Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Ekkert í þessum heimi er hættulegra

en einlæg fáviska og

samviskusöm illska

(Martin Luther King)


Málssókn

Frá Hong Kong.Auðjöfur í Hong Kong hefur höfðað mál á hendur hjákonu sinni vegna samningsbrota. Hann segir að þau hafi náð samkomulagi um að hún myndi ekki sænga hjá öðrum karlmönnum á meðan þau væru saman.

Allur andskotinn getur nú skeð og ratað fyrir dómstóla.  Það mun reynast dýr drátturinn hjá þessum manni.


mbl.is Auðjöfur í mál við hjákonuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tónlistarhús

Austurhöfn-TR hefur eignast félögin Portus og Situs, sem höfðu með höndum uppbyggingu Tónlistar – og ráðstefnuhússins (TR), ásamt byggingarrétti á allri lóðinni að Austurbakka 2. Áætlað er að byggingu tónlistarhússins ljúki 2011 og er áætlaður kostnaður við að ljúka verkinu 14,5 milljarðar króna að meðtöldum vöxtum á byggingartíma.

Hefði nú ekki verið hægt að gera eitthvað þarfara fyrir þessa 14,5 milljarða, nú þegar allt er á hausnum og mikill niðurskurður blasir við víða.  Tónlistarhúsið eins og það er í dag væri ágætur minnisvarði um alla þá vitleysu og sóun, sem hefur átt sér stað á Íslandi sl. 10 ár.  Ég er viss um að erlendir ferðamenn hefðu mikinn áhuga á að skoða og sjá hvaða rugl var hér í gangi þegar við ætluðum að eignast allan heiminn fyrir verðlausan pappír.


mbl.is Tónlistarhúsi lokið 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfall

Kevin Bacon steig sín fyrstu skref í Leiðarljósi.Framleiðslu sjónvarpsþáttanna Guiding Light, Leiðarljós, verður hætt í september en sápuóperan hefur verið framleidd í 72 ár, fyrst í útvarpi en síðar í sjónvarpi.

Þetta er hræðilegt áfall fyrir marga sem hafa lifað sig inn í þessa þætti í 57 ár.  Ein vinkona mín er svo sjúk í þessa þætti að hún má ekki við því að missa einn einasta þátt úr.  Sjálfir horfi ég aldrei á þetta enda margir af leikendunum löngu dauðir og þetta gat ekki haldið áfram endalaust.  Því margir og þar á meðal þessi vinkona mín hafa verið að ergja sig yfir að nýir leikarar hafa verið að koma í þættina í stað þeirra sem eru farnir yfir móðuna miklu.


mbl.is Lokin nálgast hjá Leiðarljósi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþóf

Valgerður Sverrisdóttir Önnur umræða um stjórnarskipunarlög eru hafin á Alþingi eftir miklar og heitar umræður um fundarstjórn þingforseta. Valgerður Sverrisdóttir, þingmaður Framsóknarflokks og formaður sérnefndar um stjórnarskrármál, mælir nú fyrir breytingum á stjórnarskipunarlögum.

Sko Jóhönnu, hún gefst ekki upp og nú er málið komið í 2. umræðu.  En hvort það fer lengra er erfitt að spá um því Sjálfstæðisflokkurinn mun halda uppi málþófi til að tefja málið.  Er bara ekki allt í lagi að leyfa Sjálfstæðismönnum að tala í nokkra sólahringa.  Því sá dagur kemur að þeir gefast upp og frumvarpið ger í gegn.


mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytin á 67. grein

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson á... „Þetta væri í fyrsta skiptið í 50 ár sem gerðar eru breytingar á stjórnarskránni án þess að um það sé þverpólitísk sátt. Það á ekki að breyta stjórnarskránni í aðdraganda kosninga til þess að afla sér pólitískra vinsælda,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, blaðamannafundar fyrir stundu.

Ég held að Jóhanna Sigurðardóttir ætti að taka því að Sjálfstæðisflokkurinn er tilbúinn að fallast á breytingu á 79. grein stjórnarskrárinnar.  En sú grein fjallar um hvernig skuli breyta stjórnarskrá Íslands.  Sú breyting sem á að gera varðandi þessa grein er að auðvelda breytingar íframtíðinnni.  Sjálfstæðisflokkurinn mun aldrei fallast á að eignarákvæði auðlindanna veri sett í stjórnarskrá.  Það er orðið nokkuð ljóst að VG og Samfylkingin munu mynda nýjan meirihluta á næsta Alþingi og þá geta þeir auðveldlega sett þetta ákvæði í stjórnarskránna.

Bæði VG og Samfylkingin munu græða á þessu máli í komandi kosningum en Sjálfstæðisflokkurinn tapa að sam skapi.  Þetta er orðin slíkur skrípaleikur í þinginu að best væri að ljúka því sem fyrst. Flestir þingmenn eru komnir í framboðshugleiðingar og óþarfi að Alþingi sé notað til að vera með framboðsáróður eins og sumir þingmenn hafa verið að gera undanfarið.


mbl.is Vilja aðeins breyta 79. grein stjórnarskrár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnarskráin

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Bjarni Benediktsson á... Sjálfstæðisflokkurinn segir, að það sé hlutverk og skylda stjórnarandstöðu á Alþingi að koma í veg fyrir að í tímaþröng verði ráðist í vanhugsaðar breytingar á stjórnarskránni. Þetta kom fram á blaðamannafundi forustumanna flokksins í dag.

Það sem sjálfstæðisflokkurinn er að hindra með sinni andstöðu er að sett verði í stjórnarskrána ákvæði um að allar náttúruauðlyndir séu eign ríkisins.  Þetta mun vís koma illa við Sægreifanna og helstu rökin eru þau að þetta myndi hindra að hefð í útgerð skapaði eignarétt.  Sem myndi þýða að allar veiðiheimildir á Íslandsmiðum yrðu eign ákveðinna manna og endurnýjun í stétt útgerðarmanna yrði bara til í gegnum erfðir.

Forstjóri Vinnslustöðvarinnar í Eyjum skrifaði í Morgunblaðið í dag að ef farið yrði að tillögum Samfylkingarinnar um innköllun á veiðiheimildum með svokallaðri fyrningarleið á 10-15 árum, þá væru öll sjávarútvegsfyrirtæki kominn á hausinn eftir sex ár.  Þetta sagðist hann hafa fengið sérfræðiskrifstofu til að reikna út fyrir sig.  Nú veit ég að forstjóri Vinnslustöðvarinnar er ekkert fífl og hefur mikla þekkingu á sjávarútveginum.  En annað hvort hefur þessi ráðgjafarstofa reiknað vitlaust eða hugmyndir Samfylkingarinnar ekki verið skoðaðar í réttu ljósi.  Kannski ekki einu sinni lesnar.  En þessar tillögur eru um að ríkið innkalli til sín ákveðin hluta veiðiheimildanna og þær yrðu settar í sérstakan auðlindasjóð, sem myndi leigja þær út gegn hóflegu verði og þeir fjármunir sem kæmu inn í sjóðinn yrðu nýttir til að greiða niður skuldir sjávarútvegsins, sem eru vaxnar honum yfir höfuð og hann ræður ekki lengur við að greiða.

Hvernig getur Binni í Vinnslustöðinni fundið það út að þótt teknar væru af því fyrirtæki 10% af aflaheimildum Vinnslustöðvarinnar, sem hann gæti síðan leigt til sín aftur á hóflegu verði að þá yrði Vinnslustöðin gjaldþrota innan 6 ára, get ég ekki skilið.  En þetta gæti bjargað Vinnslustöðinni frá gjaldþroti.  Því fyrirtækið hefði möguleika á að veiða sama magn og áður og svo myndi auðlindasjóðurinn hjálpa fyrirtækinu að greiða niður lán í sama hlutfalli og sá kvóti sem innkallaður var.  Vinnslustöðin hefði bæði sömu framlegð af sínum rekstri og áður til greiðslu skulda og svo bætti auðlynda sjóðurinn við 10% af greiðslubirgði skuldanna.  Það eina sem breytist er það að við þessa breytingu gæt fyrirtækin ekki verið að ná sér í tekjur með leigu á kvóta.  En gætu að sjálfsögðu skipst á tegundum í hagræðingarskini.

Ef íslensk sjávarútvegsfyrirtæki geta ekki lifað nema með tekjum af kvótabraski þá er eins gott að þau fari bara á hausinn strax.


mbl.is Skylda að koma í veg fyrir vanhugsaðar breytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að hafa húmor fyrir sjálfum sér

Það er ekki hægt að segja annað en Frjálslyndi flokkurinn hafi húmor fyrir sjálfum sér.  Í gærmorgun 1. apríl kom fréttatilkynning frá skrifstofu flokksins um nýja skoðanakönnun og þar hefði Frjálslyndi flokkurinn 15% stuðning og sagt að þessi könnun yrði birt í heild sinni á heimasíðu flokksins xf.is eftir hádegi.  Ég hef heyrt að innlit á heimasíðuna hafi slegið öll met í gær.  En eins og flestir vita hefur flokkurinn verið að mælast með 1-2% fylgi undanfarið.

Svo var annað aprílgabb sem tókst vel en það var um að verið væri að selja húsgögn og ýmsa hluti úr gömlu bönkunum með miklum afslætti í húsi í Skeifunni og sæi verslunin Epal um söluna.  Það mun víst hafa verið mikið um komur að þessu húsi og fólk reyndi að komast inn en allt var harðlæst.  Ég var meira að segja að hugsa um að fara og skoða þetta í gær en þar sem þetta átti að vera til 15. apríl ákvað ég að bíða í nokkra daga. 

En það munaði litlu að ég færi.


Laus sæti

Ástþór Magnússon er í forsvari fyrir Lýðræðishreyfinguna. Talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar segir að enn séu nokkur sæti laus á framboðslista hreyfingarinnar, sem hefur fengið listabókstafinn P, í öllum kjördæmum.

Til hvers eru menn að brölta með svona framboð ef ekki er til fólk til að skipa framboðslistana.  Ég horfði á viðtal við Þórhall Heimisson á sjónvarpsstöðinni ÍNN og þar sagði hann að um 12 þúsund manns væru búin að skrá sig hjá Lýðræðishreyfingunni.  Ef þetta er rétt þá skil ég ekki að það skuli vera skortur á frambjóðendum.  Er fólk eitthvað feimið við að láta nafn sitt sjást á vegum þessara samtaka.  En líklegri skýring held ég þó vera sú að þetta er eins og hjá fjórflokkunum að ákveðnir aðilar eru búnir að taka frá fyrir sig þau sæti sem gætu skilað manni inn á þing.  Það er nú allt lýðræðið hjá þessum samtökum  Þórhallur Heimisson og Bjarni Harðarson tóku frá fyrir sig bestu sætin.


mbl.is Laus sæti á lista Lýðræðishreyfingarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sönn saga

Maður nokkur kom mjög ölvaður inn á bar og sagði við barþjóninn; "Ég ætla að fá tvöfalda vodka í kók og ætla að bjóða öllum sem hér eru inni það sama og þér líka hr. barþjónn."  Þegar maðurinn var búinn með drykkinn ætlaði hann að fara út, en þá kom barþjóninn hlaupandi og sagði; "Þú átt eftir að borga fyrir alla þessa drykki"  Maðurinn svaraði; "Það get ég ekki því ég á enga peninga." barþjóninn varð brjálaður af heift og fleygði manninum út á götu.

Nokkrum dögum seinna kom maðurinn aftur á barinn og var bara mjög hress og sagði við barþjóninn;  "Ég ætla að fá tvöfaldan vodka í kók og bjóða öllum sem hér eru inni það sama og þér líka hr. barþjónn.  Barþjóninn hugsaði með sér að nú hlyti maðurinn að eiga peninga, því varla væri hann svo ósvífinn að ætla að leika sama leikinn aftur og afgreiddi því það sem beðið var um.  En það sama skeði og áður maðurinn sagðist ekki eiga neina peninga og var að lokum hent út á götu.

Nokkrum dögum seinna kom maðurinn aftur og sagði; "Ég ætla að fá tvöfaldan vodka í kók og bjóða öllum sem hér eru inni það sama nema að þú færð ekkert hr. barþjónn."  Barþjóninn horfði undrandi á manninn og spurði "Hvers vegna býður þú mér ekkert núna?"  Maðurinn leit á hann með fyrirlitningu og sagði; "Það þýðir ekkert, því þú verður alltaf svo brjálaður með víni."  Nú fékk barþjóninn alveg nóg og henti manninum út á götu með látum. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband