Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Það er eins og karlinn sagði,

þunnar traktíeringar að láta menn

þræla nótt og dag alla sína ævi,

hafa hvorki í sig né á

og fara svo til helvítis á eftir

(Halldór Laxness)


Réttarríki

Róbert R. Spanó „Réttarríkið er aldrei mikilvægara en við aðstæður eins og þær sem við búum við hér á landi nú um stundir. Þeir sem telja að réttlætanlegt sé, eins og sakir standa, að virða að vettugi grundvallarreglur réttarríkisins, vanmeta siðferðilegt mikilvægi þess sem grundvöll að stjórnskipulaginu,“ skrifar Róbert R. Spanó, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og settur umboðsmaður Alþingis í forystugrein Tímarits lögfræðinga.

Er ekki alltaf mikilvægt að virða grundvallarreglur réttarríkis.  Ekki bara á umbrotatímum.


mbl.is Mikilvægt að virða grundvallarreglur á umrótatímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hóta lokun

Mynd 494749Bandaríska útgáfufélagið The New York Times Co. hefur hótað að loka blaðinu Boston Globe ef verkalýðsfélög starfsmanna blaðsins samþykkja ekki að fallast á 20 milljóna dala sparnaðaraðgerðir. Boston Globe er 14. stærsta blað í Bandaríkjunum.

Þarna birtist kapítalisminn í sinni réttu mynd, þegar er atvinnuleysi er allt gert til að níðast á venjulegu starfsfólki fyrirtækja.  Í krafti auðsins komast þeir upp með

þetta.


mbl.is Hótar að loka Boston Globe
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágreiningur

Lúðvík Bergvinsson og Arnbjörg Sveinsdóttir tókust á í... „Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins er orðinn nokkurs konar yfirgjammari þingsins,“ sagði Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar úr ræðustóli á Alþingi. Verið var að ræða fundarstjórn forseta og kom til snarpra orðaskipta milli stjórnar og stjórnarandstöðu.

Þetta er nú orðið heilt leikrit í þinghúsinu undanfarna daga og ekkert lát á.  Það er aðeins 21 dagur til kjördags.


mbl.is Yfirgjammari þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndataka

Leiðtogarnir ganga yfir brúna í morgun.Þegar taka átti hópmynd af leiðtogum NATO-ríkjanna í morgun á brú, sem liggur yfir Rín milli Frakklands og Þýskalands, mátti Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítala, ekki vera að því að taka þátt - hann var í símanum.

Hann er skemmtilega klikkaður þessi náungi hann Berlusconi.  Það er ekki langt síðan að hann sagði við atvinnulausa ítala að þeir yrðu að fara og leita sér að vinnu.  Það gengi ekki að fólk væri atvinnulaust.


mbl.is Berlusconi var í símanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Frá Alþingi. Sturla Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði til í upphafi þingfundar í morgun að umræðu um stjórnarskipunarlög yrði slegið á frest svo forsætisráðherra gæfist tækifæri til að kynna sér sjónarmið sjálfstæðismanna og freista þess að ná sátt um stjórnarskrárbreytingar. Til snarpra orðaskipta kom milli þingmanna Sjálfstæðisflokks og þingmanna stjórnarflokkanna.

Á þessi umræða að standa fram yfir kosningar, bara gert hlé á kjördag svo þingmenn geti kosið.


mbl.is Takast enn á um stjórnarskrárbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bónusar

Höfuðstöðvar Fannie Mae í Washington.Bandarísku fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac, sem bandaríska ríkið hefur yfirtækið, áforma að greiða starfsfólki samtals 210 milljónir dala, jafnvirði 25 milljarða króna, í kaupauka, að því er kemur fram í skjölum, sem bandarískur þingmaður birti í kvöld.

Ætlar þessi andskoti aldrei að hætta, bandaríska ríkið er ekki fyrr búið að veita fjármálafyrirtækjum aðstoð en byrjað er að greiða þessa kaupauka.  Það var líka táknrænt fyrir hugsunarháttinn að þegar GM og Chrysler voru að verða gjaldþrota þá fóru forstjórar þessa fyrirtækja til fundar við forseta Bandaríkjanna, til að biðja um fjárhagsaðstoð, hvor á sinni einkaþotu.  Sem betur fer var Barack Obhama ákveðinn og sagði að þeir fengju ákveðna aðstoð gegn því að hætta öllu bruðli.  Annars færu fyrirtækin bara á hausinn.


mbl.is Fasteignasjóðir ætla að greiða háa kaupauka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hagsmunir Sjálfstæðisflokksins

Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldin var fyrir viku voru Evrópumálin á dagskrá og miðað við ummæli nokkra af þingmönnum í yngri kantinum, hefði mátt ætla að flokkurinn ætlaði að samþykkja eitthvað um aðild að ESB.  Það hafði verið starfandi sér stök Evrópunefnd fyrir landsfundinn með tveimur formönnum. þeim Árna Sigfússyni, bæjarstjóra og Kristjáni Þór Júlíussyni og var vonast til að nú yrði einhver breyting.  En svo kom tillagan sem átti að bera upp og hljóðaði svona; "Eftir ítarlegt mat og vandlega skoðun hjá Sjálfstæðisflokknum telur landsfundurinn að hag okkar sé núna betur borgið utan ESB en innan, þótt það mat skuli vera í stöðugri endurskoðun hjá flokknum."  Þannig að fyrri ummæli einstakra þingmanna um að ekki væri hægt að líta algerlega framhjá aðild að ESB var um hagsmuni þjóðarinnar væri betur borgið með aðild að ESB.  Það voru sem sagt einungis hagsmunir Sjálfstæðisflokksins sem var betur borgið með því að sækja ekki um aðild að ESB.  Því við blasti að ef greidd hefðu verið um það á landsfundinum hvort ætti að sækja um aðild að ESB eða ekki, þá hefði flokkurinn klofnað og til að forðast það þá var þessi moðsuða samþykkt.  Þá vitum við áherslur Sjálfstæðisflokksins í landsmálunum, sem virðist vera svona;

Fyrst flokkurinn síðan þjóðin.


Kennitöluflakk

Það hefur ekki þótt viðskipti til fyrirmyndar að stunda kennitöluflakk hjá fyrirtækjum en það  er gert þannig að stofnað er nýtt félag með nýrri kennitölu sem kaupir allan rekstur frá fyrirtæki sem er að fara í gjaldþrot.  Siðan heldur nýja félagið rekstrinum áfram eins og ekkert hefði skeð.  En kröfuhafar eiga bara kröfur á gamla fyrirtækið og þar sem búð er að selja allar eigur þess þá tapa flestir kröfuhafar öllum sínum kröfum.  Þennan siðlausa leik lék Nýja Kaupþing með fyrirtækið Pennann hf. sem var orðin gjaldþrota.  Ef Penninn hefði farið í hefðbundna gjaldþrotameðferð þá hefðu kröfuhafar fengi talsvert af sínum kröfum greitt.  En nú fá þeir ekkert.  Bankastjóri Kaupþings segir að þetta hafi aðallega verið gert til að starfsfólkið héldi vinnunni eða um 40-50 manns.  Það hefði nú ekki breytt öllu þótt starfsfólkið hefði verið atvinnulaust um tíma.  Því það má telja nokkuð öruggt að eignir Pennans hefðu verið seldar einum aðila og sá hefði örugglega vilja fá starfsfólkið aftur í vinnu.  Slík aðgerð hefði verið miklu heiðarlegri gagnvart kröfuhöfum, sem sumir voru að afgreiða vörur til Pennans eftir að skilanefnd Kaupþings tók reksturinn yfir í þeirri trú að þeir fengju greitt við gjaldþrot félagsins.  Svona vinnubrögð eru ekki til þess fallin að endurvekja traust á hinum nýju bönkum.

Ný flugvél

Nú stendur til að afhenda Landhelgisgæslunni hina nýju flugvél sem var í smíðum fyrir Gæsluna.  Vélin mun verð tilbúin 9. júlí og er það nokkuð á undan áætlun  Þessi vél mun bera merkið TF-SIF og er þetta góð viðbót við flugflota Gæslunnar.  Nú er bara spurningin um það hvort til verða peningar til að nota þessa nýju flugvél.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband