Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009
20.4.2009 | 16:16
Spakmæli dagsins
Heimurinn hefur nóg til að fullnægja þörfum
mannanna en ekki græðgi þeirra.
(Mahatma Gandhi)
20.4.2009 | 16:10
HB-Grandi hf.
Hratt hefur gengið á kolmunnakvóta skipa HB Granda síðustu dagana. Skipin hafa komið með 21.400 tonna afla að landi og með afla Lundeyjar NS, sem var að ljúka við síðasta holið nú um miðjan dag, má gera ráð fyrir því að heildaraflinn verði orðinn um 22.600 tonn.
Það er ánægjulegt þegar vel gengur eins og virðist vera hjá HB-Granda hf. En hvað tekur nú við hjá uppsjávarskipunum er óljóst.
Kolmunnaveiðum skipa HB Granda að ljúka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 16:06
Björn Bjarnason
Björn Bjarnason fer hörðum orðum um Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í pistli á heimasíðu sinni í dag, og segir að full ástæða sé fyrir íslensku þjóðina að kvíða því, sem í vændum er, ef Jóhanna haldi áfram sem forsætisráðherra að kosningum loknum með Steingrím J. Sigfússon sem fjármálaráðherra sér við hlið.
Mér er nokkuð sama hvaða álit Björn Bjarnason hefur á Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni. Ef eitthvað er að marka Björn Bjarnason þá á Jóhanna heiður skilið fyrir sína framgöngu á vettvangi stjórnmálanna síðustu vikur og mánuði. Mikið er ég fegin að Björn hættir nú á þingi, því hann er með þeim allra leiðinlegustu þingmönnum sem setið hafa á Alþingi, frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálum.
Þvermóðska Jóhönnu gerði hana að forsætisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:57
Skuldaleiðrétting
Það er algjörlega óumflýjanlegt að hér verði farið í skuldaleiðréttingu. Hagfræðingar um allan heim tala nú um það að við komumst ekki út úr þessari kreppu, ekki bara Íslendingar heldur aðrar þjóðir líka, nema við gerum okkur grein fyrir því að það er búið að lána meira heldur en hægt er að greiða til baka, það þurfi að fara í skuldaleiðréttingu, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins í Zetunni á mbl.is.
Auðvitað þarf að leiðrétta skuldir bæði fyrirtækja og heimila svo hægt verði að greiða þessar skuldir, en það er ekki sama hvernig það er gert 20% niðurfelling til allra eins og Framsókn leggur til, hugnast mér ekki og þótt Tryggvi Þór Herbertsson frambjóðandi Sjálfstæðisflokks, fullyrðir að þetta kosti ekki krónu, get ég ómögulega skilið.
Skuldaleiðrétting óumflýjanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:47
ZETAN
Ástþór Magnússon, talsmaður Lýðræðishreyfingarinnar er gestur þeirra Agnesar Bragadóttur og Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur í þættinum Zetunni sem verður í beinni útsendingu á mbl.is frá klukkan 16.
Þetta verður örugglega góður þáttur, ég hef haft gaman að horfa og hlusta á Ástþór í umræðum í sjónvarpi. Hann kemur eins og hvítur stormsveipur inn í íslensk stjórnmál og vill hreinsa til. Þetta minnir mig stundum á ákveðna auglýsingu fyrir þvottaefni, sem átti að þrífa og hreinsa eins og stormsveipur. Það kæmi mér ekki á óvart að hann næði kjöri til Alþingis.
Ástþór í Zetunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:41
Innrás
Svanhildur Sigurðardóttir kosningastjóri var ein á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins við Ármúla þegar fjögur grímuklædd ungmenni réðust inn og skvettu jógúrt sem mest þau máttu fyrr í dag. Ég setti hendur upp í loft og spurði hvað væri í gangi, segir hún. Tjónið nemi mörg hundruð þúsund kr.
Eitthvað hefur þetta fólk verið óánægt með Sjálfstæðisflokkinn og hans gerðir. En þetta er ekki rétta leiðin tiul að lýsa óánægju sinni. Heldur á að gera það í kjörklefanum þann 25. apríl.
Deilumál verða aldrei leyst með jókúrt, þótt góð sé.
Þetta var bara innrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:37
Vextir
Nú lít ég svo á að þetta sé orðið það aðkallandi mál, og í rauninni bara spurning um að þjóðfélagið komist af, að vextirnir séu lagaðir, að það sé orðið fullt tilefni til að stjórnmálamenn grípi fram fyrir hendurnar á Seðlabankanum og fari fram á vaxtalækkun, segir formaður Framsóknarflokksins.
Ég tek undir þessi orð Sigmundar Davíðs formanns Framsóknar, um að nú eiga stjórnmála menn að grípa inn í og láta Seðlabankann lækka vexti verulega til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu, því ekkert fyrirtæki getur haldist gangandi með þá vexti sem eru í dag.
Stjórnmálamenn ákvarði vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:32
Kemur heim aftur
Hannes Sigmarsson, yfirlæknir við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, ætlar að snúa aftur heim til Eskifjarðar og mæta í vinnu á ný eftir að embætti ríkissaksóknara ákvað að vísa kæru Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) frá. Hannesi var þann 12. febrúar vikið tímabundið frá störfum vegna rannsóknar á reikningum frá honum. Eskfirðingar fögnuðu niðurstöðu ríkissaksóknara í dag með því að flagga fyrir lækninum sínum en Hannes hefur starfað sem læknir á Austurlandi í tæpa tvo áratugi.
Þessi læknir virðist vera mjög vinsæll í sínum störfum, sem sést best á þeim fögnuði sem varð á Eskifirði þegar hann ákvað að koma heim aftur. Það var jafnvel flaggað fyrir honum.
Hannes snýr aftur heim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.4.2009 | 15:27
Agnes segir............
Agnes Bragadóttir er sennilega með betri blaðamönnum þessa lands og alveg ótrúlegt hvað henni tekst að grafa upp í okkar þjóðfélagi. Eins og sönnum blaðamanni sæmir byggir hún skrif sín á öruggum heimildum, sem ég ætla ekki að draga í efa. Hún hefur sagt frá því í sjónvarpi að hennar skrif séu ekki ritskoðuð að ritstjórn Morgunblaðsins eða eigendum þess og dreg ég það ekki í efa. Agnesi tekst mjög oft vel upp í sínum skrifum og varpar ljósi á margt sem nauðsynlegt er að komi fyrir sjónir lesenda Morgunblaðsins.
En það er einn þáttur í okkar samfélagi, sem Agnes ætti að sleppa að skrifa um og þar á ég við stjórnmálin. Þegar Agnes skrifar um stjórnmál virðist sem hún ráði ekki eigin skrifum, heldur kemur hin bláa hönd og tekur stjórnina. Fyrir stuttu skrifaði Agnes fréttaskýringu um einn af borgarafundunum sem hefur verið sjónvarpað. Þar sagði Agnes að allir frambjóðendur hefðu staðið sig illa nema Bjarni Benediktsson, sem talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var hetjan sem upp úr stóð með góðum og rökföstum málflutningi. Ég horfði á þennan þátt og get ómögulega verið sammála Agnesi. Bjarni Benediktsson stóð sig ekkert betur en aðrir sem mættu fyrir sína flokka. Sama gamla tuggan endur tekinn í sífellu eins og biluð plata "Vinstri menn vilja lækka laun og hækka skatta." Það var sama hve oft Bjarni var leiðréttur af vinstri flokkunum að alltaf var þetta endurtekið. Þetta get ég ekki kallað sannfærandi umræður um stefnur flokka og lámark í svona þætti að þótt þáttakendur gagnrýni stefnur annarra flokka, að gefa skýr svör um stefnu eigin flokks. Bjarna varð það á að benda kjósendyum á að kjósa alls ekki vinstri flokkanna en hann gleymdi að tala fyrir ástæðum þess, hvers vegna kjósendur ættu að kjósa hans eigin flokk. Þetta kallar Agnes að standa sig vel. Ja hérna.
Ég ætla að benda hinum góða blaðamanni sem Agnes Bragadóttir er að fórna ekki sínu mannorði á altari pólitískra umræðna, þar virðist hún ekki ráða við eigin skrif.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2009 | 15:02
Brjóta löginn með klækjum
Það hefur sennilega ekki farið framhjá nokkrum manni heilsíðu auglýsingar um stjórnmála baráttuna nú fyrir kosningar. Það tóku gildi lög um styrki til stjórnmálaflokkanna þann 1. janúar 2007 og síðan þá má hver flokkur ekki þiggja hærri styrk en kr: 300.000,- frá einum aðila. Nú hafa flokkarnir aftur á móti fundið leið til að fara framhjá þessum lögum. Fyrirmyndin er sótt til Bandaríkjanna og gengur út á það, að hver flokkur stofnar áhugamannahóp sem tekur við stórum styrkjum og notar þá síðan til auglýsinga fyrir viðkomandi flokk. Þessar auglýsingar birtast og enginn er skrifaður fyrir þeim. Sem dæmi ætla ég að nefna stóra auglýsingu sem á að sýna afleiðingar af skattastefnu vinstri flokkanna og undir stendur aðeins "Áhugafólk um bætta stjórnhætti." Þessir áhugamannahópar fá stóra styrki frá fyrirtækjum, sem eru ekki í nokkru samræmi við áðurnefnd lög og vitað er að nokkur hundruð milljónir verða notaðar í kosningabaráttunni núna. Þetta fer auðvitað aldrei inn í bókhald flokkanna og geta þeir því auðveldlega sýnt það öllum sem vilja það skoða. Þá kemur í ljós að viðkomandi flokkur hefur ekki þegið styrki yfir 300 þúsund. Allir flokkarnir taka þátt í þessu nema kannski Borgarahreyfingin og Lýðræðishreyfingin enda bera þeir enga ábyrgð á þessum lögum frá 2007.
Til hvers voru stjórnmála flokkarnir að setja lög árið 2007, sem þeir ætluðu aldrei að fara eftir.
Færsluflokkar
Eldri færslur
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Ýmsir tenglar
- Arnfirðingur
- Bíldudalur
- Bolungarvík
- Bæjarins besta á Ísafirði
- Guðrún Rebekka Jakobsdóttir Edinborg
- Falið vald
- Flateyri
- Frjálslyndi flokkurinn
- Ísafjörður
- Júdit Krista Jakobsdóttir, Bíldudal
- Kristinn Ásgeirsson, Danmörku
- Kristinn H. Gunnarsson
- KVÓTASVINDLIÐ MITT
- Mats Wibe Lund
- Óvinir Ísland
- Skipamyndir Þorgeir Baldursson ljósmyndari
- Suðureyri
- Strandabyggð
- Súðavík
- Tálknafjörður
- Tíðis-fréttavefur
- Vesturbyggð
- VÍSIR.IS
SKIPAMYNDIR
- Fiskistofa Ýmsar upplýsingar
- Gísli Reyisson Aflafréttir
- Hafþór Hreiðarsson Skipamyndir
- Ragnar í Grindavík Skipamyndir
- Skip.is Ýmsar upplýsingar
- Þorgeir Baldursson SKIPAMYNDIR
- http://
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Ágúst H Bjarnason
- Albertína Friðbjörg
- Alma Jenny Guðmundsdóttir
- Anna
- Anna Guðný
- Anna Heiða Stefánsdóttir
- Anna Pálsdóttir! :)
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Apamaðurinn
- Arinbjörn Kúld
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Arnlaugur Helgason
- Arnþór Helgason
- Ársæll Níelsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Jóhann Bragason
- Ásgeir Kristinn Lárusson
- Ásgeir Sveinsson
- Axel Jóhann Axelsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Bara Steini
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna M
- Bjarney Bjarnadóttir
- Bjarni Baukur
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjarni Kjartansson
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Bjarki Þór Guðmundsson
- Bjarki Steingrímsson
- Björgvin S. Ármannsson
- Björgvin Guðmundsson
- Björn Leví Gunnarsson
- Björn Finnbogason
- Bragi Sigurður Guðmundsson
- Bragi Sigurðsson
- Hommalega Kvennagullið
- Bwahahaha...
- Davíð Pálsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Didda
- Dunni
- Edda Agnarsdóttir
- Edda Sveinsdóttir
- Eggert Þór Aðalsteinsson
- Egill Jón Kristjánsson
- egvania
- Einar B Bragason
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sveinbjörnsson
- Eiríkur Sjóberg
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Emil Örn Kristjánsson
- J. Einar Valur Bjarnason Maack
- Elín Margrét Guðmundsdóttir
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyjólfur Ingvi Bjarnason
- FF
- FLÓTTAMAÐURINN
- Faktor
- Fannar frá Rifi
- Finnur Bárðarson
- Fjarki
- Friðrik Höskuldsson
- Frjálshyggjufélagið
- Fríða Björk Einarsdóttir
- Georg Birgisson
- Gestur Guðjónsson
- Grétar Pétur Geirsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Þór Ólafsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðjón Heiðar Valgarðsson
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðjón Ó.
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Zebitz
- Guðni Gíslason
- gudni.is
- Guðrún Hafdís Bjarnadóttir
- Guðrún Jónína Eiríksdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðrún Helgadóttir
- Guðrún S Hilmisdóttir
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Haffi
- Hafrún Kristjánsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Halla Rut
- Halldór Sigurðsson
- Halldór Örn Egilson
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Bjarnason
- Haraldur Davíðsson
- Haraldur Haraldsson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiður Helgadóttir
- Helga Dóra
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helga Þórðardóttir
- Helgi Þór Gunnarsson
- Himmalingur
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- hilmar jónsson
- Hjálmtýr V Heiðdal
- Hjalti Sigurðarson
- Hjartagullin mín
- Hinrik Þór Svavarsson
- Hörður B Hjartarson
- Hlekkur
- Huld S. Ringsted
- Hólmdís Hjartardóttir
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- hreinsamviska
- Hulda Haraldsdóttir
- Hörður Halldórsson
- Hörður Hilmarsson
- Hvíti Riddarinn
- Ingunn Jóna Gísladóttir
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Kristinsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhannes Jónsson
- Jóhanna Fríða Dalkvist
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jóhannes Ragnarsson
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jón Baldur Lorange
- Jón Halldór Eiríksson
- Jón Kristófer Arnarson
- Jón Finnbogason
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Snæbjörnsson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Katrín
- Kjarri thaiiceland
- Kristín Katla Árnadóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Konráð Ragnarsson
- Kristinn Sigurjónsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristján Pétursson
- Magnús Helgi Björgvinsson
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Lilja Skaftadóttir
- Lovísa
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Árnason
- Maddý
- Magnús Þór Friðriksson
- Margrét Sigurðardóttir
- Marinó Hafnfjörð Þórisson
- Magnús H Traustason
- Marinó Már Marinósson
- Marzellíus Sveinbjörnsson
- Morgunblaðið
- Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Natan Kolbeinsson
- Níels A. Ársælsson.
- Ólafía Margrét Guðmundsdóttir
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Tryggvason Þorsteinsson
- Ólafur Ragnarsson
- Ólafur Ingi Hrólfsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Tryggvason
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf de Bont
- Óskar Helgi Helgason
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Paul Nikolov
- Páll Höskuldsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pjetur Stefánsson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- percy B. Stefánsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Rafn Gíslason
- Ragnar Borgþórs
- Ragnheiður Ólafsdóttir
- Ragnhildur Jónsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Regína R
- Ruth
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rúna Guðfinnsdóttir
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Samtök Fullveldissinna
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Samtök sjálfstæðra í sjávarútvegi
- Sigurður Sigurðsson
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigríður Hafdís Þórðardóttir
- Sigríður Inga Sigurjónsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
- Sigurður Haukur Gíslason
- Sigurður Jón Hreinsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigrún Jónsdóttir
- Snorri Bergz
- Sigurjón Sveinsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Þorsteinn Briem
- Steinþór Ásgeirsson
- Svartagall
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Einarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Sólveig Aradóttir
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- TARA
- Tiger
- Tinna Eik Rakelardóttir
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Valbjörn Júlíus Þorláksson
- Valdimar Leó Friðriksson
- Valan
- Vefritid
- Vestfirðir
- Viggó H. Viggósson
- Vilborg Auðuns
- Þórbergur Torfason
- ÞJÓÐARSÁLIN
- Þórhallur Heimisson
- Þórhallur Pálsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Helgi Þórðarson
- Þórir Kjartansson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þór Jóhannesson
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Jón V. Þorsteinsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
Spurt er
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 24.1.2010 Jakob Kristinsson er látinn.
- 21.1.2010 Spakmæli dagsins
- 21.1.2010 Obama
- 21.1.2010 Icesave
- 21.1.2010 Mótmælendur ákærðir
- 21.1.2010 Norwegian
- 21.1.2010 Kaninn og RÚV
- 21.1.2010 Látinn laus
- 21.1.2010 Kína
- 21.1.2010 Hvað vill félagsmálaráðherra?
32 dagar til jóla
Nýjustu færslurnar
- Stríð og friður á Samstöðinni
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.