Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Spakmæli dagsins

Lýðræði er listinn að stjórna

fjöleikahúsi úr apabúri.

(J.I.Mencken)


Mótmæli

Það er ekki annað hægt en að viðurkenna að Frakkar eru snillingar í mótmælum.  Nú er ástæðan lækkandi verð á mjólk til bænda í ESB.  Svo eru íslenskir bændur hræddir um sinn hag ef við göngum í ESB.  Þeir ættu að vera áhyggulausir nú, vitandi um mikinn stuðning við bændur í ESB.  Því nú þegar er búið að skipa tvo sáttasemjara til að mæta kröfum franskra bænda.
mbl.is Franskir bændur mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Taka próf í íslensku

Nú munu 205 útlendingar þreyta próf í íslensku fyrir umsækjendur um ríkisborgararétt.  Er ekki best að senda bara þetta fólk til síns heimalands þar sem við þurfum ekkert á því að halda í dag.  Það er líka furðulegt að margir útlendingar sem hafa farið úr landi vegna atvinnuleysis skuli fá að koma aftur til Íslands til að lifa á atvinnuleysisbótum,  Þegar ljóst er að Atvinnuleysistryggingarsjóður er við það að tæmast.  Við höfum nóg af atvinnulausu fólki á Íslandi og er því óþarfi að flytja það inn.
mbl.is Rúmlega 200 útlendingar í íslenskupróf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppboð

A mánudag hefst hjá Sýslumanninum á Selfossi uppboð á 66 sumarhúsalóðum.  Ég bara spyr til hvers er verið að bjóða þetta upp þegar augljóst er að enginn kaupandi er að sumarhúsalóðum í dag.  Flestir hafa nóg með að halda sínum heimilum og geta engu við sig bætt.  En þá koma ríkisbankarnir til sögunnar og kaupa.  Þeir virðast alltaf geta á sig blómum bætt og munaði lítið um að kokgleypa eitt stykki flugfélag.  Samt hefur þessum bönkum ekki enn tekist að búa til sína efnahagsreikninga, en samt kaupa þeir og kaupa.  Er sama vitleysan að fara af stað aftur í bankakerfinu sem síðan hrynur auðvitað aftur.
mbl.is Hátt í 70 sumarhúsalóðir á uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppa á næsta ári

Mikið lifandis ósköp er ég orðinn þreyttu á öllu þessu kreppukjaftæði.  Það vita allir að það er alheimskreppa og óþarfi að tíunda það í öllum fréttum.  Bestu viðbrögð við kreppunni er að tala kjark og bjartsýni í fólk.  En dag eftir dag er því haldið að okkur að fyrirtækin og heimilin í landinu séu að fara á hausinn og skuldir í hæðstu hæðum sem enginn getur greitt og verður þar af leiðandi aldrei greitt.  Það á nú þegar að lækka vexti niður í 1-2% og afskrifa 50% af skuldum heimila og fyrirtækja í landinu.  Þá fyrst fara hjól atvinnulífsins að snúast og við verðum fljót að ná okkur út úr þessari kreppu.  Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn getur farið fjandans til og hætt að haga sér eins og lénsherra yfir Íslandi.  Við eigum að ráða okkar málum sjálf.  Síðan göngum við í ESB og förum að rífa kjaft þar eins og við kunnum best.  Þótt við verðum smáþjóð innan ESB  getum við orðið þar stórþjóð með frekju og yfirgangi.  Íslendingar eru nú einu sinni fornir glæpamenn sem flúðu Noreg á sínum tíma, þannig að frekja og sjálfstæði er okkur í blóð borið.  Nú brettum við upp ermina og förum að vinna saman í að leysa okkar vandamál.  Gefur skít í alla hagfræðikenningar en það voru einmitt þær sem komu okkur í núverandi stöðu.

Það eina sem ég óttast í þessu sambandi er hvort að Landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé þessu samþykkur og Ingvi Hrafn á Hrafnaþingi.


mbl.is Kreppan gæti birst á næsta ári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að fela sannleikann

Þeir BYKO-menn hafa ekki þolað að sannleikurinn yrði birtur, þegar þeir voru staðnir að verki við að smygla bjór til landsins í gámum frá BYKO.  Er þetta ekki líka ein mest notaða leiðin við smygl á eiturlyfjum til landsins.
mbl.is DV braut ekki siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norræni Þróunarsjóðurinn

Nú hefur verið ákveðið að gera breytingar á Norræna Þróunarsjóðnum í þá átt að framvegis verði hann nýttur til að fjármagna verkefni sem stuðli að fyrirbyggjandi og uppbyggjandi verkefnum í þróunarríkjunum sem miði að því að draga úr gróðurhúsaáhrifum.

Ekki er sagt frá hvaða verkefni þetta eru, en hætt er við að þessi breyting virki eins og dropi í hafið hvað gróðurhúsaáhrif varðar.


mbl.is Breytingar á norræna þróunarsjóðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðstoð við bát

Alltaf er að koma betur í ljós hvað gagnlegt framtak það var hjá Landsbjörg að stuðla að kaupum fjölda björgunarskipa, sem dreifðust um allt land.  En það er ekki nóg að hafa þessi björgunarskip heldur þarf að vera til staðar reynd áhöfn.

Ég hef einu sinni verið á bát sem fékk aðstoð frá Björgunarskipinu á Rifi.  En þá var ég vélstjóri á dragnótabátnum Sigurbjörgu ST-55.  Við létum reka fyrir sunnan Látrabjarg og vorum að bíða eftir fallaskiptum áður en kastað yrði.  Þegar síðan átti að kasta hafði pokinn á nótinni óvart fallið í sjóinn og fór beint í skrúfuna þegar kúplað var að.   Við vorum þarna einskipa og því ekkert um annað að ræða en óska eftir aðstoð og kom Björgunarskipið frá Rifi okkur til aðstoðar og tók Sigurbjörgu í tog, þrátt fyrir leiðindabrælu yfir Breiðarfjörðin gekk ferðin nokkuð vel og eftir nokkra klukkutíma vorum við komnir að hafnarmynninu í Ólafsvík.  Björgunarbáturinn renndi inn í Ólafsvíkurhöfn og ætlaði að láta Sigurbjörgu renna upp að svokölluðum Norðurkanti.  En fljótlega kom í ljós að ferðin var of mikil og Sigurbjörg stefndi beint á steinsteyptan enda garðsins,  Skipstjóri Björgunarskipsins sá í hvað stefndi og ætlaði að snúa við til að breyta stefnu okkar skips og við sáum að nokkrir menn voru komnir út á Björgunarskipinu til að færa til endana.  En því miður urðu þeir of seinir og Sigurbjörg sigldi á 4-5 mína ferð á steyptan enda kantsins.  Þetta varð talsvert högg og stefnið lagðist inn á stórum hluta. Fjöldi manns var kominn þarna að til að fylgjast með og komum við enda í land og gátum lagst við Norðurkantinn. Strax á eftir kom skipstjóri Björgunarbátsins um borð til að ræða við skipstjórann á okkar skipi og ganga frá tjónaskýrslu.  Hann sagði að þetta hefði verið mjög klaufalegt en þegar hann ætlaði að láta færa endana til að forðast þennan árekstur hefði sín skipshöfn verið orðin lömuð af sjóveiki og því mjög seinir til.  Seinna kom kafari og skar úr skrúfunni og við tókum til við að gera við nótina.  Síðan var farið á veiðar aftur, um leið og allt var orðið klárt.


mbl.is Aðstoða bát með bilaða vél
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnuræða forsetisráðherra

Ég var einn af þeim sem horfði á beina útsendingu frá Alþingi í gærkvöld en þar flutti Jóhanna Sigurðardóttir sína fyrstu stefnræðu sem forsætisráðherra.  Mér þótti ræða Jóhönnu góð og hún kallaði eftir samstöðu þings og þjóðar til að leysa þau erfiðu verkefni sem fram undan eru.  Ekki voru allir ánægðir með ræðu Jóhönnu og formaður Sjálfstæðisflokksins lagðist svo lágt að gefa til kynna að hans flokkur myndi berjast ákveðið gegn mörgum málum ríkisstjórnarinnar og jafvel leggjast í skotgrafahernað.  Það gerði líka Ásbjörn Óttarsson sem einnig talaði fyrir Sjálfstæðisflokkinn og sagði dæmisögu um mann sem seldi sinn aflakvóta og ávaxtaði nú peningana á háum vöxtum og væri nu að reyna að komast aftur inn í kerfið með frjálsum handfæraveiðum.  Sá sem keypti greiddi 87 milljónir og tók lán fyrir sem hefur hækkað mikið síðan, auk þess sem aflakvótinn hefur verið skertur um 15%.  En Ásbjörn, sem kallaði eftir opinni umræðu um flest mál var ekki að upplýsa hver var seljandinn í þessu dæmi en það var einmitt Ásbjörn sjálfur sem hefur verið hoppandi inn og út úr þessu kerfi til að hagnast.  Innköllun fiskveiðiheimilda kölluðu þeir Bjarni og Ásbjörn þjóðnýtingu.  En hvernig er hægt að þjóðnýta það sem þegar er í þjóðareign.  Þeir töldu enga möguleika á sátt um nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi.  En allir eru þó sammála um að núverandi kerfi gengur ekki lengur upp vegna mismunar á þegnunum.  Samanber álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, nei allt á að vera óbreytt svo braskið og spillingin geti haldið áfram.  Nú þegar er vitað að stór hluti af skuldum sjávarútvegsins er tilkominn vegna kaupa á hlutabréfum og í allskonar brask og aflakvótinn lagður að veði.

Borgarahreyfingin kom skemmtilega á óvart í þessum umræðum og eins fannst mér Sigmundur Ernir tala af mikilli skynsemi og nokkuð ljóst að hann á eftir að láta mikið að sér kveða á Alþingi.  Ræðumenn Framsóknar hlýddu drottnara sínum til fjölda ára og töluðu í sama stíl og Sjálfstæðisflokkur.

Það er eitt sem allir þingmenn verða að skilja að í dag eru gerðar til þeirra mun meiri kröfur en oft áður.  Sjálfstæðisflokkur og Framsókn verða að skilja að Alþingi þarf að leysa mörg erfið mál og þau verða ekki leyst í sandkassaleik.  Bjarni Benediktsson vitnaði í Landsfund Sjálfstæðisflokksins og hvað þar hefði verið samþykkt.  En því miður Bjarni Benediktsson þá á að leysa vandamálin á Alþingi en ekki á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins.


Icelandair

Nú hafa ríkisbankarnir yfirtekið að mestum hluta í Icelandair og mjög líklegt að fleiri stór fyrirtæki fara í kjölfarið.  En hvað ætlar ríkið síðan að gera við öll þessi fyrirtæki.  Það getur ekki verið að hér eigi að fara út í ríkisrekstur í stórum stíl.  Að mínu mati er þetta kolröng leið, það á að afskrifa skuldir hjá þessum fyrirtækjum og aðstoða þau við að halda áfram rekstri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jakob Falur Kristinsson
Jakob Falur Kristinsson

Ég er fyrrverandi vélstjóri og útgerðarmaður en er nú 75% öryrki eftir slys á sjó 2003. Bjó lengst af á Bíldudal en flutti til Sandgerðis haustið 2005.  En er nú aftur fluttur á Bíldudal.  Að svo miklu leyti sem myndir á síðunni eru eftir Mats Wibe Lund, þá liggur fyrir tímabundið samþykki hans um birtingu hjá mér og þakka ég honum sérstaklega fyrir.  Mats á að sjálfsögðu hönundaréttin að öllum sínum myndum.  Vilja menn sjá fleiri myndir þá vísast á www.mats.is  Ég  var flokksbundinn í Frjálslynda flokknum og hef starfað þar, en sagði mig úr flokknum 24. apríl og gekk í Samfylkinguna.  Föðurætt mín er úr Arnarfirði og móðurættin frá Jökulfjörðum og Hornströndum og í báðum tilfellum, langt aftur í aldir.  Er ég því ekta Vestfirðingur.

Undir fyrirsögninni Færsluflokkar er flokkur sem heitir Vefurinn og ef smellt er á hann opnast síður þar sem ég er að skrifa ýmsar frásagnir.  Einnig er undir liðnum spaugilegt smá grín ofl. 

Ég leyfi öllum að skrifa athugasemdir við mín skrif.   En af gefnu tilefni hef ég ákveðið að þeir sem ekki kunna sér hófs í athugasemdum og nýta þær til persónulegra árása á mig og mína persónu, með allskonar skömmum og svívirðingum, mun ég hér eftir loka á slíka aðila.  Einnig mun ég henda út nafnlausum athugasemdum.  Því ég einn ber ábyrgð á því sem skrifað er á mína síðu.

jakobkr@internet.is     

GSM: 823-2954

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband