Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Að hafa enga skoðun er einnig eins konar ákvörðun,

Því að hafi maður sjálfur engar skoðanirgefur

hann skoðunum og atferli annarra meira vægi.

(Sören Kirkegaard)


Þreyttur leiðtogi

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kóreu, segist stundum þreytast í önnum dagsins enda sé hann ekki gerður úr stáli. Þessar fréttir fluttu norður-kóreskir ríkisfjölmiðlar í morgun.  Aumingja karlinn að verða svona þreyttur.

Það var nú talið að hann hefði fengið heilablóðfall á síðasta ári, en því hefur alltaf verið neitað af hálfu Norður-Kóreumanna.  En vissulega lítur maðurinn illa út hverju sem um er að kenna.


mbl.is Kim segist stundum þreyttur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjórhjól

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði 14 ára pilt á fjórhjóli í Sandgerði á miðvikudagskvöld. Pilturinn hafði áður ekið um götur bæjarins á ofsahraða, meðal annars á móti umferð. Fréttavefur bæjarins segir frá því að ökumenn torfæruhjóla séu til mikils ama í bæjarfélaginu, þeir skemmi gróður og valdi hávaða.

Ég hef einmitt verið að velta því fyrir mér hvað margir hér í Sandgerði eru komnir á fjórhjól og æða hér um göturnar með tilheyrandi hávaða og látum.


mbl.is Ungir fjórhjólamenn til ama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stundvísi

Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdasstjóri Icelandair, afhenti...Starfsfólk stjórnstöðvar Icelandair á Keflavíkurflugvelli fékk í gær viðurkenningu fyrir nýtt met í stundvísi félagsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins komu og fóru farþegaþotur Icelandair á réttum tíma í 92,6% tilvika. Fyrra metið var sett árið 2003 en það var 84,7% stundvísi. Meðaltal hjá flugfélögum innan Samtaka evrópskra flugfélaga, AEA, var 68,3% til 80,4% eftir lengd fluga á þessum sama árstíma á síðasta ári.

Það er full ástæða til að óska Icelandair til hamingju með þennan árangur.  Því fátt er leiðinlegra en sífelldar tafir í flugi.


mbl.is Nýtt met í stundvísi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosningakompás mbl.is

Mynd 495740Hvar stendur þú í stjórnmálum? Hversu vel endurspeglar stefna stjórnmálaflokkanna sjónarmið þín? Kosningakompás mbl.is getur veitt þér ákveðna innsýn í hvernig viðhorf þín í einstaka málum tengjast stefnumiðum stjórnmálaflokkanna.

Þetta er gott framtak hjá Morgunblaðinu og mun örugglega vekja áhuga margra.  Ríkissjónvarpið hefur verið með svokallaða framboðsfundi og hafa þeir tekist nokkuð vel.  En mér finnst þessir fundir vera of stuttir en þeir standa í 75 mínútur og alltaf komast stjórnendur þáttanna í tímaþröng og verða að klippa á bæði svör frambjóðenda og spurningar úr sal, nánast fyrirvaralaust.  Þessir þættir ættu að standa í 2-3 klukkutíma svo allt skilaði sér.  Þessi tími er minni en venjulegur fótboltaleikur sem er 90 mínútur ef ekki er framlengt.


mbl.is Kosningakompás mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landeyjarhöfn

Unnið að smíði brúar á Ála. Starfsmenn Suðurverks hafa unnið allan sólarhringinn alla daga ársins við undirbúning Landeyjahafnar. Verkið er á áætlun, samkvæmt upplýsingum Dofra Eysteinssonar framkvæmdastjóra.

Ansi er ég nú hræddur um að þarna sé verið að eyða peningum í vitleysu.  Þessi höfn á eftir að verða mjög erfið og mun ekki verða sú samgöngubót, sem Vestmannaeyjar þurfa á að halda.  Það munu koma margir dagar á hverju ári þar sem ekki verður fært að sigla inn í þessa höfn og brimið mun sífellt fylla hana af sandi og þá þarf dýpkunarskip nánast að vera þarna allt árið.  Besta leiðin fyrir Vestmannaeyjar væri nýr Herjólfur sem gæti siglt á 20-30 sjómílna hraða milli Þorlákshafnar og Vestmannaeyja.


mbl.is Ferjuhöfn undirbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bílstjóri

Mynd 495724 Dani, sem hefur verið handtekinn yfir 500 sinnum fyrir umferðarlagabrot, þar af ítrekaðan ölvunarakstur, segir í viðtali við danska blaðið B.T. í dag, að hann muni halda áfram að keyra þrátt fyrir að hafa verið ítrekað sviptur réttindum ævilangt. „Ég hef ekið frá því ég var 17 ára. Ég er góður bílstjóri," segir hann.

Þessi náungi er heldur betur að stinga höfðinu í sandinn og í bullandi afneitun.  Ef þetta væri á Íslandi þá væri um að ræða einn af kjósendum Sjálfstæðisflokks.


mbl.is „Ég er góður bílstjóri"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Launalaust leyfi

 Cathay Pacific AirwaysStarfsfólk flugfélagsins Cathay Pacific verður sent í launalaust leyfi og flugferðum flugfélagsins, sem er með höfuðstöðvar í Hong Kong, fækkað. Alls starfa 17 þúsund manns hjá Cathay Pacific en afkoma félagsins versnaði á fyrsta ársfjórðungi.

Væri ekki heiðarlegra að segja fólkinu upp, heldur en að vera með svona æfingar.


mbl.is Starfsfólk sent í launalaust leyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lýsi hf.

Þorlákshöfn.Umhverfisráðuneytið staðfest ákvörðun Heilbrigðisnefndar Suðurlands um útgáfu starfsleyfis til Lýsis hf. í Þorlákshöfn vegna þurrkunar fiskaafurðar. Ráðuneytið markaði starfsleyfinu þó styttri tíma, átta ár í stað tólf, og gerði ýmsar breytingar á leyfinu, til að koma til móts við kvartanir íbúa.

Það væri líka fáránlegt ef fyrirtækinu hefði verið lokað í öllu þessu atvinnuleysi og þótt komi sterk fisklykt við þurrkun þorskhausa verður bara að hafa það.  Ísland byggðist upp á slori og fiski með tilheyrandi lykt.  Þessi starfsemi skapar líka gjaldeyrir sem okkur bráðvantar núna.


mbl.is Lýsi fær að starfa áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítilsvirðing við kjósendur

Nú hefur Sjálfstæðisflokknum tekist með málþófi sínu að hindra afgreiðslu um stjórnarskrármálið og hefur það verið tekið af dagskrá Alþingis.  Það sem sjálfstæðismenn vildu ekki var eftirfarandi;

1.   Kosning Stjórnlagaþings

2.   Auðlindir Íslands væru þjóðareign

3.   Þjóðaratkvæðagreiðsla um mikilvæg mál

Það var búið að draga ákvæði um stjórnlagaþingið út úr frumvarpinu að kröfu sjálfstæðismanna, sem töldu að með samþykkt þess væri Alþingi að afsala sér völdum.  En það dugði ekki til heldur var krafist að liðir nr. 2 og 3 færu út líka.  Er niðurstaðan því þannig að Sjálfstæðisflokkurinn vil ekki;

1.   Stjórnlagaþing, sem geri breytingar á stjórnarskrá Íslands, sem þýðir óbreytt stjórnarskrá.

2.   Flokkurinn vill standa vörð um kvótabraskið og sægreifarnir geti haldið því fram að allur óveiddur fiskur á Íslandsmiðum sé þeirra einkaeign og íslensku þjóðinni komi ekkert við hvernig þeir nýta sína eign.

3.   Flokkurinn treystir ekki kjósendum til að greiða atkvæði um mikilvæg mál í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Kjósendur eru sem sagt fábjánar sem ekkert vit hafa á neinu sem Alþingi er að fjalla um.  Samt vilja þeir atkvæði allra vitleysinga í komandi kosningum. 

Nú verða kjósendur að standa saman og refsa flokknum fyrir þessa afstöðu í kosningunum og láta hann finna að þjóðin er ekki sátt um svona vinnubrögð.  Þennan flokk ætti engin að kjósa sem er með fullu viti.  Auðvitað fær flokkurinn atkvæði frá sínum dyggustu stuðningsmönnum, sem líta á stjórnmálinn sem trúarbrögð og kjósa alltaf eins.  Ég er 100% viss um að þótt api væri í framboði til formanns í þessum flokki á landsfundi hans, þá þyrfti ekki að kjósa heldur yrði hann hylltur með lófataki og kjörinn formaður slík er hollusta sumra við þennan flokk.  Á síðasta landsfundi kom Davíð Oddsson og skammaði fundarmenn eins og hunda og sagði þá gera allt rangt og væru í raun bjánar.  Samt stóð lýðurinn upp og klappaði vel og lengi og núverandi formaður sagði að orð Davíðs hefðu verið mikilvægt framlag hans til málefnavinnu flokksins.  Er því rökrétt að draga þá ályktun að þessi flokkur sé samansafn af vitleysingum.

Þar sem bæði FL-Group og Landsbankinn eru farinn á hausinn verður Sjálfstæðisflokkurinn að róa á önnur mið í fjáröflun sinni og eru nú þegar búnir að leggja inn beiðni um fjárstyrk frá Sægreifum þessa lands með því að hafa stoppað þetta frumvarp.


mbl.is Stjórnarskrá ekki breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband