöðum nýju bankanna er sama fólkið og setti þá á hausinn og ef þeir ættu síðan að fara að ráðskast með fyrirtæki landsins eru svo mikil tengsl milli viðskiptalífsins og þessa fólks að bara ákveðnir aðilar fengju að kaupa bestu bitanna fyrir lítið.  Þetta er þegar byrjað hjá Íslandsbanka varðandi söluna á Árvakri hf. útgáfufélagi Morgunblaðsins.  Bankarnir munu ekki njóta trausts almennings fyrr er allt þetta spillingarlið er farið úr bönkunum.  Annað dæmi er úr Kaupþing þar sem lúxusbílar voru seldir fyrir lítið til ákveðinnar bílasölu með miklum afslætti, í stað þess að auglýsa þá til sölu og gefa fleirum tækifæri til að kaupa.  Það sama mun ske með fyrirtækin ef bankarnir eiga að sjá um sölu þeirra.  Þess vegna er sú leið sem ríkisstjórnin ætlar að fara besti kosturinn.  Spillingin er ekkert horfin úr bankakerfinu þótt orðinu Nýji hafi verið bætt framan við nöfn bankanna.  Það er þá bara komin ný spilling.


mbl.is Útilokar ekki sameiningu banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tal og Teymi

 Hilmar Ragnarsson, og Þórhallur Guðlaugsson, sem Samkeppniseftirlitið skipaði í stjórn Tals í byrjun febrúar, sendu á miðvikudag bréf til Teymis, aðaleiganda Tals, þar sem þeir harma birtingu annars bréfs frá þeim í fjölmiðlum. Í fyrra bréfinu var Teymi meðal annars sakað um viðskiptasóðaskap. Þeir sögðu sig úr stjórn Tals eftir að hafa setið þar í fjóra daga.

Ég verð nú að viðurkenna að ég skil ekki hvað þeir félagar eru að meina.  Þeir senda bréf og saka Tal um viðskiptasóðaskap.  En segja svo allt í einu að það hafi verið ruglað saman hugtökum og ekkert sé að marka bréfið sem sent var.  Hver skilur svona menn?


mbl.is Birting á bréfi hörmuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afprýðisemi

Paris Hilton og Benji Madden. Hótelerfinginn og kokteilkænan Paris Hilton er í öngum sínum eftir að hún sá myndir af fyrrv. kærasta sínum, rokkaranum Benji Madden, og söngkonunni Katy Perry í Las Vegas þar sem þau eyddu Valentínusardeginum saman.

 

Aumingja Paris Hilton.  Hún á erfitt þessa daganna í sínum ástarmálum.  Annar skil ég ekki hvers vegna er alltaf talað um þessa konu sem hótelerfingja.  Hún mun aldrei erfa neitt hótel því búið er að selja Hilton-hótelkeðjuna fyrir löngu út úr Hilton fjölskyldunni.


mbl.is Hilton að deyja úr afbrýðisemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálakreppan

Paul Volcker á ráðstefnunni í New York í gærkvöldi.Paul Volcker, aðalráðgjafi Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, í efnahagsmálin, sagði á ráðstefnu í New York háskóla í gærkvöldi, að þróun og hraði alþjóðlegu fjármálakreppunnar hefði komið sérfræðingum í opna skjöldu.

Það er því ekkert skrýtið að þetta hafi komið íslendingum í opna skjöldu.  Fyrst helst sérfræðingar heimsins sáu þetta ekki fyrir.


mbl.is Jafnvel sérfræðingar eru gáttaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurleg klósettferð

Hvað var maðurinn að hugsa, að fara með alla þessa peninga á klósettið.  Ætlaði hann kannski að skeina sig með peningunum.  Eitthvað klikkaður þessi náungi.
mbl.is Gleymdi einni og hálfri milljón á klósettinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæla hvalveiðum

Alltaf eru vissir hópar að mótmæla hvalveiðum.  Þessir aðilar virðast hafa næga fjármuni til sinna verka.  Enda ekkert skrýtið þar sem vitað er að bandarísk samtök þeirra sem framleiða nautakjöt styrkja þá í stórum stíl.  En hver er munurinn á því að drepa naut eða hval?  Hann er nákvæmlega enginn, því hvorug tegundin er í útrýmingarhættu.  Hvalveiðar eru bara eðlileg nýtin á auðlindum hafsins.  Það er orðin nokkuð stór atvinnugrein í Bandaríkjunum að fara með fólk í hvalaskoðunarferðir og það sem meira er að fólki gefst kostur á að ættleiða hvali og greiðir fyrir það stórfé.  Síðan er farið með fólkið og fundinn einhver hvalur og sagt við viðkomandi;  "Nei sjáðu þarna er þinn hvalur og hann virðist vera svangur."  Þá greiðir viðkomandi vissa upphæð til að kaupa æti fyrir hvalinn sinn.  Þetta getur ekki kallast hvalafriðun heldur er þetta fjárplógsstarfsemi.  Það á að taka þessa fugla föstum tökum og þeir sem eru að trufla hvalveiðar á skipum sínum á að skjóta í kaf og setja síðan í ævilangt fangelsi.
mbl.is Barist gegn hvalveiðum Japana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband