Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Íhaldsmaður er maður með tvo sterka fætur,

sem hefur samt sem áður

ekki lært að ganga fram á við.

(Franklin D. Rooesvelt)

 

 


Indverski drengurinn minn

Fyrir nokkrum dögum fékk ég annað bréf frá Indverska drengnum sem ég er að styrkja til náms á Indlandi og hann sendi mér einnig mynd af sér og er þetta hið myndalegasti drengur og að hans sögn gengur námið hjá honum vel og enn og aftur var hann að þakka mér fyrir minn stuðning sem hann segir að hafi gjörbreytt sínu lífi og betri von um betri framtíð.  Ég geri þetta í gegnum Barnahjálp ABC og greiði aðeins kr. 3.990,- á mánuði.  Þegar ég hef efni á ætla ég að heimsækja þennan uppeldisson minn og jafn vel bjóða honum til Íslands.  Að sjálfsögðu sendi ég honum afmælisgjafir og jólagjafir.  Ég vil hvetja fleiri til að aðstoða þessi fátæku börn sem enga framtíð eiga að óbreyttu.

Bjargaði barni

Ástralskur læknir mun hafa bjargað lífi ungs drengs með borvél, en blóðkökkur hafði myndast í höfði drengsins.  Hann varð að nota venjulega borvél þar sem ekki voru önnur tæki til staðar á sjúkrahúsinu þar sem læknirinn vinnur.

Þetta sýnir hvað borvélar geta verið nauðsynlegar til margra verka.


mbl.is Bjargaði lífi ungs drengs með borvél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peningafals

Nú hefur Hæstiréttur dæmt mann í tíu mánaða fangelsi fyrir peningafals.  En hann falsaði tuttugu 20 þúsund krónu seðla.

Var manngreyið ekki bara að bjarga sér í allri kreppunni.


mbl.is Fangelsi fyrir peningafals
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bætur

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann til að greiða konu 1,3 milljónir fyrir að hafa sparkað í fót hennar á skemmtistað.  Ætli þetta sé ekki með dýrari spörkum Íslandsögunnar?
mbl.is Dæmdur til að greiða konu bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýsköpunarsjóður

Nú hefur Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfest í alls 122 fyrirtækjum fyrir 5,3 milljarða á síðustu tíu árum.  Þannig að þessi sjóður er að standa sig mjög vel og vonandi heldur hann áfram á sömu braut, þótt hér sé komin vinstri stjórn.  En sem kunnugt er eru sjálfstæðismenn haldnir þeim fordómum að efnahagsmál geti ekki verið í lagi undir vinstri stjórn.
mbl.is Fjárfest fyrir 5,3 milljarða á tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónubréfin

Lítið er gefið upp hverjir eru í raun eigendur hinna svokölluðu krónubréfa, nema að komið hefur í ljós að þeir njóta velvildar Alþjóða Gjaldeyrissjóðsins.  Því sá sjóður pínir hér upp hátt vaxtastig til tekna þessum aðilum.  Þessi bréf eru þannig að ef þau eru seld þá tapa eigendur þeirra á lágu gengi íslensku krónunni en græða í sama hlutfalli með sölu á háu gengi krónunnar.  Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn er að heimta hér hátt vaxtastig til að krónan styrkist.  En það þjónar ekki bara íslenskum hagsmunum, heldur er sjóðurinn að opna á möguleika eigenda jöklabréfa til að selja það með hagnaði.  Nú er það svo að þegar einhver hagnast þá tapar annar og við sölu jöklabréfanna verður það íslenska þjóðin sem greiðir í raun hagnað eigenda þeirra.

Horfnir víkingar

Lítið hefur frétts af hinum vatnsgreidda manni með barnsandlitið, Bjarna Ármannssyni.  Nema að honum tókst að komast til Noregs með nokkur hundruð milljónir, sem í raun var stolið frá Glitnir og lifir þar góðu lífi.  Annar athafnamaður Magnús Þorsteinsson flúði til Rússlands í faðm sinna gömlu félaga í rússnesku mafíunni.  Ekki er vitað hvort hann var að flýja Ísland eða kallaður til starfa í Rússlandi og byrja aftur að byggja upp nýja svikamyllu.

Furðulegt fyrirbæri

Það er furðulegt fyrirbærið sem kallast Sjálfstæðisflokkur, innan hans á að vera rými fyrir allar skoðanir.  En í reynd er þetta samansafn af eiginhagsmunaseggjum og ef einhver kemur með nýja skoðun á einhverju máli er það kæft í fæðingu.  Hinir raunverulegu stjórnendur flokksins sitja í bakherbergjum og telja Baugspeninga og raða upp í hillur og er tilbúnir að grípa til sinna ráða ef að einhverjum er vegið.  Nú eru það aflaheimildirnar sem flokkurinn telur vera eign ákveðinna útvalinna og ætlar að berjast með kjafti og klóm til að verja ímyndaðan eignarétt.  Sama kvað það kostar öllu skal fórnað á altari Mammons.  Það er gefið til kynna að ef breyta eigi þessu fiskveiðistjórnunarkerfi, verði öllum meðulum beitt til að stoppa það.  Það skiptir þessa menn engu þótt yfir 80% þjóðarinnar telji kerfið ranglátt og því verði að breyta.  Fólkið er bara svona heimskt og  þess vegna verður að hugsa fyrir það.  Og það ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera.

Nýr formaður

Þá hefur Björn Bjarnason verið kosin nýr formaður Samtaka um vestræna samvinnu.  En verður hann ekki í talsverðum vandræðum í þessu nýja embætti, því í umræðum á Alþingi talaði hann um ESB að samvinna við aðrar þjóðir væri nánast óþörf.  Eða er bara samvinna við Bandaríkin sú eina rétta.
mbl.is Björn nýr formaður Samtaka um vestræna samvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband