Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hvalveiðar

Mynd 470925Bresku verslunarkeðjurnar Waitrose og Marks & Spencer hafa mótmælt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að heimila hvalveiðar í atvinnuskyni. Waitrose hefur þegar látið kanna hvort þeir sem útvegi keðjunni íslenskan fisk tengist hvaleiðum á nokkurn hátt. Þá hafa keðjurnar skrifað íslenskum stjórnvöldum bréf þar sem þess er krafist að ákvörðuninni verði snúið við.

Það á ekki að hlusta á þetta rugl og frekar að auka hvalveiðar en að draga úr þeim.  Þetta eru innihaldslausar hótanir.

Það er talsvert skrýtinn hugsunarháttur að það sé glæpur að drepa hvali en allt í lagi að drepa nokkur hundruð þúsund manns af saklausu fólki eins og gert er í Afríku.  Sama vælið var þegar Ísland hóf vísindaveiðar á hval en ekkert dró úr fisksölunni.  Það sama verður núna.


mbl.is Breskar verslunarkeðjur mótmæla hvalveiðum Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áttburar

Nadya Suleman ræðir við Ann Curry, fréttamann NBC...Fyrrverandi kærasti Nadyu Suleman, sem í janúar eignaðist áttbura í Los Angeles, segist geta verið faðir áttburanna og sex systkina þeirra.

Jæja það er nú gott að öll þessi 14 börn hafa nú fengið föður.  Það hefði verið mjög erfitt fyrir konuna að þurfa ein að ala upp allan þennan hóp af börnum.


mbl.is Faðir áttburanna fundinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt þykist þessi maður vita

Davíð Oddsson. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins, að sennilega hafi það haft mikil áhrif á bresk stjórnvöld í kjölfar íslenska bankahrunsins, að fé var flutt úr dótturfélagi Kaupþings, sem laut breskum lögum.

Af hverju lét hann ekki ríkisstjórnina vita á sínum tíma eða er hann eins og svo margir aðrir bara vitur eftir á.


mbl.is Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herskip

Huliðsskipið Sea Shadow.Áhugasömum býðst nú til að eignast huliðsskipið Sea Shadow án endurgjalds. Skipið verður ella sent í brotajárn.

Ég er ákveðinn í að gera tilboð og kaupa þetta skip og einnig herpramma sem einnig er til sölu.  Þetta á ekki að kosta neitt bara taka við þessu dóti.

Þetta skip væri tilvalið til að sigla með ferðamenn umhverfis Ísland.  Fara í hvalaskoðunarferðir og leyfa ferðamönnunum að sjá hvali og skjóta þá síðan í tætlur.  Einnig mætti taka að sér í verktöku að verja landhelgi Íslands þar sem Landhelgisgæslan getur það ekki vegna fjárskorts.  En það eru alltaf til peningar til að greiða verktökum.  Má þar minna á að þegar Hafrannsóknarstofnun fór í sparnaðaraðgerðir og seldi rannsóknarskipið Dröfn RE-35 en sá sem keypti skipið hefur síðan verið með næg verkefni fyrir Hafrannsóknarstofnun á milli þess sem skipið er notað við hrefnuveiðar.  Þetta herskip mætti síðan líka nota til að ráðast á Færeyjar og Grænland svona bara til að sýna Dönum að íslenska útrásin er ekki alveg búinn þótt illa hafi farið með fyrirtækin sem við keyptum erlendis.


mbl.is Viltu eignast herskip?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prófkjör

Morðausturkjördæmi mun vera mjög eftirsótt hjá Sjálfstæðisflokknum þessa daganna, því hvorki færri en 10 hafa gefið kost á sér 5 karlar og 5 konur.  Þarna verða örugglega mikinn sárindi í kjölfarið.  Því Sjálfstæðisflokkurinn á ekki nema 2 þingsæti í þessu kjördæmi.  Ókosturinn við þessi prófkjör er sá að þau sundra oftast stuðningsmönnum flokkanna í stað þess að sameina þá.
mbl.is 10 í prófkjör D-lista í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgisvæðing

Margir landeigendur eru í sárum yfir því hvernig ríkisvaldið hefur vaðið yfir þá og hirt af þeim land í sinni græðgisvæðingu.  Það er ráðist að sjálfum eignarréttinum sem er jú varinn í stjórnaskránni og hefur verið talinn fram til þessa einn af hornsteinum samfélagsins.  Það er vaðið áfram með siðlausar kröfur án þess að hugsa um afleiðingarnar.  Hvers vegna þarf ríkið allt í einu allt þetta land á það ekki nóg land fyrir og her er tilgangurinn að þjarma svona að saklausum landeigendum?  Þetta er ekkert nema græðgi og er hluti af þeirri græðgisvæðingu sem hefur heltekið Ísland undafarin ár og mál að linni.

 


mbl.is Í sárum eftir átök við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kastljós

Hann er ekki kjarklaus maður hann Davíð Oddsson að ætla í viðtal hjá Kastljósi í kvöld.  Ég verð að fylgjast með því viðtali.  Það er nokkuð víst að þar mun hann ausa skömmum og svívirðingum yfir marga, eins og honum einum er lagið.  En hvort það verður honum til einhvers framdráttar efast ég um.  Davíð er alltaf Davíð og verður aldrei annað.  Ég gæti alveg trúað að hann gæfi yfirlýsingu um að hann væri á leið í stjórnmálinn aftur bara til að ergja fólk, sem er búið að fá yfir sig nóg af þessum manni.
mbl.is Davíð í Kastljósviðtali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að skrifa fyrir pening

Fyrir stuttu síðan hafði samband við mig maður frá bókaútgáfu sem hefur um árabil gefið út bækur í sérstökum bókaflokki um Vestfirði.  Hann vara að athuga hvort ég vildi skrifa ákveðinn kafla í næstu bók.  Auðvitað samþykkti ég það en hinsvegar varð ég talsvert hissa þegar ég sá að hann hafði greitt ákveðna upphæð inn á minn bankareikning.  Ég hélt að ég væri nú ekki svo merkilegur pappír að menn færu að greiða mér fyrir það sem ég hef verið að skrifa.  Ég er alvarlega að hugsa um að dusta nú rykið af ævisögu sem ég hef verið að skrifa um mann sem aldrei var til og kannski fæst þessi maður til að gefa hana út fyrir næstu jól.  En kannski er það bara óþarfa bjartsýni hjá mér að halda að ég geti skrifað bók sem einhver vill lesa.

Seðlabankinn

Ætla þeir aldrei að skilja þessi bankastjórar í Seðlabankanum að þeir eiga að koma sér í burtu úr bankanum.  Hvaða tilgangi þjóna bréfaskriftir þessara manna til forsætisráðherra.  Telja þessir menn að þeir séu ómissandi og ekki sé hægt að breyta neinu varðandi þennan banka nema því sem þeir vilja.  Þessi bréfaskipt sýna best hversu óhæfir þessir menn eru og ættu þeir að hafa rænu á að koma sér úr bankanum sem fyrst.  Eða vilja þeir bíða eftir að verða leiddir út í járnum og verða sér til ævarandi skammar?
mbl.is Furðar sig á vinnubrögðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Saltfiskur

Miklir erfiðleikar eru nú við sölu á íslenskum þorskafurðum erlendis.  Mörg fyrirtæki liggja með nokkur hundruð tonn á saltfiski í birgðum.  Það hefur verið gefinn sú skýring að þetta stafi af heimskreppunni, því fólk hafi minna fé á milli handanna.  Þótt það sé kreppa víða um heim þá þarf fólk nú að borða mat.  Því hefur verið haldið vandlega leyndu að sl. haust kom stórt flutningaskip með saltfarm til landsins og dreifðist það magn á suðvesturhornið og Snæfellsnes.  Seinna kom í ljós að alt saltið var koparmengað og allur fiskur sem verkaður var með því er ónýtur.  Það hefur enginn þorað að gefa þetta upp því þessar saltfiskbirgðir eru botnveðsettar og ef bankarnir fréttu þetta yrðu þessi fyrirtæki gjaldþrota og það mun koma að því innan skamms.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband