Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Frjálslyndur maður getur orðið ráðherra,

en það er ekki víst að hann verði frjálslyndur ráðherra.

(Wilhelm von Humboldt)


Pólland

Nú hefur forseti Póllands varað við upptöku evru og telur að það geti haft áhrif til hins verra í efnahagsmálum.
mbl.is Forseti Póllands varar við upptöku evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrælahald

10 manns hafa verið handteknir í Kína grunaðir um ofbeldi gagnvart andlega fötluðu fólki og þvinga í þrælkunarvinnu í múrsteinsverksmiðju launalaust.

En er Kína ein allsherjar þrælkunarbúðir.  Ég veit t.d. að við vinnu í fiskiðnaði eru aðeins störf fyrir ungar stúlkur og þegar þær eldast er þeim skipt út fyrir aðrar yngri. Þetta vinnuafl er aðeins notað þegar það er á þeim aldri að geta afkastað nógu miklu.


mbl.is 10 handteknir vegna þrælahalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný stjórn hjá Poryus

Nú er búið að skipa nýja stjórn Portusar, en það er félagið sem er að byggja tónlistarhúsið við Reykjavíkurhöfn.  Ekki held ég að þetta breyti neinum, það verður eftir sem áður jafn vitlaust að halda áfram að byggja þetta hús.

Ég er sammála Pétri H. Blöndal, alþingismanni sem sagði á þinginu fyrir stuttu að það ætti að hætta þessum framkvæmdum strax og láta húsið standa eins og það er.  Það væri þá þörf áminning til landsmanna hvernig íslendingar höguðu sér í góðærinu.


mbl.is Pétur J. Eiríksson nýr formaður stjórnar Portusar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Deila um herbergi á Alþingi

Nú neitar Framsókn að skipta um þingflokksherbergi við VG og færi þau rök að þetta herbergi sé svo tengt sögu Framsóknarflokksins og fortíð hans.  En er það ekki boðskapur Sigmundar Davíðs, formanns að á landsfundinum síðast hafi fortíðin verið gerð upp og nú sé bara horft til framtíðar.  Í ljósi orða Sigmundar verður þessi ást Framsóknar nánast óskiljanleg.  Væri ekki ágætt til að sýna fram á raunverulegar breytingar að gefa eftir þetta þingflokksherbergi og breyta aðeins til.

Það er með öllu óskiljanlegt að nú þegar allt er í rúst í þjóðfélaginu, þá skulu þingmenn hafa tíma í svona barnaskap.  Hættið þessu andskotans rugli og farið að vinna eins og heilbrigt fólk.  Til þess voru þið kjörnir á þing.


Samdi á djamminu

Brad Pitt mun hafa verið nokkuð drukki og að skemmta sér þegar hann skrifaði undir samning um að leika í nýjustu mynd leikstjórans Quentin Tarantino Inglourios, sem frumsýnd var í vikunni. 

Það er margt bölið sem áfengið getur valdið.


mbl.is Samþykkti samninginn á djamminu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Niðurgreiðir meðferðir

Verkalýðsfélagið á Húsavík ætlar að niðurgreiða Detox meðferðir hjá sínum félagsmönnum.  Upphæðin er kr: 40.000,- á mann.  Ekki veit ég hvað þessi meðferð kostar en hún er mjög umdeild á meðal lækna.  Það mun vera Jónína Benediktsdóttir sem sér um þessar meðferðir.  Þetta fór áður fram í Póllandi en nú er Jónína að flytja þetta til Íslands og í Mývatnssveitina.

Ég hefði haldið að gáfulegra væri að niðurgreiða eðlilega heilbrigðisþjónustu frekar en svona skottulækningar.  En Jónína er slyng að kjafta sig inn á menn og Aðalsteinn hefur fallið kylliflatur fyrir þessum töfralausnum Jónínu Benediktsdóttur.


mbl.is Niðurgreiðir Detox meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaupþing

Það er ég vissum að þessi bilun hefur verið af mannavöldum.  Kaupþing gat einfaldlega ekki greitt út allan þann séreignasjóðs lífeyrisauka, sem greiða átti út á miðvikudag en voru síðan greiddar í morgun.
mbl.is Rafmagnstruflun olli töfum hjá Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VSB

Nú vill VSB-fjárfestingabanki fá viðskiptabankaleyfi.  En er þetta eikki sami bankinn og er nýbúinn að fá nokkra tugi milljóna að láni hjá ríkinu á mjög góðum kjörum, þar sem bankinn uppfyllti ekki skilyrði um eiginfjárhlutfall.  Um leið og ríkið er búið að bjarga þessum banka þá er rokið til og  áætlað að úvíkka starfsemina.  Sem verður sennilega til þess að bankinn lendir aftur í sömu vandræðunum.
mbl.is VBS vill viðskiptabankaleyfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skil á lóðum

Þetta er undarleg afstaða hjá Reykjavíkurbor að aðeins þeir sem greiddu fyrir lóðirnar með skuldabréfi, get fengið að skila þeim en ekki þeir sem greiddu með eigin fé.  Því í báðum tilfellum fá lóðareigendur ekki endurgreitt það sem þeir hafa greitt inn á þessi kaup.
mbl.is Borgin heimilar sumum að skila útboðslóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband