Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Orð í tíma talað er betra

en tíu í ótíma.

(Íslenskt máltæki)


Framleiðsla fíkniefna

Frá Kaupmannahöfn. Nemandi við Háskólann í Kaupmannahöfn bjó til metamfetamín á tilraunastofu skólans. Hann var handtekinn í gærkvöldi.

Þetta hefur verið efnilegur nemandi a.m.k. í efnafræði.


mbl.is Fíkniefnaframleiðsla í háskólanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lækkun launa

Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM. Kjaraskerðing hjá opinberum starfsmönnum er þegar hafin, að sögn Guðlaugar Kristjánsdóttur, formanns BHM. Hún sagði að orð Katrínar Jakobsdóttur, oddvita VG í Reykjavík norður, um að fremur eigi að lækka laun opinberra starfsmanna en að fækka störfum, hitti BHM illa fyrir.

Er ekki skárra að hafa vinnu þótt launin lækki eitthvað en verða atvinnulaus.  Ég fæ ekki skilið hvað þetta hittir BHM verr en aðra.


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisbréf

Seðlabanki Íslands Útlendingar áttu í febrúarlok ríkisbréf og -víxla fyrir tæplega 200 milljarða króna að nafnvirði. Þar af nam eign þeirra í ríkisbréfum 175 milljörðum króna sem jafngildir 62% af útistandandi ríkisbréfum að viðbættum lánsbréfum til aðalmiðlara, og ríkisvíxlaeign erlendra aðila nam 21 milljarði króna sem samsvarar rúmlega 27% af útistandandi víxlum í lok febrúar. Þetta kemur fram í nýbirtu mánaðaryfirliti Seðlabankans yfir lánamál ríkisins.

Þetta er mjög eðlilegt því íslendingar hafa enga peninga til að kaupa fyrir.  En er þetta ekki talsvert hættulegt fyrir sjálfstæða þjóð að erlendir aðilar geta með samstöðu ráðið stjórn landsins.  Hvað segja þeir nú, sem mest óttast ESB.


mbl.is Meirihluti ríkisbréfa í eigu útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auð hús

Eigendur hússins við Vatnstíg segja borgaryfirvöld hafa tafið fyrirætlanir um glæsilega byggingu á svæðinu. Nokkur gömul hús hafa staðið auð og drabbast niður meðan áform eigendanna hafa verið til umfjöllunar í borgarkerfinu. 22 voru handteknir þegar lögregla braust inn í húsið í morgun.

Íslenskir auðmenn gefa ekkert eftir þegar peningar eiga í hlut.


mbl.is Í vegi fyrir glæsihúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Teymi

Teymi. Ljóst er að enginn núverandi stjórnarmanna Teymis munu sitja í næstu stjórn félagsins. Þrír hafa boðið sig fram til stjórnar Teymis en ný stjórn verður kjörin hjá félaginu á hluthafafundi þann 20.apríl. Núverandi stjórn mun leggja til á fundinum að hlutafé núverandi eigenda verði fært niður að fullu og gengið verði til samninga við kröfuhafa með það markmið að þeir eignist félagið.

Þetta er einkennileg afstaða nýrrar stjórnar að ætla að afhenda lánadrottnum sínum félagið.  En kannski er ekkert um annað að ræða.


mbl.is Allir stjórnarmenn hætta hjá Teymi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mótmæli

Frá aðgerðum lögreglu við Vatnsstíg í morgun. Hópur fólks hefur safnast saman fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu til að mótmæla aðgerðum lögreglunnar við Vatnsstíg í morgun þar sem hústökufólk hafðist við. Húsið var rýmt og 22 voru handteknir. Lögreglan segir að um það bil 30 manns séu nú fyrir framan stöðina og að allt fari fram í ró og spekt.

Gott hjá þessu hústökufólki


mbl.is Mótmæla við lögreglustöðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi

Frá Alþingi. Nokkur stjórnarfrumvörp eru nú til lokaumræðu og afgreiðslu á þingfundi á Alþingi, sem nú stendur yfir. Stjórnarskrárfrumvarpið er ekki á dagskrá þingfundarins en umræða um það stóð til kl. 2 í nótt.

Hvað ætla Sjálfstæðismenn að halda þessu leikriti sínu áfram lengi?  Ætla þeir ekki í neina kosningabaráttu?


mbl.is Stjórnarskráin ekki á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðist Sjálfstæðisflokkurinn kosningar?

Það mæti ætla að Sjálfstæðisflokkurinn hræðist komandi alþingiskosnigar.  Flokkurinn hefur eins og kunnugt er beitt málþófi til að hindra að stjórnlagafrumvarpið næði fram að ganga.  Nú hefur Framsókn dregið kröfu sína um stjórnlagaþing til baka til að hraða þinglokum.  En það var einmitt stjórnagaþingið sem sjálfstæðismenn settu helst fyrir sig í sinni andstöðu.  Þegar Framsókn dró kröfu sína til baka hefði mátt ætla að fljótlegt væri að ljúka þingstörfum.  En svo er nú aldeilis ekki, nú tefja sjálfstæðismenn hvert frumvarpið eftir annað með kjaftæði um allt og ekkert.  Eins munu sjálfstæðismenn vera andvígir því að sett verði í stjórnarskrána að auðlindir Íslands væru í eigu íslensku þjóðarinnar.  Að mörgu leiti er þessi afstaða sjálfstæðismanna skiljanleg, þeir hafa þegið fé frá fyrirtækjum, sem nánast skipa þeim fyrir verkum.  En kjördagur nálgast og þann 25. apríl fellur niður umboð núverandi þingmanna.  Þessi framkoma sjálfstæðismanna er þeim til skammar og verk þeirra verða metin í kosningunum 25. apríl.

Skattar

Frá Alþingi. Sigurður Kári Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurði á Alþingi í dag hvort það væri virkilega svo, að stefna Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs væri að lækka laun opinberra starfsmanna og hækka jafnframt skatta á almenningi.

Ætla sjálfstæðismenn aldrei að skilja, að verið er að tala um hátekjuskatt,fjármagnstekjuskatt og tekjutengdan eignaskatt.  Það er ekki verið að leggja til að auka skatttekjur á almenning, heldur á að snúa blaðinu við og hverfa frá skattastefnu Sjálfstæðisflokksins, sem lét þá sem höfðu mestu tekjurnar borga minnst en þeir, sem lægst höfðu launin borguðu mest sem hlutfall af sínum tekjum.  Það var hópur af fólki sem greiddi einungis fjármagnstekjuskatt sem var 10% og greiddu þar af leiðandi ekki krónu fyrir þá þjónustu sem það sveitarfélag veitti þeim, sem þeir bjuggu í.  Það kemur fæstum á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn vilji ekki breyta skattkerfinu og hrópar úlfur, úlfur, í hvert sinn sem það er nefnt.  Þeir vilja að hinn venjulegi launamaður beri sem allra mestar byrgðar en þeir sem eiga svo mikla peninga að þeir geti lifað af skattatekjunum einum borgi aðeins 10% skatt.  Geta þeir ómögulega sætt sig við að bilið á milli ríkra og fátækra í þessu landi minni aðeins og sanngirni sé gætt.


mbl.is Tekist á um skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband