Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Brutu lög

Íslenskt Meðlæti hf.Neytendastofa hefur tekið þá ákvörðun að banna Eggerti Kristjánssyni hf. sem rekur Íslenskt Meðlæti hf. notkun umbúða utan um grænmeti. Að mati Neytendastofu er gefið í skyn á umbúðunum að uppruni grænmetisins sé íslenskur sem er ekki rétt. Með notkun umbúðanna hafi Eggert Kristjánsson hf. brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.

Þurfa þeir nokkuð að fara eftir þessu frekar en öðru sem kemur frá Neytendastofu.  Bara halda áfram að brjóta lögin.  Enda sé ég nú ekki hvaða máli það skiptir hvert innihaldið er.  Bara að allt í lagi sé að borða það.


mbl.is Brutu lög með upplýsingum á grænmetisumbúðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundarhöld

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður... Mikil fundahöld hafa verið í Alþingishúsinu síðdegis til að reyna að leysa hnút, sem frumvarp um Seðlabanka er komið í. Þau fundahöld fóru þó ekki fram í þingsalnum því eftir að þingfundi hafði verið frestað þrívegis var fundinum slitið klukkan 17:30 án þess að gengið hefði verið til dagskrár.

Er ekki upplagt að skipa nefnd um málið til að ákveða næsta þingfund.  Annars skil ég ekki tilhvers Sjálfstæðismenn eru að reyna að tefja þetta frumvarp um Seðlabankann, því vitað er að það verður að lögum eftir nokkra daga.  Eru þeir svona hræddir við að Davíð Oddsson fari aftur í stjórnmálin og verði þeim til vandræða þar og því sé hann best geymdur í Seðlabankanum.  Einhver skýring hlýtur að vera á allri þessari vitleysu.


mbl.is Mikil fundahöld í þinghúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Giftist hundi

Tveggja ára drengur giftist hundi í austurhluta Indlands til að halda frá illum öndum og óláni. Giftingin fór fram í síðustu viku í þorpi í Jajpur héraði.

Ekki er öll vitleysan eins.  Jóhanna Sigurðardóttir ætti að huga að þessu.  Það hlýtur að vera hægt að finna tík sem er lesbía.


mbl.is Giftist hundi vegna ólánstannar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusgreiðslur

Merki Northern RockTap breska bankans Northern Rock á síðasta ári nam 1,4 milljörðum punda, eða um 230 milljörðum króna. Þrátt fyrir það mun bankinn greiða ákveðnum hópi „ nauðsynlegra starfsmanna“ bónusgreiðslur fyrir frammistöðu síðasta árs.

Menn finna alltaf rök fyrir því að greiða ákveðnum mönnum bónusgreiðslur 230 milljarða tap er að vissu leiti ákveðið afrek í vitlausum ákvörðunum.


mbl.is Bónusgreiðslur þrátt fyrir tap
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að forsenda þess að ríkisstjórnin geti ráðist í nauðsynlegar efnahagsumbætur sé að seðlabankafrumvarpið fari í gegnum þingið. Tíðindin af fundi viðskiptanefndar í morgun hafi komið mikið á óvart. Málið allt sé fyrirsláttur af hálfu framsóknarmanna.

Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur mjög langa þingreynslu ætti að vita að ekki er alltaf hægt að treysta Framsókn 100% nema um sé að ræða eitthverja spillingu sem Framsókn nýtur góðs af.  Þannig hefur þessi flokkur starfað og mun alltaf starfa, flokkshagsmunir ávalt á undan þjóðarhag.


mbl.is Framsókn skekur ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn í vafa

 Alþingishúsið. Þingfundi á Alþingi var aftur frestað þegar hann átti að hefjast á ný klukkan 16:30, nú til klukkan 17:30. Hefur þingfundi nú verið frestað þrisvar en hann átti að hefjast klukkan 15.

Var virkilega ekkert að marka yfirlýsingu hins nýja formanns Framsóknar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stuðning við núverandi ríkisstjórn.  Maður fer að efast þegar fulltrúi Framsóknar Höskuldur Þórhallsson stendur með Sjálfstæðisflokknum í því að tefja frumvarp um Seðlabanka Íslands og kemur þar með í veg fyrir að hægt sé að skipta um yfirstjórn í bankanum.  Hverskonar fíflagangur er þetta hjá Framsókn.  Eru þeir svona hræddir við Davíð Oddsson?


mbl.is Þingfundi enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur

Dagur B. Eggertsson í ræðustóli í Ráðhúsinu Samfylkingin ýtti á dögunum eftir samþykkt siðareglna hjá Reykjavíkurborg og lagði fram útfærðar reglur um skráningu hagsmunatengsla, gjafir, boðsferðir o.s.frv. í borgarráði. Aðrir flokkar í borgarráði hafa brugðist jákvætt og lagt fram jákvæða afstöðu flokka sinna í borgarráði. Þar er þó enn beðið afstöðu Framsóknarflokksins.

Það mun þurfa að bíða lengi eftir siðareglum frá Framsóknarflokknum.  Af þeirri einföldu ástæðu að í þeim flokki eru engar siðareglur til.  Alfreð Þorsteinsson er bara spurður ef flokkurinn er í vafa um einhver atriði.


mbl.is Beðið eftir siðareglum Framsóknarflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt framboð

Herbert Sveinbjörnsson. Kynnt verður nýtt framboðið á blaðamannafundi í vikunni, að því er fram kemur í tilkynningu og þar verður skýrt frá því hvernig framboðinu verður háttað og kynnt helstu stefnumál.

Þetta er tímaskekkja nú á að breyta stjórnarskránni og gera landið allt að einu kjördæmi og taka upp einstaklingskjör.  Þar sem allir sem hafa kosningarétt væru í framboði.  Stórauka völd forsetans og hann veldi síðan fólk í ríkisstjórn og væri það fólk sem ekki sæti á Alþingi.  Það hefur sýnt sig að svona lítil framboð ná yfirleitt litlum árangri og ef þau fá mann á þing er hann algerlega áhrifalaus.


mbl.is Borgarahreyfingin býður fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rækjuveiðar í Arnarfirði ofl.

Nú er leyft að veiða rækju í Arnarfirði í fyrsta skipti í mörg ár.  Þetta er eina veiðisvæðið þar sem veiðar á innfjarðarrækju eru leyfðar í ár.  Nú myndi maður ætla að þetta yrði mikil lyftistöng fyrir atvinnulífið á Bíldudal, en svo er nú aldeilis ekki.  Aðeins einn bátur stundar þessar veiðar og er rækjan unninn hjá Fiskiðju Sauðárkróks í Grundarfirði.  Fullbúinn rækjuverksmiðja er hinsvegar lokuð á Bíldudal.  Hver skyldi nú ástæðan vera?

Hún er sú að alls má veiða 500 tonn af rækju í Arnarfirði og eru veiðileyfin 11 eða tæp 50 tonn á hvert leyfi.  Mörg þessara leyfa hafa verið seld burt frá Bíldudal og eru dreifð um allt land t.d. eru leyfi til rækjuveiða í Arnarfirði að finna í Hafnarfirði, Grindavík,Þingeyri og víðar.

Á sínum tíma máttu þeir stunda rækjuveiðar í Arnarfirði, sem áttu bát skráðan á Bíldudal og að skipstjórinn hefði átt þar lögheimili sl. 2 ár.  En þá kom andskotans kvótinn til sögunnar og þeir sem stunduðu þessar veiðar fengu rækjukvóta, en urðu að láta þorskkvóta á móti.  Þeir aðilar sem ekki áttu þorskkvóta fengu bara rækjuna fyrir ekki neitt.  Það var yfirleitt leyft að veiða 500-600 tonn á hverri vertíð og hætt þegar þeim afla var náð, en þó var reynt að láta veiðarnar miðast við afkastagetu rækjuverksmiðjunnar.  Þetta þýddi að yfirleitt voru gerðir út 11 bátar og tveir menn á hverjum og sköpuðu því þessar veiðar störf fyrir 22 sjómenn og um 10-15 unnu í verksmiðjunni í landi eða alls 30-40 störf.  Nú er staðan sú að aðeins tveir sjómenn hafa af þessu atvinnu.  Því eigandi rækjuverksmiðjunnar treystir sér auðvitað ekki til að opna verksmiðjuna og vita ekki hvort hann fær einhverja rækju til vinnslu eða ekki.  Ekki er auðvelt að ná þessum  veiðileyfum til Bíldudals aftur þar sem þau eru eins og annar kvóti botnveðsett.  Þessi eini bátur hefur þó náð að tryggja sér 7 leyfi og er veiði mjög góð allt uppí 6 tonn af rækju á dag.  Eins er Arnarfjörðurinn fullur af fiski, bæði þorski og ýsu.  En andskotans kvótinn gerir Bílddælingum ekki kleyft að nýta þessa gullkistu sína nema að greiða fyrir það stórfé.

Þetta er gott dæmi um hvernig kvótaruglið hefur farið með mörg byggðalög.  Atvinnulífið á Bíldudal hefur verið erfitt mörg undanfarinn ár.  Kalkþörungaverksmiðjan sem reist var og er í eigu Íra og Björgunar hf. er aðeins rekinn 8 tíma á dag en ekki allan sólahringinn eins og lofað var.  Þar vinna 5 menn en gætu verið um 15-20 ef verksmiðjan væri rekinn af fullum krafti allan sólahringinn.  Þegar samdrátturinn varð í byggingarframkvæmdum á höfuðborgarsvæðinu minnkaði auðvitað það efni sem Björgun hf. var að dæla upp í Faxaflóa.  Nú er Björgun hf. með eitt dæluskip staðsett á Bíldudal og dælir upp kalkþörungi af fullum krafti en áður kom skipið bara einu sinni eða tvisvar í mánuði.  Þar sem verksmiðjan getur ekki unnið nema brot af öllu því magni sem dælt er upp er stór hluti af kalkþörungnum sendur óunninn til Írlands og unnin þar.  Þetta fyrirtæki sem á þessa verksmiðju fékk einkaleyfi til 50 ára um rétt til að dæla upp 10 þúsund tonnum á hverju ári án þess að greiða krónu fyrir.  Að vísu koma þó nokkur hafnargjöld af öllum þessum útflutningi.  Það er eins og allt sé á móti Bíldudal í dag hvað varðar atvinnu, rækjuaflinn er unninn í Grundarfirði og kalkþörungurinn í Írlandi.  Því er staðan á Bíldudal núna sú að á milli 40-50 störf sem gætu verið á Bíldudal eru flutt í burtu og munar nú um minna í tæplega 200 manna byggðalagi.


Nú er tækifærið komið

Nú á þegar í stað að innkalla allar veiðiheimildir í íslenskri fiskveiðilögsögu.  Tækifærið er einmitt núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn og verður örugglega ekki í þeirri næstu.  Það verður að stokka núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi upp frá grunni og gefa uppá nýtt.  Þjóðin á þessa auðlynd og hún á að njóta arðs af henni.  Ríkið gæti leigt kvótann út gegn hóflegu gjaldi t.d. 10% af aflaverðmæti og rynni það í sérstakan auðlindasjóð og yrði notað til að greiða niður erlendar skuldir.  Eins ætti að gefa allar krókaveiðar frjálsar hvort sem það eru handfæri eða lína.  Núverandi handhafar kvótans fengju t.d. 5 ára aðlögunartímabil og ættu þá forgang í leigu á þeim kvóta sem þeir hafa haft.  Þorskkvótinn ætti að vera 250 þúsund tonn til næstu 5 ára og taka ætti út úr kvótakerfinu margar fisktegundir t.d. ýsu, steinbít, ufsa, karfa og allar kolategundir.  Þetta myndi hleypa miklu lífi í hinar dreifðu byggðir og skapa mikla atvinnu og gjaldeyristekjur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband