Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Ég skelfist fyrir hönd þjóðar minnar,

þegar ég minnist þess að

Guð er sanngjarn.

(Thomas Jefferson)


Sjúk menning

Frá Kaupmannahöfn.Camilla Hersom, formaður dönsku neytendasamtakanna, gagnrýnir harðlega bankamenningu samfélagsins og biður stjórnmálamenn að grípa í taumana. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þetta er atriði sem við Íslendingar könnumst vel við að það sé sjúk menning , sem hafi þróast innan bankakerfisins.  Við höfum lært af dýrkeyptri reynslu hvað svona lagað getur haft í för með sér.  Því ættum við að bjóða Dönum aðstoð og veita þeim upplýsingar um;

Hvernig ekki á að starfa í bankakerfinu.


mbl.is „Sjúk menning innan bankageirans"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðareglur

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon,... Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem ætlað er að semja drög að siðareglum fyrir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. Ber hópnum að hafa hliðsjón af sambærilegum siðareglum sem settar hafa verið í nágrannalöndum Íslands sem og nýsamþykktum reglum forsætisnefndar Alþingis um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings.

Kominn tími til að ráðherrar fái siðareglur og fari eftir þeim.  Það getur ekki gengið að ráðherrar geti hagð sér eins og þeir vilja ef þeim dettur það í hug.  Vonandi verður sett í þessar siðareglur að sá ráðherra sem þær brýtur verði að segja af sér strax.


mbl.is Semja siðareglur fyrir ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjórán

Sómalískir sjóræningjar hafa gert skipverjum lífið leitt að...Sómalískir sjóræningjar hafa rænt 17.000 tonna gámaflutningaskipi sem er í danskri eigu. Tuttugu og einn eru í áhöfn skipsins, en hún er bandarísk. Sjóræningjarnir réðust á skipið á Indlandshafi um 645 km austur af Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.

Þetta getur ekki gengið svona lengur, fullt af herskipum á þessu svæði og ætti að vera auðvelt að skjóta þessa ræningja.  Það vakti furðu mína um daginn þegar Danir sem höfðu handtekið hóp sjóræningja, slepptu þeim aftur í stað þess að skjóta þá.  Enda eru þeir núna að launa greiðan og ræna dönsku skipi. 


mbl.is Sjóræningjar rændu dönsku skipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brot á gjaldeyrisreglum

Mynd 478664Þremenningarnir, sem urðu uppvísir að brotum á gjaldeyrisviðskiptum hjá Askar Capital, nýttu sér þann mismun sem er á gengisskráningu Seðlabanka Íslands og skráðu gengi gjaldmiðla erlendis. Brot þeirra komu ekki í ljós fyrr en þeir höfðu látið af störfum hjá fjárfestingabankanum en engin gjaldeyrisviðskipti hafa verið stunduð hjá bankanum frá því gjaldeyrishöftin voru sett á í lok síðasta árs.

Þessi hætta er alltaf fyrir hendi þegar gengið er vitlaust skráð og haldið uppi með háum stýrivöxtum.  Þegar farið er að muna um 100 krónum á 1 evru hér á landi og erlendis þá gera menn svona hluti. 

Við verðum að fara að skrá gengið rétt og taka þann skell sem af því hlýst.


mbl.is Nýttu sér glufur á gjaldeyrisreglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við höfum kallað eftir því að vextirnir færu niður í eins stafs tölu og það hratt. Við höfum ekki talið neina ástæðu að hafa vextina svona háa,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, spurður um ákvörðun Seðlabankans um að lækka stýrivexti í 15,5%.

Mér er það með öllu óskiljanlegt hvers vegna ekki er hægt að lækka stýrivexti Seðlabankans meira en þetta lítilræði.  Þeir þurfa að fara niður í 4-5% ef ekki á að drepa hér allt atvinnulíf.  Er þar virkilega svo að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn ráði þessu en ekki stjórnendur Seðlabankans.  Svona háir vextir ýta upp verðbólgunni og hækka þar með öll verðtryggð lán bæði heimila og fyrirtækja.  Allt þetta virðist gert til að halda gengi krónunnar á floti.  Enda er það kolvitlaust skrá hér á landi t.d. evran er skrá hjá Seðlabanka Ísland á kr:168,- en rétt gengi samkvæmt Seðlabanka Evrópu er kr:268,-, það munar því 100 krónum á þessari einu mynnt.  Hver er tilgangurinn að vera alltaf með falskt gengi.  Þegar gengið er of lágt skráð verður allur inn flutningur ódýrari og að sama skapi allur útflutningur verðminni.  En erum við ekki að reyna að hafa þetta öfugt þannig að við flytjum meiri verðmæti út en við flytjum inn.  Þetta skapar líka þá hættu að þeir aðilar sem eru að selja fisk erlendis fara með sinn gjaldeyrir framhjá Seðlabankanum með sinn gjaldeyrir og þannig eykst ekki gjaldeyrisforði Íslands.  Við verðum að hætta þessari vitleysu og skrá gengið rétt og lækka vexti.


mbl.is Svona háir vextir óþarfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ál

Úr álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Það er vel tækjum... Ólíklegt er að álverum hér á landi verði lokað þrátt fyrir mikla erfiðleika álframleiðenda. Í orkusölusamningum eru ákvæði sem skuldbinda álfyrirtækin til þess að kaupa raforku óháð notkun í allt að 40 ár. Miklir erfiðleikar steðja að álframleiðendum.

Það er ekki bara eitt heldur allt sem er Íslandi óhagstætt í dag.  Nú er það blessað álið í miklum vandræðum.  Ég held að miðað við þessar fréttir getum við gleymt álveri í Helguvík og Bakka í nokkur ár.


mbl.is Fréttaskýring: Áliðnaðurinn á í vök að verjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð tillaga

Kristinn H. Gunnarsson kom með athyglisverða tillögu á Alþingi fyrir nokkrum dögum, þessi tillaga er eins og Kristinn sagði ættuð frá Ólafi heitnum Þórðarsyni og Tómasi Árnasyni.  Hún gengur út á það að landinu verði skipt í fylki og hvert fylki hafi sína heimastjórn.  Síðan væru einmenningskjördæmi í hverju fylki við kosningar á Alþingi.  Hvað varðar jöfnun atkvæða þá benti Kristinn á að slíkt næðist aldrei að fullu og nefndi Sameinuðu Þjóðirnar í því sambandi.  En þar hefur hver þjóð eitt atkvæði hvort sem hún er lítil eða stór og Kína hefur sama atkvæðavægi og Ísland, þótt mikill munur sé á íbúafjölda.  Ef landinu yrði skipt niður í svona fylki með heimastjórn þá hefði hvert fylki ákvörðunarrétt í sínum málum, eigin fiskveiðilögsögu, eigið vegakerfi ofl.  Þetta myndi hafa þau áhrif að allt landið byggðist jafnt upp og fólksflótti af landsbyggðinni hætti snerist kannski við.  Það yrði engin hætta á að Ísland yrði borgríki eins og nú stefnir í.  Með þessu fengi landsbyggðin gífurleg tækifæri til að laða fólk þar til búsetu þar sem hvert fylki réði alfarið yfir sínum náttúru auðlindum, eins og fiskimiðum, jarðhita, fallvötnum og það nýjasta olíulindum, sem munu finnast innan fárra ára.

Ég tel að þetta eigi að skoða vandlega þegar við förum að byggja Ísland upp á nýjan leik.


Framboðsfundur

Ég horfði á framboðsfundinn sem var sjónvarpað beint frá Ísafirði sl. mánudagskvöld.  Heldur fannst mér hann daufur þessi fundur.  Það var allt annar og skemmtilegri fundir þegar gömlu kempurnar voru að takast á fyrir vestan.  Þar á ég við Matthías Bjarnason, Steingrím Hermannsson, Karvel Pálmason og Sighvat Björgvinsson.  Það voru sko menn sem gátu talað og gert fundina skemmtilega og komu sínum sjónarmiðum vel til skila.  Reyndar voru Vestfirðir þá sérstakt kjördæmi, en nú er komið Norðvesturkjördæmi sem nær frá Akranesi og allt norður í Skagafjörð, sem er landfræðiega alltof stórt.  Ég er nær vissum að þeir sem voru á fundinum á Ísafirði eða horfðu á hann, hafa ekki gert upp hug sinn hvað þeir munu kjósa í næstu kosningum.  Þó var eitt sem skildi flokkana í tvo hópa.  Annarsvegar Sjálfstæðisflokkur og Framsókn, sem engu vildu breyta varðandi kvóta í sjávarútvegi og landbúnaði.  Í hinum hópnum voru flokkar sem vildu verulegar breytingar, en það voru Samfylkingin, VG, Frjálslyndi flokkurinn, Lýðræðishreyfingin og Borgarflokkurinn.  Þegar talsmaður Sjálfstæðisfokksins, Ásbjörn Óttarsson ræddi um að Sjálfstæðismenn ætluðu að láta verkin tala og ekki vera með neinn kjaftavaðal um hlutina.  Þá heyrðist kallað í salnum "Eins og þið gerið núna í þinginu?"  Við þetta var klappað mikið í salnum og Ásbjörn brosti breytt og taldi sig hafa fengið fundinn á sitt band.  En þá leiðrétti annar af stjórnendum þáttarins Ásbjörn og sagði "Það var ekki verið að klappa fyrir þér."   Brosið stirðnaði á andliti Ásbjörns og varð að hálfgerðri grettu. En út í salnum sat hnípin maður og horfði niður í gólfið og það var annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu, Einar K. Guðfinnsson.  Hafi Sjálfstæðisflokkurinn átt möguleika að fá tvo þingmenn kjörna í þessu kjördæmi þá tel ég að Ásbjörn hafi gert þær vonir að engu á þessum fundi.  Ég var talsvert hissa að Einar K. Guðfinnsson hafi ekki talað fyrir Sjálfstæðiflokkinn á þessum fundi, þar sem þetta er hans heimavöllur.  T.d. talaði Sigurjón Þórðarson fyrir Frjálslynda flokkinn þótt hann sé í öðru sæti þess lista.  Í síðustu kosningum fékk Sjálfstlðisflokkurinn þrjá þinmenn í þessu kjörfæmi, en þá verður að hafa í huga að þá var Einar Oddur Kristjánsson, sem nú er fallinn frá í þriðja sæti listans.  Einar Oddur átti mikið persónufylgi langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokks.  En núna sýna skoðanakannanir að flokkurinn á möguleika á tveimur þingsætum.  Kannski næst það með mikilli baráttu en möguleikarnir minkuðu verulega á þessum fundi.

Er Sjálfstæðisflokkurinn orðin Baugsflokkur

Haustið 2006 voru samþykkt lög á Alþingi um starfsemi stjórnmálaflokka.  Þar var ákveðið að flokkarnir ættu að hafa opið bókhald og styrkir til flokkanna yrðu takmarkaðir verulega og þar á meðal mátti hver flokkur ekki þiggja hærri styrk en kr: 300 þúsund frá einum aðila.  Til að bæta flokkunum hugsanlegt tekjutap var samþykkt að ríkið greiddi hverjum flokki 14 milljónir til kosningabaráttu.  Þessi lög tóku gildi 1. janúar 2007.  Þann 29. desember 2006 eða 3 dögum fyrir gildistöku laganna greiddi FLGroup inná reikning Sjálfstæðisflokksins kr: 30 milljónir sem styrk til flokksins og þetta skeður á sama árinu og FL-Group setti Íslandsmet í taprekstri.  Eftir þetta mikla tap var nafni félagsins breytt í Stoðir Group.  Sjálfur konungur FLOKKSINS Davíð Oddsson, lýsti þessu fyrirtæki við ENRON  í Bandaríkjunum og kallaði félagið  FLENRON,  Ein af stærstu eigendum í FL-Group var Jón Ásgeir Jóhannesson og fyrirtæki hans.  Þar sem þetta var gert fyrir gildistöku laganna vill og þarf ekki framkvæmdastjóri flokksins að tjá sig um þetta einstaka mál.  Þetta var fullkomlega löglegt en siðlaust er þetta nú samt.  Sjálfstæðismenn hafa verið iðnir við að tengja Baug of önnur fyrirtæki Jóns Ásgeirs við Samfylkinguna og kallað fjölmiðla Jóns Ásgeirs Baugsmiðla, sem ekkert mark sé takandi á.  Þetta byrjaði eftir ræðu sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir flutti í Borgarnesi fyrir nokkrum árum og í framhaldi af því fullyrtu Sjálfstæðismenn að Baugur og Samfylkingin væru tvinnuð saman og Samfylkingin væri Baugsflokkur.

En nú er sem sagt komið í ljós hver er hinn rétti Baugsflokkur og fékk 30 milljónir fyrir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband