Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Kringum allt vort orðasafn

og annað málaglingur

getur hvergi göfgra nafn

en góður Íslendingur.

(Þórunn Sívertsen)


Láta verkin tala

Það er ekki að spyrja að því að þegar konur eru ráðherrar þá eru verkin látin tala og það sanna þær svo vel þær Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, sem hafa ákveðið að styrkja Nýsköpunarsjóð námsmanna með 15 milljóna króna framlagi.

Þetta hefðu karlar aldrei gert.


mbl.is 15 milljónir til Nýsköpunarsjóðs námsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG

Nú er VG í vanda í málefnum varðandi ESB en svo rækilega hefur forusta flokksins barið inn í hausinn á sínum félögum að aðild að ESB kæmi aldrei til greina að margir flokksmenn trúðu því í einlægni að það væri stefna flokksins.  En nú er VG í ríkisstjórn, sem hefur á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að ESB og það verður gert og margir þingmenn VG munu greiða slíkri tillögu atkvæði sitt á Alþingi.  Ætlar fólk aldrei að skilja það að það er mikill munur á stefnu flokks í stjórnarandstöðu eða í stjórn.  En það er enginn hætta á að flokkurinn muni klofna vegna þessa því Steingrími J. Sigfússyni mun takast að fá sitt fólk til að skilja að þetta sé bráðnauðsynlegt.  Eini flokkurinn sem mun sennilega klofna vegna þessa máls er Sjálfstæðisflokkurinn og bara það eitt að takast að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn mun bjarga Steingrími og félögum í ríkisstjórninni.
mbl.is Óttast klofning í VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjórnsýslukæra

Nú hafa Náttúruverndarsamtök Íslands lagt fram stjórnsýslukæru vegna byggingar Suðvesturlínu og styrkingu raforkukerfis á Suðvesturlandi.  Kæran byggir á því að Skipulagstofnun hefur ákveðið að þessar framkvæmdir skuli ekki vera metnar með öðrum tengdum framkvæmdum.

Hvað eru þessi samtök að meina vilja þau ekki öruggt rafmagn á Suðvesturlandi?  Eða skilja þau ekki að til að auka framboð á rafmagni þarf að byggja háspennulínur til að flytja rafmagnið.  Ég er farinn að halda að þetta séu öfgasamtök og ef þau fengju að ráða þá yrði ekkert rafmagn á Íslandi, engir nýir vegir byggðir eða yfir höfuð engar framkvæmdir.

Það á ekki að hlusta á svona fugla sem þarna ráða för.


mbl.is Leggja fram stjórnsýslukæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gunnar Birgisson

Alveg er hann stórkostlegur maður hann Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi.  Hann haggast ekki þótt upp hafi komist að fyrirtæki dóttur hans hafi setið eitt að mörgum verkefnum fyrir Kópavogsbæ og fengið um 50 milljónir sl. 10 ár fyrir úr bæjarsjóði hvort sem verkin voru búin eða ekki.  Eins fékk þetta fyrirtæki dóttur hans greitt frá LÍN 11 milljónir þegar Gunnar var þar stjórnarformaður.  Það sama gilti um fyrirtæki Gunnars Klæðningu ehf. að það sat eitt að flestum verklegum framkvæmdum fyrir Kópavog.  Enda ástæðulaust að vera að bjóða út verk þegar bæjarstjórinn og hans fjölskylda á fyrirtæki sem geta unnið það sem Kópavog vantar hverju sinni.  Framsóknarmenn ætluðu að vera með eitthvað múður vegna fyrirtækis dóttur Gunnars en hann var nú fljótur að stoppa þá af og sagði þeim að stilla sig aðeins og þeir hlýddu auðvitað enda ekki þorandi að styggja foringjann.

Nú er ekki hægt að álykta annað en Kópavogsbær sé hrein eign Gunnars og fjölskyldu.


Stórhætta á ferðum

Ef ríkisstjórnin grípur ekki nú þegar til aðgerða til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu er mikill hætt á að við eigum eftir að horfa á hluti gerast sem aldrei hafa skeð á Íslandi fyrr.  En þar á ég við byltingu fólksins og blóðug átök.  Það þarf ekki marga til að hertaka Stjórnarráðið og Alþingi og kasta öllum þar inni út og skipa byltingarstjórn.
mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Segir af sér

Þingmaður breska Íhaldsflokksins hefur sagt af sér vegna þess að upp komst að hann hafði látið breska þingið greiða 1645 pund eða jafnvirði 330 þúsunda íslenskra króna fyrir andakofa sem reistur var við hús hans.

Í augum íslenskra þingmanna er þetta nú bara smámál sem þeir myndu aldrei láta sér detta í hug að segja af sér vegna svona spillingar.  Hér kyngja þingmenn alveg hrátt nokkrum tugum milljóna í styrki og lát sem ekkert sé.


mbl.is Lét skattgreiðendur borga andakofa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björg í bú

Sædís ÍS kom í gærkvöldi inn á Norðurfjörð úr eggjaleiðangri í Horbjarg.  Það þarf mikla kjarkmenn til að stunda þessa iðju því alltaf er grjóthrun úr bjarginu og oft erfitt að fóta sig við eggjatínslu.  Ekki myndi ég þora þessu vegna mikillar lofthræðslu.  En sumir finna ekkert fyrir slíku.  Annars er mjög merkilegt að indíánar finna aldrei fyrir lofthræðslu, það er eitthvað i þeirra genum sem veldur því.  Í mörg ár voru alltaf fengnir indíánar til að mála hið há lóranmastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi.  En síðustu árin voru íslendingar farnir að taka við því starfi.
mbl.is Með björg í bú úr Hornbjargi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tap hjá lífeyrissjóði

Þetta finnst mér ósköp eðlileg krafa, því rekstur þessa lífeyrissjóðs hefur verið talsvert undarlegur í mörg ár.  Ég varð fyrir verulegu tapi vegna þessa sjóðs.  Því þegar ég varð öryrki þá átti ég rétt á örorkubótum úr þessum lífeyrissjóði og venjan er sú að við ákvörðunar um örorkulífeyrir skal framreikna iðgjöld eins og maður hefði greitt til 67 ára aldurs, en það fékk ég ekki vegna þess að nokkrir af mínum fyrrverandi vinnuveitendum höfðu ekki skilað iðgjöldum mínum til sjóðsins.  Þeir höfðu aðeins skilað ógreiddum skýrslum.  Þegar ég ræddi þetta við framkvæmdastjóra sjóðsins fékk ég þau svör að ég yrði sjálfur að innheimta þessi ógreiddu iðgjöld en samkvæmt lögum er það hlutverk lífeyrissjóðanna að gera.  Eitt þessara fyrirtækja var komið í gjaldþrot og þar njóta lífeyrissjóðskröfur forgangs eins og laun og ef ekki er hægt að greiða þetta þá er það greitt af Ábyrgðasjóði launa.  En þessi lífeyrissjóður gerði aldrei neina kröfu á þrotabúið og ætlaðist síðan til að ég tæki að mér innheimtu fyrir sjóðinn.  Ég bauðst þá til að greiða þessi iðgjöld sjálfur en það mátti ekki greiðslan varð að koma frá fyrirtækjunum.  Þess vegna fékk ég skertan örorkulífeyrir og ekki bar frá þessum sjóði heldur öllum þeim lífeyrissjóðum sem ég hafði greitt í.  En allir lífeyrissjóðir miða við útreikninga þess sjóðs sem síðast var greitt til.  Eins er mér kunnugt að mörg fyrirtæki á Vestfjörðum hafa komist upp með það að skulda iðgjöld árum saman á nokkurra aðgerða af hálfu sjóðsins og eftir nokkra ára vanskil hundruða starfsmanna er skuldunum breytt í hlutafé í viðkomandi fyrirtækjum eð jafnvel felld niður.
mbl.is Krefja lífeyrissjóð svara vegna taps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæstaréttadómur

Það er alveg óskiljanlegt hvað mörg mál geta verið lengi að þvælast í dómskerfinu.  Það virðast engin takmörk á því hvað dómarar geta frestað málum lengi.  Ég er t.d. í máli við útgerðarfyrirtæki í Njarðvík vegna ógreiddra launa, sem ég á inni hjá því fyrirtæki.  Þetta mál var kært í nóvember 2008 og í janúar var mér tilkynnt að málsmeðferð færi fram 12. maí sl.  En þá sendi dómarinn mínum lögmanni bréf og sagðist þurfa að fresta málinu til 8. júní af óviðráðanlegum ástæðum og ekkert hægt að gera nema hlíta því.  En í byrjun júní sendir dómarinn mínum lögmanni aftur bréf og segist nú þurfa að fresta málinu fram í október af óviðráðanlegum ástæðum.  Nú á ég alveg eins von á að þegar kemur að október komi nýtt bréf með frekari frestun.

Þetta getur ekki verið eðlilegt að það líði nærri eitt ár án þess að dómarinn geti tekið málið fyrir.  Aftur á móti ef ég gerist brotlegur við lög þá fæ ég enga fresti á því að málið verði afgreitt hjá dómstólum.


mbl.is Málsmeðferðin tók 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband