Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

 

Hvað er dýrlingur?

Dauður syndari, endurskoðaður,

og útgefin

(Ambrose Bierce)


Biðst afsökunar

Björk Vilhelmsdóttir. Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á ummælum, sem hún viðhafði í fréttum Sjónvarpsins í vikunni um að embættismenn Reykjavíkurborgar hefðu blekkt borgarfulltrúa til að samþykkja skipulag um hesthúsabyggð nærri bökkum Elliðaár í Víðidal.

Það er alltaf gott þegar fólk hefur sjálft frumkvæðið í að biðjast afsökunar á gerðum sínum.  En ekki þurfi að draga afsökunarbeiðnir upp  úr fólki með hörku, eins og átti sér stað hjá stjórnmálamönnum varðandi bankahrunið.  Þá var alveg sama hvað hart var sótt að Geir H. Haarde, að ekki fékkst hann til að biðjast afsökunar á hvernig komið væri fyrir íslenskri þjóð.  Hann baðst hinsvegar afsökunar á landsfundi Sjálfstæðisflokksins enda mun sú samkoma vera meira virði í augum margra en sjálft Alþingi.


mbl.is Biðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mistök

Árni GunnarssonÞau leiðu mistök urðu við vinnslu Morgunblaðsins í dag að æviágrip um Árna Gunnarsson, kennara, birtist í blaðinu með mynd af Árna Lárussyni frá Tjörn á Skaga. Hið rétta er að æviágrip og greinar um Árna Gunnarssonar átti að birtast þann 16. apríl nk. Morgunblaðið biður alla hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum.

Þeir sem þekktu manninn hljóta að hafa áttað síg á því strax að ekki var rétt mynd sem fylgdi greininni.

Aðalatriðið er að réttur maður hafi verið jarðaður.


mbl.is Mistök við frágang minningagreina
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Byr-sparisjóður

. „Hafi andvirði lánsfjárheimildar að hluta eða í heild verið notað til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr sparisjóði, er slíkt í andstöðu við afgreiðslu málsins í stjórn Byrs sparisjóðs þann 19. desember 2008.“ Þetta segja segja þrír stjórnarmenn í Byr sparisjóði í tilkynningu.

Þetta snýst um yfirdráttarheimild til fyrirtækisins Tæknisetur Arkea, sem er í eigu MP-Fjárfestingabanka hf./Exter Holding.  Þar sem peningunum var víst ráðstafað til kaupa á stofnbréfum í Byr-Sparisjóði hlýtur það að vera alfarið á ábyrgð MP-Fjárfestingarbanka hf. en ekki stjórnar Byrs-Sparisjóðs, eins og gefið hefur verið til kynna í fréttum.  Þetta munu víst vera um 1.100 milljónir króna.


mbl.is Kaup á stofnfjárbréfum í andstöðu við lánaheimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draugahverfi

Á höfuðborgarsvæðinu er mikið um svokölluð draugahverfi, sem eru hverfi þar sem búið er að leggja götur, holræsi, rafmagn,síma og úthluta lóðum, en lítið hefur verið byggt.  Það er áætlað að um 6.000 íbúðir standi auðar og eru fullbúnar að öllu leiti.  Einnig er mikið um að búið sé að byggja grunna og jafnvel steypa upp heilu húsin.  Það eina sem vantar er fólk til að kaupa þessar eignir og búa í þeim.  Það hlýtur að hlaupa á nokkur hundruð milljónum ef ekki milljörðum allur sá kostnaður sem búið er að leggja í þessi hverfi og einhver hefur greitt það.  Þessi draugahverfi spretta ekki upp af sjálfu sér.  Þeir sem búnir eru með sín hús og fluttir í þau eru í vandræðum vegna þess að engin þjónusta er í þessum hverfum og verður ekki á næstunni.  Það hefur líka sín áhrif á að fólk fer sér hægt í húsbyggingum í þessum hverfum.

Nú er mikið atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna og væri ekki upplagt að slá tvær flugur í einu höggi.  Sem væri að ríkið tæki stórt lán og kraftur yrði settur í að klára þessi hverfi og byggja skóla, leikskóla og verslanir.  Það myndi snarfækka á atvinnuleysisskránni og spara Atvinnuleysistryggingasjóði mikla peninga.  Ef ekkert verður gert þá mun sá sjóður tæmast í lok þessa árs og þá þarf ríkið að leggja sjóðnum til mikla fjármuni.  Þetta hleypti líka lífi í fasteignamarkaðinn, sem er helfrosinn í dag.  Öll draugahverfin myndu fyllast af fólki og bjartsýni kæmi í stað svartsýni hjá mörgum.


Ódýr bíll

Nano kynntur á bílasýningu í Mumbai fyrr í mánuðinum.Ódýrasti bíll í heimi er nú kominn á markað í Indlandi. Hann ber heitið Nano og er framleiddur af Tata Motors en hann kostar nýr um 2.000 dollara nýr, eða sem jafngildir um um 240 þúsund krónum miðað við núverandi gengi.

Þessi bíll á eftir að slá í gegn og nú verður mikið kapphlaup hér á landi um hver fær umboð fyrir þennan nýja bíl.  Þetta minnir talsvert á þegar Trabant bílarnir komu á markaðinn fyrst á hlægilegu verði miðað við aðra bíla.  En ég held bara að þessi bíll sé miklu betri bíll en Trabantinn var þótt góður væri.


mbl.is Ódýrasti bíll í heimi á markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölskylduhjálp Íslands

Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félags- og...Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskylduhjálpar Íslands skorar á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, að láta 55 milljóna styrki frá FL Group og Landsbankanum renna til Fjölskylduhjálparinnar í stað þess að skila fjármununum til þrotabúa fyrirtækjanna. Peningarnir færu þar beint í lögfræðihítina, eins og Ásgerður Jóna orðar það í áskorun sinni.

Gott hjá Ásgerði Jónu og nú reynir á hvort Bjarni Benediktsson vill leggja þessari stofnun lið, því það er alveg rétt hjá Ásgerði Jónu að ef þessum 55 milljónum yrði skilað til þrotabúanna þá færu þeir að öllu leiti í greiðslur til lögfræðinga.  Ef Sjálfstæðisflokkurinn lætur ekki Fjölskylduhjálp Íslands fá þessar 55 milljónir, þá verður litið á það sem svo að flokkurinn ætli ekki að skila peningunum.  Nú reynir á hinn nýja formann Bjarna Benediktsson.


mbl.is Styrkir stórfyrirtækja til nauðstaddra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætla að greiða sínar skuldir

Björgólfur Thor Björgólfsson. Björgólfur Thor Björgólfsson segir, að hvorki sér né föður sínum hafi verið stefnt vegna skuldar Samsonar eignarhaldsfélags við bankann. Segir Björgólfur að viðræður um greiðslu skuldarinnar hafi staðið yfir síðustu vikur og mánuði og hann hafi ekki í hyggju að hlaupast undan ábyrgð á greiðslu skuldarinnar frekar en annarra skulda við íslenskar og erlendar lánastofnanir.

Er þetta nú orðið fréttnæmt að menn ætli að greiða sínar skuldir og standa við sínar skuldbindingar.  Það þarf ekki að efast um að þeim feðgum verður bjargað með þessar skuldir, því það var ekki ástæðulaust að þeir létu Landsbankann gefa Sjálfstæðisflokknum 25 milljónir haustið 2006.  Þeir keyptu sér með því ákveðna tryggingu sem mun reyna á núna.


mbl.is Feðgunum ekki verið stefnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílar

 Bílaumboðin standa höllum fæti eftir bankahrunið. Samdráttur í sölu nýrra bíla er 90% fyrstu þrjá mánuði þessa árs. Samdráttarskeiðið nær þó enn lengra aftur, eða til mars 2008.

Þetta er mjög eðlilegt því engin hefur lengur efni á að kaupa nýjan bíl í dag eða næstu ár.  Þannig að bílaumboðin verða að búa sig undir erfiðleika næstu 2-3 árin.


mbl.is Alger ládeyða í sölu nýrra bíla eftir að bankar hrundu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fleiri styrkir til Sjálfstæðisflokksins

Ég var að skrifa um það í gær að FL-Group hefði styrkt Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir aðeins 3 dögum fyrir gildistöku laganna um hámark á styrkjum til stjórnmálaflokkanna.  Nú hefur verið upplýst að Landsbanki Íslands veitti flokknum 25 milljóna styrk um svipað leiti.  Það mun hafa verið Guðlaugur Þór Þórðarson, sem hafði milligöngu um að þessir styrkir komu, en flokkurinn var í miklum fjárhagserfiðleikum eftir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 2006.  Ekki hvarflar að mér að halda að nokkur tengsl séu á milli þessa styrks frá FL-Group og þess að Orkuveita Reykjavíkur var að fara af stað með hið fræga REI-verkefni, sem FL-Group var aðili að, en Guðlaugur Þór Þórðarson var þá stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur.  Þetta var bara tilviljun og kom upp á óheppilegum tíma.  Fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Kjartan Gunnarsson segist ekkert vita um fjármál flokksins eftir að hann lét af störfum um sumarið 2006.  Kjartan var bara svo óheppin að vera í bankaráði Landsbanka Íslands þegar bankinn veitti Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna styrk.  Sá eini sem vissi um þetta allt og var með bókhald flokksins í rassvasanum var Geir H. Haarde, sem hefur nú tilkynnt að hann einn beri ábyrgð á því að tekið var við þessum styrkjum.  Enn verður aftur tilviljun, sem er sú að Geir H. Haarde er að hætta í stjórnmálum.  Það er með ólíkindum hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið fyrir mörgum óheppilegum tilviljunum varðandi þessa styrki.  Nú hefur ný forusta flokksins ákveðið að skila þessum peningum og gera hreint fyrir sínum dyrum.  En þá kemur ein tilviljunin í viðbót, sem er sú að erfitt getur verið að skila þessu fé því bæði FL-Group og Landsbankinn eru farin á hausinn.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki bara að geyma þessa peninga gegn eigin vilja.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband