Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Hinn enski kirkjugestur vill helst stranga prédikun.

Hann álítur nefnilega að náungi hans

hafi gott af því að heyra sannleikann.

(Gerorge Bernand Shaw)


Ófrísk

Gilleen Morris segist eiga von á barni með eiginmanni Amy Winehouse.Bresk kona sem var með eiginmanni Amy Winehouse í meðferð, Blake Fielder-Civil, segist eiga von á barni með rokkaranum. Konan segir Fielder-Civil ætla að standa með sér og hjálpa henni að ala upp barnið.

Mikið er ég fegin að hún þurfi ekki ein að standa í því að ala upp þetta barn.  En hver verða nú viðbrögð Amy Winehouse, sem stendur í skilnaði við eiginmann sinn.


mbl.is Ófrísk eftir eiginmann Winehouse
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Messa

Messa í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ. Margir lögðu leið sína í messu í Lágafellskirkju í morgun, en þar, eins og í fleiri kirkjum landsins, er messað kl. 8 að morgni páskadags. Í Lágafellskirkju þjónaði sóknarpresturinn, séra Ragnheiður Jónsdóttir, fyrir altari.

Þetta er fallegur og góður siður að halda messu kl. 8 að morgni páskadags.


mbl.is Messa að morgni páskadags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deilur

Robert Tchenguiz.Kaupsýslumaðurinn Robert Tchenguiz og skilanefnd gamla Kaupþings deila nú, að sögn breska blaðsins Observer, um hvernig eigi að skipta andvirði verslunarkeðjunnar Somerfield, sem seld var í mars. Bæði Tchenguiz og Kaupþing áttu hlut í Somerfield ásamt Apax Partners og Barclays Capital. Co-operative Group keypti Somerfield fyrir 1,56 milljarða punda, jafnvirði 29 milljarða króna.

Þarf nokkuð að deila um þessa hluti.  Væri ekki bara hin besta lausn fyrir alla að afhenda allt þetta fé í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins.  Þetta eru ekki nema tæpir 30 milljarðar svo það munar bara nokkrum núllum á þessu og styrknum frá FL-Group, sem var 30 milljónir.  Núll er sama og ekkert þannig að nokkur núll eru ekki neitt meira.


mbl.is Kaupþing yfirtekur viðskiptaveldi Tchenguiz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skipstjóri

Hópur ættbálkaleiðtoga í Sómalíu reynir nú að fá sjóræningja til að sleppa bandarískum skipstjóra, sem þeir hafa haldið í gíslingu um borð í björgunarbáti frá því á miðvikudag.

Vonandi hafa þeir vit á að sleppa skipstjóranum og láta sér nægja skipið.  Ef ekki munu hundruð manna falla í átökum við öll herskipin sem þarna eru og munu ráðast af hörku á sjóræningjanna og jafnvel ráðast inn á land í Sómalíu með skelfilegum afleiðingum.


mbl.is Reynt að semja um lausn skipstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfrýjun

Búist er við að móðir 8 ára stúlku í Saudi-Arabíu áfrýi nýföllnum dómi sem kveður á um að dóttirin megi ekki skilja við 47 ára eiginmann sinn.

Hverskonar rugl er hér í gangi, 8 ára gömul stúlkubarn látið giftast 47 ára karlmanni.  Þótt hann hafi lofað að hafa ekki kynmök við barnið fyrr en hún verður kynþroska þá mun engin fylgjast með því.  Hvernig er samviska föður barnsins sem gaf manninum stúlkuna til að greiða skuld?  Ef þetta er hin rétta trú múslíma þá gef ég lítið fyrir hana.


mbl.is Berst fyrir skilnaði 8 ára dóttur sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðarslys

LögreglanUmferðarslys varð á mótum Bústaðavegar og Reykjanesbrautar á þriðja tímanum í nótt. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum og klessti á ljósastaur. Kalla þurfti til slökkvilið til að aftengja rafmagnið í staurnum og klippa farþegana út. Þeir hlutu minniháttar meiðsl.

Hvernig getur staðið á því að ökumaður missi stjórn á bíl sínum við mjög góðar aðstæður.  Engin hálka, lítil umferð en ölvaður ökumaður.


mbl.is Umferðarslys og fíkniefnaakstrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sérsveit lögreglunnar

Sérsveitin við hús ríkislögreglustjóra. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð að húsi á Presthúsabraut á Akranesi í gærkvöldi. Þar var staddur ölvaður og vopnaður maður en áhyggjufullur aðstandandi tilkynnti lögreglunni á Akranesi um ástand hans. Maðurinn gisti fangageymslur í nótt. 

Þetta eru rétt viðbrögð hjá lögreglunni, því fátt er hættulegra en ölvaður með byssu.  Bara lán að hann var ekki búinn í ölæði að drepa einhvern.


mbl.is Þurfti að kalla á sérsveitina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap

Dr. Who og lafði Christina, en faðir hennar tapaði öllu...Hrun íslensku bankanna í Bretlandi kemur við sögu í einum vinsælasta sjónvarpsþætti BBC, Dr. Who. Þátturinn var sýndur á besta tíma í gær. Í þættinum stelur önnur aðalsöguhetjan dýrmætum bikar og kemur síðan með þá skýringu á athæfi sínu að faðir hennar hafi tapað öllu sínu á hruni íslensku bankanna.

Það munu líða mörg ár þar til við náum okkar sjálfsvirðingu aftur íslenska þjóðin, svo illa léku þessir útrásarvíkingar okkur.  Þess vegna er alger óþarfi við að rembast við að greiða þær skuldir sem þessir menn skildu eftir sig.  Það verður áfram gert grín að Íslandi áfram erlendis.


mbl.is Tapaði öllu á íslenskum bönkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 telja að báðir fyrrverandi framkvæmdastjórar flokksins hafi vitað af risastyrkjunum frá FL Group og Landsbankanum eftir að þeir voru komnir í hús. Vísaði hann þar til Andra Óttarssonar og Kjartans Gunnarssonar.

Nú er þessi flokkur að slá öll met í villandi yfirlýsingum.  Það virðist sama hver er að tala þá rekst það á annað sem áður hefur verið sagt.  Báðir þessir menn Andri og Kjartan neituðu því að hafa nokkuð vitað um þessa frægu styrki, en nú segir Bjarni Benediktsson allt annað.  Geir H. Haarde sagði að hann hefði beðið um þessa styrki og veitt þeim viðtöku.

Það hefur verið upplýst að Guðlaugur Þór bað tvo menn að aðstoða sig við að fá fjármagn til flokksins, þá Þorstein Jónsson í Vífilfelli hf., sem var þá varformaður stjórnar FL_Group og hann fékk styrkinn þaðan.  Síðan var það forstöðumaður verbréfasviðs Landsbanka Íslands, sem fékk styrkinn þaðan.  Sjálfur segist Guðlaugur Þór ekkert hafa vitað hvað þessir samherjar hans fengu mikla peninga.

Þetta er allt bull og tóm steypa sem kemur frá þessum flokki þessa daganna,

Lygi og aftur Lygi, 

FLOKKURINN var að þiggja mútur

og ekkert annað

og mun gjalda fyrir það ,

í næstu kosningum.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband