Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Sá er munur á snillingum og

heimskingjum, að

snilldin á sín takmörk

(Th Gahlin)


Mútuflokkurinn

Skýrsla Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins var til... Sjálfstæðisflokkurinn vill að íslensk stjórnvöld vinni að því í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að Ísland taki upp evru í lok áætlunar sjóðsins. Segir í tilkynningu frá flokknum að með þessu leggi hann þó ekki til einhliða upptöku gjaldmiðilsins heldur í samstarfi við Evrópusambandið.

Er Mútuflokkurinn farinn á atkvæðaveiðar? Þeir hafa bæði viljað og hafnað upptöku Evru.  Það þýðir ekkert fyrir þessa fugla að halda því fram að hægt sé að taka upp evru án aðildarumsóknar að ESB.  Þetta vita þeir vel og þess vegna skil ég ekki þennan hringlandahátt rétt fyrir kosningar.


mbl.is Vilja upptöku evru í samvinnu við AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landbúnaður

 Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og fjármálaráðherra, og fulltrúar Bændasamtaka Íslands, skrifuðu í dag undir breytingar á gildandi samningum um starfsskilyrði mjólkurframleiðslu og sauðfjárræktar. Eru greiðslur til bænda skertar næstu þrjú ár en samningarnir verða framlengdir um tvö ár.

Er ekki orðið tímabært að endurskoða allt þetta fyrirkomulag í landbúnaði.  Við eigum að efla þá starfsemi að bændur selji beint sína framleiðslu og þar á ég við það sem kallað hefur verið "Frá haga til maga"og losna við allan þann kostnað sem milliliðirnir hirða.  Þá fyrst fer hagur bænda batnandi.


mbl.is Breytingar á búvörusamningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Símafyrirtæki

 Nýi-Landsbankinn kemur til með að eignast 57% hlut í Teymi ef áætlanir um endurskipulagningu félagsins ganga eftir. Þær voru kynntar á sérstökum fundi með kröfuhöfum í gær.

Hvað ætlar ríkið sér með því að eignast símafyrirtækin Vodafone og Tal.  Verður þetta ekki síðan gefið Símanum svo hann verði nánast einn á markaðnum.  Ég er þeirra skoðunar að ríkisbankarnir eigi að hjálpa fyrirtækjum í erfiðleikum en ekki eignast í þeim hlutabréf.  Bankar eru þjónustustofnanir fyrir atvinnulífið og einstaklinga og eiga ekki að vera í öðrum rekstri.  Ætlum við ekkert að læra af því hvernig gömlu bankarnir höguðu sér og varð þeim að falli.


mbl.is Ríkið eignast símafyrirtæki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækkun á eldsneyti

 Eldsneytisverð hefur hækkað. Skeljungur hækkaði í gær lítrann af bensíni um 5 krónur og lítrann af dísilolíu um 4 krónur. Kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu nú 155,10 krónur og dísilolíulítrinn 159,60 krónur.

Hvernig er það með þessi blessuð olíufélög fylgjast þau ekkert með í olíuheiminum.  Þegar olía er að lækka á heimsmarkaði þá er hún hækkuð hér.


mbl.is Eldsneytisverð hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættir við að kaupa SPRON

Nú hefur hinu nýja Kaupþingi tekist að hindra kaup MP-banka á útibúaneti SPRON og einkabanka SPRON, sem hefur í för með sér að 40-50 starfsmenn sem voru hjá SPRON og til stóð að ráða aftur, fá nú enga vinnu.  Nú eru þeir bankar sem reistir voru á rústum hinna gömlu allir í eigu ríkisins.  En samt virðast bankastjórarnir ekki skilja alveg hjá hverjum þeir eru að vinna og telja jafnvel að þeir sjálfir eigi þessa banka.


Landsbankinn

Ásmundur Stefánsson. Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Nýja Landsbankans, baðst afsökunar á þeim mistökum sem bankinn gerði fyrir hrun í ræðu sem hann flutti á starfsdegi bankans í morgun. Þetta kom fram í fréttum Útvarpsins.

Það er alltaf gott þegar beðið er afsökunar á því sem miður fer, eða hefur farið.  En af hverju baðst hann ekki afsökunar á því hvernig bankinn starfar í dag.  Mér sýnist að þessir nýju bankar ætli að fara í sama farið og hinir gömlu.  Ofurlaun og spilling virðist vera einkenni íslenskra banka.


mbl.is Baðst afsökunar á mistökum bankans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tannlækningar

Þjónustan er veitt í Læknagarði. Gríðarleg aðsókn hefur verið á Hjálparvakt tannlækna í morgun og er svo komið að ekki er hægt að taka við fleirum í dag, þó þeir sem nú eru þegar mættir muni fá þjónustu.

Það er ömurleg staðreynd að margar fjölskyldur skuli búa við svo mikla fátækt að þessi kostur er sá eini sem þau hafa til að láta gera við tennur barna sinna.


mbl.is Ekki tekið við fleirum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvalveiðar

 Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur gert samkomulag við Hagfræðistofnun um að leggja þjóðhagslegt mat á hvalveiðar við Ísland. Í matinu verður litið til áhrifa hvalveiða á atvinnustig, fjárfestingar og útflutningstekjur auk afleiddra áhrifa á ferðaþjónustu og önnur hugsanleg áhrif á aðrar atvinnugreinar.

Auðvitað er sjálfsagt að leggja mat á þessar veiðar og það mat mun skila því að hagkvæmt er að veiða hval í stórum stíl.


mbl.is Mat lagt á þjóðhagsleg áhrif hvalveiða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þinglok

Þá er nú þingstörfum lokið í bili og kosningar framundan.  Sjálfstæðisflokknum tókst ætlunarverk sitt, sem var að hindra að frumvarpið um stjórnarskrármálið yrði afgreitt.  Þessa atburðar mun lengi minnst í þingsögunni, hvernig minnihlutanum tókst að hindra að frumvarpið yrði samþykkt þótt meirihluti væri fyrir því á Alþingi.  Þeir þurft að vísu að halda á milli 800-900 ræður til að tefja málið.  Svo ætlast þessi flokkur til að fólk trúi að hann sé hlynntur lýðræði í landinu.  Þegar búið var að draga frumvarpið til baka var tekið við að afgreiða önnur mál.  Það var afgreitt frumvarp um listamannalaun, sem sjálfstæðisflokkur taldi reyndar að ekki væru til peningar fyrir.  Svo var afgreitt frumvarp um álver í Helguvík, sem var sjálfstæðismönnum mikið hjartans mál og fögnuðu mikið.  Það setti reyndar ljótan blett á afgreiðslu þess máls að sjálfstæðismenn notuðu hvert tækifæri sem gafst að hamra á því að VG væri á móti frumvarpinu.  En ekki reyndi VG að hindra að þetta frumvarp yrði að lögum með málþófi.  Sjálfstæðisflokkurinn ætlar seint að skilja það að þingmenn hafa mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum og að skoðun sjálfstæðismanna er ekki sú eina rétta.  Sjálfstæðisflokknum tókst að hindra að auðlindir Íslands væru þjóðareign og gengu þar erinda LÍÚ, sem mun nú leggja mikla peninga í sjóði flokksins.  En það mun engu breyta að í næstu kosningu verður Sjálfstæðisflokkurinn rasskeldur af íslensku þjóðinni og bíða einn mesta kosningaósigur í sögu flokksins og fram undan er eyðimerkurganga í stjórnarandstöðu næstu áratugi.  Flokkur sem er jafn gjörspilltur og Sjálfstæðisflokkurinn fær engan til að starfa með sér næstu áratugi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband