Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Spakmæli dagsins

Heimurinn hefur nóg til að fullnægja þörfum

mannanna en ekki græðgi þeirra.

(Mahatma Gandhi)


HB-Grandi hf.

Kolmunni.Hratt hefur gengið á kolmunnakvóta skipa HB Granda síðustu dagana. Skipin hafa komið með 21.400 tonna afla að landi og með afla Lundeyjar NS, sem var að ljúka við síðasta holið nú um miðjan dag, má gera ráð fyrir því að heildaraflinn verði orðinn um 22.600 tonn.

Það er ánægjulegt þegar vel gengur eins og virðist vera hjá HB-Granda hf.  En hvað tekur nú við hjá uppsjávarskipunum er óljóst.


mbl.is Kolmunnaveiðum skipa HB Granda að ljúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Bjarnason

Björn Bjarnason. Björn Bjarnason fer hörðum orðum um Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag, og segir að full ástæða sé fyrir íslensku þjóðina að kvíða því, sem í vændum er, ef Jóhanna haldi áfram sem forsætisráðherra að kosningum loknum með Steingrím J. Sigfússon sem fjármálaráðherra sér við hlið.

Mér er nokkuð sama hvaða álit Björn Bjarnason hefur á Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni.  Ef eitthvað er að marka Björn Bjarnason þá á Jóhanna heiður skilið fyrir sína framgöngu á vettvangi stjórnmálanna síðustu vikur og mánuði.  Mikið er ég fegin að Björn hættir nú á þingi, því hann er með þeim allra leiðinlegustu þingmönnum sem setið hafa á Alþingi, frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálum.


mbl.is Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skuldaleiðrétting

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Þóru Kristínu...„Það er algjörlega óumflýjanlegt að hér verði farið í skuldaleiðréttingu. Hagfræðingar um allan heim tala nú um það að við komumst ekki út úr þessari kreppu, ekki bara Íslendingar heldur aðrar þjóðir líka, nema við gerum okkur grein fyrir því að það er búið að lána meira heldur en hægt er að greiða til baka, það þurfi að fara í skuldaleiðréttingu,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins í Zetunni á mbl.is.

Auðvitað þarf að leiðrétta skuldir bæði fyrirtækja og heimila svo hægt verði að greiða þessar skuldir, en það er ekki sama hvernig það er gert 20% niðurfelling til allra eins og Framsókn leggur til, hugnast mér ekki og þótt Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, fullyrðir að þetta kosti ekki krónu, get ég ómögulega skilið.


mbl.is Skuldaleiðrétting óumflýjanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ZETAN

Mynd 496133Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar er gestur þeirra Agnesar Bragadóttur og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur í þættinum Zetunni sem verður í beinni útsendingu á mbl.is frá klukkan 16.

Þetta verður örugglega góður þáttur, ég hef haft gaman að horfa og hlusta á Ástþór í umræðum í sjónvarpi.  Hann kemur eins og hvítur stormsveipur inn í íslensk stjórnmál og vill hreinsa til.  Þetta minnir mig stundum á ákveðna auglýsingu fyrir þvottaefni, sem átti að þrífa og hreinsa eins og stormsveipur.  Það kæmi mér ekki á óvart að hann næði kjöri til Alþingis.


mbl.is Ástþór í Zetunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innrás

Húsgögn, tölvubúnaður og málverk urðu fyrir slettunum. Svanhildur Sigurðardóttir kosningastjóri var ein á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Ármúla þegar fjögur grímuklædd ungmenni réðust inn og skvettu jógúrt sem mest þau máttu fyrr í dag. „Ég setti hendur upp í loft og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. Tjónið nemi mörg hundruð þúsund kr.

Eitthvað hefur þetta fólk verið óánægt með Sjálfstæðisflokkinn og hans gerðir.  En þetta er ekki rétta leiðin tiul að lýsa óánægju sinni.  Heldur á að gera það í kjörklefanum þann 25. apríl. 

Deilumál verða aldrei leyst með jókúrt, þótt góð sé.


mbl.is „Þetta var bara innrás“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vextir

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við Þóru Kristínu... „Nú lít ég svo á að þetta sé orðið það aðkallandi mál, og í rauninni bara spurning um að þjóðfélagið komist af, að vextirnir séu lagaðir, að það sé orðið fullt tilefni til að stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendurnar á Seðlabankanum og fari fram á vaxtalækkun,“ segir formaður Framsóknarflokksins.

Ég tek undir þessi orð Sigmundar Davíðs formanns Framsóknar, um að nú eiga stjórnmála menn að grípa inn í og láta Seðlabankann lækka vexti verulega til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu, því ekkert fyrirtæki getur haldist gangandi með þá vexti sem eru í dag.


mbl.is Stjórnmálamenn ákvarði vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kemur heim aftur

Eskfirðingar flögguðu fyrir lækni sínum, Hannesi Sigmarssyni, í dag.Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, ætlar að snúa aftur heim til Eskifjarðar og mæta í vinnu á ný eftir að embætti ríkissaksóknara ákvað að vísa kæru Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) frá. Hannesi var þann 12. febrúar vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á reikningum frá honum. Eskfirðingar fögnuðu niðurstöðu ríkissaksóknara í dag með því að flagga fyrir lækninum sínum en Hannes hefur starfað sem læknir á Austurlandi í tæpa tvo áratugi.

Þessi læknir virðist vera mjög vinsæll í sínum störfum, sem sést best á þeim fögnuði sem varð á Eskifirði þegar hann ákvað að koma heim aftur.  Það var jafnvel flaggað fyrir honum.


mbl.is Hannes snýr aftur heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Agnes segir............

Agnes Bragadóttir er sennilega með betri blaðamönnum þessa lands og alveg ótrúlegt hvað henni tekst að grafa upp í okkar þjóðfélagi.  Eins og sönnum blaðamanni sæmir byggir hún skrif sín á öruggum heimildum, sem ég ætla ekki að draga í efa.  Hún hefur sagt frá því í sjónvarpi að hennar skrif séu ekki ritskoðuð að ritstjórn Morgunblaðsins eða eigendum þess og dreg ég það ekki í efa.  Agnesi tekst mjög oft vel upp í sínum skrifum og varpar ljósi á margt sem nauðsynlegt er að komi fyrir sjónir lesenda Morgunblaðsins.

En það er einn þáttur í okkar samfélagi, sem Agnes ætti að sleppa að skrifa um og þar á ég við stjórnmálin.  Þegar Agnes skrifar um stjórnmál virðist sem hún ráði ekki eigin skrifum, heldur kemur hin bláa hönd og tekur stjórnina.  Fyrir stuttu skrifaði Agnes fréttaskýringu um einn af borgarafundunum sem hefur verið sjónvarpað.  Þar sagði Agnes að allir frambjóðendur hefðu staðið sig illa nema Bjarni Benediktsson, sem talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Hann var hetjan sem upp úr stóð með góðum og rökföstum málflutningi.  Ég horfði á þennan þátt og get ómögulega verið sammála Agnesi.  Bjarni Benediktsson stóð sig ekkert betur en aðrir sem mættu fyrir sína flokka.  Sama gamla tuggan endur tekinn í sífellu eins og biluð plata "Vinstri menn vilja lækka laun og hækka skatta."  Það var sama hve oft Bjarni var leiðréttur af vinstri flokkunum að alltaf var þetta endurtekið.  Þetta get ég ekki kallað sannfærandi umræður um stefnur flokka og lámark í svona þætti að þótt þáttakendur gagnrýni stefnur annarra flokka, að gefa skýr svör um stefnu eigin flokks.  Bjarna varð það á að benda kjósendyum á að kjósa alls ekki vinstri flokkanna en hann gleymdi að tala fyrir ástæðum þess, hvers vegna kjósendur ættu að kjósa hans eigin flokk.  Þetta kallar Agnes að standa sig vel.  Ja hérna.

Ég ætla að benda hinum góða blaðamanni sem Agnes Bragadóttir er að fórna ekki sínu mannorði á altari pólitískra umræðna, þar virðist hún ekki ráða við eigin skrif.


Brjóta löginn með klækjum

Það hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum manni heilsíðu auglýsingar um stjórnmála baráttuna nú fyrir kosningar.  Það tóku gildi lög um styrki til stjórnmálaflokkanna þann 1. janúar 2007 og síðan þá má hver flokkur ekki þiggja hærri styrk en kr: 300.000,- frá einum aðila.  Nú hafa flokkarnir aftur á móti fundið leið til að fara framhjá þessum lögum.   Fyrirmyndin er sótt til Bandaríkjanna og gengur út á það, að hver flokkur stofnar áhugamannahóp sem tekur við stórum styrkjum og notar þá síðan til auglýsinga fyrir viðkomandi flokk.  Þessar auglýsingar birtast og enginn er skrifaður fyrir þeim.  Sem dæmi ætla ég að nefna stóra auglýsingu sem á að sýna afleiðingar af skattastefnu vinstri flokkanna og undir stendur aðeins "Áhugafólk um bætta stjórnhætti."    Þessir áhugamannahópar fá stóra styrki frá fyrirtækjum, sem eru ekki í nokkru samræmi við áðurnefnd lög og vitað er að nokkur hundruð milljónir verða notaðar í kosningabaráttunni núna.  Þetta fer auðvitað aldrei inn í bókhald flokkanna og geta þeir því auðveldlega sýnt það öllum sem vilja það skoða.  Þá kemur í ljós að viðkomandi flokkur hefur ekki þegið styrki yfir 300 þúsund.  Allir flokkarnir taka þátt í þessu nema kannski Borgarahreyfingin og Lýðræðishreyfingin enda bera þeir enga ábyrgð á þessum lögum frá 2007. 

Til hvers voru stjórnmála flokkarnir að setja lög árið 2007, sem þeir ætluðu aldrei að fara eftir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband