Sjóður 9 hjá Kaupþingi

Skuldabréf Stoða/FL Group, sem Glitnir keypti úr tveimur sjóðum sínum með stuðningi Geirs H. Haarde og Árna Mathiesen í lok september síðastliðins, eru að mestu töpuð.  Einn skellur í viðbót á ríkissjóð.  Hvað aðra sjóði í vörslu Glitnis varðar, þá skipti ríkið sér ekki af þeim og taldi bara allt í lagi að það fólk sem þar átti peninga tapaði þeim að stórum hluta enda enda enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins þar í stjórnum.

Það er nú vitað að bæði Geir og Árni gerðu þetta til að ekki félli blettur á Sjálfstæðisflokkinn.  En Illugi Gunnarsson, alþm. var einn af stjórnarmönnum í Sjóði 9. 

Halda þessir menn að Sjálfstæðisflokkurinn sé sjálf þjóðin og þess vegna hafi þetta verið allt í lagi.  Það er gott að þetta er upplýst núna fyrir kosningar svo fólk viti fyrir hverju Sjálfstæðisflokkurinn stendur;

Fyrst flokkurinn síðan þjóðin.


mbl.is Stoðabréfin úr Sjóði 9 að mestu töpuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eiga forráðamenn þessara sjóða ekki að bera ábyrgð og gjalda verka sinna ( kæruleysis ). Er þetta sama fólkið og það sem þáði frían veiðitúr til Kanada ?

Kristín 6.4.2009 kl. 10:07

2 identicon

Það hefur verið að sannast á Alþingi að undanförnu, að þingmenn Sjálfstæðisflokksins telja sig vera þjóðina. Þvert á móti, þá er þetta fólk hinsvegar algjörlega úr takti við þjóðina.

Stefán 6.4.2009 kl. 10:11

3 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðvitað eiga þessir menn að bera ábyrgð á sínum gerðum eins og allir aðrir.  Flokksskýrteini í Sjálfstæðisflokknum á ekki að forða mönnum frá ábyrgð, hvað þá að nota peninga úr ríkissjóði til að bjarga andliti á einum þingmanni.

Jakob Falur Kristinsson, 6.4.2009 kl. 10:18

4 identicon

Hvernig væri að kynna sér málin áður en þú byrja með einhverja svona vitleysu. getur til dæmis komst að því að ríkisjóður borgaði ekkert í þennan sjóð leggi til að þú lesir þennan pistill hér.

Auðunn 6.4.2009 kl. 11:22

5 identicon

Get bætt við að þetta tjón fellur ekki á ríkissjóð. Bréf Stoða voru keypt fyrir fé Glitnis sem síðan varð gamli Glitnir og tapið er því lánardrottna gamla Glitnis sem kemur ríkissjóði ekki við.

Hið sama er ekki hægt að segja um 200 milljarðana sem nýju bankarnir þrír voru látnir setja í uppkaup skuldabréfa allra helstu fjármálafyrirtækja á landinu, úr öllum þessum peningamarkaðsjóðum.

Pétur 6.4.2009 kl. 16:26

6 identicon

 Munið þið hvað það hét , þetta " lið " sem var í stjórn

 og sá um SJÓÐ 9, hjá Glitni ?

Kristín 6.4.2009 kl. 19:26

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er full ástæða til að halda þessu við. Glitnir sjóðir hf.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.4.2009 kl. 11:47

8 Smámynd: Jakob Falur Kristinsson

Auðunn þessi pistill sem þú vísar til er viðtal við Illuga Gunnarsson í  prófkjörsbaráttu FLOKKSINS í Reykjavík.  Mér finnst barnalegt að taka í ljósi þess alvarlega það sem Illugi er að segja um Sjóð 9 hjá Glitnir.  Pétur þú segir að ríkið sé ábyrgt fyrir 200 milljörðum sem settir voru í sjóði Glitnis og er nú tapað fé.  Af þessum 200 milljörðum fóru 11 milljarðar í Sjóð 9.  Þótt Illugi bendi á fjáraukalögin 2008 þá kemur þetta ekki fram þar af þeirri einföldu ástæðu að fjáraukalög 2008 eru vegna greiðslna umfram fjárlög fyrir árið 2007, Það verður ekki fyrr en í fjáraukalögum 2009 sem fram koma greiðslur vegna 2008.  Þótt lánadrottnar Glitnis tapi miklu fé tapar ríkið líka mikið.

Kristín ég veit ekki hverjir voru í stjórn Sjóðs 9 fyrir utan Illuga Gunnarsson.

Jakob Falur Kristinsson, 7.4.2009 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband