Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Næstum allir þola mótbyr,

en viljirðu reyna manninn

skaltu færa honum völd.

 

(Abraham Lincoln)


Tétsnía

Rússar minnast hermannasem fallið hafa í Tétsníu í Moskvu í...Rússneskir embættismenn hafa lýst því yfir að áratugalöngum hernaðaraðgerðum Rússa gegn aðskilnaðarsinnum í Tétsníu sé nú formlega lokið. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Hvað voru Rússar að skipta sér af málum í þessu héraði?  Er kommúnisminn enn í fullu gildi hjá Rússum?


mbl.is Hernaði Rússa í Tétsníu lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ræktun

Matjurtaræktun hefur aukist gríðarlega í Bandaríkjunum undanfarið á sama tíma og efnahagskreppan bítur mörg heimili illa. Með auknu atvinnuleysi leitast margir við að bæta hag heimilanna með því að rækta sitt eigið grænmeti. Svipað virðist vera uppi á teningnum á Íslandi en mikill áhugi er meðal Reykvíkinga á að ræta garðinn sinn.

Þetta er hið besta mál og nú held ég að lögreglan ætti að láta þá í friði sem eru að rækta sitt kannabisefni, því með framleiðslu hér á landi sparast dýrmætur gjaldeyrir og nokkur störf skapast við þessa ræktun.


mbl.is Ræktun vinsæl í kreppunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þinglok

Frá Alþingi. Enn er óvissa um þinglok en engin niðurstaða varð um afgreiðslu stjórnarskrárfrumvarpsins á fundi sérnefndar þingsins í morgun. Nefndin mun koma aftur saman í hádeginu.

Þetta er vonlaust að ætla að semja við Sjálfstæðisflokkinn varðandi stjórnarskrárfrumvarpið.  Leyfa þeim bara að hala áfram sínu bulli þar til umboð þeirra rennur út kl: 24,00 25. apríl. nk.  Ég er farinn að halda að þar sem svo margir sjálfstæðismenn munu ekki ná kjöri á næsta þing, ætli þeir sér að kjafta þangað til að lögreglan verður látinn fjarlægja þá úr þinghúsinu, að morgni 26. apríl.


mbl.is Enn óvissa um þinglok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlendir sérfræðingar

Litla hafmeyjan í Kaupmannahöfn Þau fyrirtæki í Danmörku sem hafa laðað erlenda sérfræðinga til starfa þar í landi hafa staðið sig betur en þau fyrirtæki sem treysta einvörðungu á innlenda starfskrafta. Þetta er niðurstaða rannsóknar á afkomu danskra fyrirtækja á tímabilinu frá 1999 til 2005, samkvæmt frétt Polotiken.

Sannast ekki þarna máltækið;

"Glöggt er gests auga"


mbl.is Erlendir sérfræðingar til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framboð

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir varaformaður BÍ býður sig fram... Tvö eru í framboði til formanns Blaðamannafélags Íslands en aðalfundur fer fram miðvikudaginn 22. apríl nk. Framboðsfrestur til formennsku rann út á miðnætti. Að sögn Hjálmars Jónssonar, framkvæmdastjóra BÍ, stendur valið á milli Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur og Kristins Hrafnssonar.

Það er alltaf ánægjulegt þegar þarf að kjósa um formann í svona félagi.  Það eru alltof mörg dæmi um að enginn nenni að standa í svona hlutum og oft sjálfskjörið í hinum ýmsu félögum.


mbl.is Tvö í framboði til formanns BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misskilningur

Britney SpearsSöngkonan Britney Spears uppskar hlátur meðal tónlistagesta í San Jose í Kaliforníu sl. sunnudag þegar hún áttaði sig ekki á í hvaða borg hún var. Spears sem kallaði til áhorfenda,„Hvað segið þið í Sacramento!?“ lét það þó ekki á sig fá og hélt tónleikum áfram eins og ekkert hafði í skorist.

Hvað á að láta það fá eitthvað á sig þótt konan ruglist á borgum.  Þetta breytti engu varðandi tónleika hennar.


mbl.is Britney ruglaðist á borgum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vogur

Göngudeild SÁÁ Alls hafa 19.248 einstaklingar komið á sjúkrahúsið Vog í 53.858 skipti á rúmum 30 árum en 9,4% karla og 4% kvenna á Íslandi sem eru eldri en 15 ára hafa komið á Vog. 4% af öllum stúlkum og 5% af öllum drengjum á Íslandi koma í meðferð á Vog fyrir 20 ára aldur.

Þessi könnun sýnir okkur að þrátt fyrir góðan vilja eru margir sem þurfa að fara aftur og aftur á Vog.  Það hættir enginn í neyslu vímuefna nema að vilja það sjálfur, dvöl á Vogi ein og sér dugar ekki nema örfáum.


mbl.is 9,4% karla hafa lagst inn á Vog
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta ríkisstjórn

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, og...Meirihluti telur annan hvorn núverandi stjórnarflokka, þ.e. Samfylkinguna eða Vinstri græna, best til þess fallinn að leiða helstu málaflokka á næstu mánuðum, að því er fram kemur í nýrri skoðanakönnun MMR. Þá vilja flestir að VG leiði rannsókn á tildrögum bankahrunsins og að Sjálfstæðisflokkurinn leiði efnahags- og skattamál.

Þá vitum við hvaða flokkar munu mynda næstu ríkisstjórn, en það eru

VG og Samfylkingin.


mbl.is Flestir treysta núverandi stjórnarflokkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málþóf

Þótt sú breyting hafi verið gerð á stjórnlagafrumvarpinu, að fellt var á brott ákvæði um stjórnlagaþing, þá heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram sínu málþófi um þetta frumvarp.  Nú vilja þeir að út fari líka ákvæðið um að auðlindir Íslands verði í eigu íslensku þjóðarinnar.  Það var því ekki stjórnlagaþingið sem olli þeirra andstöðu heldur málið með auðlindirnar.  Það hentaði bara betur að ræða málin út frá stjórnlagaþinginu og að Alþingi væri að afsala sér ákveðnum völdum ef slíkt yrði samþykkt.  Nei það var fiskurinn í sjónum, sem ekki má verða sameign þjóðarinnar.  Þessi flokkur hefur því tekið að sér það hlutverk að vera varðhundar sægreifanna.  Nú held ég að ekki þýði að reyna að semja við þá um þinglok.  Leyfa þeim bara að blaðra yfir hálftómum þingsal fram að kjördegi.  Aðrir flokkar geta þá snúið sér að kosningabaráttunni og þjóðin fær staðfestingu á því að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að þiggja mútur frá sægreifunum og verður að verja þeirra hagsmuni.  Það á sem sagt að taka hagsmuni sægreifanna fram yfir þjóðarhag og það mun þýða að talsverður hópur þingmanna Sjálfstæðisflokks fer ekki aftur inn á Alþingi, nema sem gestir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband