Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Sá sem sjálfur lætur heiminn

eða sinn hluta hans sjá fyrir ráði sínu í lífinu

þarf ekki á öðrum hæfileikum að halda

en hermigáfu apans

(John Stuarty Mill)

 


Hlutabréf hækka

 Bandarísk hlutabréf hækkuðu mikið í verði í dag og er það rakið til jákvæðrar afkomuviðvörunar frá bandaríska bankanum Wells Fargo, sem sagði í dag að útlit væri fyrir 3 milljarða dala hagnað á fyrsta ársfjórðungi.

Ætli helsta ástæðan sé ekki sú að Barack Obama er að takast það sem hann lofaði í kosningunum og svo hafa stýrivextir verið að lækka mikið í Bandaríkjunum til að örva hagkerfið.

Á meðan sitjum við hér á Íslandi með hæstu stýrivexti í heimi, lækkandi gengi og gjaldeyrishöft og allt á niðurleið.


mbl.is Bandarísk hlutabréf þjóta upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fundartími

Björn Bjarnason. Þingflokkur sjálfstæðismanna kom saman í gær vegna styrkjamálsins. Segir Björn Bjarnason, þingmaður flokksins, að það sé líklega einsdæmi að þingflokkurinn hafi haldið fund á föstudaginn langa.

Var ekki tilefni fundarins líka einsdæmi Hr. Björn Bjarnason og árangurinn af fundinum.


mbl.is Fundartíminn einsdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byr-Sparisjóður

Mynd 476776Landsbankinn hefur tekið yfir eignarhaldsfélagið Imon, sem er í eigu Magnúsar Ármanns, og er þar með orðinn stærsti hluthafinn í BYR sparisjóði. Samkvæmt nýuppfærðum lista sparisjóðsins er hluturinn um 7,5 prósent af heildarhlutafé sjóðsins.

Hvað er að ske, vantaði Landsbankann fleiri fjármálafyrirtæki sem eru í vandræðum.  Þar sem við höfum nú þrjá ríkisbanka er mjög brýnt að efla Sparisjóðina í landinu.  Þeir hafa sinnt einstaklingum og minni fyrirtækjum miklu betur en stóru bankarnir.  Með þessari aðgerð er Landsbankinn að fara út á mjög hála braut.


mbl.is Landsbankinn stærstur í BYR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjóræningjar

Bandaríska herskipið USS Bainbridge er statt rét thjá björgunarbátnum.Sjóræningjar frá Sómalíu, sem hafa bandaríska skipstjórann Richard Phillips í haldi, vara við því að verði reynt að bjarga honum geti það endað ,,með skelfingu". Fjórir menn eru með Phillips í haldi á litlum, vélarvana björgunarbáti nokkur hundruð km undan strönd landsins.

Það á ekki að hika við að skjóta niður þessar bátskeljar sem þeir nota, þótt það kosti nokkur mannslíf.  Öll herskipin sem eru á svæðinu eiga að sjá um þetta og ekki hætta fyrr en þessir sjóræningjar sjá að þetta er vonlaus barátta.


mbl.is Gæti ,,endað með skelfingu"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið tap

Mynd 493670 Tap á rekstri stjórnmálaflokkanna nam alls 280 milljónum króna á árinu 2007, að því er lesa má út úr ársreikningum flokkanna sem birtir voru nýlega á heimasíðu Ríkisendurskoðunar. Skuldir flokkanna sex, sem reikningar eru birtir fyrir, námu 503 milljónum króna í lok ársins 2007.

Ja hérna nú er það ljótt bullandi tap á öllum stjórnmálaflokkunum.  Verður ekki bara að gera þá gjaldþrota og skipa skilanefnd yfir hverjum þeirra.  Varla geta þessir flokkar boðið fram við næstu kosningar vegna peningaleysis.  Það verður þá bara Lýðræðishreyfingin og Borgarflokkurinn sem verða í framboði.  Þetta sýnir hversu brýnt það er að stjórnlagafrumvarpið verði að lögum fyrir kosningar, því þar er gert ráð fyrir persónukjöri og væru þá alli sem hafa kosningarétt í framboði.


mbl.is Flokkarnir skulda hálfan milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álver

Auðvitað á að byggja þetta álver og skapa með því nokkur hundruð störf til framtíðar.  Þeir sem eru á móti að álver verði reist í Helguvík eru að halda því hátt á lofti að verð á áli sé að lækka mikið á heimsmarkaði.  Það er alveg rétt að verðið hefur lækkað mikið undanfarna mánuði en það kemur okkur hreinlega ekkert við.  Það er ekki íslenska ríkið sem ætlar að byggja og reka þetta álver.  Heldur er það erlent stórfyrirtæki og ef þeir vilja byggja álverið og reka síðan með tapi, þá er það þeirra mál.  Þeir eru að tapa eigin peningum en ekki okkar.
mbl.is Meirihluti vill álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannréttindi

 Noordin Alazawi styttir sér stundir með því að semja...Noordin Alazawi, 19 ára Íraki, ætlaði aldrei að koma til Íslands en var stöðvaður á leið sinni til Kanada. Síðan eru liðnir sjö mánuðir. Hann hefst við í kytru í Reykjanesbæ og bíður þess sem verða vill.

Þennan mann vildi útlendingaeftirlitið senda til baka til Grikklands, þótt vitað væri að þaðan yrði hann sendur til Íraks og drepinn.  Sem betur fer stöðvaði dómsmálaráðherra málið áður en hann fór úr landi.  Nú eiga íslensk stjórnvöld að taka sig til og veita öllum þeim sem bíða í húsnæði Rauða-krossins í Reykjanesbæ, dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi.  Þar sem fyrri ríkisstjórn hunsaði algerlega álit Mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna um brot á tveimur sjómönnum, getum við bætt fyrir það brot að hluta með slíkri aðgerð.  Við gætum auðveldlega flokkað úr og sent úr landi þá sem eru glæpamenn í sínu föðurlandi, en blásaklausu fólki eigum við að hjálpa.

Það er íslenskri þjóð til skammar að hér skuli vera hópur fólks sem ekkert fær að vita um sína framtíð.  Ég ek oft framhjá þessum flóttamannabúðum í Reykjanesbæ og fæ í mig hroll við tilhugsunina um hvernig þessu fólki muni líða sem þar dvelur.  Ég er alveg sannfærður um að íslenska þjóðin vill ekki þetta ástand og að svona sé farið með saklaust fólk.


mbl.is Mannréttindi innantómt tal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Páskaegg

Það tilheyrir í páskaeggjaleit að fá andlitsmálun. Árleg páskaeggjaleit á vegum reykvískra sjálfstæðisfélaga verður í Elliðaárdalnum við gömlu rafstöðina og við Grásleppuskúrana á Ægisíðu í dag og hefst leitin stundvíslega á báðum stöðum kl. 14.

Á nú að lát þá félaga Guðlaug Þór Þórðarson og Birgir Ármannsson, stjórna páskaeggjaleit.  Annar við Ægissíðu og hinn í  Elliðaárdalnum.  Þeir skorast ekki undan mikilli ábyrgð þessir kappar, eða er verið að reyna að breiða yfir vandræðin í Sjálfstæðisflokknum með þessu.  Halda forustumenn flokksins að páskaeggjaleit tveggja þingmanna skili þeim atkvæðum.  Það verða að mestu leiti börn sem taka þátt í þessu og þau hafa ekki kosningarétt.  Ég ætla rétt að vona að þeir félagar steli ekki páskaeggjunum til að selja í fjáröflunarskini fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en það hefur verið seilst ansi langt í þeim efnum.


mbl.is Þingmenn í páskaeggjaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málin rædd

Þingflokkur Sjálfstæðisflokks, sat langt fram á kvöld í gær og ræddi um styrkina stóru, sem flokkurinn fékk frá FL-Group og Landsbankanum.  Í framhaldi af því lýsti Bjarni Benediktsson því yfir að nú væri vitað hverjir báðu um þessa styrki og veittu þeim viðtöku.  En nöfn þeirra yrðu birt síðar (sem þýðir aldrei).  Fjárhagsstaða flokksins mun víst vera mjög slæm og kosningar fram undan.  Því mun verða nokkur bið að þessir styrkir verði endurgreiddir eins og voru fyrstu viðbrögð Bjarna við þessum fréttum.

Það hafa mörg spjót staðið á Guðlaugi Þór Þórðarsyni vegna þessara styrkja en hann neitar allri aðild sinn að þessu máli.  Eina sem hann hafi gert var að hann bað nokkra flokksfélaga að reyna að útvega peninga til flokksins og hann hafi aldrei vitað hvað þessir styrkir voru miklir eða hverjir veittu þá.  Það væri betra fyrir Guðlaug Þór að þegja frekar en segja svona bull.  Ég trúi því ekki að þessir flokksfélagar sem Guðlaugur fékk til að safna peningum, hafi ekki látið Guðlaug Þór vita að þeir hefðu fengið 55 milljónir í styrki.  Enda hefur Bjarni Benediktsson sagt að Guðlaugur Þór hefði rætt við sig og gert hreint fyrir sínum dyrum, sem dygði að sinni.  En ekki væri útilokað að hann þyrfti að skýra mál sitt betur síðar.  Þá væntanlega eftir kosningar.

Kjartan Gunnarsson sagði í viðtali í gær að hann vissi hverjir hefðu beðið um þessa styrki og tekið á móti þeim.  Hann hefði látið formann flokksins vita og nú væri beðið eftir að þessir menn gæfu sig fram og útskýrðu málin.  Það væri talið heiðarlegra að gefa þessum mönnum kost á að gefa sig fram sjálfir, svo ekki þyrfti að koma til að aðrir yrðu að gera það.

Þetta mál ætlar að verða Sjálfstæðisflokknum erfitt og í allri umræðunni nú er alveg orðið gleymt að Geir H. Haarde fv. formaður sagðist hafa beðið um styrkina og veitt þeim móttöku.  Nú er bara ekkert tekið mark á Geir H. Haarde, enda augljóst frá upphafi að Geir H. Haarde var bara að þessu vegna þess að hann er að hætta í stjórnmálum og gæti ekkert skaðast á þessari yfirlýsingu sinni.  En þetta má er langt í frá búið og enn mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að tapa fylgi.

Þar sem Sjálfstæðisflokkurinn á í svona miklum erfiðleikum væri þá ekki reynandi að spara aðeins peninga og draga úr öllum þessum sjónvarpsauglýsingum um stjórnarskrámálið, sem er til umræðu á Alþingi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband