Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Taktu ekki níðróginn nærri þér.

Það næsta gömul er saga,

að lakasti gróðurinn ekki það er

sem ormar helst vilja naga.

(Hannes Hafstein)


Kúba

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði á leiðtogafundi Ameríkuríkja í Trinidad í dag, að stefna bandarískra stjórnvalda gagnvart Kúbu hefði ekki virkað. Hins vegar yrði stefnunni ekki breytt í bráð. Ekki náðist samstaða um lokayfirlýsingu fundarins, sem leiðtogar 34 ríkja sátu.

Barack Obama verður að gera allt sem hann getur til að samskipti Bandaríkjanna og Kúbu verði eðlileg á ný.  Hann má ekki falla í sömu gryfju og margir forverar hans að vanmeta Kúbu.  Ferðafrelsi á milli landanna væri lámark.  Það þarf að koma því þannig fyrir að Kúba verði með þegar þjóðir Ameríku funda saman.


mbl.is Obama: Kúbustefna hefur ekki virkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innbrot

LögreglanFimm ungir karlmenn voru handteknir vegna innbrots og þjófnaðar í skemmtistaðinn Pool Bar Reykjanesbæ í morgun. Stolið var áfengi og voru innbrotsþjófarnir handsamaðir. Málið telst upplýst.

Hefðbundinn afgreiðsla á svona málum, menn handteknir og yfirheyrðir og síðan sleppt, gegn loforði um að brjótast ekki inn aftur á sama stað.

Málið upplýst.


mbl.is Innbrot í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veggur

Veggurinn lenti á fjórum bílum. Skjólveggur sem reistur var utan um brunarústirnar á horni Lækjargötu og Austurstrætis féll og fauk laust fyrir hádegið. Veggurinn lenti á fjórum bílum sem stóðu í Austurstræti. Borgarstarfsmenn voru kallaðir út og fjarlægðu vegginn. Bílarnir rispuðust en skemmdust ekki mikið, að sögn lögreglunnar.

Borgin getur lengi á sig blómum bætt.


mbl.is Veggur fauk á bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvartanir

Lögreglan segir bifhjólamenn vera yfirleitt til fyrirmyndar. Talsvert hefur verið um kvartanir til lögreglu vegna hávaða frá bifhjólamönnum sem leggja leið sína á Ingólfstorg í Reykjavík. Tilkynnendum finnst m.a að bifhjólin séu á köflum þanin svo mikið að ónæði hljótist af.

Er ekki hægt að fá að gera neitt í þessu landi án þess að kvartað sé yfir því.  Það á ekki að ansa svona rugli.  Þegar farið er að elta ólar við svona hlutum þá er endalaust hægt að finna efni til að kvarta yfir.


mbl.is Kvartað vegna hávaða vélfáka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Endurgreiða

Bojan Prasnikar, þjálfari Cottbus, var að vonum óánægður... Þýska knattspyrnufélagið Energie Cottbus ætlar að endurgreiða 600 stuðningsmönnum félagsins aðgöngumiða eftir að liðið tapaði 4:0 fyrir Schalke á föstudag. Hefur Cottbus nú tapað sex af sjö síðustu leikjum sínum í þýsku deildinni og er í bullandi fallhættu.

Þetta er sennilega einsdæmi í knattspyrnusögunni.


mbl.is Endurgreiða miða vegna hörmulegrar frammistöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumur maður

Rubina Ali fór með hlutverk stúlku að nafni Latika í Viltu... Bláfátækur faðir hinnar níu ára gömlu leikkonu, Rubina Ali, sem fór með hlutverk í óskarsverðlaunamyndinni Viltu vinna milljarð, hefur nú boðið dóttur sína „til sölu" fyrir 200 þúsund pund eða um 47,5 milljónir króna.

Hvernig getur faðir látið sér detta í hug svona vitleysa og grimmd gagnvart 9 ára barni sínu.  Nú hlýtur stúlkan að hafa fengið talsverðar greiðslur fyrir leik sinni í myndinni og þær síðan farið til föður hennar.  En mikill vill meira er oft sagt.


mbl.is Býður fræga dóttur til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesave-reikningar

 Tugir breskra sveitarstjórna gætu fengið óvæntar greiðslur frá skilanefnd Heritable Bank, dótturfélags Landsbankans. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að sparifjáreigendur geti átt von á að minnsta kosti 70% af innistæðum sínum, að því er kemur fram í breska blaðinu Sunday Times.

Hvernig gat þetta farið framhjá þeim aðilum sem höfðu stjórn þessa máls á hendi.  Þetta minnkar því kröfur á Ísland vegna þessara reikninga.


mbl.is Óvænt fé í íslenskum banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smygl

 Mikil lögregluaðgerð hefur verið í gangi á sunnanverðum Austfjörðum í dag. Engar upplýsingar hafa fengist um málið frá lögreglu eða Landhelgisgæslu en eftir því sem næst verður komið mun málið tengjast skútu sem á að hafa komið upp að landinu í gær eða gærkvöldi, líklega með smyglfarm um borð.

Ætli þessi skúta sé ekki á vegum Sjálfstæðisflokks og full af evrum, en flokkurinn vill taka upp einhliða evru án inngöngu eða samþykkis ESB.


mbl.is Grunur um smyglskútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórn Fiskveiða

Þann 17. apríl skrifuðu þrír bæjarstjórar grein í Morgunblaðið undir fyrirsögninni "Vinstri flokkarnir lofa að reka sjávarútveginn í gjaldþrot."  Þar sem þessir bæjarstjórar eru að ég held allir sjálfstæðismenn, verður að lesa greinina með hliðsjón af því. Þetta eru bæjarstjórar í Ísafjarðarbæ, Vestmannaeyjum og Snæfellsbæ.   Ég hef ekki í langan tíma séð á prenti jafn mikið af ósönnum fullyrðingum,lygi og kjaftæði.  Þessir menn snúa öllu á hvolf og virðast tilbúnir að fórna sínu mannorði í þágu Sjálfstæðisflokkinn og taka hagsmuni þeirra bæjarfélaga sem þeir stjórna fram yfir hagsmuni Sjálfstæðisflokks.  Í þessari grein stendur varla steinn yfir steini hvað varðar sannleikann.  Þeir segja í grein sinni að íbúar þessara bæja, sem eru 5% þjóðarinnar, en hafi með elju,útsjónarsemi og óþrjótandi trú á sjávarútveginn, tekist að kaupa og EIGNAST um 30% af aflaheimildum Íslendinga.  Nú ætli bæði Samfylkingin og VG að innkalla þessar aflaheimildir á 20 árum eða 5% á ári og gera þannig upptæka þessa EIGN, sem útgerðir í þessum bæjum hafi lagt svo mikið á sig að eignast.  Í lögum um stjórn fiskveiða stendur að allar aflaheimildir við Ísland séu eign íslensku þjóðarinnar.  Þess vegna getur enginn eignast þessar aflaheimildir og hafi einhver verið svo vitlaus að greiða einhverjum stórfé fyrir aflaheimildir, sem seljandi átti ekki í raun þá er það einfaldlega skaði viðkomandi kaupanda.  Þær tillögur sem áðurnefndir flokkar hafa sett fram eru vissulega að innkalla allar aflaheimildir á 20 árum.  En það er hvergi nefnt að ekki eigi að nýta þessar aflaheimildir.  Heldur ætlar löglegur eigandi þeirra að leigja þær út gegn hóflegu gjaldi sem renni í sjóð sem verði stofnaður og mun heita Auðlindasjóður.  Sá sjóður á síðan að nýta til að greiða niður hinar miklu skuldir sjávarútvegsins, sem munu vera á bilinu 500-600 milljarðar.  Þessar skuldir er sjávarútveginum ómögulegt að greiða miðað við núverandi tekjur og hafa þeir t.d. farið fram á við ríkið að miðað verði við gengi krónunnar fyrir hið mikla efnahagshrun, þegar skuldirnar verða greiddar.  Þessar miklu skuldir sjávarútvegsins eru ekki nema að litlu leyti tilkomnar vegna kaupa á aflaheimildum.  Stór hluti þeirra er vegna þess að mörg sjávarútvegsfyrirtæki tóku mikil lán og notuðu aflaheimildirnar sem veð fyrir þeim lánum, sem síðan voru notuð til að braska með í hlutabréfakaupum í fyrirtækjum sem ekkert eru skyld sjávarútveginum.  Öll þessi hlutabréf eru í dag verðlaus og veðin í sumum tilfellum eign erlendra banka.  Mér er kunnugt að í sumum útgerðarfyrirtækjum ræðist hluthafar ekki lengur við nema í gegnum lögfræðinga.  Hvað varðar innköllun á veiðiheimildum og nýtingu þeirra þá er gert ráð fyrir að núverandi handhafar veiðiheimilda fái í sinn hlut 1/3 og 1/3 fari til þeirra byggðalaga sem hafa orðið illa úti vegna þessa kerfis og síðan verði 1/3 boðin upp á frjálsum markaði.  Við uppboð á markaði nýtur núverandi útgerðir ákveðins forskots, þar sem þær eiga skip í rekstri og hafa sjómenn til að veiða fiskinn.  En þetta opnar líka möguleika fyrir nýja aðila að komast inn í þessa atvinnugrein.  En nýliðun er nauðsynleg öllum atvinnugreinum og þeir sem áhuga hafa á að stunda útgerð eiga að fá til þess tækifæri.  En í dag verður nýliðun í þessari grein aðeins í gegnum erfðir.  Það sem þessir blessaðir bæjarstjórar kalla þessa fyrningarleið er EIGNAUPPTAKA, en hvernig getur það verið eignarupptaka að ríkið innkalli það sem þjóðin á nú þegar.  Ég vil að lokum benda þessum bæjarstjórum á, að næst þegar þeir fara að tjá sig um sjávarútvegsmál, þá geri þeir það á vitrænum grunni en ekki með því að hrópa bara úlfur,úlfur, sem enginn tekur mark á.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband