Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Hófdrykkjan er heldur flá,

henni er valt að þjóna.

Hún er bara byrjun á

að breyta manni í róna.

(Árni Helgason)


Bænir

Rétt bænastaða er múslimum mikilvæg. Múslímar sem beðið hafa bænir sínar í um 200 gömlum moskum í Mekka hafa snúið í ranga átt við bænahaldið áratugum saman, því að moskurnar voru ekki rétt byggðar.

Það sagði frá því skipstjóri sem mikið var að sigla um lögsögu þessara Múslimaríkja, að alltaf þegar um borð komu lóðsar eða tollgæslumenn, þá lögðust þeir alltaf á þilfar skipsins á ákveðnum tíma til bænahalds og áttu samkvæmt trúnni að snúa í átt til Mekka.  Skipið lagðist að sjálfsögðu alltaf við akkeri og á meðan á bænahaldinu stóð snerist skipið eins og vindurinn blés og oftast fór bænahaldið fram í ranga átt.


mbl.is Bænirnar beðnar í ranga átt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norður Kórea

Japönsk stjórnvöld fylgdust vandlega með gervihnattaskoti... Bandaríski herinn dregur í efa þá fullyrðingu Norður-Kóreumanna að þeim hafi tekist það ætlunarverk sitt að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Segja talsmenn bandaríkjahers sprengihleðsluna hafa endað í Kyrrahafinu.

Hvað er þessi þjóð sem ekki getur brauðfætt þegna sína, að brölta við geimskot, sem kostar mikla peninga.  Ef þessir fuglar sem ráða þarna ríkjum hætta ekki þessu brölti sínu, verður að ráðast inn í landið og stoppa þetta endanlega.


mbl.is Mistókst gervihnattaskotið?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ítalía

Ábendingar bárust um að börn og hópar heimilislausra byggju... Ítalska lögreglan hefur fundið rúmlega hundrað innflytjendur, þarf af 24 afgönsk börn, sem búið höfðu sér heimili í skolpkerfinu undir járnbrautarstöðvum Rómarborgar.

Aumingja fólkið, það er varla hægt að hugsa sér ömuglegri aðstæður en þessar.  Vonandi sjá Ítalir sóma sinn að veita þessu fólki almennilegt húsaskjól og stuðning.  Það flýr enginn sitt föðurland nema að vera í mikilli hættu í föðurlandinu.


mbl.is Sváfu í skolplögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barack Obama

Leiðtogar NATO-ríkjanna í dag. Össur gengur á milli Angelu... Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, verður boðið í opinbera heimsókn til Íslands við fyrsta tækifæri, að því er Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins. Sagði Össur að Obama hefði sjálfur átt frumkvæððið.


Gott hjá Össuri og vonandi verður af þessari heimsókn sem fyrst.  Það er líka ánægjulegt að Obama hafði sjálfur frumkvæðið í þessu máli.  Vonandi verður þessi heimsókn til þess að samband Íslands og Bandaríkjanna verði betra en var í forsetatíð Bush yngri.


mbl.is Obama vill til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blaðamenn

Nú hefur Fjárnáleftirlitið kært tvo af blaðamönnum Morgunblaðsins fyrir að birta upplýsingar úr Lánabókum Gamla Kaupþings og Glitnis og borið við bankaleynd.  Það mætti halda að lítið væri að gera þar á bæ.  Ég held að þeim væri nær að líta í eigin barm og sína þátttöku í bankahruninu, en að vera að eltast við tvo blaðamenn sem voru bar að vinna sína vinnu.  Það hefur mikið verið rætt að við rannsókn á þessu bankahruni að allar upplýsingar væru upp á borðum og engu leynt.  Því kemur þessi aðgerð Fjármálaeftirlitsins mjög á óvart.  Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins verða að átta sig á því að þetta er opinber stofnun og ekkert er óeðlalegt að um hana sé fjallað.  Þær upplýsingar sem blaðamennirnir tveir birtu í Morgunblaðinu áttu fullt erindi til þjóðarinnar.  Hinsvegar átti Fjármálaeftirlitið að hafa eftirlit með því að svona lánveitingar væru ekki veittar og þar brást eftirlitið.  En ætla síðan að breiða yfir eigið klúður með því að ásaka tvo blaðamenn er til skammar.  Enda hefur Gylfi Magnússon sagt að ef hengja ætti blaðamenn fyrir að veita fólki upplýsingar, þá myndi hann sjálfur skera þá niður úr snörunni.  Þessi afstaða Gylfa segir allt sem segja þarf um þessa vitleysu hjá Fjármálaeftirlitinu.

Tap

Málið þykir hið vandræðalegasta fyrir borgarstjóra Lundúna.Breska lögreglan, Scotland Yard, tapaði 30 milljónum punda með falli íslensku bankanna. Setti Scotland Yard fé sitt inn á reikning hjá Landsbankanum nokkrum vikum eftir að hafa tekið allt fé út af samskonar reikningum samkvæmt ráðleggingum fjármálasérfræðings lögreglunnar.

Á hverju eigum við von á næst varðandi þá sem hafa tapað á Landsbanka Íslands í Englandi.  Meira að segja lögreglan lenti í tapi.  Verður konungsfjölskyldan næst ?


mbl.is Scotland Yard tapaði á falli Landsbankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný kvikmynd

Stöllurnar úr Sex and the City.Mikil spenningur er fyrir næstu Sex and the City -kvikmynd sem á að koma í bíóhús 28. maí 2010. Því var nýlega ljóstrað upp að hluti af myndinni verður tekinn upp í London. „Myndin mun innihalda senur með hjúunum Carrie Bradshaw og Mr. Big.

Ekki bíð ég spenntur eftir þessari mynd og er alveg sama hvort Mr. Big heldur framhjá kærustu sinni.  Framhjáhald er alltaf til skaða og þar tala ég af eigin reynslu sem kostaði mig 30 ára hjónaband.  Þar sannast máltækið enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.


mbl.is Heldur Mr. Big framhjá Carrie?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frjálslyndi flokkurinn

Miðstjórn Frjálsynda flokksins á fundi Hlutfall kvenna á framboðslistum Frjálslynda flokksins er 32,5% en karla 67,5%. Af 126 frambjóðendum sem Frjálslyndi flokkurinn teflir fram í kjördæmunum sex fyrir kosningarnar 25. apríl er 41 kona en karlarnir eru 85. Konur skipa fyrsta sætið í tveimur kjördæmum af sex en karlar í fjórum kjördæmum.

Það er góð útskýring til á þessu, en hún er sú að konur í Frjálslynda flokknum eru svo mikið betur gefnar og hæfari en konur í hinum flokkunum, sem sést best á því hvaða flokka hinar konurnar völdu heimsku sinnar vegna.


mbl.is Rýrt hlutfall kvenna hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langavitleysa

Þegar ég var að alast upp sem krakki var til spil, sem hét  Langavitleysa.  Spilið hét þessu nafni vegna þess að þegar byrjað var að spila það var hvorki hægt að tapa eða vinna í spilinu og þannig var hægt að spila það endalaust, eða eins lengi og fólk hafði þrek til.  Það var jafnvel hægt að spila það árum saman.  Ekki veit ég hvaða snillingur fann upp þetta spil enda lítið í það spáð þegar ég var krakki.  Ég hef ekki heyrt lengi að fólk væri að spila þetta spil, enda lítið spennandi þar sem hvorki var hægt að vinna eða tapa.  En sem barn vestur á Bíldudal var nú ekki mikil afþreying til ef veður var þannig að ekki var hægt að fara út og leika sér.  Þess vegna spilaði ég þetta stundum í neyð.

Ástæða þess að ég er að rifja þetta upp er að nú er farið að spila þetta spil af fullum krafti af fullorðnu fólki og á fullum launum.

  Þar á ég við Alþingi okkar Íslendinga, en þar er búin að standa yfir undanfarna daga umræður um breytingu á Stjórnarskrá Íslands, sem mætir harðri andstöðu Sjálfstæðismanna.  Þeir hafa 26 þingmenn á Alþingi og þeir hafa raðað sér á mælendaskrá þingsins en einn og einn stjórnarliði hefur geta skotist inn á milli.  Þegar Sjálfstæðismenn eru sakaðir um málþóf er því alltaf svarað á þann veg að þetta sé svo mikilvægt mál að það kalli á mikla umræðu.  Inn á milli hafa svo sjálfstæðismenn nýtt sér liðinn um fundarstjórn forseta og þar eru þeir að krefjast þess að forseti Alþingis breyti dagskránni á þann veg að önnur mál en þetta verði tekin fyrir.  Þennan dagskrárlið hafa Þeir notað yfir 300 sinnum undanfarna daga.   En þar er forseta mikill vandi á höndum því 26 þingmenn Sjálfstæðisflokks hafa sagt þetta frumvarp svo mikilvægt að það krefjist mikillar umræðu.   Forseti Alþingis væri að brjóta þingsköp með því að taka mál af dagskrá á meðan yfir 20 þingmenn eru á mælendaskrá og bíða eftir að fá að tjá sig um málið.

Ég var að horfa á útsendingu frá Alþingi í gær og þar kom Kristinn H. Gunnarsson með athyglisverða hugmynd.  En hún gekk út á það að landinu yrði skipt upp í fylki og hvert fylki hefði ákveðinn sjálfstjórnarétt í sínum málum.  Hann kom líka inn á jöfnun á vægi atkvæða, sem alltaf verður misjafn.  Hann benti á að í því sambandi mætti horfa til Sameinuðu Þjóðanna, en þar hefur hvert ríki eitt atkvæði burt séð frá fólksfjölda.  Ísland með sína rúmu 300 þúsund íbúa hefði sama atkvæðisvægi og Kína með yfir milljarð íbúa.  Á eftir Kristni talaði Guðlaugur Þór Þórðarson og fór mjög vandlega yfir stjórnarskrármálið og gerði það svo vandlega að hann las upp ýmsar athugasemdir allt að fjórum sinnum og mjög hægt í hvert sinn, svo öruggt væri að þeir sem á hann hlýddu næðu hans orðum vel.  Hann var eins og kennari í barnaskóla þar sem væru margir heimskir áheyrendur.  Að lokinni ræðu Guðlaugs fékk Valgerður Sverrisdóttir orðið til að kveðja þingheim, en hún er að hætta í stjórnmálum.  Forseti þakkaði Valgerði fyrir (vel) unnin störf bæði sem þingmaður og ráðherra.  Að því loknu var fundi frestað en þá voru 22 á mælendaskrá.  Í gær var laugardagur og á þeim degi eru yfirleitt ekki haldnir þingfundir nema í neyð og í dag er ekki þingfundur enda þurfa þingmenn sjálfsagt að hvíla sig eitthvað.  Þannig að hlé var gert á spilinu fram yfir helgi og á mánudag mæta þingmenn aftur og byrja á nýjan leik að spila Lönguvitleysu  og má búast við að spilað verði fram yfir  Páska og jafnvel lengur.  En vonandi verður hætt fyrir kjördag 25. apríl.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband