Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Okkar þjóð, okkar þjóð.

Ég er ekki viss um að við séum nein þjóð.

Við erum miklu fremur nokkurs konar útilegumenn.

(Steinn Steinarr)


Bankahrunið

Gylfi Magnússon.Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, ávarpaði í dag fund Íslensk-ameríska verslunarráðsins sem fram fór í Scandinavia House í New York. Í ræðu sinni rakti Gylfi aðdraganda bankahrunsins á Íslandi og gerði grein fyrir þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa gripið til í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Hvað ætli Gylfi hafi getað frætt þá hjá Íslensk-ameríska verslunarráðinu, sem þeir vissu ekki fyrir.  Gott dæmi um tilgangslausa utanlandsferð.


mbl.is Gylfi ræddi um bankahrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttur

Sala á raftækjum hefur dregist saman. Rannsóknasetur verslunarinnar á Bifröst segir greinilegt á samdrætti í smásöluverslun að einkaneysla dragist hratt saman. Samdrátturinn sé einkum merkjanlegur í sérvöruverslun en í húsgagnaverslun og raftækjaverslun hafi orðið um helmingssamdráttur á milli ára í marsmánuði.

Ekki eru þetta nein merkileg vísindi frá Rannsóknarsetrinu á Bifröst.  Það vita það allir að fólk hefur mun minna fé til að versla fyrir en áður og sparar allt sem hægt er að spara.  Bæði er mikið atvinnuleysi og mörg fyrirtæki varla starfhæf vegna skorts á eðlilegri bankaþjónustu.


mbl.is Einkaneysla dregst hratt saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hláturkast

Þyrla með hjálparstarfsmönnum var send af stað í Þýskalandi nýverið eftir að kona hafi samband við neyðarlínuna þar sem hún taldi að það væri verið að misþyrma manni í skóglendi í nágrenni Elmstein. Þegar björgunarliðið fann þann sem átti að sæta pyntingum í skóginum reyndist þetta vera ákaflega hláturmildur maður að lesa bók.

Ekki er öll vitleysan eins.


mbl.is Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Utanríkisþjónustan

Íslenskir stjórnmálamenn vanmeta utanríkisþjónustuna og telja réttast að reka þá kokteilpinna sem þar eru. Þetta sagði Kristrún Heimisdóttir í umræðum á Alþingi um skýrslu bresku fjárlaganefndarinnar. Hún segir að margt misviturlegt hafi einnig verið sagt um hvernig fyrri ríkisstjórn hélt á málum.

Það má vel vera að eitthvað sé til í þessu hjá Kristrúnu Heimisdóttur, en samt tel ég að hægt sé að spara mikla peninga í utanríkisþjónustunni.  Það mætti byrja á að segja þeim upp þeim sendiherrum sem ekki hafa fasta stöðu í einhverju sendiráði og sitja á varamannabekknum í húsinu við Rauðarárstíg í Reykjavík.  Einnig þurfum við ekki að halda úti öllum þessum rándýru sendiráðum víða um heim.  Öll samskiptatækni milli landa hefur gjörbreyst á örfáum árum.


mbl.is Engir kokteilpinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sáttatillaga

Frá Alþingi. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks hefur skrifað forseta Alþingis bréf og leggur þar fram tillögu til sátta, að ákveðin þingmál verði tekin fram fyrir frumvarp um stjórnskipunarlög á dagskrá og afgreidd með hraði á þingi.

Ekki tel ég að þessi tillaga leysi þann hnút sem máefni Alþingis eru komin í, og kjaftæðið haldi bara áfram.  Framsókn samþykkir aldrei að stjórnarskrárfrumvarpið verði ekki afgreitt fyrir þinglok, því þeir leggja mikla áherslu á stjórnlagaþingið verið að veruleika. Langavitleysan er ekki búinn á Alþingi Íslands.


mbl.is Sjálfstæðismenn leggja fram sáttatillögu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumarhús

Hæstiréttur hefur dæmt eigendur sumarhúss, sem reist var í Grímsnes- og Grafningshreppi, til að fjarlægja húsið. Er þetta gert samkvæmt kröfu manns, sem ásamt húseigendunum á lóðina þar sem húsið stendur.

Hverskonar andskotans rugl er þetta, fjarlægja húsið?  Á eigandi hússins lóðina ásamt öðrum manni, sem vil húsið burt.  Er nú ekki einum of langt gengið í deilum tveggja manna um lóðarréttindi.


mbl.is Gert að fjarlægja sumarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kortafyrirtæki

 Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest, að rétt hafi verið að hafna beiðni um verðsamráð í greiðslukortaviðskiptum. Segir áfrýjunarnefndin, að greiðslukortafélögin hafi í raun átt með sér ólögmætt og samkeppnishamlandi verðsamráð.

Eru virkilega engin heiðarleg viðskipti stunduð lengur á Íslandi í dag?


mbl.is Beiðni um verðsamráð hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kæra

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra Hagsmunasamtök fyrir framleiðendur frumlyfja, Frumtök, hafa lagt fram kæru á hendur Heilbrigðisráðuneytinu vegna reglugerðar Ögmundar Jónassonar ráðherra sem beinir almennri lyfjanotkun í ódýrari lyf. „Ég lít svo á að með þessu sé í reynd verið að höfða mál gegn þjóð sem á í þrengingum,“ segir Ögmundur.

Ég er innilega sammála Ögmundi í þessu máli, nógu mikill er nú kostnaðurinn fyrir.  Auðvitað eigum við alltaf að kaupa ódýrasta lyfið hverju sinni.  Ég er einn af þeim sem þarf að nota talsvert mikið af lyfjum og oft rekur maður sig á að verðið er misjafnt á sambærilegum lyfjum.  Eitt af þeim lyfjum sem ég þarf að nota nær daglega kostar um 1.400,- hjá lyfjakeðjunum tveimur, en sama lyf fæ ég í Garðsapóteki fyrir rúmar kr: 900,-.  Þannig að oft legg ég það á mig að aka til Reykjavíkur og kaupa lyfin mín þar.  Þótt ekki sé um miklar upphæðir að ræða í hvert sinn, spara ég verulega upphæð þótt ég reikni bensínkostnaðinn með.  Þess vegna hlýtur sparnaður hjá sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum sem kaupa mikið af lyfjum að vera verulega mikill.


mbl.is Kæra Frumtaka árás á þjóð í þrengingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV

Nú er hætt að innheimta afnotagjöld hjá RÚV og í staðinn kemur nefskattur kr: 17.400,- á hvern einstakling og alla lögaðila (fyrirtæki)  Gjaldagi á þessum nefskatti er 1. ágúst ár hvert.  Þetta mun leggjast misjafnt á heimili landsins.  Hjón greiða t.d. kr:34.800,- og við hvert barn sem orðið er 16 ára bætast kr: 17.400,- við.  Að mínu mati er þetta ansi hátt gjald og við höfum ekkert val um hvort við viljum hlusta eða horfa á miðlana hjá RÚV.  Þegar ég var að gera út fiskiskip fannst mér alltaf fáránlegt að þurfa að greiða anotagjald fyrir sjónvarp í hverju skipi, en þá voru sjónvarpstækin í skipunum yfirleitt notuð til að horfa á videómyndir.  Ég var nokkur sumur vélstjóri á bátum á úthafsrækju og aldrei náðum við neinni sjónvarpútsendingu og því aðeins notað til að horfa á videó.  Í dag er aftur á móti komin ný tækni sem gerir mögulegt að sjá sjónvarp um gervihnött en sá búnaður kostar mikla peninga.  Hvað ætli séu mörg fyrirtæki í landinu þar sem aldrei er horft á sjónvarp.  Þau eru ansi mörg, því starfsfólkið er upptekið við sína vinnu og getur þar af leiðandi ekki horft á sjónvarp en það getur hlustað á útvarp.  Ég tel ekki sanngjarnt að leggja á þennan nefskatt, nema við getum valið um hvort við viljum þjónustu RÚV eða ekki og alls ekki leggja þetta á fyrirtækin.  Hvað varðar útgerðarfyrirtæki þá ætti RÚV að kosta þann búnað sem þarf til að sjómenn geti séð sjónvarpið.  Áður var þetta þannig að hvert heimili greiddi afnotagjald af einu sjónvarpi þótt mörg tæki væru á mörgum heimilum.  Einnig verður sá sem nú á hvorki útvarp né sjónvarp að greiða þennan nefskatt.

Ég held að þingmenn hafi verið full fljóti til að samþykkja þetta á sínum tíma.  Ég er áskrifandi að Stöð2 og greiði það gjald með ánægju,því þar hef ég val um hvort ég vill þessa þjónustu eða ekki.  En það hef ég ekki hjá RÚV, einnig held ég að RÚV fái ákveðinn hluta af aðflutningsgjöldum allra seldra sjónvarps- og útvarpstækja.  Þegar þetta var samþykkt þá var því lofað um leið að RÚV hætti á auglýsingamarkaðnum eða drægi verulega úr auglýsingum.  Kannski verður það eftir 1. ágúst n.k. þótt ég dragi það í efa.  Öll gjöld sem ríkisvaldið hefur lagt á íslenska þjóð og hefur átt að gilda bara í ákveðin tíma, hafa öll fest sig í sessi.  Reyndar eru mörg þeirra nú bara kölluð opinber gjöld og búið að sameina allt í einn pakka.  Ég held að við séum enn að greiða aukagjald sem sett var á 1973 vegna eldgos í Vestmannaeyjum og snjóflóðanna á Vestfjörðum. 1995-1996.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband