Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Minnið ætti að vera forðabúr

en margir gera það að ruslakistu

(Ókunnur höfundur)


Vita ekkert

Illugi Gunnarsson Illugi Gunnarsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag, að hann hafi ekki vitað um háa fjárstyrki til flokksins árið 2006. Illugi sat á þeim tíma í einkavæðingarnefnd.

Hann sagði einnig að sér þættu bæði þær upphæðir sem um væri að ræða og tímasetning styrkveitinganna óeðlileg.

Fram hefur komið að Glitnir banki hafi sent einkavæðingarnefnd bréf þar sem lýst var áhuga á að kaupa hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Bréfið var tekið fyrir í einkavæðingarnefnd 20. desember 2006. Níu dögum síðar styrkti FL Group, sem þá var kjölfestufjárfestir í Glitni, Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljónir króna.

Auðvitað veit Illugi frekar en aðrir í þessum flokki neitt um málið og ef hann hefur vitað eitthvað.  Þá er hann örugglega búin að gleyma því.

Halda þingmenn Sjálfstæðisflokks

að kjósendur séu fábjánar.


mbl.is Illugi: Vissi ekki um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun

Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun þar sem skorað er á aðra stjórnmálaflokka að veita upplýsingar um alla óvenjuháa styrki sem flokkurinn hafi þegið á undanförnum árum.

Hvað á svona vitleysa að þýða, er verið að reyna að dreifa athygli á fjármálasukki Sjálfstæðisflokksins á aðra flokka.  Við þessa heiðursmenn vil ég bara segja þetta;

Takið þið fyrst til í fjármálasukki ykkar

 flokks áður en þið gerið kröfur á aðra.


mbl.is Vilja upplýsingar um alla óvenjuháa styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt í stjórnmálum

Undanfarna daga hafa verið auglýsingar bæði á RÚV og Stöð2 um ákveðið þingmál.  Er þar verið að vitna í þá aðila sem gáfu neikvæða umsókn um stjórnlagafrumvarpið, sem Sjálfstæðisflokkurinn er á móti.  Í öll þau ár sem ég hef fylgst með stjórnmálum, man ég ekki eftir svona auglýsingum.  Það virðist ekki vera nóg að allir þingmenn Sjálfstæðisflokks 26 að tölu raði sér á mælendaskrá þegar þetta mál er tekið fyrir og haldi langar ræður, lesi upp úr bókum, skýrslum og jafnvel syngi í ræðustól til að hindra að þetta frumvarp fái eðlilega afgreiðslu í þinginu.  Sjálfstæðismenn berja sér á brjóst og segja; "Við ætlum að standa vörð um stjórnarskrá Íslands."  En er það virkilega tilgangurinn?  Nei því miður er það ekki svo gott.  Það sem þeir eru að standa vörð um er að sett verði í stjórnarskránna að auðlindir þessa lands séu ein íslensku þjóðarinnar.  Þeir telja að handhafar veiðiheimildar á Íslandsmiðum séu búnir að skapa sér eignarétt með hefð.  Þannig að allur óveiddur fiskur á Íslandsmiðum sé eign nokkurra manna.  Ég skrifaði grein í Morgunblaðið vegna þessa máls og reyndi að vekja athygli á þessari vitleysu, greinin birtist í blaðinu í gær 9. apríl og vonandi fæ ég einhver viðbrögð við henni.   Sjálfstæðismenn telja að nýtingaréttur skapi eignarétt vegna hefðar og þess vegna eigi ekki að binda þetta í stjórnarskrá Íslands.  Hvað verður þá með hinar auðlindirnar eins og jarðhita, vatn ofl.  Vegna þessara vitleysu í Sjálfstæðismönnum mun þing koma saman aftur eftir páska og sennilega standa fram á kjördag, en þá verður nýtt þing kosið.

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki eiga mikla peninga þegar kemur að endurgreiðslu þeirra styrkja sem hann ætlaði sér, vekur það forvitni mína hver borgar þessar auglýsingar.  En flestiir vita að svona sjónvarpsauglýsingar á tveimur sjónvarpstöðvum kvöld eftir kvöld hljóta að kosta nokkur hundruð þúsund ef ekki milljónir.  Kannski greiðir LÍÚ þetta eða Jón Ásgeir?


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Júdas

Júdas sveik Jesú fyrir 30 silfurpeninga á sínum tíma.  Styrkur FL-Group til Sjálfstæðisflokksins var að fjárhæð 30 milljónir.  Ætli bæði Júdas og FL-Group hafi í raun fengið svipaða upphæð ef tekið er tillit til tímans.  Við vitum fyrir hvað Júdas fékk fyrir sína peninga en við vitum ekki hvað FL-Group fékk fyrir sína.  Það væri gaman ef hægt væri að fá þær upplýsingar.

Krossfesting

Frá krossfestingarathöfninni í Cutud í morgunÞrjátíu karlar og konur létu krossfesta sig á Filippseyjum í dag. Ástralinn John Michael, sem er 33 ára frá Melbourne, var krossfestur ásamt tveimur körlum og einni konu í Kapitangan í nágrenni Manila en 25 til viðbótar voru krossfestir í bænum Cutud norður af höfuðborginni.

Þetta á að vera einhver trúarathöfn, en þetta er ekki krossfesting eins og var á tíma Jesús.  Þá var neglt gegnum hendur og fætur til að festa viðkomandi á krossinn.  En nú eru menn bara bundnir á krossinn.  Ef fólki líður betur með því að gera þetta, þá er ekkert við því að segja.

Hefði ekki verið tilvalið í dag að forusta Sjálfstæðisflokksins léti krossfesta sig og þá þar með fyrirgefningu synda sinna.


mbl.is Þrjátíu krossfestir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snjóflóð

Snjóflóðavarnargarðarnir ofan byggðarinnar á Flateyri. Snjóflóð, sem féll úr Skollahvilft á varnargarðinn ofan Flateyrar 30 mars var á um 200 kílómetra hraða samkvæmt radarmælingu sem gerð var á varnargarðinum. Veðurstofan segir, að hraðinn hafi verið nokkru meiri en búist var við fyrir flóð sem sé ekki stærra en þetta.

Þetta verða nú Vestfirðingar búa við flesta vetur.  Þetta er alveg ótrúlegur hraði á flóðinu, en þarna sönnuðu varnargarðarnir sig.  Annars hefði flóðið farið  yfir byggðina og jafnvel orðið mannstjón, það getur enginn forðað sér frá snjóflóði sem er á 200 kílómetra hraða.


mbl.is Snjóflóð á 200 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vilja ekki Ísland og Finnland

Finnsku skrímslarokkararnir í Lordi virðast ekki laða fólk...Fáir Norðurlandabúar gætu hugsað sér að flytja til Íslands eða Finnlands ef ættu kost á því að flytja búferlum til einhvers af Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í könnun, sem Norstat hefur gert í samvinnu við norræn ríkisútvörp. Flestir gætu hugsað sér að flytja til Svíþjóðar.

Ég get ekki skilið hvers vegna þetta fólk vill ekki flytja til Íslands stórast og ríkast lands í heiminum.  Strangheiðarlegir stjórnmálamenn, launin skömmtuð til þess að fólk geti keypt sér í matinn og engan óþarfa.  Vextir eru kannski pínulítið of háir en öll fegurðin, hreina loftið og hreina vatnið, ætti nú að vega upp á móti ókostunum.


mbl.is Vilja ekki flytja til Íslands og Finnlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Sjálfstæðisflokkurinn

Það er ekki skemmtilegt að vera sjálfstæðismaður þessa daganna.  Fyrst var upplýst að FL-Group hefði styrkt flokkinn með 30 milljóna framlagi aðeins þremur dögum áður en lögin um fjármál stjórnmálaflokkanna tóku gildi.  Síðar bættist svo við að Landsbanki Íslands hefði látið flokkinn fá 25 milljónir um svipað leiti.  Hinn nýi formaður flokksins Bjarni Benediktsson ætlaði að vera snöggur að laga þetta og endurgreiða þessa styrki.  En þá kom í ljós að flokkurinn stendur ekki betur en svo að það eru ekki til peningar til að endurgreiða þetta.

Guðlaugur Þór Þórðarson var nefndur sem milligöngumaður um þessa styrki, en nú man hann ekkert.  Guðlaugur Þór var í þeirri nefnd sem samdi frumvarpið um fjármál stjórnmálaflokkanna undir forustu Geirs H. Haarde.  Geir segist hafa einn tekið ákvörðun að þiggja þessa styrki og beri á því fulla ábyrgð.  Aðrir vissu ekki neitt um þessa styrki, sem betur fer því þeir muna ekkert hvað var að gerast í fjármálum flokksins haustið 2006.  Nú hefur Morgunblaðið upplýst að Guðlaugur Þór bauð nýráðnum framkvæmdastjóra flokksins, Andra Óttarssyni að hafa milligöngu um að útvega þetta fé frá FL-Group.  En sjálfur segist Guðlaugur ekkert muna og hafi fyrst frétt af þessum styrk í fjölmiðlum.

Kjartan Gunnarsson hætti sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins sumarið 2006 en starfaði með nýjum framkvæmdastjóra fram á árið 2007 og hafði prókúruumboð fyrir flokkinn þann tíma.  En í dag man hann bara ekki neitt frá þessum tíma, sama hvað oft hann er spurður.  Hann getur alls ekki munað eftir þessu.  Það mætti ætla, miðað við svörin hjá þessum mönnum að þeir væru elliær gamalmenni, en svo er nú ekki.

Einn af hluthöfum í FL-Group Finnbogi Vikar kefur kært þess styrkveitingu og í framhaldi af því fengið mörg símtöl frá sjálfstæðismönnum þar sem honum er hótað öllu illu ef hann dragi kæruna ekki til baka.

Nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn opnað bókhald sitt frá þessum tíma og þar kemur fram að 8 fyrirtæki styrktu flokkinn um 81 milljón og þar kemur einnig fram að áður en Landsbankinn lagði þessar 25 milljónir inn á reikning Sjálfstæðisflokksins var hann búinn að styrkja flokkinn um 5 milljónir.  Þannig að styrkir FL-Group og Landsbanka Íslands til Sjálfstæðisflokksins eru samtals 60 milljónir.

Flokksins vegna ætla ég að vona að einhver minnisgóður maður í Sjálfstæðisflokknum minni þessa ágætu menn sem ekkert muna, á að kjósa í næstu kosningum.  Því það er hæpið að þeir geti munað það sjálfir.


Framboðsfundir

 Ég var fyrir stuttu að skrifa um framboðsfundinn sem sjónvarpað var frá á Ísafirði.  Mér þótti fundurinn daufu og nefndi að hér áður fyrr þegar kempurnar Steingrímur Hermannsson, Matthías Bjarnason, Sighvatur Björgvinsson og Karvel Pálmason voru upp á sitt besta.  Þá voru þessir fundir hin mesta skemmtun.  Þeir þræddu hvert þorp og héldu fund, en þá voru Vestfirðir sérstakt kjördæmi.  Þótt þeir deildu hart á þessum fundum voru þeir í raun hinir bestu vinir og voru oft saman í bifreið.  Eftir eina slíka fundaherferð og komið var til Ísafjarðar seint um kvöld, þá dæsti Sighvatur Björgvinsson og sagði; "Maður er nú bara orðinn dauðþreyttur eftir að hafa flutt ræður á fimm fundum í dag." Þá heyrðist í járnkarlinum Matthíasi Bjarnasyni; "Hvað megum við hinir segja, sem höfum þurft að hlusta á þær allar."  Þannig var nú húmorinn hjá frambjóðendum á Vestfjörðum í þá daga.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband