Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
7.4.2009 | 17:51
Spakmæli dagsins
Okkar þjóð, okkar þjóð.
Ég er ekki viss um að við séum nein þjóð.
Við erum miklu fremur nokkurs konar útilegumenn.
(Steinn Steinarr)
7.4.2009 | 17:45
Bankahrunið
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, ávarpaði í dag fund Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem fram fór í Scandinavia House í New York. Í ræðu sinni rakti Gylfi aðdraganda bankahrunsins á Íslandi og gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Hvað ætli Gylfi hafi getað frætt þá hjá Íslensk-ameríska verslunarráðinu, sem þeir vissu ekki fyrir. Gott dæmi um tilgangslausa utanlandsferð.
Gylfi ræddi um bankahrunið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:42
Samdráttur
Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst segir greinilegt á samdrætti í smásöluverslun að einkaneysla dragist hratt saman. Samdrátturinn sé einkum merkjanlegur í sérvöruverslun en í húsgagnaverslun og raftækjaverslun hafi orðið um helmingssamdráttur á milli ára í marsmánuði.
Ekki eru þetta nein merkileg vísindi frá Rannsóknarsetrinu á Bifröst. Það vita það allir að fólk hefur mun minna fé til að versla fyrir en áður og sparar allt sem hægt er að spara. Bæði er mikið atvinnuleysi og mörg fyrirtæki varla starfhæf vegna skorts á eðlilegri bankaþjónustu.
Einkaneysla dregst hratt saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:37
Hláturkast
Þyrla með hjálparstarfsmönnum var send af stað í Þýskalandi nýverið eftir að kona hafi samband við neyðarlínuna þar sem hún taldi að það væri verið að misþyrma manni í skóglendi í nágrenni Elmstein. Þegar björgunarliðið fann þann sem átti að sæta pyntingum í skóginum reyndist þetta vera ákaflega hláturmildur maður að lesa bók.
Ekki er öll vitleysan eins.
Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:34
Utanríkisþjónustan
Íslenskir stjórnmálamenn vanmeta utanríkisþjónustuna og telja réttast að reka þá kokteilpinna sem þar eru. Þetta sagði Kristrún Heimisdóttir í umræðum á Alþingi um skýrslu bresku fjárlaganefndarinnar. Hún segir að margt misviturlegt hafi einnig verið sagt um hvernig fyrri ríkisstjórn hélt á málum.
Það má vel vera að eitthvað sé til í þessu hjá Kristrúnu Heimisdóttur, en samt tel ég að hægt sé að spara mikla peninga í utanríkisþjónustunni. Það mætti byrja á að segja þeim upp þeim sendiherrum sem ekki hafa fasta stöðu í einhverju sendiráði og sitja á varamannabekknum í húsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík. Einnig þurfum við ekki að halda úti öllum þessum rándýru sendiráðum víða um heim. Öll samskiptatækni milli landa hefur gjörbreyst á örfáum árum.
Engir kokteilpinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:26
Sáttatillaga
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks hefur skrifað forseta Alþingis bréf og leggur þar fram tillögu til sátta, að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir frumvarp um stjórnskipunarlög á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi.
Ekki tel ég að þessi tillaga leysi þann hnút sem máefni Alþingis eru komin í, og kjaftæðið haldi bara áfram. Framsókn samþykkir aldrei að stjórnarskrárfrumvarpið verði ekki afgreitt fyrir þinglok, því þeir leggja mikla áherslu á stjórnlagaþingið verið að veruleika. Langavitleysan er ekki búinn á Alþingi Íslands.
Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:19
Sumarhús
Hæstiréttur hefur dæmt eigendur sumarhúss, sem reist var í Grímsnes- og Grafningshreppi, til að fjarlægja húsið. Er þetta gert samkvæmt kröfu manns, sem ásamt húseigendunum á lóðina þar sem húsið stendur.
Hverskonar andskotans rugl er þetta, fjarlægja húsið? Á eigandi hússins lóðina ásamt öðrum manni, sem vil húsið burt. Er nú ekki einum of langt gengið í deilum tveggja manna um lóðarréttindi.
Gert að fjarlægja sumarhús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:14
Kortafyrirtæki
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest, að rétt hafi verið að hafna beiðni um verðsamráð í greiðslukortaviðskiptum. Segir áfrýjunarnefndin, að greiðslukortafélögin hafi í raun átt með sér ólögmætt og samkeppnishamlandi verðsamráð.
Eru virkilega engin heiðarleg viðskipti stunduð lengur á Íslandi í dag?
Beiðni um verðsamráð hafnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:12
Kæra
Hagsmunasamtök fyrir framleiðendur frumlyfja, Frumtök, hafa lagt fram kæru á hendur Heilbrigðisráðuneytinu vegna reglugerðar Ögmundar Jónassonar ráðherra sem beinir almennri lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ég lít svo á að með þessu sé í reynd verið að höfða mál gegn þjóð sem á í þrengingum, segir Ögmundur.
Ég er innilega sammála Ögmundi í þessu máli, nógu mikill er nú kostnaðurinn fyrir. Auðvitað eigum við alltaf að kaupa ódýrasta lyfið hverju sinni. Ég er einn af þeim sem þarf að nota talsvert mikið af lyfjum og oft rekur maður sig á að verðið er misjafnt á sambærilegum lyfjum. Eitt af þeim lyfjum sem ég þarf að nota nær daglega kostar um 1.400,- hjá lyfjakeðjunum tveimur, en sama lyf fæ ég í Garðsapóteki fyrir rúmar kr: 900,-. Þannig að oft legg ég það á mig að aka til Reykjavíkur og kaupa lyfin mín þar. Þótt ekki sé um miklar upphæðir að ræða í hvert sinn, spara ég verulega upphæð þótt ég reikni bensínkostnaðinn með. Þess vegna hlýtur sparnaður hjá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum sem kaupa mikið af lyfjum að vera verulega mikill.
Kæra Frumtaka árás á þjóð í þrengingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.4.2009 | 17:00
RÚV
Nú er hætt að innheimta afnotagjöld hjá RÚV og í staðinn kemur nefskattur kr: 17.400,- á hvern einstakling og alla lögaðila (fyrirtæki) Gjaldagi á þessum nefskatti er 1. ágúst ár hvert. Þetta mun leggjast misjafnt á heimili landsins. Hjón greiða t.d. kr:34.800,- og við hvert barn sem orðið er 16 ára bætast kr: 17.400,- við. Að mínu mati er þetta ansi hátt gjald og við höfum ekkert val um hvort við viljum hlusta eða horfa á miðlana hjá RÚV. Þegar ég var að gera út fiskiskip fannst mér alltaf fáránlegt að þurfa að greiða anotagjald fyrir sjónvarp í hverju skipi, en þá voru sjónvarpstækin í skipunum yfirleitt notuð til að horfa á videómyndir. Ég var nokkur sumur vélstjóri á bátum á úthafsrækju og aldrei náðum við neinni sjónvarpútsendingu og því aðeins notað til að horfa á videó. Í dag er aftur á móti komin ný tækni sem gerir mögulegt að sjá sjónvarp um gervihnött en sá búnaður kostar mikla peninga. Hvað ætli séu mörg fyrirtæki í landinu þar sem aldrei er horft á sjónvarp. Þau eru ansi mörg, því starfsfólkið er upptekið við sína vinnu og getur þar af leiðandi ekki horft á sjónvarp en það getur hlustað á útvarp. Ég tel ekki sanngjarnt að leggja á þennan nefskatt, nema við getum valið um hvort við viljum þjónustu RÚV eða ekki og alls ekki leggja þetta á fyrirtækin. Hvað varðar útgerðarfyrirtæki þá ætti RÚV að kosta þann búnað sem þarf til að sjómenn geti séð sjónvarpið. Áður var þetta þannig að hvert heimili greiddi afnotagjald af einu sjónvarpi þótt mörg tæki væru á mörgum heimilum. Einnig verður sá sem nú á hvorki útvarp né sjónvarp að greiða þennan nefskatt.
Ég held að þingmenn hafi verið full fljóti til að samþykkja þetta á sínum tíma. Ég er áskrifandi að Stöð2 og greiði það gjald með ánægju,því þar hef ég val um hvort ég vill þessa þjónustu eða ekki. En það hef ég ekki hjá RÚV, einnig held ég að RÚV fái ákveðinn hluta af aðflutningsgjöldum allra seldra sjónvarps- og útvarpstækja. Þegar þetta var samþykkt þá var því lofað um leið að RÚV hætti á auglýsingamarkaðnum eða drægi verulega úr auglýsingum. Kannski verður það eftir 1. ágúst n.k. þótt ég dragi það í efa. Öll gjöld sem ríkisvaldið hefur lagt á íslenska þjóð og hefur átt að gilda bara í ákveðin tíma, hafa öll fest sig í sessi. Reyndar eru mörg þeirra nú bara kölluð opinber gjöld og búið að sameina allt í einn pakka. Ég held að við séum enn að greiða aukagjald sem sett var á 1973 vegna eldgos í Vestmannaeyjum og snjóflóðanna á Vestfjörðum. 1995-1996.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
30 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Reykjavíkurmódelið
- Gerum lífið betra xL
- I Want to Break Free - Óvæntir tónleikar í N-Kóreu.
- Vika í kosningaveðrið
- AÐ SJÁLFSÖGÐU MÁ LEIGJANDINN BORGA LEIGUNA MEÐ REIÐUFÉ...........
- COP29
- Búist er við tímabæru andáti þeirrar gömlu á hverri stundu
- Húsnæðiskostnaður lægri á Íslandi en víða í Evrópu
- Rödd friðar þarf að hljóma skærar
- Svo bregðast krosstré