Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Aldnar undir blæða,

augun fella tár;

mörg er heimsins mæða

og mannraunin sár.

(Gamalt viðlag)


Ríkisendurskoðun

Guðlaugur Þór Þórðarson Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild til að safna upplýsingum innan Orkuveitu Reykjavíkur um störf stjórnarformanna, eins og Guðlaugur Þór Þórðarson alþingismaður sagðist í yfirlýsingu í gær ætla að óska eftir. Ríkisendurskoðun hefur enn ekki borist formlegt erindi frá Guðlaugi.

Hvað gerir Guðlaugur Þór nú?


mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nektardans

 58% þátttakenda í skoðanakönnun Fréttablaðsins sögðust vilja að nektardans yrði bannaður með lögum. Alls vildu 73,8% kvenna banna nektardans en 42,7%.

Hvaða máli skipti í afstöðu fólks hvaða stjórnmálaflokka það kýs.  Ég er alfarið á móti svona banni, þótt ég hafi aldrei komið inn á slíkan stað hérlendis.  Þá finnst mér eðlilegt að þeir sem hafa ánægju af því að sækja þessa staði geti gert það í friði.  Ég er á móti allri forsjárhyggju, ég vil fá að taka mínar ákvarðanir í friði og tel að aðrir eigi sama rétt. 

STJÓRNVÖLD ÞURFA EKKI AÐ HUGSA FYRIR FÓLK.


mbl.is Meirihluti vill banna nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður afsláttur

Merki Iceland Express.Iceland Express mun þann 1. maí hefja flug til Gatwick flugvallar í nágrenni Lundúnaborgar í stað Standsted flugvallar. Vegna þessa hefur flugfélagið ákveðið að veita tæplega 50% afslátt á flugi til Íslands. Segir á vef félagsins að um 3 þúsund sæti verði seld á 49 pund, rúmar 9 þúsund krónur og eru allir skattar og gjöld innifalin í verðinu.

Þetta er sem sagt verið á flugi til Íslands, en hvað ætli verði sé á flugi frá Íslandi? um það er ekkert sagt og ekki heldur hvort íslendingum standi þetta til boða?  Annars er hægt að hrósa þessu flugfélagi fyrir að þeir eru oft með mjög góð tilboð til áfangastaða víða um heim.


mbl.is Iceland Express með tilboð til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óhræddir

Bandarískt herskip á Adenflóa.Sómalískir sjóræningjar virðast óhræddir þrátt fyrir aðgerðir bandarískra og franskra hermanna um liðna helgi. Í nótt rændu þeir grísku fraktskipi á Adenflóa, M.V. Irene. Þetta er þriðja skipið sem rænt er á einni viku. Litlar upplýsingar hafa borist um skipið, s.s. um þjóðerni áhafnarinnar en 22 menn voru um borð. Þeir eru sagðir ómeiddir.

Nú hlýtur eitthvað alvarlegt að fara að ske í þessum málum.  Það getur ekki gengið að ákveðin siglingaleið sé meira og minna lokuð vegna sjórána.


mbl.is Sjóræningjar rændu fraktskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítill áhugi

Höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Strassbourg í FrakklandiAlls ætla 48% sænskra kjósenda að taka þátt í kosningu til Evrópuþingsins þann 7. júní nk., samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Sifo vann fyrir sænska útvarpið. 52% ætla að sitja heima á kjördag. 64% aðspurðra hefur engan eða lítinn áhuga á kosningunum.

Það þarf ekki Evrópuþing til þess a'ð fólk hafi lítinn áhuga á kosningum.  Samkvæmt skoðanakönnunum hér á Íslandi er stór hópur, sem ætlar ekki að kjósa.  Annað hvort að skila auðu eða vera heima á kjördag 25. apríl n.k.


mbl.is Lítill áhugi á Evrópuþingskosningum í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðleikar

Ísbjörn ræðst á konuna sem laumaðist inn á svæðið hans í...Þýsk kona sem klifraði yfir vegg og girðingar til að komast inn á lokað svæði þar sem fjórir ísbirnir hafast við í dýragarðinum í Berlín ætlaði að binda enda á líf sitt. Konan hefur m.a. glímt við fjárhagslega erfiðleika og t.a.m. var rafmagnið tekið af íbúð hennar í febrúar sl.

Er þetta sú framtíð sem blasir við skuldsettum íslenskum heimilum.


mbl.is Ætlaði að binda enda á líf sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Noregur

   Sá óvenjulegi atburður varð í Noregi um helgina, að umferðarlögreglan stöðvaði ungan mann, sem ók dráttarvél á 49 km hraða á vegarkafla í Froland þar sem hámarkshraðinn var 40 kílómetrar á klukkustund.

Þurfti lögreglan nú að gera mál úr þessu, manngreyið var aðeins 9 km. yfir löglegum hraða.  Ætli sé lítið að gera hjá lögreglunni þarna.


mbl.is Á ólöglegum hraða á traktor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grindavík

Grindavík. Sigmar Eðvarðsson, annar tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Grindavík segir bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins i bænum hafa boðið bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á fund síðar í dag um myndun nýs meirihluta.

Hún ætlar að verða Grindvíkingum erfið þessi bæjarstjórn.  Síðasta sprenging kostaði bæinn nokkra tugi milljóna.  Nú er bara að bíð og sjá hvað þessi sprenging muni kosta.


mbl.is Meirihlutinn í Grindavík sprunginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tengsl

Fyrir rúmu ári síðan voru 34 þingmenn tengdir fyrirtækjum... Nær helmingur þingmanna á Alþingi er skráður í hlutafélagaskrá sem stjórnarformaður, prókúruhafi, framkvæmdastjóri, endurskoðandi, meðstjórnandi eða varamaður í stjórn. Fyrir utan eignarhald í fyrirtækjum eru þingmenn tengdir 55 fyrirtækjum skráðum í Hlutafélagaskrá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Creditinfo.

Það þarf ekkert að vera neitt athugavert við þetta.  Ég tel það af hinu góða ef þingmenn hafi tengsl við atvinnulífið í landinu.  Það væru óeðlilegar hindranir fyrir einstakling, sem á og rekur fyrirtæki, ef hann væri ekki kjörgengur til Alþingis.  En það verða líka að vera ströng lög um að ef viðkomandi velur þingsætið, þá  feli hann þá öðrum aðila sinn  rekstur.  Ef fólk í atvinnulífinu væri ekki kjörgengt til Alþingis værum við að útiloka alla bændur, trillukarla ofl.  Ég lít á þingmennsku sem fullt starf og þeir eigi ekki að vinna við neitt annað á meðan þeir gegna þingmennsku.


mbl.is Þingmenn tengdir 55 fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband