Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Bráðum kveð ég fólk og frón

og fer í mína kistu-

rétt að segja sama flón

sem ég var í fyrstu

(Matthías Jochumsson)


SÁÁ

Amfetamínið, sem fannst í skútunni í Fáskrúðsfjarðarhöfn í... Verð á amfetamíni hefur snarhækkað samkvæmt eftirliti sem SÁÁ hefur með markaðsverði á fíkniefnum. Grammið kostar nú tæplega 7.000 krónur en í lok febrúar mánaðar var það rúmlega 5.500 krónur. Verð á kannabisefnum stendur í stað, þrátt fyrir að lögreglan hafi gert mikið af efnum upptæk.

Sko þá hjá SÁÁ, bara komnir með nýja verðskrá á amfetamíni og kannabisefnum. Þá verða neytendur bara að hætta með amfetamínið sem hefur snarhækkað og nota kannabisefni í staðinn, en þar er verð óbreytt.  Nú geta kaupendur séð ef verið er að reyna að svíkja þá með verðinu.  Það er eins gott að amfetamín er ekki inn í vísitölugrunninum, því þá myndu öll lán hækka og allt verðlag.


mbl.is Amfetamín hækkar mikið í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóður 9 hjá Kaupþingi

Skuldabréf Stoða/FL Group, sem Glitnir keypti úr tveimur sjóðum sínum með stuðningi Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen í lok september síðastliðins, eru að mestu töpuð.  Einn skellur í viðbót á ríkissjóð.  Hvað aðra sjóði í vörslu Glitnis varðar, þá skipti ríkið sér ekki af þeim og taldi bara allt í lagi að það fólk sem þar átti peninga tapaði þeim að stórum hluta enda enda enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins þar í stjórnum.

Það er nú vitað að bæði Geir og Árni gerðu þetta til að ekki félli blettur á Sjálfstæðisflokkinn.  En Illugi Gunnarsson, alþm. var einn af stjórnarmönnum í Sjóði 9. 

Halda þessir menn að Sjálfstæðisflokkurinn sé sjálf þjóðin og þess vegna hafi þetta verið allt í lagi.  Það er gott að þetta er upplýst núna fyrir kosningar svo fólk viti fyrir hverju Sjálfstæðisflokkurinn stendur;

Fyrst flokkurinn síðan þjóðin.


mbl.is Stoðabréfin úr Sjóði 9 að mestu töpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun

Mynd 494917 Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 324 þúsund krónur á mánuði árið 2008. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 355 þúsund krónur að meðaltali og regluleg heildarlaun, það er regluleg laun ásamt yfirvinnu, voru 393 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.

Ég er ansi hræddur um að margir hafi ekki þessi laun. A.m.k. ekki ég eða aðrir lífeyrisþegar og þeir hópar sem vinna á strípuðum launatöxtum þá eru launin kannski um 50% af þessari upphæð.


mbl.is Laun á almennum vinnumarkaði 393 þúsund á síðasta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða elstir

Mynd 494915 Lífslíkur íslenskra karla hafa batnað mjög á undanförnum árum. Frá árinu 2000 hafa þeir bætt við sig tveimur árum í meðalævilengd og verða nú karla elstir í heiminum. Eins og annars staðar í heiminum er meðalævilengd íslenskra karla styttri en kvenna. Íslenskir karlar geta nú vænst þess að verða 79,6 ára gamlir en konur 83,0 ára, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar um dánartíðni og ævilengd 2008.

Ekki er lífið nú svo skemmtilegt hér á Íslandi þessa daganna og ég sem öryrki hlakka ekkert til að verða 80 ára gamall.  Enda er ég stórreykingarmaður og ætla aldrei að hætta því.  Þótt að á hverjum pakka sem ég opna standi; "REYKINGAR DREPA".


mbl.is Íslenskir karlar verða karla elstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gordon Brown

 Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands „Þetta var ekki neinn formlegur fundur. Ég og breski forsætisráðherrann höfum nú ekki verið að hlaupa upp um hálsinn hvor á öðrum,“ segir Össur Skarphéðinsson, sem hitti Gordon Brown stuttlega á leiðtogafundi NATO. Ekki gafst færi á að ræða við Brown um skýrslu fjárlaganefndar breska þingsins um hrun íslensku bankanna.

Auðvitað hefur Brown ekkert vilja ræða þetta bankahrun eftir að komin er út í Bretlandi skýrsla sem sýnir að Bretar brugðust ekki rétt við þegar þeir beittu hryðjuverkalögunum á Ísland og er Brown og Darling til skammar.


mbl.is Ekki gafst færi á Gordon Brown
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afganistan

Frá Afganistan. Menn grunaðir um að vera talibanar. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fór í óvænta heimsókn til Afganistan í gær, þar sem hún heilsaði upp á þýska hermenn sem eru þar að störfum. Spenna í landinu hefur farið vaxandi undanfarna mánuði og hafa liðsmenn Talibana verið að færa sig upp á skaftið. Um 3.500 þýskir hermenn eru í landinu.

Er ekki nokur leið að slátra þessum andskotans talíbönum, svo lífið í þessu land geti færst í eðlilegt horf.


mbl.is Kanslarinn í Afganistan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árás

Lögreglan rannsakar hvað leiddi til þess að maður á... Líðan mannsins sem ráðist var á við strætóskýli í Lækjargötu aðfararnótt laugardags, er óbreytt frá því í gær að sögn læknis á gjörgæsludeild Landspítalans. Maðurinn fékk alvarlega höfuðáverka eftir að ráðist hafði verið á hann á fimmta tímanum um nóttina. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins.

Það mun víst búið að handtaka manninn sem réðist á þann slasaða.  Vonandi fær hann þungan dóm, því litlu hefur mátt mun að maðurinn var ekki drepinn.


mbl.is Enn í alvarlegu ástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bankastjórar

Timothy Geithner fjármálaráðherra Bandaríkjanna.Fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Timothy Geithner, er reiðubúinn til þess að segja upp helstu stjórnendum banka sem þurfa á ríkisaðstoð að halda. Segir hann að stjórnvöld íhugi að víkja framkvæmdastjórnum bankanna frá til þess að tryggja rétt bandarískra skattgreiðenda. Þetta kom fram í viðtali við ráðherrann á CBS sjónvarpsstöðinni í gærkvöldi.

Þarna eru verkin látin tala.  Þetta hefðum við átt að gera þegar fyrstu viðvörunarbjöllur byrjuðu að hringja í ársbyrjun 2008.  Þá sætum við ekki í skuldasúpu upp fyrir haus í dag.


mbl.is Bankastjórar jafnvel látnir fjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vegir

Þungatakmarkanir eru nú á vegum víða um land. Vegir eru auðir á Suðurlandi en annars staðar er enn víða hálka og snjóþekja.

Þetta er alltaf árviss atburður á þessum árstíma.  Íslenska vegakerfið er ekki betra en það, að það þolir ekki alla þessa þungaflutninga.  Það er talið að einn stór flutningabíll með aftaní vagn slíti vegum landsins á við 10 þúsund fólksbíla.  Eftir að sjóflutningar lögðust af, er allur þungaflutningur með bílum.


mbl.is Þungatakmarkanir víða um land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband